Leita í fréttum mbl.is

Sjúbbsjúbbsjarei

Það sem ykkur finnst eðliegt að sjá hjá fimm ára þarf mér ekki að finnast eðlilegt einsog hjá henni Þuríði minni sem verðu nota bene 6 ára 20.maíW00t.

Að upplifa að sjá barnið sitt brosa, gráta, rífast, frekjast, fara í fílu, skríkja af gleði í bíó, borða á sig gat af páskaeggjum, synda einsog selur í sundi (svona næstum því), skella á eftir sér hurðum þegar það er skammað, stríða, vera hitalaust í rúma viku og svo er ég ö-a að gleyma einhverju en þetta finnst ykkur eðlilegt að sjá hjá heilbrigðu barni en ekki okkur.  En við fengum samt að upplifa þetta allt saman um páskana hjá hetjunni minni sem er búin að vera súper hress síðan þá, þvílík og önnur eins hamingja sem við finnum.  Hún er svo hress og er farin að borða einsog pabbi sinn ehe og þá er nú mikið sagt.  T.d. á páskadag þá fékk hún tvö páskaegg (takk Steinunn og Nói og SiríusWink) og það varð að opna þau bæði í einu setja þau í poka og svo dröslaðist hún með þetta hvert sem hún fór.  Við komum t.d að henni uppí rúminu okkar, undir sæng og át eitt stk páskaegg sem okkur fannst bara fyndið og GAMAN.  Svo í lokin var hún farin að ná í páskaegg systkina sinna og reyna lauma þeim ofan í poka sinn thíhí og ekki voru allir sáttir með það.  Þannig í dag og síðustu daga hefur Þuríður mín verið í sína besta formi og það gerist ekki betra.

Allt gott að frétta sem sagt nema ég þurfti að ná í ODdnýju perluna mína í leikskólann í dag því hún er orðin lasin, hefur ekki sofið neitt síðustu nætur vegna verkja í eyrum þannig hún var send með Þuríði uppá spítala í morgun og er komin á pensilín og sömu sögu er að segja af honum Theodóri mínum sem er líka á pensilíni en það vegna bólgu í auga.  Oddný mín er alveg að fíla þetta, var bara glöð að fá að fara heim og fá að knúsast með mömmu sinni.

Núna teljum við Oddný mín Erla perla niður dagana í mömmu-helgarinnar okkar sem eru nákvæmlega tvær vikur í, jíhaaaa!!  Það verður reyndar hjá henni mömmu-, ömmu og frænku-helgi sem hún getur ekki beðið eftir og ég ekki heldur.Sideways  Baaaaaaaaaaara gaman!

Ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir frá páskunum en ég er ekki að meika þetta myndakerfi í dag þannig það verður bara að bíða til betri tíma.

Knús í krús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndisleg færsla frá fallegri fjölskyldu.  Lífið er dásamlegt

Ljós og bæn til ykkar kæra fjölskylda

4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er yndislegt að lesa þessa færslu. Þuríður orðin matargat sem skellir hurðum og  er hitalaus FRÁÁÁÁBBÆÆRRT. Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið í dag. Ég var reyndar áðan að frétta af íbúð sem við getum kannski fengið í næsta mánuði, en við erum búin að selja ofan af okkur húsið og erum ekki með neitt tryggt ennþá. Íbúðarfréttirnar blika bara eins og skot þegar batafréttir af hetjunni birtast. Guð veri með ykkur öllum. Haltu áfram að úða í þig og skella hurðum Þuríður Arna. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Dásamlegar fréttir og nú heimtum við bara áframhaldandi sælu!

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús til þín elsku Áslug mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:56

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sorrý það átti að vera Áslaug mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:57

6 Smámynd: Elsa Nielsen

Yndislegast ;)

KNÚÚÚS 

Elsa Nielsen, 27.3.2008 kl. 14:58

7 identicon

æðislegt að lesa alveg :D

Knús á ykkur, vonandi losnið þið við eyrnabólgur og augnbólgur sem fyrst :)

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:13

8 identicon

Til hamingju með gleðina og lætin, fýluna og hurðaskellina :)

Vonandi helst þetta hjá litlu hetjunni

Hlýir straumar til ykkar kæra fjölskylda

Ásgerður (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:19

9 Smámynd: lady

mikið er það gott að Þuríður fekk að njóta þess að borða páskaegg ,,vonandi batnar ykkur fljótt..leiðinleg þessi flensa

lady, 27.3.2008 kl. 15:40

10 identicon

já það eru svo sannarlegu "sjálfsögðu" hlutirnir sem skipta mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft.......... fékk brosfiðring í hjartað við að lesa bloggið hérna fyrir ofan og vona að litlu dýrin (ef þau má kalla svo) jafni sig fljótt af flensunni :)

 kveðja I

Inger E (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:45

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Til hamingju med thetta bara ædislegt ad lesa.

baráttu og kærleikskvedjur frá dk

María Guðmundsdóttir, 27.3.2008 kl. 15:49

12 identicon

Mikið ofboðslega er gott að heyra hvað hún hefur verið hress um páskana. Svona lítil sæt skotta á að njóta þess að borða páskaegg og hafa það gott með fjölskyldunni sinni. Vonandi endist þetta tímabil sem lengst.

Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:00

13 identicon

Yndislegar fréttir ;) Mikið er gaman að heyra þetta, nú er bara að hugsa jákvætt og senda Þuríði alla aukaorku svo hún haldi áfram að vera svona hress ;) Vonandi skellir hún á ykkur hurðum sem allra lengst litla rúsínan, bara krúttlegt ;)

Gígja ókunnug (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:02

14 identicon

 Takk, Ásaug fyrir þessa frábæru færslu. Þessar fréttir af hetjunni þinni, er ég búin að bíða lengi eftir. Vonandi er þetta, það sem koma SKAL, með hækkandi sól. Yndislegt. Kærleikskveðjur

Sólveig (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:17

15 identicon

Yndislegt að heyra þetta (eða öllu heldur sjá það skrifað á tölvuna!)

Knús og kram til ykkar og ég bið þann sem ÖLLU ræður, að Þuríði haldi áfram að batna.

Guð veri með ykkur alla daga. 

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:56

16 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Frábært að heyra!

Ég hef lesið síðuna lengi en aldrei kvittað-dauðskammast mín fyrir að vera slíkur laumupúki! En Áslaug, ég var með þér í Ármúla í "gamla dag"- hehehehe, enda eldgamlar....

...vona að málin ykkar séu aðeins upp á við núna

Kveðja Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 27.3.2008 kl. 20:24

17 identicon

Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:24

18 identicon

Elsku snúllan, þessar frábæru fréttir björguðu algjörlega mínum degi  Yndislegast bara, get ekki sagt neitt annað. Njótið lífsins saman kæra fjölskylda á hvern þann veg sem ykkur hentar best

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:27

19 identicon

vaaá hvað það bjargaði deginum hjá mér að lesa þetta! :):)

Katrín (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 03:58

20 identicon

Frábært að heyra að skvísan sé að braggast....samgleðst innilega! Gangi  ykkur vel áfram... 

Björk (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:05

21 identicon

Yndislegt að lesa þetta og upplifa enn og aftur hversu einstök þú ert í þínum aðstæðum.

Sendi ykkur öllum kærleikskveðjur frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:12

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært að Þuríður var svona hress um páskana, þetta hefur greinilega verið margföld hátíð hjá ykkur. Vona að lyfin dugi á systkinin, þið hafið greinilega fengið allan pakkann um helgina, gleði og kátínu, veikindi sem jafna sig vonandi fljótlega og ég vona svo sannarlega að Þuríði haldi áfram að líða vel.

Helga Magnúsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:56

23 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

frábærar fréttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.3.2008 kl. 14:56

24 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Bara yndislegt

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:58

25 identicon

Yes!!! Frábærar fréttir!!!

knún

Guðrú

Guðrún (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:23

26 identicon

Click for Full Size ViewElsku Þuríður mín,gaman að heyra að allt gengur svona glimrandi vel og þú áttir góða páska...vona að svo verði áfram..bið að heilsa mömmu og ég hitti hana í næstu viku..knús og góða helgi elskan

Björk töffari (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:36

27 identicon

Yndislegar fréttir.  Bið Guð að geyma ykkur elsku fjölskylda.Kærleikskveðjur og góða helgi.

Kristín (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:32

28 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Til lukku með allan gauraganginn...og von um að svo verði áfram..Hafið það gott..

Agnes Ólöf Thorarensen, 29.3.2008 kl. 14:42

29 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

FRÁBÆRT að heyra að þið hafið haft góða páska.  Hún hefði nú alveg getað komið hingað og fengið afgang af páskaeggjum.  Gaurarnir mínir voru nú ekkert rosalega duglegir við átið

Knús og kram.

Bergdís Rósantsdóttir, 30.3.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband