Leita í fréttum mbl.is

Svar frá Jóhönnu og fleira. Vaaarúúð laaangt.

Þið sem hélduð að hún myndi ekki svara mér, reyndar bjóst ég sjálf heldur ekki við því ehe en ég vil samt hrósa henni fyrir snögg viðbrögð þó mailið frá henni hafi ekki verið langt þá hafði hún fyrir því að svara.  Ein stjarna í kladdann fyrir Jóhönnu.  Hún ætlar að láta skoða þetta og sagðist vona að ég fengi svar fljótlega við þessu og við skulum vona það líka og sjálfsögðu fáið þið að fylgjast með.

Það er eitt sem mig langar að benda á, oft og mörgu sinnum hef ég fengið hræðilega leiðinleg mail og komment útaf veikindum Þuríðar minnar sem ég get ekki einu sinni talað um hérna því þau eru svo ógeðsleg.  Fólk má segja allt um mig og rakka mig niður en ekki hetjuna mína sem gerir ekki flugumein.  Ég hef fylgst með fullt af fólki sem ég þekki til sem er að berjast við þennan fjanda og mér finnst mjög algengt að fólk útí bæ sé að rakka þetta fólk niður, segja ýmsilegt niðrandi og mjög svo særandi.  Það er greinilega algengt að við sem erum að berjast við alvarleg veikindi séum öfunduð af fólki útí bæ eða ég myndi kalla það öfund.  Afhverju er það?  Við megum ekki fara til útlanda án þess að fólk fari að tala, megum ekki gera neitt gott og fallegt með börnunum okkar sem eru að berjast við þennan fjanda án þess að fólk fari afstað.  Megum ekki reyna gleðja börnin okkar og þá fer fólk að pæla í hinum og þessum hlutum, stundum finnst mér persónulega þurfa afsaka mig ef við erum að gera eitthvað skemmtilegt annaðhvort bara fyrir mig og Skara eða börnin líka.  Það á ekki að vera svoleiðis.

Eftir að maður lendir í svona alvarlegum veikindum sérstaklega þegar barnið manns er ekki gefin mikil framtíð finnst manni maður vera missa af einhverju og verði að gera allt í gær fyrir hetjuna sína og láta alla hennar drauma rætast og systkin.  Maður metur samt tímann miklu meir svo veit ég heldur ekki hvort ég verði hérna á morgun?  Ég reyni að gleðja börnin mín eins mikið og ég get, þau eru númer 1,2 og 3 og ég er líka hætt að pæla í því hvað öðrum finnst þó mér finnist ég ennþá þurfa afsaka mig með suma hluti.  Stundum er einsog Íslendingar (ekki allir samt nota bene) kunni ekki að samgleðjast með fólki ef aðrir eru góðir við þá og ef við erum að reyna gera eitthvað gott fyrir sjúklinginn sem á kanski ekki mikla framtíðarvon, afhverju er það?  Við erum bara að reyna gott úr hlutunum og reyna láta okkur öllum líða sem best og þá er ég ekki bara að tala um okkur fjölsk. því ég veit að nokkrar fjölsk. sem eru í sömu stöðu og við hafa lent í þessu.

Útí annað eða kommentin sem ég fæ en þá held ég stundum að fólk viti ekki hvursu auðvelt sé að rekja kommentin, jú þau hafa öll sína ip-tölu og ég er ekkert svo tölvuheimsk eða tel mig það ekki þar sem ég get ekki fengið minna en tíur í tölvum ehhe.  Ég þoli ekki falskt fólk, oft fæ ég falleg komment frá ykkur og oftast held ég að þau komi frá hjartanum en það er fólk þarna á milli sem er æjhi ég veit ekki rétta orðið?  Ég fékk nefnilega eitt komment frá konu sem kallar sig "X" ætla ekki að segja fullt nafn hennar enda skiptir það engu en ég er bara að benda á hvursu auðvelt það sé að rekja komment  í fyrra kommentinu sem hún er að segja hvað það sé æðislegt að hetjan mín sé orðin sex ára og óskar okkur til hamingju með daginn sem er bara gott og fallegt og þar skrifar hún líka undir fullu nafni en svo tæpri viku síðar kemur hún undir "lesandi" því þá var hún ekki að skrifa eins falleg komment til okkar eða var að segja við (vegna umræðunnar um mitt verðandi fæðingarorlof) okkur orðrétt "En jafnvel eitthvað sem þið hefðuð átt að hugsa út í áður en þið ákváðuð að fjölga ykkur meira?".  Ekkert alvarlegt komment sem særði mig ekki eheh svo ég taki það fram en afhverju gat hún ekki komið undir fullu nafni þegar hún skrifaði þetta einsog þegar hún var að óska okkur til hamingju með daginn?  Með þessu er ég bara að benda fólki á hvursu auðvelt það er að rekja komment með IP-tölum.

Hetjan mín er annars að útskrifast í dag af leikskólanum sínum, var svakalega spennt að fara í útskriftarferðina með leikskólanum og svo er "partý" í leikskólanum í kvöld sem við fjölsk. munum mæta í en ég held að perlan mín var spenntari fyrir því, því hún vissi að hún fengi að fara í pilsi eheh.  Ef hún fengi að ráða væri hún í pilsum alla daga, yndislegust!

Ég fylgist mjög mikið með þessum linki þessa dagana : http://weather.yahoo.com/forecast/SPXX0238_c.html  Hmmm afhverju skyldi það vera?  Svo ég haldi áfram að afsaka mig þá vita margir að ég varð þrítug í fyrra og fékk "fullt" af peningum í afmælisgjöf, svo varð Skari 35 í jan og fékk líka nokkra aura og að sjálfsögðu tók ég alla þessa peninga og passaði þá vel.W00t  Mig langaði nefnilega að gera eitthvað stórmerkilegt fyrir þá eða eitthvað fyrir mig og Skara svo við gætum haldið áfram að rækta okkur og látið einsog kærustupar einsog sumir myndu segja.Sideways  Núna er alveg að koma af því að við getum farið að njóta þessara gjafa frá vinum og vandamönnum, oh boy hvað það verður skemmtileg vika, húbbahúbba.  Bara ég og Skari, engar búðir, engar skoðunarferðir, bara sól og sandur og afslöppun útí eitt.  Svona án gríns þá verður þetta okkar fyrsta afslöppunarferð sem við förum bara tvö saman, jújú við höfum nokkrum sinnum farið út saman en það er bara til að skoða, hlaupa á milli búða svo maður kemur bara þreyttari tilbaka en NEI ekki núna eða bráðlega.InLove   Bara gott og gaman!!

Var alveg að gleyma segja ykkur að ég fór til okkar yndislegu ljósu í gær sem ætlar að sjálfsögðu að taka á móti okkar verðandi kríli en ekki hvað?  Þetta var víst stelpuhjartsláttu thíhí en ég held samt að þetta verði strákur.

Orðin frekar löööööng færsla, ætli einhver sé ennþá að lesa hana?  Hemmhemm!!

Læknaskoðun hjá hetjunni minni á morgun og ath hvort hún þurfi að fara hitta enn eitt teamið uppá spítala, þekkjum aðeins of marga lækna.

Slaugan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ég nennti að lesa þetta allt
Veit ekki afhverju sumt fólk lætur eins og það lætur, en blessuð vertu ekki að taka það nærri þér.
Þú og öll þín fjölskylda standið ykkur frábælega og ég er ekki viss um að margir mundu þola allt það álag sem þið hafið þurft að þola.
Og fjölgið ykkur eins oft og ykkur listir
Börn gefa manni meira en allt annað í þessum heimi og þar sem fjölskyldan á að vera hornsteinn í hverju samfélagi, gerir maður ráð fyrir að fá sitt fæðingar orlof óskert, sérstaklega eins og fólk í þinni stöðu sem ert með langveikt barn og stekkur ekki bara út á vinnu markaðinn þegar þig langar.

Haltu áfram að vera svona jákvæð og dugleg og svei því fólki sem ekki á í sér samglaðning handa öðru fólki.

Eigðu dásamlegan dag.

Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 09:47

2 identicon

komdu sæl. Ég er ein af þeim sem les hérna annað slagið en þekki ykkur ekki neitt. Dáist alveg af ykkur. Og innilega til hamingju með óléttuna, það er svo yndislegt að vera óléttur...
En allavega þá var ég að lesa yfir frumvarp sem er verið að leggja fyrir á alþingi í dag (sem þú veist nú örugglega um) og var að spá hvort það miði ekki við að þú eigir að fá 80% af greiðslunum sem þú færð vegna hetjunnar þinnar?? kannski er ég samt að misskilja eitthvað...er ekki sú besta að lesa útúr svona kínversku.
Þetta frumvarp kemur sér mjög vel fyrir mig ef það verður samþykkt, og vonandi fyrir þig líka.

Gangi ykkur vel 

Sigríður Antonsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:03

3 identicon

já pointið með þessu var auðvitað að láta linkinn fylgja
http://www.althingi.is/altext/135/s/0631.html

sigríður aftur (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:04

4 identicon

Er ein að þessum sem kem næstum dagleg inn til að fylgjast með ykkur og hetjunni ykkar. Yndislegt hvað þið standið vel saman sem ein heild, fjölskyldan. Óska ykkur innilega til hamingju með fjölgunina og vona að allt haldi áfram á uppleið fyrir ykkur og þó sérstaklega hjá Þuríði sem er eins og þú segir hetja en það eruð þið líka og ekki gleyma því.  Þið eruð í bænum mínum. 
Njótið þess nú að vera bara tvö ástfangin saman þennan tíma og góða skemmtun.

Vertu svo áfram þú. Dugleg, jákvæð og bjartsýn og ekki vera að hlusta á þessar gagnrýnis raddir sem heyrast.
Vona að þetta leysis með fæðingarorlofið því að auðvitað átt þú að eiga rétt á því eins og aðrar konur.

Hafið það gott í dag og njóttu hans.

Vigdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:06

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég las líka allt saman

Sumt fólk heldur greinilega að best sé að sitja bara hreyfingarlaus á rúmbrúninni heima hjá sér þegar veikindi steðja að, auðvitað vill maður gera allt og nýta tímann eins vel og maður getur.

Þetta skil ég mætavel, ég er sjálf búin að kveðja tvær merkilegar konur úr veikindum og við reyndum að gera og segja allt áður en þær fóru.

Knús á þig og molana þína, bæði fædda og ófædda

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 10:07

6 identicon

Ég las líka hvert einasta orð eins og geri á hverjum degi með kaffibollan minn..
Varðandi 'öfundsýkina' í fólki þá getur maður ekkert annað en að hrista hausinn og segja fólk er fífl.. í guðanna bænum ekki taka þetta nærri þér, það hefur enginn rétt á að segja þér hvernig þú átt að haga þínu lífi. Þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvað þið eruð að ganga í geng um og ég er viss um það að ef þetta fólk væri í ykkar sporum þá myndi það gera nákvæmlega það sama. Ég veit að ég myndi algjörlega gera það.
Innilega til hamingju með bumbubúann, og ég verð nú bara að segja það að ef einhverjir eiga að fjölga sér þá eru það þið, ykkar börn skortir svo sannarlega ekki ástúð og umhyggju..
og svo maður sletti.. "you go girl"..
kv
Kolla

Kolla Tjörva (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:07

7 identicon

Áslaug mín. Ég þarf að segja þér svolítið í sambandi við þessa ip tölu sem nefnd er i blogginu þínu. Get ég sent þér einkaskilaboð eða á ég að tala bara við þig á morgun upp á spítala????

Fríða K (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:09

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég er líka ein boðflennan.

Biðst afsökunar ef orð mín hafa einhverntíman sært, þannig voru þau ekki meint.

Vonandi gengur allt vel í þessari læknaheimsókn á morgun og þó svo hún þurfi að hitta einhverja lækna, gerir það ekket til, því læknum er ekkert nema gott að hitta stúlku af hennar caliber, sem æðrasst ekki og gerir sín plön, þrátt fyrir efa einhverra lækna.

Þið hafið notið blessunar að fá að hafa hana svona lengi þrátt fyrir líkurnar sem voru gegn því en hafa horfið í tómið.

Nú er að vora og sumarið mun auka henni sturk. 

 Viltu strjúka vanga hennar fyrir mig og skilkveðju friðarins frá mér.

Bjarni Kjartansson

Bjarni Kjartansson, 28.5.2008 kl. 10:09

9 identicon

Jebb ég las hver einast orð, þín viska er hluti af deginum Viskan þín fær mann til að horfa fram í daginn með kærleik í hjarta svo einfalt er það.  Ég vorkenni fólki sem vogar sér að kommenta og skrifa til ykkar ljóta hluti, hrikalega hlýtur þessu fólki að líða illa!  Haltu þínu skriki og reyndu að láta þetta ekki hafa áhfrif á þig en ég skil vel að þér sárni argggggg verð reið að svona skuli gerast.

Þið eruð yndisleg fjölskylda og eins og þú bendir réttilega á þá er fjölskyldan ykkur allt !  Þú ert fyrirmynd annara bæði í hugsunum og gjörðum og mundu vertu stolt af því.  Ég hef aldrei hitt ykkur en fylgst vel með og þú veist að þú hefur gefið mér svo margt með skrifum þínum...og ef ég ætti eina ósk sem ég gæti mögulega fengið uppfyllta þá gæfi ég ykkur hana!

Ví ví verður frábært fyrir ykkur hjónin að komast eitthvað 2 saman og slappa af.  Búin að prófa þetta, skildi gríslingana 4 eftir heima og fór í sólina í viku, bara yndislegt og dásamlegt!

Sendi ykkur kærleiksknús og tendra ljós 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:24

10 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ babí ég las allt.... knús knús á þig og vonandi að fólk fari að skrifa undir nafni hérna.... LOVE á þig og jiiii hvað ég er glöð fyrir þína hönd að vera að fara í sól og sand.... 

Þórunn Eva , 28.5.2008 kl. 10:24

11 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Fríða

Ég er með mail aslaugosk@simnet.is

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 28.5.2008 kl. 10:26

12 identicon

Sæl, ég las þetta sko allt

 Ég er einmitt ein af þeim sem kíkji svona 1 sinni til 2var í viku. Og mér finnst þið ÖLL vera hetjur. Ég á sjálf 4 börn. Fékk svona 2 í restina. Stelpur sem fæddar eru 2002. Svo eigum við 2 drengi á unglingsaldi. Við hjónin vorum einmitt að ræða það að við þyrftum að komast í frí frá vinnu, heimili og daglegu amstri. Þú veist svona bara við 2. En einhvern veginn er það þannig að þegar maður segjir fólki frá pælinguni þá  fær einmitt svona komment eins og " það er aldeilis veldi, bara verið að skreppa út?" Og einhvernveginn dettur maður í þetta að afsaka sig einmitt með því að maður hafi fengið pening í 35 ára afmælisgjöf og eiginmaðurinn verður 40 í lok árs og fær þá pening sem við ætlum að nota í þetta. En maður spyr sig ....hvað er ég að afsaka þetta??? Fólk ætti að prófa að vinna fulla vinnu eiga 4 börn( og hund  hehe ) og reyna að eiga rómó kvöld við kertaljós....arggggg....... Ég get eiginelga ekki orða bundist því að ef einhver þarf á því að halda að skreppa afsíðis í hjónaferð þá eru það ÞIÐ. Kæru hjón góða ferð og munið að njóta stundarinnar.

Begga strumpastrætóbílstjóri

Begga E (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:49

13 identicon

Stella A. (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:56

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að Jóhanna ætlar að skoða málið, hún er hamhleypa og lætur ekki sitja við orðin tóm. Þetta með öfundina er býsna flókið og furðulegt. Það er eins og þetta sé einskonar árátta hjá mörgum að trúa því stöðugt að aðrir hafi það svo miklu betra en það sjálft. Ef allir hefðu alltaf hugsað út í þetta og hitt áður en fjölgað var í fjölskyldunni, er ég ansi hrædd um að fá börn fæddust. Þetta er nú bara raus sem ekki er takandi mark á. Látið ykkur líða vel í fríinu og svo óska ég Þuríði góðs gengis í skoðuninni. Kveðja í bæinn og bumbuna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.5.2008 kl. 11:14

15 identicon

Í sambandi þetta komment um að maður ætti að ath rétt sinn áður en maður ákveður að fjölga sér að þá finnst mér svo fáranlegt að kerfið skuli vera þannig að maður þurfi að hugsa sérstaklega vel út í það. Ég er með þannig menntun að ég geri mér grein fyrir þessu  og það eru alltof margar klásúlur hér og þar um fæðingarorlofið, maður þyrfti sko að geta ákveðið nákvæmlega fæðingardaginn til að njóta mestu réttinda. En ég spyr Áslaug, af hverju áttu ekki rétt á fæðingarstyrk sem námsmaður þar sem þú ert jú í námi. Sú upphæð er um 90 þús á mán. Ertu í minna en 75% námi?

Í sambandi við öfundina þá öfunda ég ykkur þegar þið farið svona út en ég öfunda líka alla aðra. Þetta er bara eigin löngun til að komast til útlanda og ég öfunda alla sem eru á leið í sólina, ekki bara ykkur.

Lóa (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:12

16 Smámynd: Vilborg Magnúsdóttir

Las sko allt eins og ég geri reglulega. Vildi bara óska ykkur til hamingju með fjölgunina. Æðislegt hvað Þuríði gengur vel núna vona að það haldist. Vona að þið hjónakornin hafið það rosalega gott í sólinni. Kveðja Vilborg Magnúsdóttir

Vilborg Magnúsdóttir, 28.5.2008 kl. 12:17

17 identicon

Sæl frábært að þið skellið ykkur út hafið sko gott af því, eigið sko eftir að njóta þess í botn.  En hvað segiru fyrsta skiptið tvö saman,uuummmmm farið þið ekki þrjú þú ert nú ekki kona einsömul hahahahah, þannig að þið eigið ennþá ferð inni BARA 2 einhverntímann hihi.

kveðja Guðrún Bergmann

Guðrun Bergmann (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:45

18 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Úff Áslaug, þú ert mín stærsta hetja held ég. 

Ég þekki þig ekki neitt en ég veit að ekkert skiptir meira máli en börnin manns. 

Börn eiga ekki að vera veik, börn eiga ekki að þurfa að berjast við sjúkdóma sem geta leitt til dauða.  EF svo er finnst mér sjálfsagt að gera það sem hægt er til að létta undir.

Ég verð bara reið þegar ég heyri að fólk skuli gagnrína þig eða senda þér ljót mail.  Það fólk á að skammast sín.  Greinilega bara sjálfsmiðaðir veikir einstaklingar þar á ferð.  

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:04

19 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ójá góða mín, las alla færsluna

Góða ferð í sólina krakkar mínir og vonandi gengur allt vel hjá gullinu.

Fáránlegt hvernig fólk getur látið, en svona er öfundin. Gott kommentið hjá Guðrúnu Bergmann, þið eruð jú 3 sem farið hehehehehehe

Knús 

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.5.2008 kl. 13:13

20 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ég hreinlega stundum skil ekki mannfólkið.  Ég fylgist alltaf með þér hérna þótt ég kommenti ekki oft.  Mér finnst fjölgunin hjá ykkur yndislegar fréttir, fékk svona fagnaðarfiðring þegar ég las um það.  Og mikið samgleðst ég ykkur að fara í hjónaferð til Spánar.  Ég vona að þið eigið eftir að njóta þess í botn og ég meira að segja geng svo langt að vonast eftir því að þið fáið góða peningastyrki áður en þið farið þannig að þið getið notið alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.  Ertu með einhvern styrktarreikning? 

Kolbrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:14

21 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Mig langaði að svara einni hérna fyrir ofan hvort ég fengi ekki fæðingastyrk vegna þess ég væri í námi þegar ég færi í fæðingarorlof en ég sendi fyrirspurn til þeirra á vinnumálstofnun og hún var ekki viss um hvort ég ætti þann rétt?  Gæti sótt um en væri ekki vissum að ég fengi hann.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 28.5.2008 kl. 13:28

22 identicon

Hefðir átt að kaupa þér miða til KBH, hér er spáð hátt í 30 gráðum um helgina : http://www.dmi.dk/dmi/index/danmark.htm

;)

Freyja (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:54

23 identicon

Þið eruð hetjur öllsömul  Til hamingju með bumbubúann, þú lítur svo vel út Áslaug með pínu bumbu  Ófrískar konur eru fallegustu konurnar:-)  Knúsi knús úr Kópavoginum

Sólveig, Kalli, Elín Helena & Guðmunda Marta (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 14:12

24 identicon

Ég er svo drep forvitin að ég las hvert einasta orð. Ánægð með Jóhönnu, hún svaraði þó  Ég tek undir með örðum hér og hver orð hjá Hulla Dan.  Sumir hafa bara ekkert annað að gera en pirrast og naggast út í hamingjusamt fólk.

Kærustuparaferð  Snilld, sem sé ef þú værir ekki ólétt þá hafðir þú komið þannig heim heheheheheh  Óska ykkur bara frábærrar ferðar og mikillar hvíldar og njótið alls sem svona ferð býður uppá. Ég tek því allavegana þannig að þið séuð að fara, loksins.

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 14:13

25 identicon

Hérna geturðu séð um fæðingarstyrk námsmanna. Ef þú hefur verið í 75% námi núna eða meira og næsta haust get ég ekki séð af hverju þú átt ekki rétt á því.

Lóa (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 14:22

26 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er eins og fólk sé hrætt við að segja hvað þeim finnst sjálfum.
Maður getur alfarið ekki litið í spor annarra ef maður hefur ekki lent í eins atburði og viðkomandi gengur í gegnum.
Í sumum augum er litið á það sem öfund, að vera manneskja sem vill gera allt besta fyrir barnið sitt eða nákominn sem ekki á kannski langt eftir, eða öfugt eftir því hvernig gengur í meðverðum.
Á meðan öfundsjúki aðilinn er sífellt að velta sér upp úr þessu, missir hann bara mikilvægar stundir í lífinu, sem hann hefði getað notað öfundstundina í eitthvað svo mikilvægara heldur en að líta niðrandi til fólks.

Ég vona ykkar vegna að allt fari vel, og að þið Skari getið átt góðar stundir saman!

P.s. ég gaf mér tíma til að lesa alla færsluna, svo það eru nú allmargir!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2008 kl. 14:28

27 Smámynd: lady

ég gef mér alltaf tima að lesa bloggið þitt áslaug mín,,því miður er sumt fólk þakið að öfundsýki ,,það er í lagi þegar manneskjan líður illa eða eitthvað neikvætt er, þá telst það vinur eða þannig en ef allt gengur vel þá á sumir bara erfitt  með að samgleðjast ,,en ég se að meiri hlutin styður þig hérna og þar á meðal ég þið eru sannkölluð hetjur ,,þú kemur með svo skýr skilaboð,,að maður les og les,,,og til hamingju með að jóhanna skildi bregðast svona fljótt við óska svo prinnsesnuni að hún eigi góðan dag í leikskólanum,,fer hún í 6ára bekk í haust ,eða er hún þá bara komin í sumarfrí

lady, 28.5.2008 kl. 14:54

28 identicon

Sæl Áslaug - ég les sko bloggið þitt á hverjum degi og dáist alltaf jafnmikið af jákvæðni þinni - það þyrftu fleyri að temja sér slíkt hér á landi - þá liði fólki líka betur ef það hugsaði jákvætt - en allavega hver á það betur skilið að fara í smá frí en þið Skari??? Ég segi nú bara góða ferð og líka heimkomu - njótið þess í botn að fara í sólina og gera ekki neitt!!! Þið hafið nóg á ykkar könnu dags daglega!!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:18

29 identicon

Las allt. Taktu ekki nærri þér duglegust þegar fólk skrifar svona.  Þetta er einhver vanlíðan hjá þessum aðilum .Mikið samgleðst ég  með fríið sem er framundan hjá ykkur hjónakornunum. Óska Þuríði til hamingju með útskriftina úr leikskólanum og bið henni til handa Guðs blessunar á skólagöngunni.

Kristín (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:29

30 identicon

Kæra stórfjölskylda

Eitt af því sem ég hef alltaf dáðst að hjá ykkur, það er þessi óskiljanlegi kraftur í að gera eitthvað skemmtilegt og gefandi fyrir ykkur.  Þetta er alveg ótrúlegt og ómetanlegt.  Enda greinilegt að í ykkur eru einhver auka styrleikagen þrátt fyrir allt.

Það er ekki að spyrja að okkar konu komin í bréfasamband við Jóhönnu vegna ósanngjarnra laga og vonandi gengur það ykkur og öllum öðrum sem eru í ykkar sporum til hagsbóta. Og baráttukonan Áslaug upplögð í þetta verkefni.

Sendi ykkur stuðnings og baráttkveðjur

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:39

31 identicon

ég verð að éta hattinn minn fyrir Jóhönnu.  Við leituðum til hennar með mál og það var ekki fyrr en það komst í fréttirnar sem póstur frá aðstoðarmanni hennar datt inn í email hjá okkur. 

En sífellt kemur mér það á óvart hvernig sumar manneskjur kunna ekki bara að þegja stundum .... sumt er betra ósagt! 

Gangi ykkur vel og hafið það sem best

Ásta (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 16:04

32 identicon

kæra fjölskylda,  ég fylgist með ykkurá hverjum degi, en  kvitta sjaldan, gangi ykkur allt í haginn, ekki að hlusta á þetta raus í fólki er ekki í lagi heima hjá þeim ég spyr, gefa því spark í afturendann, þið eruð svo dugleg að hálfa væri nóg, haldið áfram að vera það og allt gengur vel, gæfan fylgi ykkur öllum, yndislegir gullmolarnir ykkar,   sumar og baráttukveðjur.

Didda ókunn (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 16:05

33 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ef að þið getið leyft ykkur að njóta lífsins með gjöfum hvort sem það eru peningar eða eitthvað annað þá er það bara frábært mál og fólk á ekki að vera að skipta sér að því, það er bara öfund held ég þegar fólk hagar sér svona, njótið lífsins eins og þið getið. Til hamingju með litla bumbubúann og hafið það gott í sólinni

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.5.2008 kl. 16:20

34 identicon

Sælar mæðgur... Ég trúi ekki að fólk sé að skrifa hér inn til að segja eitthvað ljótt.... sennilega er ég svona "einföld"... mér finnst það bara svo ótrúlegt!! EN að sama skapi trúi ég ekki að þú sért að búa þetta til, hehehe... já innilega til hamingju með allt það góða sem er að gerast hjá ykkur og yndislegt að vera með lítið líf í mallakút... ætli maður takai þig ekki bara til fyrirmyndar og fari að leggja í ...enn og afttur hehehe...

sumarkveðja

Guðrún (ókunnug) ...en skrifa þér nú stundum línur

Guðrún (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:04

35 identicon

Elsku Áslaug,ég á bara ekki til orð,þeir sem eru með svona rugl ættu að fara í greindarpróf,ég er svo yfir mig undrandi þetta hljóta að vera manneskjur sem eiga ekki neinn að, hafa aldrey elskað,því síður eiga börn,ég óska bara þess, að þú hugsar bara ekki um svona lákúru frá fólki ,mundu að þú ert svo ROSA mikil og góð MAMMA mikil fyrirmynd,vonandi eigið þið Skari eftir að eiga eins mikið af börnum eins og þið viljið þau gætu ekki valið betri foreldra,njótið sólardagana þið eigið það svo sannarlega skilið,buena viaje,Felicidades.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:05

36 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er undarleg árátta hjá fólki að ef þú þiggur einhvers konar bætur áttu að lifa við sult og seyru og ekki veita þér neitt. Það eru margir sem halda að fólk sé að svindla sér inn á kerfið til að þurfa ekki að vinna og sér ofsjónum yfir hverri krónu sem þeir fá sem eiga við einhvers konar örðugleika að etja. Þú og þín fjölskylda eruð að berjast við það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér og mér finnst að þið eigið að njóta hverrar stundar sem þið hafið saman. Hafið þið Skari það gott í fríinu og njótið þess í botn.

Helga Magnúsdóttir, 28.5.2008 kl. 19:45

37 Smámynd: .

Um fæðingarorlofsréttinn get ég ekkert sagt þér, mitt yngsta barn er að verða 29 ára í haust. Hinsvegar get ég sagt þér að ill hugsun og öfund hittir upphafsmanninn aftur.  Mitt mottó í lífinu er að hafi ég góða samvisku og reyni að gera mitt besta, er mér nákvæmlega sama um annarra skoðun á mér.  Guð gefi þér og þínum alla daga eins góða og hægt er........  duglega kona.

., 28.5.2008 kl. 20:10

38 Smámynd: Dísaskvísa

Ég las líka allt.  Mér þykir frábært að sjá hvað þið eruð alltaf jákvæð og yndisleg.  Þetta með öfundina- láttu það framhjá þér fara!

Ég hef þurft að leita til Jóhönnu og trúðu mér- hún mun skoða þetta og láta þig vita.  Hún er algjör baráttujaxl og viku eftir að ég talaði við hana þá voru hlutirnir komnir í gegn og ekkert múður.

Gangi ykkur vel fallega fjölskylda og njóttu dekurfrísins sem þú ert á leiðinni í.

Kv. Dísaskvísa

Dísaskvísa, 28.5.2008 kl. 20:21

39 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég las allt ég hef fylgst með hetjunni þinni í nokkurn tíma en ákvað svo að bjóða þér bloggvináttu til að geta fylgst betur með,takk fyrir mig ég hef dáðst svo af þér og ykkur dugnaði ég hef líka sagt að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum og auðvita gerum við allt sem við getum fyrir þau.Mig langar líka að óska ykkur til hamingju með útskriftina ég á líka eins skottu sem var að útskrifast á sínum leikskóla í dag oh þetta er svo stór stund.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.5.2008 kl. 20:33

40 identicon

æi elskan mín,njótið lífsins þið öll og látið leiðindakomment sem vind um eyru þjóta.Þið eruð einstök og vitið það.

Góða ferð hjónakorn í sól og sand.

þórhildur (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:48

41 identicon

halló halló.

Ég las hvert orð, rétt eins og aðrir. Er ein þeirra ókunnugu  sem kíki nánast daglega inn á siðuna ykkar.

Og hver er ástæðan??

Jú hún er einfaldlega sú að þú ert frábær penni. Og það er afskaplega þroskandi að lesa þínar upplifanir. Bæði þær góðu og döpru. Það er mín skoðun að þú gefir þeim hluta þjóðarinnar sem les skrif þín eingöngu mannbætandi inngjöf. Í  formi fræðslu, um lífið og tilveruna.

Þú og þín fjölskylda hafið gengið erfiða og grýtta slóð, en alltaf eruð þið á uppleið og sigrið hvern hjallann á fætur öðrumþ

Ég tek ofan fyrir ykkur og verð meir af því að hugsa til ykkar. Nútíma Hetjur.

það er frábært að fylgjast með litlu perlunni  ykkar að nú styttist tíminn í skólagönguna og allt er á uppleið. Lítið jólababy og ferð í sól og sand. Mér finnst þetta alveg frábært.

Njótið þess alls í botn og já það er fyndið sem ein benti hér áðan á að þið eruð jú 3 sem farið ha ha. Það er bara taka tvö síðar. Það er bara aukaástæða til að hlakka til seinna meir að komast tvö ein í svona knúsknúlluferð

og það verður gaman að fá fréttir af hvert verður farið í sólarsandferð.

knús á línuna

Gunna

Gunna G (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:07

42 identicon

Til að byrja með óska ég þér ynnilega til hamingju með barnið sem þú átt í vændum. Ég hef fylgst með síðunni þinni lengi og það er yndilegt að lesa það sem þú skrifar. Við sem átt höfum börn með illvíga sjúkdóma eins og krabbamein skiljum kannski öðruvísi hveru mikils virði hver stund er með börnumum okkar og fjölskyldu og hversu allt annað er í raun lítils virði.  Það er því miður alltaf fullt af fólki sem nærist á leiðindum og vill koma þeim yfir á aðra. Það sé ofsjónum yfir öllu sem að okkur er rétt og miklast yfir að við getum notið þess að fólk vill hjálpa okkur við þessar aðstæður. Ekki taka það nærri þér þetta fólk á bara bágt.   Það er alveg nóg að horfa uppá barnið sitt fárveikt en að þurfa svo að þola öfundina og illgrinina líka.  Bara haltu þínu striki og guð veri með ykkur

Lóa (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:17

43 identicon

Sæl kæra Áslaug,

Hef lítið að segja nema að ég sendi ykkur sem ávallt baráttustrauma og innilegar hamingjuóskir með litla krílið.  Ef þetta kríli hefur bara ekki valið réttu fjölskylduna til þess að heiðra með nærveru sinni þá er ég illa svikin því fjölskylda ykkar er uppfull af ást og kærleik og það er það eina sem máli skiptir.  Þetta á örugglega eftir að taka á stundum en ef einhverjir geta staðið af sér erfiðleika eru það þið og ég held að eitt stykki ungabarn sé nú bara tevatn í ykkar augum eftir alla ykkar baráttu.  Látið ekki ljótar tungur eða ill hjörtu spilla einstakri fjölskyldu.

Kær kveðja,

Lilja

Lilja Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:21

44 identicon

Elsku Nafna mín Arna til hamingju með útskriftina þína í dag,amma og afi hefðu gjarnan viljað vera með þér, en urðum að láta duga að vera með þér í huganum,ætlum ekki að missa af næstu útskrift,elskum þig flotta stelpa:-D knús og faðm til ykkar allra

amma/afi (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:26

45 identicon

Elsku Þuríður Arna,Til hamingju með útskriftina þína.Hvenar ætla þínir frábæru foreldrar að fara í sól,sand og slökun??Er endalaust soltur af þeim og ykkur í einu og öllu. Knús og kveðja.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:26

46 Smámynd: Halla Rut

Bara eitt. Skautaðu framhjá því illa sem fólk er að koma hér með og mundu að þeir sem hugsa vel til ykkar eru miklu fleiri.

Halla Rut , 28.5.2008 kl. 23:19

47 identicon

Ég skil ekki hvernig einhverjum dirfist að rakka ykkur eða hetjuna ykkar/okkar  niður, það hlítur bara að vera eitthvað mikið að þannig fólki.  

Hvernig er hægt að setja út á það að þið reynið að lifa lífinu til fullnustu (allavega virðist þið reyna það) þegar þið vitið fyrir víst að hvert auka ár í lífi dóttur ykkar er guðsgjöf. Við hin ættum að taka ykkur til fyrirmyndar og sjá að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum og að þó svo að þau séu ekki veik þá veit maður aldrei hversu lengi þau eru hjá manni eða maður hjá þeim. Tíminn er dýrmætur.

Ég trúi ekki öðru en að þessir vitleysingar muni fatta að þið eruð að gera það sem þið haldið að sé börnunum ykkar fyrir bestu. Ég er ótrúlega stolt af ykkur og mér sýnist á öllu að þið eigið 3,5  hamingjusöm börn sem munu öll seinna þakka ykkur fyrir að spila svona úr spilunum í staðin fyrir að leggjast í þunglyndi sem að lokum hefði svo bitnað á þeim.

Þið eruð fyrirmyndir og það ætti að vera ástæða fyrir þessu bloggi og að þið látið þessi komment sem vind um eyru þjóta !

Að lokum bara til hamingju með krílið, útskriftina og lífið! 

Hildur (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:31

48 identicon

Blessuð Áslaug og takk fyrir síðast. Vildi bara óska ykkur Skara góðrar ferðar í sólina, þið eigið það svo sannarlega skilið. Ég var eimmitt að segja við frænda minn og konuna hans rétt áðan að við sem erum með langveik börn, virðumst alltaf þurfa að afsaka okkur þegar við erum að gera eitthvað skemmtilegt því fólk út í bæ virðist því miður allt of vilja vera í okkar sporum!

Alveg fáránlegt þetta með fæðingarorlofið, mér þykir heldur lítið gert úr hlutverki heimavinnandi móður með langveikt barn og alveg pottþétt að "rétta" fólkið hefur ekki ennþá lent í þessari stöðu sem þið eruð í.

    Bestu kveðjur af Langanesinu

Sóley (skb) (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:37

49 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þið eigið allt gott skilið. Svo einfalt er það. Láttu ekki nokkurn mann segja þér annað.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.5.2008 kl. 00:22

50 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Æ sumt fólk þrífst á að vera með leiðindi maður verður bara að reina að leiða það hjá sé.

Gangi ykkur vel.

Eyrún Gísladóttir, 29.5.2008 kl. 00:44

51 identicon

Það er leitt að fólk hafi ekki þroska til að samgleðjast ykkur. Það er víst ekki hægt að geðjast öllum, en verst er að svona ummæli særa þá sem síst eiga skilið. Hjartans hamingjuóskir og gangi ykkur allt í haginn!

Bára (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 00:48

52 identicon

Ég les alltaf hvert orð sem þú skrifar Áslaug, sá ykkur fyrir ekki svo löngu í Smáralindinni og vá hvað ég var næstum því búin að heilsa þér. Finnst ég þekkja þig orðið ;)

Vildi bara segja að mér finnst svoooooo hallærislegt að skrifa ekki undir nafni. Ef þú hefur eitthvað að segja, taktu þá ábyrgð á orðum þínum eða slepptu því að segja þau. Það er mín skoðun. Við göngum ekki um með hauspoka eða felum okkur þegar við tölum við fólk dags daglega.

Ohh njótið ykkar á Kanarý, þið eigið það svo skilið!!! Ekki hlusta á fólk sem "öfundar" ykkur og getur ekki samglaðst! Þetta fólk veit ekkert hvað það er að tala um.

Gígja (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 02:06

53 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Frábært að Jóhanna bregst skjótt við. Alltaf verið minn uppáhaldsstjórnmálamaður/kona  sinnir sínu held ég.

Mannskepnan er bara svo illgjörn oft á tíðum og getur ekki setið á sér að spýta úr sér óþverra þegar færi gefst. Taktu það bara ekki nærri þér kæra Áslaug,vonandi vegur á móti allt hitt jákvæða sem fólk skrifar og hugsar til ykkar. Það eru jú alltaf svartir sauðir allsstaðar sem þurfa að láta ljós sitt skína á hinum og þessum stöðum. Við baulum bara á svona bull, svona fólk á bara að halda kj...og finna sér eitthvað annað að gera. Samgleðst ykkur svo innilega með bumbubúann, og allt það jákvæða sem verður á ykkar vegi,ef einhverjir eiga það skilið þá eruð það þið  

kærar kveðjur frá dk.

María Guðmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 07:42

54 identicon

Mikið rosalega er ég ánægð með ykkur, skella sér í sólona fyrir afmælispeningana, tvö ein. Svona á að gera þetta  Góða ferð elskurnar mínar. Knús frá mér

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:05

55 identicon

Sæl Áslaug! ÉG kíki á síðuna þína á hverjum degi og nenni sko alltaf að lesa allt! Þú átt svo falleg og dugleg börn, ert það reyndar sjálf líka! Haltu bara áfram að vera þú sjálf, ákveðin og dugleg. Vonandi fer Jóhanna í málið og gerir þetta eins og það á að vera! Bestu kveðjur og gangi þér vel með bumbuna þína!

Nía (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:51

56 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Las allt, eins og allir hér að ofan. Það er napurt að finnast maður vera gagnrýndur fyrir að vilja lifa lífinu á sinn hátt. A meðan þú finnur að þú ert að gera rétt, skaltu engu láta þig skipta hvað öðrum finnst. Það er dásamlegt að þið eigið von á barni, það er dásamlegt að þið hafið tækifæri sem góðir hafa gefið ykkur til að nýta tímann með börnunum sem og hvort öðru. Og ég samgleðst ykkur innilega. Engin öfund, bara samgleðst.

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband