Leita í fréttum mbl.is

Bakþanki

Við vorum nú búin að ákveða að hafa ekki neinar myndatökur núna í ágúst, bara vera í fríi frá öllu í allt sumar en svo fengum við einhvern bakþanka og erum búin að biðja um þær núna í ágúst.  Hringdum í hjúkkuna okkar áðan sem er reyndar í fríi en kemur í vinnu í næstu viku og ætlar að reyna fá myndatökurnar annað hvort 25.ágúst eða 1.sept.  Æjhi oft þegar Þuríður mín verður þreytt einsog hún hefur verið síðustu vikur þá verður maður smeykur og þá ákvað ég líka að heimta þetta aðeins fyrr bara svo mér mun líða betur.  Það er nú líka frekar óvanalegt að barnið er farið að sofa til níu á morgnanna en það er ekki svo langt síðan að hún vaknaði ALLTAf kl hálf sex eða sex.  En þetta eru samt ö-a bara góða veðrið sem gerir þessa breytingar og hún leikandi sér allan daginn sem er frekar óvanalegt þar að segja að hún hafi orku í það, reyndar dregur hún sig stundum í hlé og farin að neita spurja eftir krökkum.  Veit ekki hvort hún er farin að finna að hún er e-ð "minnimáttar", getur ekki allt sem hinir geta?  Erfitt að geta í þessar eyður.

Ég held að maður hætti aldrei að vera hrædd alveg sama hvursu mikið æxlið mun minnka það þarf ekki mikið að ske að maður sé alveg á nálum.  En hún er samt ágætlega hress, bara þreytan sem gerir mann smeykan en ég held samt og reyni að trúa því á meðan hún krampar ekki þá eru engar breytingar í gangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað ég skil þessar pælingar. Enda dálítið mikil áhyggjumanneskja, þó ég sé alltaf að reyna að vanda mig að vera það ekki. Ung vinkona mín sagði í gríni "aldrei að sleppa góðum áhyggjum".

En ef litið er á Þuríði litlu þá er hún að sýnist rosalega eðlileg, ef ekki er litið til veikindanna. Þreytt eftir erfiðan dag, sefur lengur á morgnanna enda engin skóli eða klukka til pirrings. Bara frí og gaman.

En af því hún var veik þá eru endalaus gul ljós blikkandi hjá ykkur þessum góðu og reynslumiklu ungu foreldrum. Og lái ykkur sá sem vill.

Sendi ykkur stórar kærleiks- og áhyggjuleysiskveðjur

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skil ykkur svooo vel að það hálfa væri nóg. En eitt kom í hugann, getur verið að minnkun flogalyfjunum hafi breytt svefn munstrinu eitthvað. Hún hefur meiri orku og þreytan verður eðlilegri og svo er bara stelpan að stækka. Eg vaknaði sem lítil snúlla eldsnemma og svo hætti það smám saman.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.7.2009 kl. 03:41

3 identicon

Ohhh... hvað ég skil ykkur vel, því að bara sem ókunnug á hliðarlínunni fær maður einmitt hnút í magann við minnstu merki þess að eitthvað gæti verið að hrjá hana Þuríði Örnu.
Vona svo sannarlega að þetta sé bara allt saman vegna þess hvað það fer mikil orka í það að leika allan daginn í sólinni og góða veðrinu.
Kærar kveðjur til ykkar allra og njótið nú sumarrestarinnar vel

Kv. frá DK, Begga ókunnuga

Begga í DK (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:51

4 identicon

Góðar kveðjur til ykkar allra.  Þorgerður

Þorgerður (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 16:35

5 Smámynd: Aprílrós

Mikið skil ég ykkur og já alveg sjálfsagt að fá myndir bara til að vera viss.  Mér datt þetta lika í hug að leika allan daginn, mikil orka og enginn skóli og bara eðlilegt að sofa lengur.  En skil svo vel allar áhyggjurnar . Sendi kærleiks knús og ljós til ykkar og vona að allt komi vel út i myndnum

Eigið ljúfan dag elskurnar

Aprílrós, 29.7.2009 kl. 09:57

6 Smámynd: Agný

Njótið þess bara að vera tileins og myndirnar hér á undan sína!

Þið þurfið engar uppstilltar myndir aðkeyptar því þið eruð sko frábærir ljósmyndarar!

Njótið bara alls eins og þið best getur því enginn veit sína æfi fyrr en öll er.. ja ..þessarrar æfi á jarðarkúlunni.. Knús til ykkar allra og ja ég veit ekki hvernig ég get sagt meira thumbs up for you..

Kær kveðja Agný...

Agný, 30.7.2009 kl. 02:16

7 Smámynd: Agný

Sorry..kanski misskildi ég eitthvað af þínum skrifum hér... En..horfðu á hin börnin þín ..eru þau ekki þreytt eftir að vera búin að hamast allan daginn?

Ef hún getur haldið í við þau þá myndi ég segja að allt sé ok.. og það er eðlilegt að verða þreyttur og vilja slappa af svona af og til...

Nú eru þeir kallaðir ofvirkir sem geta aldrei slappað af eða virðast vera þreyttir..

Þannig...hvar er normið hið svo kallaða?

Agný, 30.7.2009 kl. 02:21

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Vonum allt það besta! Góðir straumar héðan úr súldinni og kuldanum!

Ylfa Mist Helgadóttir, 31.7.2009 kl. 14:17

9 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Bestu kveðjur...

Halldór Jóhannsson, 1.8.2009 kl. 11:59

10 identicon

'Ég skil ykkur mjög vel. Ég er ekki laus við þessa hræðslu, og er ég nú ekki búin að ganga í gegnum jafn erfið veikindi og Hetjan ykkar. En vonum bara það besta, alveg sjálfsagt að fylgjast vel með Hetjunni. ;) kv. Sólveig

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:05

11 identicon

Hugsa til ykkar og bið og vona að allt sé eins og það á að vera. Kveðja að vestan.

Halla (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband