Leita í fréttum mbl.is

Frá Hönnu Þóru

Jæja kæru vinir nú er farið að styttast í tónleikana og allt komið á hreint með dagsetningu og hverjir koma fram. Ég ætla að láta fylgja núna allar helstu upplýsingar um uppákomuna.


Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að  frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.

Tónleikar
Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.

Fram koma
Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.

Ásamt
Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni

Kynnir verður
Anna Björk Birgisdóttir

Aðgangseyrir 2000 kr
Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest og eiga með ykkur notalega kvöldstund
Langar að láta þetta fylgja með.


Yndislega stúlkan mín. Hún sefur og brosir og hlær,
andlitið svo fullt af forvitni og töfrum að mér finnst
heimurinn hafa verið skapaður henni til heiðurs.

Ég elskaði þig frá fyrstu stundu er ég sá framan í þig.
En hvernig átti mig að renna grun í allar þær furður
Sem leyndust í þessum reifastrang?
Þú ert yndið mitt alla daga og um alla tíð.

Dóttir okkar hafði sofnað fast
Með aðra örsmáa hendina
Út undan sængurfötunum.
Í henni hélt hún
Hjarta mínu.


Kær kveðja Hanna Þóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek mér það bessaleyfi að auglýsa tónleikana í vinnu og á neti. Sjáumst fljótlega.

Tryllti (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 22:04

2 identicon

Frábært framtak hjá ykkur. Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og styrkja gott málefni. Ég ætla alla vega að gera það ;-)

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 08:20

3 identicon

Frábært og jafnframt yndislegt framtak. Ég mun mæta til að styðja við bakið á einstakri fjölskyldu og um leið láta sem flesta vita af tónleikunum þannig að fleira geti notið góðrar stundar með ykkur.
Hugsa til ykkar á hverjum degi, kæra fjölskylda, og vona að góðar hugsanir margra hjálpi ykkur áleiðis á erfiðum stundum.

Ingunn Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 09:35

4 identicon

Sæl verið þið. Ætlið þið að selja miða í forsölu einhverstaðar, eða verða bara seldir miðar við innganginn?

Sigga mamma Oddnýjar og Ara (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 09:50

5 identicon

Er eitthvað aldurstakmark á tónleikana? Ég ætla allavega að fara hlakka til oki og fallegt sem þú skrifaðir í endann.

Jóhann Bjarni (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 01:52

6 identicon

Ekkert aldurstakmark Jóhann Bjarni :)

slauga (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 07:06

7 identicon

http://www.nbc10.com/health/4563166/detail.html

ókunn (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband