Leita í fréttum mbl.is

Bráðamóttakan í morgun.....

Vorum send á bráðamóttökuna í morgun, bwaaaahh!!  Held að ég sé komin með ofnæmi fyrir spítalanum, jú við erum komin með enn eitt gemmsa númerið hjá einum doktornum.  En doktorarnir uppá spítala allavega þeir sem við höfum kynnst eru farnir að gefa okkur beint númer til sín svo það sé auðveldara fyrir okkur að ná í þá einsog það sé ekkert sjálfsagðara.  Frábær þjónusta, erum samt ekkert vön að nota þá þjónustu eða kanski bara í "neyð".  Þurftum að nota hana í morgun hjá lungasérfræðingnum því hetjunni fer versnandi í lungunum og mettun, um leið og hún er hætt á sterunum þá fer henni strax að versna en ekki hvað.  Hann sendi okkur á bráðamóttökuna í morgun þar var hún mettuð, hlustuð, potuð, ennþá meira potuð og pínd sem hún var ekki sátt við en það eru mjög fá skipti sem Þuríður "æsir" sig yfir hlutunum.  Ég hefði líka verið ósátt við það ef einhver doktor hefði potað einhverju mjógu priki uppí nösina mína til að taka sýni, ekki það þægilegasta. 

Auðvidað er einhver skítur í lungunum hennar (sem þeir skilja ekki ennþá í), mettar frekar illa og var gefin smá "súrefnisgríma" (man ekki hvað það heitir) allavega til að auðveldlega henni andardráttinn, ath hvort mettuninn hennar myndi ekki lagast og hvort það myndi ekki aðeins losna um skítinn í lungunum en ekkert dugði.  Jú það var tekið sýni og ef það sýnir einhverja sýkingu þarf að leggja hana inn og þarf að fá sýklalyf í æð en við vitum það ekkert fyrr en á fimmtudaginn.  Við þurfum þá líka að hitta tauga- og krabbameinsgengið okkar, fá að vita hvað þeir vilja gera fyrir hetjuna mína í framhaldinu og hitt og þetta.

...hún er allavega komin á fimmtugustu sýklalyfin sín þetta árið, grrrrr!!

Annars bara sæmilegt að frétta, flestir spriklandi glaðir, stelpurnar búnar með reiðnámskeiðið sem þær voru að fíla í botn.  Þegar ég kom einmitt að ná í þær á námskeiðið á föstudag komu þær ríðandi á móti mér með engan til að teyma hestana sína og þvílíkt stolltar.  Ef Berglind (sem sá um námskeiðið) ætlaði eitthvað að taka í taumana æstu þær sig bara eheh.  Þær voru orðnar svo klárar að þær þurfa enga aðstoð, snillingar!!  Allir krakkarnir komnir í frí frá leikskólanum þannig við erum bara að dóla okkur yfir daginn við málun, leirun, æfingaleiki í tölvunni og svo vorum við einmitt að koma frá Stokkseyri(ég er sko þaðan).  Kíktum í heimsókn á nokkra staði verst að það var ekki nógu gott veður til að kíkja í fjöruna og veiða nokkur síli og krabba, kanski næst bara.  Bíðum eftir því að Skari fari í frí sem verður ekki fyrr en eftir mánudaginn í næstu viku og þá verður sko gert maaaaaaaaaaargt skemmtilegt, bara gaman!  Þau geta ekki beðið og ekki ég heldur.Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Vonandi fer þetta allt að lagat. Njótið frísins kæra fjölskylda.

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.7.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bið svolítið fyrir henni líka.

Sigurður Þorsteinsson, 22.7.2008 kl. 17:27

3 identicon

Segi bara áfram kæra fjölskylda.Til hamingju með frábærar hestakonur.Bestu kveðjur

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég vona svo sannarlega að´Þuríður fari að lagast svo hún þurfi ekki að fara á enn einn lyfjakúrinn.

Helga Magnúsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:28

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það verður að ná þessum "skít" úr lungunum hennar Þuríðar svo hún geti haldið áfram að æfa sig í öllu mögulegu. Hver hefði ekki orðið pirraður yfir því að fá prik uppí nefið. Hún stendur á sínu þessi elska. Frábært að heyra af hestakonunum og þeirra afrekum. Njótið lífsins og eigið góðar samverustundir með Skaranum í fríinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.7.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: lady

vonandi fer henni að batna þuríði okkar sendi ykkur hlýja strauma

lady, 22.7.2008 kl. 22:31

8 identicon

Hlýjar kveðjur og vonandi batnar henni Þuríði sem fyrst svo þið getið notið frísins með Skara, öll fjölskyldan.

Stella A. (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:56

9 identicon

hlýjar kveðjur og hugsanir

Stórt knús

Kveðja úr sveitinnii

Dagrún (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband