Leita í fréttum mbl.is

"Svona er þetta bara, það þarf að hafa fyrir hlutunum"

Þetta svar heyrði ég einn starfsmann hjá Tryggingastofnun segja við eina gamla konu og mikinn öryrkja þegar ég var stödd þar í síðustu viku.  Það versta var að þetta var eini upphálds starfsmaðurinn minn sem sagði þetta þar að segja í frontinu, það fór ekki framhjá neinum sem var staddur þarna því gamla konan heyrði greinilega illa og starfsmaðurinn þurfti að tala aðeins hærra við hana en aðra kúnna.  Starfsmaðurinn var með ótrúlega leiðinlegt viðmót við þessa ákveðnu konu og hún varð eiginlega kjaftstopp enda heldur ekki með getu né orku í að labba á milli staða til að leita réttar síns þannig ég hélt að starfsfólkið ætti að hjálpa "okkur" í gegnum þetta frumskógarkerfi en það er víst mesti misskilingur.  Vávh hvað ég fann til með henni, því þarna var engin sem var tilbúin að aðstoða hana og eiginlega bara sagt við hana "leiðinlegt fyrir þig".

Það er ekki einsog maður sé að leika sér að þurfa hafa samband við þessa stofnun, ég gæfi allt til að geta sleppt því.  Ef ég ætti fullt af peningum eða sem væri miklu betra að ég ætti heilbrigt barn, þá þyrfti ég allavega ekki að hafa áhyggjur af framhalds greiðslum með hetjunni minni um áramótin en þær áhyggjur eru að éta mann upp til agna.  Ég var líka að spá ef ég ætti ekki rétt á því hver ætti það þá?  Ég meina ég á barn með illkynja heilaæxli, illvíga flogaveiki og vott af lömun.

En starfsfólkið þarna í frontinu er ekki að nenna sinna sínu starfi, það er svo leiðinlegt hjá þeim eða það hlýtur að vera fyrst að það getur ekki verið með gott viðmót.  Hvernig væri þá að skipta um starf?  Ég man þegar minn félagsráðgjafi hætti uppá spítala, yndislegasta kona í heimi, tilbúin að gera ALLT fyrir okkur án þess að við báðum hana um það, hringdi í okkur til að ath hvernig allt væri hjá okkur og þess háttar.  Sú besta í þetta starf og svo hætti hún uppá spítala og ég varð ógeðslega fúl en það góða við það að hún færði sig til Tryggingastofnunar en samt ekki í frontið þannig ég get haldið áfram að leita til hennar ef eitthvað er.  Hún er tilbúin að leyfa okkur að leita til sín en það væri ekki hver sem er og ef það er eitthvað þá er hún ennþá til staðar fyrir okkur sem er ofsalega dýrmætt fyrir okkur því það er ekki lengur í hennar verkahring.

Ég hef allavega ákveðið mitt fyrsta starf að sækja um þegar ég get farið aftur á vinnumarkaðinn verður í frontið hjá Tryggingastofnun, ég veit hvernig er að þurfa berjast við þessa stofnun, ég kann mannleg samskipti, ég get verið kurteis þó svo ég fái "erfiða" og væri tilbúin að aðstoða þá.  Annað en þetta lið þarna niður frá. 

Útí annað þá er komið dagssetning á "aðgerðina" hjá hetjunni minni sem verður á föstudaginn í næstu viku og í leiðinni verður fjarlægður ljótur blettur á bakinu sem þarf að fara í ræktun.  Hún er ágætlega hress, erum að reyna koma meiri reglu á líf hennar þar að segja ath hvort það sé hægt að taka svefninn af henni yfir daginn og það gengur sæmilega.  Ein flogalyfin farin og það hefur gengið súpervel að taka þau af henni, allavega engir krampar og núna verður tekið smá frí frá lyfjaminnkun þanga til um áramótin. 

Þuríður mín neitar orðið að horfa á t..d Latabæ á íslensku og æsir sig svona líka ef ég set yfir á íslensku "nei ég vil horfa á ensku" hehe.  Svo segist hún vera farin að tala ensku og byrjar að telja one, two, three sem er mikið þroskamerki en ég var að kenna hinni að telja á ensku en þá tók hún svona líka vel eftir og farin að telja líka þó svo hún sýndi engan áhuga að læra.  Bara flottust!

Núna erum við farin að sitja fjögur yfir stafabókinni hennar Þuríðar minnar og læra stafina því hann Theodór minn er búinn að bætast í hópinn og mikill áhugamaður um stafina og farinn að læra þó nokkra.  Kom meira að segja til mín áðan og þá var drengurinn búinn að skrifa O og T, oh mæ gof hvað ég á velgefin börn.  Nota bene þá verður hann þriggja í jan, bara snillingur!  Hann verður líka alveg snar ef við hættum að fara yfir stafina og vill þá bara vera einn í sínu horni að fara yfir þá og svo spyr hann endalaust mikið hvaða stafur er hvað?  Þau fá greinilega þessa vel gefnu hæfileika frá móðurinni haha!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrín atladóttir

þessir krakkar sem þú átt eru ótrúlegir snillingar!

og takk fyrir vikuútskýringuna í færslunni á undan;) hehe

katrín atladóttir, 22.10.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 22.10.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Kvitt og les síðar.Kærleikskveðja

Halldór Jóhannsson, 22.10.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tid erud öll flottust kæra vinkona.

Eigid gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 23.10.2008 kl. 08:36

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þau eru glæsimenni og séní börnin þín. Hvernig er það, lætur aldrei neinn til sín heyra sem fær svona slæmt viðmót hjá TR? Það væri sko allt í lagi að láta þetta lið heyra það. Nóg að þurfa á þeim að halda þótt maður fái ekki ókurteisi og leiðindi á móti.

Helga Magnúsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:56

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ætli thetta sé landlægt hjá skrifstofum tryggingastofnunar um landid?? hef svo innilega fengid forsmekk af svona framkomu og thad var ekki i reykjavikinni..gekk svo langt ad ég missti mig i simann og las yfir hausamótunum á vidkomandi starfsmanni og endadi samtalid med ad hún ætti alls ekki ad vera i THJÓNUSTUSTARFI thvi thad krefdist kurteisi og kunnáttu i mannlegum samskiptum..takk fyrir.

En vonandi hafid thid thad sem best kæra fjølskylda og Thurídur haldi sínu striki í ad vera FRÁBÆR

María Guðmundsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:33

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér líst vel á að þú ráðir þig til Tryggingastofnunar og ég vildi gera þig að svona ímyndarráðgjafa eða yfirmanni sem sæi um að breyta viðmóti stafsfólks til þeirra sem eru að sækja rétt sinn. Mér finnst eins og það sé enn við líði þetta viðhorf að flestir þeir sem eru að sækja rétt sinn hjá TR og fleiri stofnunum hins opinbera, og þá meina ég fjárhagslegan stuðning sem fólk á rétt á samkvæmt lögum í landinu, að starfsfólkið hafi það að leiðarljósi að fólkið sé markvisst og meðvitað að svindla á viðkomandi stofnun. Þessu viðhorfi VERÐUR að breyta. Ef ég hef skilið Félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttir rétt, þá hefur hún hug á að fólk sem leitar til TR fá sinn þjónustufulltrúa sem eigi að fylgja viðkomandi eftir í gegnum ferlið og eigi að leiðbeina og hjálpa eins og kostur er. Mér finnst ég hafa heyrt þetta í umfjöllum um endurskoðun á lögum um TR.

Gott að vel gengur að læra stafi á þínum bæ, ekki veitir af að skapa áhuga hjá börnunum að leita sé menntunar, nú á síðustu og verstu.....

Ég vildi óska að ég hefði notað tækifærið þegar ég var lítil og lært ensku, ég átti nefnilega pabba sem talaði og las ensku eins og sitt móðurmál og var auk þess ágætur að kenna. Mér fannst það vera "hallærislegt" að læra ensku og bjóst ekki við að nota hana svo mikið. Áfram Þuríður að læra ensku!!

Bið Guð að blessa ykkur öll

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.10.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband