Leita í fréttum mbl.is

Lækna- og skólaheimsókn á morgun

Að sjálfsögðu byrjum við á því um leið og sumarfríið er búið að fara uppá spítala í tjekk en það verður gert strax í fyrramálið og hetjan mín þarf að fara í lyfjamælingu og hlustun.  Okkur hefur funndist hún vera lyfjadrukkin og það þarf víst að mæla það en það getur líka verið að öll þessi sýklalyf séu að ýta á einhver flogalyfin hennar sem gera það að verkum sem taugalæknirinn hennar heldur.  Svo væntanlega í næstu viku verður ákveðið hvað verður gert með að minnka flogalyfin hennar en það var stefnan okkar foreldrana og lækni hennar en það verður gert mjöööööög rólega og vandlega.  Nefnilega síðast þegar það var gert þá fór allt í vitleysu og hún krampaði stanslaust í tvö ár sem er það versta sem maður getur upplifað.  En núna hefur hún verið krampalaus síðan í febrúar í fyrra og hefur verið mjög góð hingað til þannig okkur og læknunum finnst tími til að minnka þetta eitthvað enda mikill kokteill sem hún fær á hverjum degi.  Að sjálfsögðu er maður kvíðin fyrir þessu öllu en þetta er eitthvað sem þarf að gera en mikil áhætta, veit samt ekki hvernig það yrði ef hún færi að krampa aftur.  Alveg hræðilegt!  Hún getur nú alveg byrjað að krampa án lyfjabreytinga, yrði bara verra ef hún fengi mikið af krömpum í skólanum og fengi ekki að njóta þess að vera hún.  Alltof mikið álag á þennan litla kropp hennar.

Jú svo á morgun er heimsókn frá skólanum, en skólinn sem hún er að fara í hefur það að venju að koma í heimsókn til allra barna fyrir hvern vetur sem mér finnst alveg frábært.  Þroskaþjálfinn sem verður yfir hennar málum og skólahjúkkan ætla  að koma til okkar á morgun og Þuríður mín er svakalega spennt að fá þær og sýna þeim skólatöskuna sína og pennaveskið eheh.  Það er nánast allt að verða reddí fyrir veturinn hjá henni nema nokkrar tuskur utan um hana en hún er samt tilbúin og það fyrir lööööngu.

Hún á ofsalega erfitt þessa dagana, ofvirknin og hvatvísin er mjög slæm hjá henni og hún veit ekkert hvað hún vill?  Lyfin (sýkla) eru væntanlega að fara svona illa í hana sem er frekar slæmt, ótrúlega erfitt að hafa hana svona og fer náttúrlega ofsalega illa í hana.  Bwaaahh!!  Vonandi bara tímabundið sem hún verður allavega svona slæm en þetta er alltaf tilstaðar en er misgóð.

Smá samtal á milli Oddnýjar minnar og Theodórs:
Oddný Erla (í gærkveldi þegar það var orðið dimmt):  "Theodór Ingi sjáðu þarna er tunglið og ég sé líka karlinn í tunglinu".
Theodór: "Já hann er algjör aumingi".  Nota bene drengurinn er nú rétt tveggja og hálfs.  Það var samt ótrúlega fyndið að heyra hann segja þetta og Oddný Erla mín varð alveg kjaftstopp.

Oddný Erla mín var líka að skoða stafabókina hennar Þuríðar minnar og spyr mig hvaða stafur þetta væri og að sjálfsögðu sagði ég henni það sem var stafurinn B.  Oddný: "já alveg einsog í bangsi". Afhverju er hún svona klár og það bara 4 ára? Whistling  Án gríns þá verður hún orðin læs í lok vetrarins allavega í síðasta lagi.

Ætla að enda færsluna af nokkrum góðum frá sumarfríinu okkar sem var það besta í heimi og við höfðum það yndislega gott öll saman ásamt minni hele familíen (fyrirutan elsta bróðir minn og hans fjölsk.) og svo tengdamóðir minni.  Besta sem við gerum saman og börnin mín elska útað lífinu, megið giska?

P8084035
Ég elska að sýna ykkur myndir af þessum kroppum. Svona voru þau léttklædd allt sumarfríið okkar sem er ekki amalegt.

P8083955
Var svo stolltur með þetta hálsmen og hann er nú ennþá stolltari að vera hættur með snudduna sína og bleyjuna.  Segir alltaf til sín og kemur sífellt á óvart, hlakkar hrikalega til að fara í leikskólann í fyrramálið til að segja vinkonum sínum á deildinni hvað hann sé orðinn duglegur.

P8124212
Þuríður mín Arna er orðin mikill lubbi, mikill munur að sjá hana í dag eða fyrir ári síðan.  Fyrir ári síðan var hún með strákakoll en ekki lengur, bara gaman!

P8134305
Brún, sætari og særleg.  Bara flottust bæði tvö.  Þuríður Arna mín og Skari minn.

P8144367
Þau hafa aldrei verið í jafn miklu myndastuði og þessa dagana, ótrúlega flott einsog alltaf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Falleg börn sem þið eigið.
Vona innilega að haldi áfram að ganga vel hjá ykkur.

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Elsa Nielsen

Flottir kroppar :) ...ohhh það er mikil spenna fyrir skólanum líka hérna megin ;) KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 19.8.2008 kl. 21:01

3 identicon

óskir um að gangi vel hjá ykkur með doktor(um).Þuríður brillerar hjá þeim sem koma  vegna skóla,enda frábær stúlka.Þau yngri alveg stórkostleg.Skemmtilegar myndir af börnum og bónda,en hvar er húsmóðirinn með bumbubúann sinn??Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Þórunn Eva

hi hi sæta.... flottar myndir af þeim... gangi ykkur vel í fyrramálið..... ;)

Þórunn Eva , 19.8.2008 kl. 23:32

5 identicon

Þið eruð flottust - EKKI spurning!

Ása (ókunnug (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 00:03

6 identicon

YNDISLEG og gaman að lesa :)

Brynja (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:19

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 bara fallegar myndir af fallegri fjølskyldu.

knus hédan frá dk.

María Guðmundsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:54

8 identicon

Takk fyrir að sýna okkur fallegar myndir af ykkur yndislega fjölskylda.Bið að allt gangi vel.

Kristín (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:35

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:40

10 identicon

En æðislegar myndir og skemmtileg færsla   Frábært þetta komment frá Theodóri hehehe...., hann er jafngamall  minni dóttur.... það koma nú oft gullmolar frá þeim á þessum aldri. 

Frábært að ÞA sé nokkuð hress... vonandi helst það bara áfram og endar með bata

Guðrún - ókunnug (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 00:47

11 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Ji hvað þau eru mikil krútt öll þrjú! 

Kíki hér inn næstum daglega. 

Gangi ykkur vel 

Emma Vilhjálmsdóttir, 21.8.2008 kl. 02:01

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mikid eru tau falleg tessi börn tín....

KNús á tig og tína og eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 21.8.2008 kl. 11:06

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.8.2008 kl. 17:00

14 identicon

Hellú og velkomin heim. Oh hvað það var gott hvað þið höfðuð það fínt í fríinu ykkar. Ég veit nú hvurslags sólardýrkendur þið eruð, hehe.

Þessar myndir eru dásamlegar, hvert barnið öðru fallegra. Mikið megið þið vera stolt af þessum fagra hópi:-)

Vonandi fáið þið fínar niðurstöður varðandi Þuríði, vá hvað hún verður montin lítil skólastelpa!!

Knús á ykkur öll, ABB

ABB (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband