Leita í fréttum mbl.is

Flensan mætt í sveitina

...og það var hann Theodór minn sem fékk hana fyrstur og er svakalega glaður með það hehe, finnst geðveikt kúl að vera lasinn heima.   Reyndar finnst honum leiðinlegt að komast ekki á fótboltaæfingar og talar mikið um Arsenal, Liverpool og Manchester því hann ætlar að sjálfsögðu að spila með Arsenal í framtíðinni.  En í staðin þá situr hann með skriffærin og skrifar niður nöfnin okkar og vill læra stafa ALLT.  Snillingur!!  Núna rétt í þessu var hann orðinn leiður að skrifa nöfnin þannig hann tók bara tússinn og tússaði bróðir sinn í framan og þá er ég sko ekki að meina eitt strik heldur allan í framan. Hahahaha!!W00t

Þuríður mín er hressari þessa dagana, fékk langa helgi og það dugði fínt fyrir hana og svo verður ennþá betra fyrir hana að fá vetrarfríið sitt sem verður eftir eina og hálfa viku, fær að hvílast dáltið sem hún þarf mikið á að halda þessar vikurnar. Hún hefur sýnt miklar framfarir í sjúkraþjálfuninni og mun fara svo í sjúkraþjálfun á hestum eftir áramót sem hún getur ekki beðið eftir.InLove

Hinrik minn er farinn að standa upp með öllu og labbar með en veit ekki hvað hann á að gera þegar hann er kominn útá enda á sófaborðinu heheh.  Hans helsta áhugamál er að gramsa í skúffunum þá sérstaklega þar sem dvd diskarnir eru.  Hann er búinn að vera með í eyrunum í marga mánuði, togar mikið í eyrun og sefur illa á nóttinni en aldrei hafa þessir blessuðu læknar viljað gera neitt því það er ekki nógu mikil sýking þannig ég ákvað að fara með hann til eyrnalæknis og viti menn drengurinn mjög kvalinn í eyrunum og vantar heilmikið uppá heyrnina hans vegna þess.  Þannig í næstu viku fær drengurinn rör í eyrunum og þá förum við kanski að fara sofa á nóttinni og hann að heyra mig "skamma" sig.Sideways

Oddný mín er bara hress, elskar fimleikana og æfir sig hérna heima á hverjum degi enda er líka rosalega gaman að sjá framfarirnar hjá henni.  Ég bíð eftir flikkflakkinu, hún gerir nefnilega þessar erfiðu æfingar einsog  ekkert sé.  Um leið og hún er búin á erfiðari þrekæfingu (er sko ekki að grínast með erfiðin) sem tekur einn og hálfan tíma þá spyr hún hvenær næsta æfing er hehe.LoL

Sjálf er ég að drukkna í lærdómi, veit ekki alveg afhverju ég var e-ð að stressa mig á því að reyna útskrifast í vor frekar að taka aðeins minna núna og útskrifast af tveimur brautum um jólin eftir ár.Wink Ætti t.d. að vera læra núna en nenni því enganveginn, aaaarghhh!

Ætla frekar núna að taka upp prjónana og klára pilsið á Þuríði mína, er búin með á Oddnýju mína.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið sjón að sjá litla manninn eftir duglega skrifarann. Alltaf gaman að heyra fréttir af ykkur. Guðsblessun í bæinn .

Kristín (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja..mikið eru þau góð öll.

Ragnheiður , 13.10.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Áslaug mín...Ég segi bara slakaðu á með lærdóminn....bara fyrir ÞIG og þína yndislegu  fjölsk...  .

Verð nú ekki sáttur ef Theodór Fylkismaður og KR-ingur að sjálfsögðu... fer í smáliðið Man.utd...En held með honum samt...

Er hann að gera sig klárann( með þessum snemmbúna lærdómi) í samningaviðræðurnar seinna meir þegar tilboðin streyma inn..?

Þuríður blessunin trompar allt...og vinnur,enda langbest..

Vona að heyrnin lagist hjá Hinrik kallinum...þó ekkert sé gaman að heyra "skammir"

Það er spurning hvort þið verðið að flytja til Rússlands vegna hæfileika Oddnýar í fimleikum og olympíuleikarnir klárir....

 Skari kallinn..þegar þú hendir honum útá pall....grillar hann BARA lamb,það er náttúrulegsa best...En það er spurning að gefa honum eitt staup með einum köldum og reyna á hann með pylsur á grillinu...

Kærleikskveðja.....

Halldór Jóhannsson, 13.10.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að Þuríður er hressari og er í framför. Flensa í hraustum strák er ekki áhyggjuefni. Tókstu nokkuð mynd af listaverkinu á Hinrik. Gangi ykkur allt í haginn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.10.2009 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband