Leita í fréttum mbl.is

Söfnunarátakið Á ALLRA VÖRUM

logoidHvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börnSkjárEinn leggur söfnunarátakinu „Á allra vörum” lið. 

Þjóðarátkið "Á allra vörum" skilaði á síðasta ári ríflega 50 milljónum króna. Krabbameinsfélagið fékk notið til kaupa á nýjum tækjabúnaði til greiningar á brjóstakrabbameini. Í ár hefur "Á allra vörum" átakið beint sjónum sínum að hvíldarheimili til handa krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra, en það hófst í lok maí á þessu ári með sölu á varaglossum frá Dior í samvinnu við Heildverslun Halldórs Jónssonar og Iceland Express.  Glossin eru enn seld um borð í flugvélum Iceland Express. 

SkjárEinn kemur að lokahnykk átaksins með ústendingu söfnunarþáttarins "Á allra vörum".  Þátturinn verður í beinni útsendingu föstudagskvöldið 28.ágúst kl. 21.00.   Þá gefst þjóðinni tækifæri að njóta skemmtunar meðtilgangi og leggja sitt af mörkum til að draumurinn um hvíldarheimili rætist. Allir sem fram koma í þættinum gefa vinnu sína til styrktar hvíldarheimili krabbameinssjúkra barna.  Jóhanna Vilhjálmsdóttir,Svanhildur Hólm og Guðrún Þórðardóttir stýra þættinum og söfnuninni. 

Börn og unglingar úr söng- og leiklistarskólanum Sönglist styðja við bakið á jafnöldrum sínum en þar á meðal er íslenska söngrödd Sollu stirðu.Hljómsveitin Mannakorn með þá Magnús Eiríksson og Pálma Gunnarsson í broddi fylkingar flytja nokkur lög, en Mannakorn hefur einmitt gefið allan ágóða af laginu Von í söfnunina fyrir hvíldarheimilið. Stöllurnar úr Fúlar á móti segja sitt álit á lífinu og tilverunni - og svona mætti lengi telja. 

Hetjur söfnunarinnar eru foreldrar, börn og systkini.  Þau deila með okkur upplifun og hugleiðingum, gleði, sorg og sigrun.  Við kynnumst því af hverju hvíldarheimili er svo þýðingarmikið fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.  Hetjur þáttarins eru börn sem greinst hafa með krabbamein.  Þau segja frá hugsunum sínum á hreinan og heiðarlegan hátt.  Sum þeirra lifa við óvissuna, önnur hafa komist yfir þröskuldinn og sigrast á sjúkdómnum.En öll vinna þau sigra á hverjum einasta degi ! 

"Á allra vörum" verður sent beint frá sjónvarspssal SkjásEins og þjónustuveri já - 118, þar sem landsþekktir einstaklingar svara í sérstakt áheitanúmer. Einnig verður útsendingin send út  á vef Morgunblaðsins. 

Útsendingin "Á allra vörum" er sameiginlegt átak forsvarskvenna átaksins "Á allra vörum", Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og SkjásEins - ásamt sannkölluðu landsliði fólks úr kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum undir stjórn þeirra Maríönnu Friðjónsdóttur og Elínar Sveinsdóttur.  Allir þeir sem koma að útsendingu þáttarins gefa tíma sinn og vinnu sína líkt og á síðasta ári. 

Einn af velunnurum átaksins kom að máli við okkur nýlega með frábæra hugmynd sem okkur langar að kynna þig fyrir. Með því að framkvæma hugmyndina geta bæði starfsmenn og fyrirtækið sameinast um að leggja söfnuninni um hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn lið. 

Hugmyndin er einföld og gengur út á að hver starfsmaður gefi andvirði klukkustundar vinnu.  Fyrirtækið gæti síðan lagt upphæð á móti starfsfólki og þannig bætt um betur.  Dagarnir fram að þættinum væru notaðir til að safna áheitum og fjármunum saman og þeim verður komið til skila í n afni starfsmanna og fyrirtækisins í beinu útsendingunni þann 28. ágúst.  Með þessu móti leggjast fleiri á eitt til að koma upp hvíldarheimili krabbameinssjúkra barna. 

Okkur væri það mikils virði ef þið gætuð komið hugmyndinni á framfæri í fyrirtækinu ykkar og séð ykkur fært að framkvæma hana.  Þið getið haft beint samband við okkur fram að þættinum. 

Með allra bestu kveðjum og þökkum fyrir stuðninginn.
Elísabet 840 7145
Guðný 898 5870
Gróa gsm 8965064


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 22.8.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband