Leita í fréttum mbl.is

Yndislegur karakter

Þuríður mín er alveg frábær karakter, hún er ótrúlega skemmtileg, á svo auðvelt með að bræða alla sem kynnast henni og þessi stúlka veit alveg hvað hún vill sem kom sérstaklega í ljós í gær þegar hún fékk fund með skólastjóranum og aðstoðarskólastjóra í skólanum sínum hehe.

Allir bekkirnir í skólanum hennar fengu fund með þeim í gær og áttu að koma öllu á framfæri sem þeim fannst þurfa að bæta og alls sem tilheyrir skólanum.  Auðvidað hafði Þuríður mín skoðun á sumum hlutum og var búin að ákveða að kvarta undan ákveðnum hlut sem hún vildi láta bæta.  Nefnilega deginum á undan fundinum varð hún frekar fúl yfir því að það voru ekki til nógu margar mandarínur handa sér til að borða eheh.  Þannig hún ákvað að kvarta við skólastjórann og aðstoðar vegna þess máls sem hún að sjálfsögðu gerði hehe.  Ég veit ekki alveg hvernig var tekið í þessa kvörtun en ég geri ráð fyrir því að framvegis verða til nógu margar mandarínur á boðstólnum handa henni Þuríði minni.  Hún er bara flottust!!

Ég var annars að fatta að það stefnir í fyrstu jólin hennar Þuríðar minnar síðan hún veiktist að hún verði bara spræk þessi jólin, oh mæ god bara yndislegast!  Hún hefur síðustu fjögur jól verið mjög veik en er svona sprellandi hress sem er best í heimi og auðvidað ætlum við að njóta þess í botn, hún er líka svo spennt fyrir öllu og hvað þá núna í kvöld þegar sveinki mætir á svæðið.  Oddný Erla mín sagðist nú ætla að halda sér vakandi heh því hún ætlar að sjá sveinka setja í skóinn og ætlar svo að skrifa bréf til hans og segja hvað þeim öllum krökkunum langar í jólagjöf.  Jebbs það getur stúlkan.

Hnoðrinn minn er ótrúlega vær og góður, finnst lang skemmtilegast að borða enda búinn að þyngjast um hálft kg núna á átta dögum.  Allavega ekki hægt að segja að ég sé að svelta drenginn hehe farinn að fá smá kinnar, bara flottastur!!

Mín er búin að fá fjórar einkunnir af fimm, stefnan var sett á að fá ekki lægra en sjö og auðvidað hef ég staðist það þó svo að það verða engar tíur þessa önnina en er samt eldhress með þær sem ég hef fengið og bara einkunn fyrir lokaritgerðina eftir að koma.  Ég hef líka ákveðið að ég ætla að halda áfram í námi eftir áramót sem er framhald af þessu sem ég var í, mun taka fjórar greinar og hef svo möguleika að taka sjö greinar önnina þar á eftir.  Úúúfffhh en það er þá bara til að útskrifast einni önn fyrr sem verður bara lítil kökusneið eða jámm.... en það hef ég ákveðið bara einsog þjóðfélagið er í dag og þá verð ég líka orðin "eitthvað" þegar ég get farið aftur á vinnumarkaðinn enda ekki búin að vera á honum síðan hetjan mín veiktist.  Aaaaaalltof langt síðan.

Ætla núna að leggjast með tærnar útí loftið eða þanga til hnoðrinn minn vaknar og heimtar rjómann sinn því hin þrjú eru sofnuð og verða ö-a vöknuð kl fimm í fyrramálið til að sjá hvað sveinki gaf þeim í skóinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar ofsalega mikið vita hvað þú ert að læra!! :) Þú ert amk að standa þig frábærlega hvað sem það er.

ókunnug :) (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Mikið ofsalega ert nú dugleg kona.gott að dóttir þín er hress.hef ykkur alltaf í bænum mínum

Sædís Hafsteinsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:34

3 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:37

4 identicon

Hrikaleg dúlla hún Þuríður Arna, efast ekki um að komið verði á móts við þessa "kvörtun".

Hafið það gott um hátíðarnar og innilega til hamingju með fallega drenginn ykkar.

Margrét (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:03

5 identicon

Hæ sæta....þú ert ótrúlega dugleg og ég dáist að kraftinum í þér.Sendi fallegustu hetjunni minni baráttuknús og ég veit að hún á eftir að eiga yndislega hátíð með ykkur um jólin...má ég hringja í þig á næstu dögum???En endalaust kærleiksknús á línuna...

Björk töffari (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:34

6 identicon

Það er náttúrlega búið að sýna sig að þessi litla manneskja er engin venjuleg manneskja.

Samgleðst ykkur af heilum hug með ykkar frábæra hóp.

Bið Guð að vera með ykkur öllum.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Helga Linnet

Frábært að heyra að allt gengur svona vel. Það er ómetanlegt.

Hinsvegar væri forvitnilegt að vita hvað þú ert að læra í skólanum. Á hvað ertu að stefna? (mér dytti helst til hugar sálfræði
)

Helga Linnet, 12.12.2008 kl. 10:43

8 identicon

Falleg færsla, uppfull af gleði og kræleik frá þér duglega kona!

Bið guð að gefa ykkur góða daga og tendra ljós fyrir hetjuna þína

með kærleiksknúsi yfir netið 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:49

9 identicon

Hvaða ritvitleysa er þetta eiginlega...  varð að leiðrétta mig...

þetta á að sjálfsögðu að vera uppfull af gleði og kærleik !

4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:25

10 identicon

Hæ Áslaug, mikið er gaman að lesa hvað vel gengur, og hjartanlega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, ég kíki alltaf af og til og það gleður svo að sjá að allir hafi það gott. Þetta er líka tíminn sem maður hugsar um öll hin börnin sem maður hefur fylgst með , og það er bara svo gott að sjá þegar vel gengur. kveðja frá okkur í Færeyjum

Inga og Elsebeth (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 15:46

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:33

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er gott að Þuríður hefur kjark og vilja til að áhrifa á sitt nánasta umhverfi.  Slíkur eiginleiki er ekki öllum gefinn. Það er alveg dásamlet að heyra hvað hún er hress og spræk þessi elska. Þú að brillera í náminu og áfram skal haldið, frábært.   

Hnoðrinn að þyngjast og er  vær og góður, best í heimi. En, hvernig gengur Óskari í skólanum, bara forvitni  ??

Guðsblessun á línuna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2008 kl. 01:12

13 Smámynd: Aprílrós

Það er gott að vita að Þuríður hetjan sú arna sé hress og kát og lætur sitt álit í ljós óhikað, og að þa gangi svona vel hjá henni.

Og drengurinn að þyngjast svona vel og er svo góður.

Já mér leikur líka forvitni á þvi hvað u ert að læra ????

Þú ert alveg æðislega dugleg, með svona stóra fjölskyldu, veikt barn og í skóla, þetta er ekki fyrir hvern sem er.

Knús og kærleikur til þin og þinna fjölskyldu .

Aprílrós, 14.12.2008 kl. 01:50

14 identicon

kæra Áslaug og fjölskylda innilega til hamingju með nýja gullmolan hann er alveg yndislegur,gott að allt gengur vel með Þuríði.

Kveðja Ellen

EP (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:35

15 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Æi, en hvað þetta er dásamlegt að lesa Áslaug mín. Þið eigið skilið að njóta jólanna öll sömul. Nóg er nú búið að ganga á. Kominn tími á að njóta lífsins!

Indælt að heyra að Hnoðrinn (sem ég í laumi kalla Helga litla með sjálfri mér, -þú veist af hverju ;o) ) vaxi og dafni. Hann er ógurlega sætur og ég bíð spennt eftir að sjá nýjar myndir. Þau breytast á hverjum einasta degi þessi kríli. Allt gerist svo hratt. Knús frá Vestfjörðum.

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.12.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband