Leita í fréttum mbl.is

Skoppa, Skrítla og Lúsí

Óskar skrifar.

Í gær fékk ég þann heiður að fara með börnin mín á sérstaka hátíðarsýningu á nýrri bíómynd um þær vinkonur Skoppu og Skrítlu.  Ég verð að viðurkenna að ég var smá kvíðinn þar sem ég var að fara einn með þrjú börn 6 ára og yngri og hafa þau blessuð ekki alltaf verið þekkt fyrir að láta segja sér mikið fyrir verkum.

En allavegana þá vorum við komin í bíóið og þar tóku þær á móti gestum Skoppa og Skrítla og einnig var með þeim hún Lúsí en að þessu sinni er að það Vigdís nokkur Gunnarsdóttir sem fer með hlutverk hinnar sísofandi Lúsí.  Fyrir þá sem ekki vita þá er Vigdís þessi þekktust fyrir það á mínu heimili fyrir að fara með hlutverk Höllu Hrekkjusvín í Latabæ.  Sem slík er hún ein af allra bestu vinkonum Þuríðar og hefur oftar en ekki komið í heimsókn til okkar og eru þær (hún og Þuríður) einstakar vinkonur. 

En þær voru þarna semsagt og móttökurnar voru náttúrulega bara frábærar.  Þessar konur eru hreinlega einstakar og sína börnum okkar svo mikla hlýju og það sem meira og merkilegra er – þær sýna þeim einstaka virðingu.  Þuríður, Oddný og Theodór voru virkilega glöð að sjá þessi idol sín og það var mikið knúsast.

En því næst var komið að því að kaupa sígildar bíóveigar og bað ég börnin um að koma á eftir mér í röðina svo við gætum gengið frá því máli.  Frá þeirri stundu og allt þar til heim var komið að sýningu lokinni var eins og um einhver önnur börn en mín eigin væri að ræða.  Ég ákvað að gefa þeim séns á að sýna hvað þau gætu verið góð og þau nýttu það svo sannarlega til fulls.  Ég þurfti engan að leiða og ég þurfti ekki að reka á eftir neinum, þau gengu í beinni röð á eftir mér, krókaleiðir inn í bíósalinn, biðu svo fyrir aftan mig á meðan ég gerði sætin klár fyrir þau, sátu svo stjörf á meðan á myndinni sjálfri stóð og gengu svo í fallegri röð á eftir mér út úr bíóinu og alla leið út í bíl.  Ég verð að viðurkenna að ég var hálf klökkur yfir því hvað þessi yndi stóðu sig vel en þó fyrst og fremst stoltur af því hvað þau voru ólýsanlega góð og auðveld.  Það var einhvernvegin eins og þau hafi fundið að ég væri að gefa þeim alvöru séns og að þetta yrði kannski bara ekkert skemmtileg ef eitthvert þeirra yrði með vesen – þau ákváðu bara sjálf að þetta ætti að vera auðvelt og skemmtilegt og var frammistaða þeirra einfaldlega einstök.

Skoppa og Skrítla fá stóra rós í hnappagatið fyrir frábæra mynd.  Börnin sátu stjörf yfir henni frá upphafi til enda og nutu hverrar mínútur, alltaf eitthvað fjör eða áhugavert í gangi.  Lúsí fær svo að sjálfsögðu prik í kladdann. 

Að endingu sendi ég þeim Lindu, Hrefnu og Vigdísi bestu kveðjur fyrir að vera alltaf til staðar fyrir börnin mín.  Þið eigið heiður skilinn fyrir að búa til frábært skemmtiefni fyrir börn.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær börn sem þið eigið og pabbin má sko alveg vera stoltur . Æðislegt að heyra að Þurðíður sé svona hress. Gleðileg jól kæra fjölskylda :)

Ella (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Aprílrós

Tek undur fyrri ræðumanni, alveg yndisleg börn sem þið eigið, ég veit það þótt ég þekki ykkur ekki neitt, en hef fylgst með á blogginu með hana Þuríði hetju. Og pabbinn líka þolinmóður og rólegur og þau finna allt svona þessi elskulegu börn .

Gaman að frétta að Þuríður sé hress og gangi allt vel.

Eigið ljúfan og yndislegan dag þótt blási og rigni. ;)

Kærleiks jólaknús á ykkur . ;)

Aprílrós, 22.12.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þau eru svo góð og miklir snillingar þessi litlu skott og það er frábærast. Ef komið er fallega fram við börn þá eru þau svo yndisleg. Þessi saga segir meira um þig sem pabba heldur en um blessuð börnin.

Til hamingju með að vera svona frábær pabbi, til hamingju með hvað hún Þuríður er hress og dugleg og svo auðvitað til hamingju með Hnoðra litla og svo prófið hjá frúnni. Þið eruð frábær fjölskylda, eigið frábær jól.

PS Gekk þér ekki vel í skólanum?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Óskar Örn Guðbrandsson

Takk fyrir falleg orð í minn garð.

Ég skellti mér í einn áfanga í stjórnmálafræði í haust og er enn að bíða eftir einkunn.  Held þó að það hafi gengið þokkalega.

Óskar Örn Guðbrandsson, 22.12.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

GLEÐILEG JÓL FRÁBÆRA FJÖLSKYLDA!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 22.12.2008 kl. 21:44

6 identicon

Gleðileg jól - frábæra og DUGLEGA fjölskylda - þið eruð flottust!!!

Ása (ókunnug (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:02

7 identicon

Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð yndislega fjölskylda.

Kristín (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:12

8 identicon

Mikið er skemmtilegt að lesa bloggið hjá ykkur dag eftir dag.  Alltaf frábærar fréttir og fyndið að segja það en um leið og ég heyrði af þessari bíómynd, hugsaði ég til Þuríðar og þeirra systkina.  Vonandi verða þessi jól jafn frábær og síðustu dagar hafa verið.  Gleðileg jól öll sömul.

Ásdís (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:31

9 identicon

GLEÐILEG JÓL YNDISLEGA FJÖLSKYLDA

Sólveig (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:55

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að vita að allt gékk vel. Ef þaðer ekki rétti tíminn til aðl æra stjórnmálafræði núna, þá veit ég ekki hvenær það er. Ég segi eins og Sólveig að mér dettur alltaf í hug hún Þuríður og þið öll þegar Skoppa og Skrítla eru nefndar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.12.2008 kl. 00:09

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:53

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledileg¨jól öllsömul og takk fyrir gód kinni vid ykkur kæra fjölsk.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband