Leita í fréttum mbl.is

Frábær vika að líða

P6170377
Rjómabollan mín alltaf jafn fallegur.

Vorum annars að koma heim úr Miðhúsaskógi en þar erum við búin að eyða vikunni, bara yndislegt.  Krakkarnir elska að vera svona í "sveitinni", fara í pottinn þegar þau vilja og bara það sem þeim langar að gera.  Sólin hefði nú mátt sýna sig meira en samt gott veður og við haft það súper.
P6160263
Náði loksins einn af hópnum mínum, ótrúlega stollt af þessum hópi mínum og hrikalega montin. Það er ekki það auðveldasta í heimi að ná mynd af þeim heheh.
P6160250
Oddný Erla mín elskar að týna blóm handa mömmu sinni, ég ætti ö-a blómabúð ef þau myndu lifa e-ð af viti.
P6180398
Kíktum á Laugarvatn og þar fengu krakkarnir að vaða í vatninu sem Þuríði minni finnst sko alls ekki leiðinlegt en hérna er hún að kasta í vatnið sem henni fannst heldur ekkert leiðinlegt.  Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir er að sulla í vatni, láta kasta í vatnsblöðrum eða láta sprauta á sig vatni hehe og þar sem við verðum ekki á sólarströnd þetta sumarið verðum við að nýta öll vötn sem við sjáum og leyfa henni að sulla.
P6180448
Theodór minn ætlaði nú ekki að þora í vatnið en lét svo skara skríða og fannst það ekkert leiðinlegra en systur sínar.


Skemmtileg helgi framundan hjá okkur fjölskyldunni, systir mín er að útskrifast á morgun sem Hagfræðingur og mágkona mín sem leikskólakennari.

Eigið góða helgi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gaman að heyra um vikuna,já loks myndir af öllum flottu börnunum ykkar..Til hamingju með systir og mágkonu...hér á Skaga er líf og fjör á fótboltamóti...eigið góða helgi líka...

Halldór Jóhannsson, 19.6.2009 kl. 22:17

2 Smámynd: Aprílrós

Yndislegt allt saman ;) Góða helgi ljúfust og þið öll ;)

Til hamingju með systir þína ;)

Aprílrós, 20.6.2009 kl. 00:31

3 identicon

Elsku Áslaug og family....yndislegar myndir og gott að allt gengur svona  vel hjá ykkur,ég fæ gott í hjartað mitt við sjá þetta.En mig er farið að langa svo í hitting með ykkur,vona að það geti orðið fljótlega.Er sjálf búin að liggja inni eins og drusla,en það er allt á uppleið vonandi....haldið þið áfram að vera sömu hetjurnar sem þið hafið ávallt verið og knúsaðu sætu börnin þín frá mér og sér í lagi stærstu hetjuna mína og kraftaverkið...luv u

Björk töffari (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband