Leita í fréttum mbl.is

"Lífið verðlaunar þá sem gefast ekki upp"

"Margir segja að eitthvað sé ómögulegt, en allar framfarir hafa orðið fyrir tilverknað þeirra sem héldu hinu gagnstæða fram".

Ég er búin að vera með hausverk yfir skólabókunum þessa vikuna, var nefnilega að byrja í reiknisskilum, þið vitið ársreikningar, áætlanir og þess háttar.  Var ekki að skilja NEITT í þessu og er búin að reyna treina það að fara í þetta og ætlaði bara að segja mér úr þessu fagi og gefast upp.  Átti að skila þessu verkefni í gærkveldi, nota bene fimm ógeðslega erfið verkefni eða ég var búin að ákveða að þau væru ógeðslega erfið og óskiljanleg.  Svo ákvað ég seinni partinn í gærkveldi að setjast aðeins yfir þetta áður en ég myndi senda mail á kennarann og segja mér úr þessu fagi, hringdi í eina sem er með mér í þessu því ég horfði bara á tölurnar og skyldi ekki eitt orð.  Þá var hún búin að liggja yfir þessu alla vikuna og búin að gera alla gráhærða á heimilinu hehe því við erum báðar þessar týpur sem verðum ýkt pirraðar ef við skiljum ekki eitthvað.  Viti menn ég þurfti að fá útskýringu í eina mínútu til að skilja þetta allt saman og verkefnin ein lítil kökusneið ....já svona næstum því, einsog þetta var erfitt bara að horfa á það hahaha.

Líka oft þegar ég ætla að gefast uppá svona smámunum hugsa ég til Þuríðar minnar sem hefur þurft að ganga í gegnum alltof erfiða hluti á sinni stuttu ævi og aldrei komið til greina að gefast upp og þá hugsa ég líka "hvurslags djöfulsins aumingjaskapur er í mér", þetta er einhver skitin (afsakið) lærdómur sem ég er að berjast við sem ég er ekki kvalin við hvað þá að þurfa taka einhver trilljón töflur.  Ef ég get ekki lært þá er ég aumingi þannig það þýðir ekkert væl í mér, ég er nú bara að hugsa um börnin mín, heimilið og læra sem ætti nú ekki að vera mikið mál.

Má til með að segja ykkur frá einu skemmtilegu sem við fréttum í síðustu viku, við hittum nefnilega okkar prest sem hefur staðið við bakið á okkur í baráttunni okkar eða réttara sagt Þuríðar baráttu.  Það var hann sem veitti okkur áfallahjálp þegar okkur var tilkynnt að Þuríður okkar ætti nokkrar mánuði ólifað, hann mætti heim til okkar óboðin til að ath hvernig okkur liði í baráttunni og hefur hugsa vel um okkur og þokkalega farið með sínar bænir til Þuríðar minnar.  Jú hann hefur nefnilega notað Þuríði okkar í sinni predikun í messu hjá sér, það eru nú ekki allir sem rata þangað enda finnst honum Þuríður okkar frekar merkileg sem hún er að sjálfsögðu.  Mér finnst þetta mjög merkilegt enda sannkallað kraftaverk á ferð.
P1217133
Þuríður mín er byrjuð á reiðnámskeiði eða réttara sagt er þetta hennar sjúkraþjálfun sem hún mætir í 2x í viku en hún hreinlega ELSKAR þetta.  Áður en ég veit af verður við ö-a kominn með hest og flutt á einhvern bónabæinn hehe.
P1207039
Broskarlinn minn hann Hinrik Örn sem liggur núna nota bene á mér og sefur svona líka vært.  Er búinn að liggja svona á mér í allan morgun á meðan ég pikka hérna á tölvuna og læri, hann nefnilega veit alveg hvað hann vill þessi drengur og bara rétt orðinn tveggja mánaða.  Um leið ég legg hann frá mér byrjar hann að öskra á móðir sína að taka sig ekki seinna en núna og auðvidað hlýðir móðirin.  Þetta er yndislegast.
P1227185
Systurnar í stuði í pottinum í Húsafelli í síðustu viku.  Einsog þið hafið tekið eftir þá finnst mér ofsalega gaman að monta mig af börnunum mínum enda endalaust stollt af þeim. Þau eru líka eldklár, Oddný mín byrjaði nefnilega alltíeinu þessa vikuna að stafa orðin sem hún var að skrifa þar að segja ég þurfti ekki að segja henni hvernig hún átti að skrifa þau heldur gerði hún það bara sjálf og auðvidað varð ég bara orðlaus því ekki er ég að ota þessu að henni eða neinum af þeim.  Ég bíð bara eftir því að hún og Theodór fari að lesa fyrir mig án þess að ég viti að þau kunni að lesa, kanski kunna þau það hehe.  Veit ekki?  Þuríður mín stendur sig líka ótrúlega vel, hún er öll að koma til með stafina enda mjög áhugasöm að læra þetta og er alltaf að æfa sig að skrifa, þannig það mun líka koma einn daginn hjá henni enda snillingur þessi stúlka.

Ætli það sé ekki best að halda áfram að læra, Hinrik minn kominn í vagninn og fór ekki að garga þegar hann var lagður þar eheh.

"Snúðu neikvæðum hugsunum í jákvæðar og sjáðu hvernig það breytir deginum".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er þetta frábær og uppbyggileg færsla hjá þér, eins og alltaf. Þú að skilja "ársreikningatorfuhauginn" á 5 mínútum eftir heila viku í þokunni. Svona er þetta bara, þetta líf. Lausnir koma til þeirra sem leita og gefast ekki upp. Heilsa, peningar, nám og alles.

Við konur fáum oft svo mikið af "óleysanlegum" verkefnum eins og að láta aurana duga, leysa upp "stríðsátök" milli barna, svara flóknustu spurningum veraldar eins og afhverju vatnið sé blautt og svo framvegis.

Svoeru spekingarnir hissa á kvers vegna konum gengur betur að stjórna, en körlum.

Ég sáæi marga stráka leysa "ársreikningatorfuhauginn" á 5 mínútum með ungbarn í fangi og þrjú undir 7 ára að leik í kring um sig.

Þú ert frábær og öll þín fjölskylda   og mikið er ég glöð að vera bloggvinur ykkar. Guð blessi ykkur og varðveiti alla daga

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.1.2009 kl. 12:01

2 identicon

Þú ert alltaf sama HETJAN allt á fullu og gaman gaman.

Það er laukrétt þessi börn virðast vera ótrúlega klár.

Sendi Teódór kæra afmæliskveðju.

Kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:06

3 identicon

Þú ert bara æði  Það verður ekki langt þangað til að þið ofurmæðgur skrifið bók handa þjóðinni hvernig eigi ekki að gefast upp  heldur að halda ótrauð áfram. Hlakka til að lesa hana. Bið að heilsa í bili

Luv Magga

Magga (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:11

4 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Er einmitt með þann draum og meira að segja búin að finna þann sem á að skrifa hana, bara eftir að ræða það við hann ehhe sem er aukaatriði.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 26.1.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar góðar kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:23

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábær hugmynd þetta með bókina og látta bara verða af honum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2009 kl. 02:17

7 identicon

Hæ þið yndislegu...já þú mátt sko alveg monta þig af þessum gullfallegu molum sem þú og Óskar eigið...þau eru æðisleg.Ég er aðeins byrjuð að hressast,þannig að ég fer að taka upp símann og hringja í ykkur..knúsaðu Þuríði frá mér og já hún er algjör hetja og það er ekki til i hennar orðabók eitthvað sem heitir að gefast upp...þú stendur þig vel í skólanum eins og ávallt áður...love

Björk töffari (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:11

8 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Hver monntar sig af börnunum manns ef maður gerir það ekki sjálfur?

Þórhildur Daðadóttir, 27.1.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband