Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Oddný og Sammi

Mig langar að óska minni yndislegu systir og hennar manni honum Samma innilega til hamingju með litlu stelpuna sína en þau voru að eignast stelpu númer tvö í gærkveldi.  Litla músin þeirra var 13 merkur og 50.5cm þannig hún mun komast inní hnoðrann minn núna hehe.  Að sjálfsögðu mun ég kíkja á þau í kvöld en þar sem hún var tekin með keisara er þetta svo strangt að ég þarf alveg að bíða til fimm að sjá hana, damn!!  Well ég hlýt að lifa það af Wink Verst bara að stærri músin þeirra hún Eva má ekki koma þangað og kíkja á litlu systir.

Allir í stuði hérna á heimilinu, Þuríður mín er bara að meika áa það. Flotti húmoristinn minn sem er farin að segja við mig þegar hún vill ekki hlusta á mig þá segist hún ekki heyra í mér ehhe!!  Hnoðrinn dafnar og dafnar, eeelskar rjómann sinn.  Oddný mín Erla átti ofsalega erfitt í fyrrinótt þegar hnoðrinn minn grét svona líka sárum grátum sem var mér að kenna en honum var illt í mallanum sínum ö-a vegna þess ég fékk mér eitt sem ég"mátti" ekki fá mér þannig hún grét líka með honum.  Ég ákvað að prufa að fá mér eitt að borða því með hin börnin mátti ég borða allt og drekka allt án þess að þau fengju í magann en hnoðrinn minn er viðkvæmari í maga þannig það verður ekki gert aftur.  Theodór minn kemur sífellt á óvart en samt ekki, um daginn settist hann hjá afa Hinrik með uppáhalds bókina sína Stafabókina og þuldi upp ALLA stafina í bókinni án þess að við vissum að hann kunni þá alla ehhe.  Alveg ótrúlegur!!  ÞEssi börn mín hehe ohhh þau eru svo æðisleg!!Whistling

Tíminn líður alltof hratt, alveg að koma jól og mér finnst ég ótrúlega bissí samt búin að gera allt fyrir jólin nema þrífa og kaupa gjöfina hans Skara sem ég er nú ekkert að stressa mig á.  Skólinn búinn og útskriftin á föstudag, pantaði prestinn og kirkjuna í gær fyrir 17.jan Víííí!!  Samt ekki búin að finna nafn á drenginn en haaaalllóóó ég hef mánuð það hlýtur að takast að finna nafn fyrir þann dag.
PC100047
Sætur tærnar hans hnoðra mín þegar hann var í vigtun í síðustu viku, hlakka til þegar hann fer aftur á fimmtudaginn.

Knús í hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með frænkuna :)

Oddný (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:47

2 identicon

heh... æi, er þetta sæt mynd eða hvað.... frrrrábært.

Óska ykkur innilega gleðilegra jóla. Farið vel hvert með annað.

Ást og friður - Jónína

Jónína (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:49

3 identicon

Til hamingju með litlu frænku.  Mér þykir nú Theodóri  litla kippa í kynið duglegur að læra eins og mamma sín . Guð blessi ykkur öll duglega fjölskylda.

Kristín Ögmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hamingju med frænkuna  já og bara frábær mynd af litlum táslum

María Guðmundsdóttir, 16.12.2008 kl. 15:48

5 identicon

Algjör krúttulíus þessi drengur táslur og allt.  Innilega til hamingju með litlu frænkuna - sendi knús til Oddnýjar systur þinnar Svo verða nú að vera hamingjuóskir til þín sjálfrar með að vera að útskrifast á morgun, 19. desember - Myndardrengur hann Theodór að vera búinn að læra stafina, er hann ekki 3ja ?  Kær kveðja, Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband