Leita í fréttum mbl.is

Engu er að kvíða?

Reyndu ef þú getur
að gleyma og hvílast betur
hugsaðu helst ekkert
engu er að kvíða..........

Jamm ég vildi að það væri svo einfalt og auðvelt að geta bara hvílst vel og hugsað helst ekkert um veikindin hennar Þuríðar minnar, þetta hvílir á manni alla daga.  Það koma þessir dagar og oft finnst mér erfitt að kvarta og kveina hérna því þið eruð alltaf að tala um hvað við séum dugleg, miklar hetjur og höndlum þetta vel og þá finnst mér erfitt að vera eitthvað neikvæð hérna.  Mar er bara ekkert syngjandi glöð alla daga með svona veikt barn einsog Þuríði og vita ekki neitt og neitt? 

Þetta er nottla ekkert leggjandi á nema sterka einstaklinga og ég hef kynnst því þessi "tvö" ár sem Þuríður mín hefur verið veik hvað við erum sterk og hvað við erum sterk saman og hvað þetta þjappar manni bara meira saman.  Það er líka svo "skrýtið" en þá hef ég bara kynnst jákvæðum og sterkum foreldrum í gegnum þessa veikinda súpu, greinilega útvalið fólk sem er valið í þetta verkefni, afhverju ætli það sé?

Þessa dagana finnst mér ég allavega vera búin á því, þessir dagar koma svona inná milli.  Ég er samt ekki eins þreytt ég hef verið og ég tel það vera ræktinni að þakka, er ótrúlega dugleg þar enda í þvílíku átaki.  Hætt að drekka kók og það tekur nú held ég gífurlega miklu orku frá manni þegar mar drakk það á hverjum degi, nammið næstum því farið nema um helgar að sjálfsögðu. 

Þuríður mín er mjög slöpp núna, búin að fá tvo krampa í morgun og það stóra.  Það gjörsamlega slökknaði á henni eftir fyrsta krampan, sofnaði bara í fanginu hjá mér en núna liggur í sjúkrarúminu og horfir á Mikka Ref með bros á vör.  Við erum sem sagt komin uppá spítala og verðum hérna þanga til á morgun vonandi ekki lengur en það er komið frekar mikið slím í mína þannig þá verð ég bara að krossa fingur að hún sé ekki að verða lasin.  Aaaarghh!! 

Tengdó er svo sæt í sér að hún ætlar að vera hjá henni í nótt og í dag, ég ætla að reyna gera eitthvað skemtilegt með frk. Oddnýju minni og Theodór.  Má ekki gleyma hinum tveimur!!

Þið megið alveg koma með hugmyndir fyrir okkur Skara hvað við getum gert í London annað en að fara á ABBA, sofa, borða eitthvað gott jámm og svo má ekki gleyma að hvíla sig ehehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einmitt það - svona veikindasúpa (eins og þú segir) þjappar fólki saman, enda eru börnin okkar það dýrmætasta sem við eigum og við viljum allt fyrir þau gera! Var að lesa líka síðustu bloggin þín....úfff hvað þú ert dugleg að skrifa ;)... Oddný Erla er algjör perla!! Ótrúlega dugleg stelpa!

Hmmm..svo þetta með kókið - ég fékk samviskubit núna með mína litlu kók á borðinu og þú skrifar \"hætt að drekka kók\"!!! DÓH verð að taka á þessu einhvern daginn ;)

Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 12:03

2 identicon

Mer finnst bara allt i lagi ad tu kvartar elsku vinkona tad er sko bara i lagi to svo ad allir seu ad dast af ykkur. Madur gerir rad fyrir ad ter lidi illa ad horfa upp a tetta bara eins og madur segir ekki leggjandi a folk en tid gerid tetta vel og allt folkid i kringum ykkur.
Ekki gera of mikid i London bara njotid hvers annars skiptir mestu mali bara labba nidur goturnar i fadmlogum uhhmm bara ædi.
Jæja vinkona afram ræktin tu ert ekkert sma dugleg. Ja og tetta med kokid o hvad tad er erfitt eg er ad reyna en fæ sma um helgar en ekki i midri viku.
bid ad heilsa
Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 14:58

3 identicon

það er alveg satt þið eruð ótrúlega sterk.. og dugleg en það þíðir samt ekki að þið séuð ekki með tilfinningar. Það hafa allir rétt á að hafa sínar tilfinningar hvort sem þær eru frábærar eða yfirþirmandi erfiðar. Og mér finnst ekki skrítið að sumir dagar skulu vera nánast óyfirstíganleir.. en þú errt alveg einstaklega frábær mamma og persóna. En endilega ekki bæla niður neikvæðu tilfinningarnar þínar. og oft er best að skrifa þær niður og þá er blogg frábær staður til að koma þeim frá þér... álit mitt eða allra annara minkar örugglega ekki þó þú kvartir því það er eðlilegt að líða illa.... gangi þér sem allra allra best
með góðri kv Birna

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 18:12

4 identicon

ég var að koma frá London og fór á blue man group. Ef þið eruð ekki búin að sjá þá sýningu þá myndi ég fara á hana hún er alveg frábær þú tekur þátt í allri sýninguni :)
Góða skemtun og gangi ykkur allt í haginn.

Tinna Arnardóttir (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og einum?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband