Leita í fréttum mbl.is

Erfiður heimur

Já þetta er frekar erfiður heimur sem ég lifi í, "allir" veikir í kringum mann og alltof margir hafa látist úr þessum krabba sem ég þekki til.

Einsog þið vitið mörg ykkar en þá var ég með ferð til London síðastliðið haust fyrir níu foreldra sem ættu börn sem væru að berjast við þennan fjanda sem ég hef oft sagt áður þá gerði þessi ferð endalaust mikið fyrir okkur foreldrana og er ég ennþá að fá hrós fyrir að hafa skipulagt þetta frá foreldrunum.  Alltaf gott að fá klapp á bakið enda fá líka styrktaraðilarnir mikið hrós fyrir þetta ég hefði aldrei getað þetta án þeirra.  Eftir þessa ferð höfum við foreldrarnir verið að hittast og aðrir hafa tengst betur og orðnir góðir vinir eftir þetta sem er bara gott(alltaf gott að geta spjallað við einhvern sem skilur mann fullkomnlega).  Þegar við höfum hist þá er EKKERT talað um veikindi einsog þegar við fórum saman til London voru læknarnir dáltið hræddir við að þessi ferð færi bara útí veikindatal og "leiðindi" en svo var raunin ekki, við gleymdum okkur algjörlega og áttum svo skemmtilega stund saman.  Ómetanlegt fyrir alla.

Einsog ég sagði þá fórum við níu foreldrarnir saman og af þessum níu foreldrum eru þrír búnir að missa börnin sín (síðan í sept), ótrúlega erfitt og sorglegt.  Því miður tapaði ein hetjan sinni baráttu um helgina og það er svakalega erfitt.  Þó ég hafi ekki þekkt hetjuna persónulega en þá var maður farin að tengjast foreldrunum og við hin sem höfum ekki misst barnið okkar getum enganveginn sett okkur í þeirra spor og við viljum það heldur ekki.  Þetta er bara alltof nálægt manni og mikið svakalega er maður hrædd við að lenda í þessari stöðu, ég hef aldrei á ævinni þurft að fara í svona margar jarðafarir einsog síðustu mánuði og er það með því erifðasta sem maður gerir.  Alltof ósanngjarnt að taka svona ungan einstakling frá okkur.

Elsku fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur þessa dagana og verður það alltaf.  Sendum ykkur stórt knús í Fjörðinn.
Áslaug og fjölsk.

psss.sss sorrý en ég er ekki í neinu blogg-stuði þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hann gefur okkur sigurinn.

Stundum í gegnum afstöðu til lífsins, stundum með ,,sigri" á sjúkdómnum, stundum með aukinni visku, stundum með þroska sem síðar bætir okkur og umhverfið og svo bara stundm með trúarsannfæringu.

Þökkum fyrir okkur og segjum frá því sem Han gerir fyrir okkur, sem gæskufullur faðir eða ástkær móðir.

Með mikilli hluttekningu en vissu um áframhald

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.3.2008 kl. 09:49

2 identicon

Já það er margt ósanngjarnt í þessum heimi það er víst ábyggilegt - maður skilur bara alls ekki suma hlut og til hvers þeir þurfi að gerast.

Einhvernveginn verður maður að finna ljósið og halda árfram........

Knús á ykkur.

Kv Katrín.

Katrín (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:43

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það tekur svo á þegar einhver úr hópnum kveður. Ég fann þetta svo vel þau 10 ár sem móðir mín lifði eftir sína greiningu. Hún fylgdist vel með hópnum og syrgði félagana sem fóru.

Góðar kveður til Þuríðar Örnu og allra hinna á heimilinu. Guð blessi ykkur öll Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.3.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Guð veri með ykkur littla fjöldskylda, og guð styrki foreldrana sem misstu littla barnið sitt

Kristín Gunnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: lady

elsku Áslaug mín lífið getur verið skrýtið,,,bið Guð að vaka yfir  ykkur yndislegu fjölsk,,,sendi  hlýjar kveðju til foreldrana sem hafa misst börninn sín megi Guð gefa þeim styrk að halda áfram,,Guð blessi ykkur  kv Ólöf jónsdóttir

lady, 26.3.2008 kl. 11:06

6 identicon


æi hvað getur maður sagt.... sem foreldri þá eru engar martraðir verri en þær þegar manni dreymir að maður sé búin að missa barnið sitt... en þá er líka svo gott að vakna til veruleikans og vita að maður hefur krílið sitt ennþá hjá sér.... get ekki ýmindað mér þau spor að vakna þar sem martröðin er veruleikinn. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandendanna.

Katrín Ösp (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:38

7 identicon

Fallega fjölskylda

Sendi ykkur kærleik og fullt af ljósi og guð gefi aðstandendum þessara barna styrk til að takast á við sorgina.  Lífið er hverfult og ekki sjálfsagður hlutur.   Við þurfum að stoppa við og hugsa fallega til nánungans og sýna kærleik í verki og hugsun. Þannig getum við sýnt hluttekningu og gefið af okkur það góða sem býr í hverjum manni en týnist í ys og þys líðandi stundar.  Lífið er dásamlegt og allt það undur sem því fylgir og gott er að stoppa við, þó ekki væri nema til að fara með eina bæn fyrir þá sem eiga erfitt.

Þið eruð í bænum mínum, ætíð.

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 brna mamman (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:09

8 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Guð veri með ykkur og samúðarkveðjur vegna litlu hetjunar semer nú látin.

Eyrún Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 16:07

9 identicon

Bara gott að heyra í þér og vita að allt er í lagi hjá ykkur, þá er ég auðvitað ekki að tala um í lagi, því það er langt frá því, en ekkert vont.

Hörmulegt með allt þetta unga fólk og börn sem eru að tapa í þessari ójöfnu og hrikalega erfiðu baráttu.

Megi Guð og englarnir allir vera með ykkur og öllum sem í þessu standa.

með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:50

10 identicon

Ég samhryggist innilega og bið Guð um að vernda ykkur öll og blessa. Samúðarkveðjur til fjölskyldna þessarra hetja sem hafa kvatt síðustu mánuði.

Miðbæjaríhaldið hefur sitthvað til síns máls og óska ég ykkur þess að vinna vel úr sorginni, sársaukanum, reiðinni, vanmættinum og því sem tilheyrir.

Kærleikskveðja 

Díana (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:57

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thetta er bara i einu ordi sagt hrædilegt og mikid rétt thad getur enginn skilid nema sá sem hefur gengid thessi spor en madur fær fyllist bara máttleysi vid tilhugsunina . Megi gud vera med fjølskyldu litlu hetjunnar sem kvaddi og bara ykkur øllum sem eigid um sárt ad binda.

kærleiks og baráttukvedjur frá DK

María Guðmundsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:24

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:36

13 identicon

Sæl og Blessuð,

                            míkið hlýtur þetta að vera erfitt að þarf að kveðja svona mörg og ungt folk .Ég bara veit ekki hvað er hægt að segja nema það að þið eigið indislega falleg börn og þið eru alveg ofsalega dugleg og ég mun alltaf vera með ykkur öll í bænum mínum,Guð verið með ykkur og geyma ykkur kæra fjölskylda .Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:52

14 identicon

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 21:13

15 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er afskaplega sorglegt og maður biður bara Guð að styrkja þetta fólk

Guðborg Eyjólfsdóttir, 27.3.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband