Leita í fréttum mbl.is

Útilega? Niiiih ekki í þetta sinn :/

Við fjölskyldan ætluðum að fara í útilegu þessa helgi eða réttara sagt ætluðum við að fara í gær en að sjálfsögðu er það ekki hægt vegna heilsu Þuríðar minnar og svo var maður líka að fatta að bensínverðið er orðin klikkun og það er ekkert grín að fara í útilegur útá land(ætli við skreppum ekki bara í Laugardalinn ehe).  Ætluðum einmitt að fara norður og kíkja í heimsókn til ættingja, vorum búin að fá lánað fellhýsi (sem mig dreymir einn daginn að eignast) en það verður víst að bíða betri tíma.  Perlan mín var orðin rosalega spennt því við vorum búin að ákveða þetta áður en við fórum til Kanarí en svona er að vera með veikt barn stundum verður maður að hætta við en þá er bara að fresta og gera það síðar í sumar og perlan mín sætti sig við það þó við verðum "bara" í bílskúrstjaldinu okkar(það er sko hrikalega stórt enda þarf það líka að rúma fyrir okkur öll), hver þarf endilega fellhýsi?

P6110014
Hérna er hann Theodór minn, hélt að það væri ekki hægt að eignast svona fallegan dreng samt er hann ekkert líkur pabba sínum ehe.  Það er byrja að venja drenginn af snuddunni enda tími til kominn, systurnar voru báðar hættar með bleyju og snuddu á þessum aldri.  Hann er algjör snuddukarl en þetta er allt að koma hjá honum, svo erum við líka byrjuð á bleyjunni eða réttara sagt farin að segja honum að kíkja á koppinn sem hann er farinn að gera án þess að vera brjálaður.  Hann er með dáltið skap drengurinn sem ég veit ekki alveg hvar hann fær það því við Skari erum mjög róleg að eðlisfariSideways.

P6110005
Fallega lukkutröllið mitt, perlan mín var að æfa sig að taka myndir (sem hún er mjög áhugasöm um að gera) en þessi var ansi nálægt ehe en þuríður er alltaf tilbúin að stilla sér upp fyrir systir sína nú eða okkur.  Komin með ansi mikið hár og erfitt að ráða við það, hrikalega þykkt og fallegt.  Hún fór reyndar í klippingu í fyrradag (myndin var tekin fyrir klippingu)en það sést varla því hún er bæði að safna toppi og ætlar sér að fá sítt hjá einsog Oddný sín. 

Ég hélt að hún væri að kafna í nótt, hóstinn er svo ljótur og greinilega mikið í lungunum.  Átti erfitt með að hætta hósta og byrjaði svo aftur þegar hún vaknaði í morgun.  Æjhi greyjið en samt ágætlega hress þó hún sé mjög þreytt þessa dagana, farin að leggja sig aftur yfir daginn.  Damn! Frekar pirruð yfir þessari þreytu og hafa ekki jafn mikla orku einsog venjulega eða síðustu tvo/þrjá mánuði sem hefur verið hennar besta tímabil síðan hún veiktist(hefur aldrei átt svona langt gott langt tímabil áður).  Krossa bara alla putta að sumarið verði sem best hjá henni, stefna var sett á eitt stk badmintonnámskeið 23.júní en bara í viku en ég veit ekki hvort það verði hægt allavega ekki ef ástandið á henni verður svona þá hefur hún enga orku í að vera fjagra tíma námskeiði.  Hmm kanski ég ath hvort hún megi vera tvo tíma eða eitthvað bara svo hún fái smjörþefinn af þessu öllu, ætti nú ekki að vera erfitt fyrir mig að ath það þar sem þetta er haldið í mínu fyrrverandi heimili til margra ára (æfði badm. í 11 ár) og minn fyrrverandi aukavinnustaður.W00t

Annars er mánuður í næstu myndatökur eða væntanlega 23.júlí, fengum að vita það í gær þegar við hittum liðið uppá spítala og svo styttist í krabbameinsmeðferðina.  Vonandi verður ekki beðið of lengi með hana.

P6110012
Perlan mín er í góðum fíling þessa dagana og er þvílíkt að blómstra.  Pælir mikið í öllum hlutum og hlakkar mikið til þegar við fjölsk. förum öll saman í sumarfrí sem er reyndar ekki fyrr en í lok júlímánaðar.  Úúúffh ég er líka spennt fyrir því fríi.  Jabbadabbadú!! 

Skari er reyndar í fríi núna og ætlar að kíkja á golfvöllinn á eftir en ég ætla bara að kíkja í garðinn til mömmu og krakkana en mamma er dagmamma en að fara hætta eftir sirka 20/25 ára starfsemi því verr og miður.  Hvert á ég þá að senda ófædda barnið mitt? ehe  Hef reyndar ekki þurft á dagmömmu að halda því verr og miður segi ég bara vegna veikinda Þuríðar minnar en vonandi tekur það einhvern enda.  Svo seinna í dag er sumarhátíð á leikskólanum og að sjálfsögðu ætlum við Skari að kíkja þangað og hitta börnin okkar, grill, hoppukastali og fleira skemmtilegheit.  Bara gaman!

Hey Júlíana takk fyrir leikjasendinguna sem beið okkar þegar við komum heim, stelpurnar kíktu á leikina í gær og voru að fíla þá í botn.  Þetta var eitthvað sem var við hæfi fyrir Þuríði mína og þær báðr voru ýkt klárar og svo gaman að sjá þá sérstaklega hetjan hvað hún var fljót að ná þessu.  Tölvur er eitthvað sem heilla hana og hún hefur gott "auga" fyrir svona hlutum og ná þeim þó svo hún er ekki að fíla DVD-kids eða ná þeirri fjarstýringu þá vill hún bara vera með "alvöru" tölvu og mús ehe.  Flottastar!

Fyrst að helgin fer ekki í útilegu mætum við í allar veislurnar sem okkur er boðið í um helgina, útskriftarveisla hjá minni verðandi mágkonu og tvö barnaafmæli.  Bara gaman!

Eigið góða helgi og hafið það sem allra best, við ætlum allavega að reyna njóta helgarinnar eins best á kosið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús inn í daginn..........

Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:36

2 identicon

Sendi bara knús á línuna

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:44

3 identicon

Sæl,

gaman að heyra að stelpurnar geti nýtt sér tölvuleikina.  Þetta er búið að vera það vinsælasta á mínu heimili síðustu 2 árin. (er með 5 og 6 ára)  Vona að stjarnan þín fari að hressast við og þið eigið gott sumar. 

Júlíana Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Krossum fingurna ad Turídur fái betri heilsu.....Eigi gott sumar med foreldrum og systkinum.Stórt knús til ykkar inn í helgina

Sendi ykkur sterka strauma

Gudrún Hauksdótttir, 13.6.2008 kl. 14:01

5 identicon

Eigið góða helgi  , sama hér maður verður að fara spara bilinn  svo það verður útilega í garðinum.

Dagrún (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:03

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 eigid góda helgi kæra fjølskylda og vonandi fer Thurídur ad hressast svo hún geti notid sumarsins i botn. kvedja frá dk. 

María Guðmundsdóttir, 13.6.2008 kl. 16:35

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús inn í daginn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 17:07

8 identicon

Góða helgi kæra fjölskylda.. hvernig gengur með bumbubúann... ertu enn hress?

Guðrún (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 17:23

9 identicon

Hæ hæ Áslaug,

Ég man ekki hvort ég hef nokkurn tímann kvittað fyrir innlitið. Ég kíki reglulega á ykkur og hugsa til ykkar á hverjum degi. Sendi bestu kveðjur til hetjunnar þinnar og innilega til hamingju með bumbubúann. Börnin þín eru svo ótrúlega falleg, ég hugsa alltaf með sjálfri mér "vá" þegar þú setur inn myndir.

Jóhanna Jakobsdóttir (systir Grétu vinkonu Oddnýjar systur þinnar) (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 17:28

10 Smámynd: Þórunn Eva

knús og koss elsku Áslaug og við þyggjum boðið í afa hús....   koss og knús á ykkur öll

Þórunn Eva , 13.6.2008 kl. 18:48

11 identicon

Flott treyjan sem prinsinn er í  .

Kær kveðja Guðrún Bergmann og co.

Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 09:18

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi fer Þuríður að braggast svo hún geti notið sumarsins og verið allavega eitthvað í badminton.

Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 10:20

13 identicon

Hæ Áslaug mín....takk fyrir kveðjuna og ég vona svo sannarlega að fallega hetjan mín fari að verða betri.Bið fyrir henni og sendi svo knús á línuna.Vonandi förum við að hittast fljótlega ef þú treystir þér að æfa....baráttukveðjur

Björk töffari (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband