Leita í fréttum mbl.is

Enn ein helgin að líða...

Höfum átt góða helgi.  Eyddum föstudeginum og laugardeginum í Fljótshlíð (keyrðum á milli yfir nóttina þar sem ég verð að sofa í mínu rúmi vegna grindarinnar) en þar var fjölskylduhátíð hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.  Það var svaka stuð, fullt af skemmtilegu fólki kom og skemmti okkur t.d. Gosi og Lóra (úr Gosa-leikritinu) og þá sátu börnin mín stjörf að horfa ehe, ætla einmitt að fara með þau aftur á það leikrit í haust og núna taka hann Theodór minn með.  Harasystur komu líka og voru frábærar, Jón Sig "idol stjarna" var með kvöldvöku ásamt Sigríði Klingenberg og bæði voru þau frábær.  Á laugardagskvöldinu var svo brenna, bara frábær skemmtun.  Í dag ákváðum við að kíkja á Dragó, settum í "pottinn" og lékum okkur, sem sagt yndisleg helgi að ljúka og börnin gjörsamlega búin á því og svo bara einn vinnudagur eftir hjá Skara mínum og erum við öll komin saman í sumarfrí víííííí!!  Hlakka mikið til þess sumarfrís, hvað þá börninCool ....og ég lofa ykkur því að þá verð ég ekki dugleg að koma hingað inn því við verðum að gera svoooo skemmtilega hluti.  Say no more!Whistling

Nokkrar góða frá helginni:
P7263422
Búið að kveikja í brennunni og Þuríður Arna mín þvílíkt hamingjusöm með það.  Það einmitt liggur ofsalega vel á henni þessa dagana, fólki eiginlega "bregður" þegar það sér hana þessa dagana en sá hana kanski síðast fyrir nokkrum vikum/mánuðum (þessir sem eru í félaginu okkar).  Hún lítur svo vel út, það geislar eitthvað svo af henni en hún er samt fljót að þreytast þessa dagana sem er væntanlega af öllum þessum sýklalyfjum sem hún er búin að vera á síðasta rúmlega hálfa árið.  Grrr!!

P7263423
Gemmér knús mamma mín.  Sá fallegasti á svæðinu í stuði á brennunni.

P7273434
Á hvolfi, perlan mín var þarna að slást við pabba sinn og endaði einhvernveginn ehe.  Hún skemmti sér líka ótrúlega vel, það er samt ofsalega skrýtið að fylgjast með henni í kringum aðra krakka eða fullorðna því hún opnar sig ekkert fyrir hverjum sem er.  Hún er ótrúlega feimin og lokuð sem hún fær væntanlega frá móðir sinni en hin tvö eru enganveginn svona, það tekur sem sagt tíma að opna skelina hennar.  (einsog mína)

Annars stækkar bumban mín of hratt ehe, það mætti halda að ég væri á lokasprettinum en samt bara komin 22 vikur.  Úúúfffhh hvar endar þetta eiginlega.  Fólk verður líka mjög hissa þegar ég segist ekki eiga fyrr en 3.des, ótrúlegt en satt.  Ég finn líka hvað ég er smá þreytt í bumbunni, aðeins í þyngri kattinum og erfitt að standa lengi en finnst það reyndar líka mjög gaman að það sjáist svona vel á mér.  Erum búin að kaupa nokkrar flíkur á ófædda barnið en það var eiginlega "bara" gert fyrir perluna mína sem bíður spennt eftir lillanum/unni (ok ég líka) og svo laumast hún stundum ofan í skúffu og fer að skoða fötin, finnst það svo gaman.  Svo er hún alltaf að spurja mig hvenær við eigum að kaupa meira en ég er nú alltaf að reyna segja henni að við ætlum nú að reyna geyma það en það kemur eiginlega ekki til greina.  Bara gaman að sjá hvað þau eru spennt fyrir litla bumbubúanum einsog við Skari, svei mér þá, þá held ég maður verði alltaf spenntari og spenntari eftir hvað börnin eru mörg kanski vegna þess að maður veit hvað þetta er gaman.W00t

Skólaundirbúningurinn hennar Þuríðar minnar er í fullum gangi, Þuríður laumast oft inní skáp til að kíkja á skólatöskuna sína og reynir svo að príla upp hillurnar til að ná töskunni ehe.  Hún getur sko allt sem hún ætlar sér.  Erum farin að fá bréf frá Tryggingastofnun til að láta okkur vita að hitt og þetta sé tilbúið fyrir hana sem hún þarf á að halda fyrir hennar skólagöngu og það er sko ekkert grín að senda langveikt barn í skóla með sérþarfir.  Jú skólinn borgar allt sem hún þarf á að halda í skólanum en hið sama þarf hún hérna heima og það þurfum við að borga, oftast ekki 100% en minnst 50% og þetta er ekkert grín skal ég segja ykkur en að sjálfsögðu fáum allt hingað heim sem hún þarf á að halda alveg sama hvursu mikill kostnaður er við það.

Enda svo á einni prinsessumynda af hetjunni minni sem elskar að vera svona klædd eða í Hello kitty kjólnum sínum:
P7123071


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 yndislegar myndir af yndislegum børnum. Mikid lítur hún Thurídur vel út og já,spennan og tilhløkkunin er sannarlega alltaf jafnmikil i bumbubissness..er sjálf med fjøgur børn og upplifdi engu minni spenning med thad sidasta og thad fyrsta  

Eigid góda viku kæra fjølskylda og hafid thad sem best. 

María Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Hulla Dan

Sammála Maju, nema ég er með 5  

Hulla Dan, 27.7.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Er sammála Maju og Hullu fyrstu tveim setningunum bara.Annað þekki ég ekki...En góðar kveðjur sendi ég.

Halldór Jóhannsson, 27.7.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 28.7.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er frábært að lesa frá þér núna. Myndin af Þuríði við brennuna er ekki að sýna nein einkenni um veikindin sem eru að baki. Kroppur í vexti er svo fljótur að aðlagast því að vera heilbrigður. Svo eru hin nátt´rlega frábær. Njótið ykkar vel í fríinu og passaðu vel uppá grindina þína svo hún verði ekki að stríða þér eftir fæðinguna. Guðsblessun til ykkar allra og svo hellingur af kærleika.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.7.2008 kl. 02:33

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndislegt ad sjá Turídi svona hressa vid brennuna.Tad er alltaf svo skemmtilegt ad vera í útileigu med fjölskyldunni.fardu vel med tig Ásdís mín og njótid sumarfrísins vel.

Stórt knús á familíuna

Gudrún Hauksdótttir, 28.7.2008 kl. 04:48

7 identicon

Stella A. (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband