Leita í fréttum mbl.is

Vika í myndatökur....

...og maginn er gjörsamlega á hvolfi, mér kvíður svona líka fyrir þessum degi bara einsog alltaf.  Engar sýnilegar ástæður fyrir því að ég ætti að vera svona kvíðin en þetta hverfur víst aldrei því verr og miður.

Þuríður Arna mín byrjaði á badmintonnámskeiði í síðustu viku og það gekk ekki einsog maður vildi en stúlkan var gjörsamlega búin á því eftir tvo tíma og þá vildi hún bara að fara sofa sem hún fékk að sjálfsögðu þannig hún náði tveimur dögum af námskeiðinu.  Hún er held ég farin að finna að hún hefur ekki sömu krafta og getu einsog jafnaldrar hennar og þess vegna fljót að gefast upp og reynir bara alls ekkert sem er frekar erfitt að horfa uppá.

Alltaf helgina fyrir myndatökur höfum við Skari haft þá reglu að gera e-ð saman en það verður víst ekki fyrir þessar myndatökur í staðin gerum við e-ð skemmtilegt öll saman þó svo ég hefði glöð vilja hitt.Sideways  Við fórum líka á smá "djamm" um helgina en minn eldri bróðir var að gifta sig og það var svona líka gaman en hérna er ein frá brullupinu hans og Söru:
systur
Þetta er ég, Birta Dögg bróðurdóttur mín og Oddný systir.  Mín fór að meir að segja og keypti sér kjól fyrir veisluna og ég man ekki einu sinni eftir því hvenær ég gerði það síðast, oh mæ god!!  Þarf kanski að fara standa mig betur í fatakaupum á sjálfan migWhistling, ætlaði mér að fara í e-h bol í gær þegar ég fattaði að báðir bolirnir mínir væru óhreinir.  Díssúss!!

Hinrik litla rjómabollan mín orðinn frekar pirraður einsog hann er búinn að vera í viku ca, hiti og leiðindi en reyndar ekki í dag.  Fann e-h  stóra blöðru í munninum hans áðan sem maður lætur líta á ef hún fer ekkert að hverfa.

Hin þrjú ágætlega hress, er verið að ath ýmislegt fyrir Þuríði mína fyrir veturinn.  Erum t.d. að hætta í greiningarstöðinni og verið að færa hetjuna mína yfir í styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun sem er bara spennandi þó svo við eigum eftir að sakna okkar fólks þar.  Búið að skrá Oddnýju og Theodór í fimleika í vetur sem þau bíða spennt eftir að byrja í og svo byrjar mín að sjálfsögðu í skólanum í haust, verð í fimm greinum (úúfffhh) svo ég næ að útskrifast í vor þannig ég get sjálfri mér um það kennt að vera svona "gráðug".  Hinrik minn verður að sjálfsögðu heima hjá mér og við munum læra og leika okkur saman, keyra Þuríði mína á milli staða og hin tvö líka.  Þannig það er bara spennandi vetur framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Flottar dömur á myndinni....góðar óskir sambandi við myndatökur ...og kraftaverkastelpan okkar hristi þetta af sér...sportið hjá þeim öllum verði bara gaman,ekki síst hetjunni.. skólastelpan okkar mun brillera þó fleiri fög séu...Litli og  STÓRI peyjarnir þínir...sjá um að þú náir að gleyma lærdómnum á réttum augnablikum og gerið eitthvað frábært,og vonandi eitthvað óvænt sem er kanski ekki á stundatöflunni...þó þétt setin sé.....Kærleikskveðja

Halldór Jóhannsson, 11.8.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er bar að biðja almættið um að halda sinni verndarhendi yfir ykkur öllum. Guð veri með ykkur öllum      

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 23:52

3 identicon

Það er orkan í Áslaugu sem er ekkert venjuleg.  Heimli, barnahópur, skóli. 

En þetta er auðvitað frábært og sýnir að okkar manneskja er í fullu fjöri sem betur fer,  þó stundum dali hún aðeins en bara smá stund.

Við biðjum Guð að gefa að Þuríður Arna fái góða skoðun og allt sé gott og eðlilegt hjá henni.

Síðra að þið Skari gerið ekki tvö eitthvað, því hópurinn er búinn að gera svo rosa margt.

Sendi kærleikskveðju í húsið frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 11:28

4 Smámynd: Agný

Srákarnir mínir tveir fengu sona eins og sonur þinn og þea var skilgrein sem herpes virus.. sem liggur svo í dvala x lengi ..en hann virðis vera svona vor boðinn hjá sumum og haus boðinn..

Yngsi sonur minn fékk sko blöðrur um alla unguna og innan á vörunum name i bara.. Það sem ég lé hann lifa á ( hann var á svipuðum aldri og þinn núna) var frospinnar eða ís....

Gott að heyra að flest eruð þið við þokkalega heilsu..Mér finns nú dóttir þín hún Þuríður ótrúlega dugleg..miðað við sjúkdóm..En afhverju horfa allaf á sjúkdóminn en ekki persónuna?

Sumir eru með sjúkdóm en eru ekki sjúkdómurinn..fyrirgefðu ef að ég segi hér eihvað sem særir þig.. kær kveðja Agný.

Agný, 14.8.2009 kl. 02:57

5 Smámynd: Agný

Sorry..t er ekki a virka allaf..

Agný, 14.8.2009 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband