Leita í fréttum mbl.is

Ég bið bænir og kveiki á kerti mínu...

Þetta líf er skítt og ótrúlega ósanngjarnt.  Ég hélt að það væri búið að kvelja Þuríði mína nóg, hún búin að fá sinn skammt af kvölum og pínu en neinei það þarf aðeins að kvelja hana meira og okkur.  Ef ég hef einhverntíman verið reið, sár, sorgmædd, bólgin augu og með þetta helvíti stóra gróta í maganum mínum þá er það NÚNA

Æxlið hennar Þuríðar minnar er sem sagt farið afstað aftur og ca einn og hálfur cm stækkun sem er að sjálfsögðu mikið en við vitum ekki hvað það hefur verið lengi að stækka.  Hún fór síðast í myndatökur í ágúst í fyrra eða fyrir níu mánuðum svo það gæti hafa verið átta mánuðir en það gæti líka verið mánuður. 

Væntanlega mun Þuríður Arna mín sú allra flottasta og harðasta á svæðinu fara í aðgerð sem verður gerð hérna heima (en síðast fór hún til Boston) en það á að taka sýni til að vita hvernig lyfjameðferð hún færi í en það BESTA væri náttúrlega að það væri hægt að fjarlægja æxlið í einni aðgerð  Æxlið er víst á betri stað en síðast og "auðveldara" að komast af því og við vitum líka að skurðlæknirinn sem er okkar færasti á landinu vil bara segja í heimi enda okkar heilbrigðisfólk ótrúlega flott og fært svo hann mun ekki taka neinar áhættur og skaða eitthvað hjá Þuríði minni. 

Já þetta er ótrúlega erfitt en Þuríður mín er ekkert veikari í dag en hún var í gær, hún er ótrúlega hress og passar vel uppá móðir sína.  Hún finnur að það er eitthvað að og það var einsog hún hefði verið að undirbúa mig allan gærmorgun uppá dagdeild þegar við biðum eftir svæfingu að það væri eitthvað slæmt í vændum.  Hún var endalaust að knúsa mig svona miklu meira en venjulega og svo í gærkveldi sofnaði hún hjá mér, knúsaði mig og hélt fast í hendina mína. 

Ég ætlaði að fagna gærdeginum með að hætta blogga hérna en því miður mun ég ekki gera það og mun væntanlega þurfa á ykkur að halda næstu daga/vikur/mánuði.  Þetta líf er hryllilega ósanngjarnt!! Núna þarf ég líka á fólkinu mínu að halda, frænka mín einmitt spurði mig áðan hvort mér fyndist óþægilegt að þau kæmu í heimsókn, NEI alls ekki það er það besta sem hægt er að gera.  Við "gleymum" okkur annað en að sitja og stara útí loftið, jú auðvitað brotnar maður niður enda er ég ótrúlega viðkvæm en það brýtur upp daginn að fá einhvern til að kjafta.....  Ég svaf EKKERT í nótt og er með rauðbólgin augu af þreytu og sorg en læknarnir gáfu mér smá fyrir næstu nótt svo á fái nú aðeins að hvílast en alltaf hef ég neitað því þar að segja fá einhverjar töflur en núna ÞARF ég bara á allri minni orku á að halda, það er önnur barátta að hefjast sem við ÆTLUM að sjálfsögðu að VINNA.

Þuríður Arna mín á bráðum afmæli (20.maí) og við vorum búin að ákveða að halda afmæli á morgun fyrir bekkjarsystur hennar og breytum því ekki, stúlkan var orðin gífurlega spennt og maður verður bara að setja grímuna á sig og skemmta sér með henni.

Mig langar að enda þessa færslu á ljóði sem Ása vinkonu mömmu setti inná komment hjá okkur og vænti þess að hún hafi samið hana til Þuríðar minnar:

Ég bið bænir og kveiki á kerti mínu
ég bið guð að líta eftir barni sínu
ég bið að Þuríður Arna verði hress
ég bið að æxlið segi við hana bless
ég bið að foreldrar fá auka styrk
ég bið að bænin okkar verði virk
ég bið um kraftaverk hér og nú
ég bið um orku von og trú.

Minni ykkur á kertasíðu Þuríðar minnar hérna til hliðar og þar megiði endilega kveikja á einu stk kerti fyrir hana.

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar sem gefa mér ofsalega mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús! <3

Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:07

2 identicon

Kæra fjölskylda,

ég er enn agndofa og trúi þessu ekki. Þið eruð öll í bænum mínum. Þuríður Arna mun sína okkur enn og aftur að hún mun komast í gegnum þetta með ykkur. 

Kveðja af tánni,

Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:17

3 identicon

Þetta er svo sannarlega ósanngjarnt. Það er töggur í henni Þuríði og við biðjum að allar góðar vættir vaki yfir henni og ykkur í framtíðinni. Ég hugsa til ykkar. Kveðja, Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:19

4 identicon

Áfram baráttustraumar, hún skal og mun sigrast á þessu, hún hefur sýnt það að hún hefur yfirhöndina þessi stóra hetja í þessum litla kropp.

ókunn (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:23

5 identicon

vá hvað þetta getur verið ósangjarnt líf ég bið að Þuríður fái heilsuna sína aftur þetta er erfitt en við vonum það besta .

Anna Ósk (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:24

6 identicon

Knus a ykkur Aslaug min. Vona svo sannarlega að hægt se að gera allt fyrir litlu stelpuna.

Anna Lilja Karelsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:27

7 identicon

Ætlaði að skrifa nokkur orð og þakka fyrir alla þína fallegu pistla sem ég hef lesið undanfarin ár í morgunsárið áður en ég fór á fætur, ætlaði að kveðja þig og þína þó svo þið þekkið mig ekkert en núna er ég kjaftstopp það eina sem ég get gert er að biðja fyrir ykkur og senda ykkur mínar bestu hugsanir áfram og bið til Guðs um að styðja ykkur og styrkja.

Jónbjört Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:53

8 identicon

Kæra fjölskylda. Hef aldrei hitt ykkur eða séð nema í sjónvarpi en samt finnst mér ég þekki ykkur er búin að fylgjast og dáðst að æðruleisi og dugnaði ykkar svo lengi. Get ekki trúa að þetta sé að gerast, svo óréttlátt að leggja þetta á lítið barn. Var svo samfærð  á mánudagskvöldið þegar ég var að hugsa til ykkar að nú fengjuð þið góðar niðurstöður. Get ekkert sagt nema að allar bænir styrkji hana og fjölskylduna alla.Falleg orð sem hún fékk frá vinkonu.

Kristín (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:04

9 identicon

Baráttukveðjur til ykkar kæra fjölskylda, þið eruð í bænum mínum, gangi ykkur vel elskurnar.  Góðar kveðjur

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:06

10 identicon

Hæ aftur elsku Áslaug mín...ég hef verið með hugann hjá ykkur í allan dag,hitti Diddu í ljósinu í morgun og við erum mjög daprar yfir þessum fréttum.En ég var að blogga og bað guð um að gefa ykkur aukastyrk í þessum slag og ég veit að hann mun svara bænum okkar.Ef ég get eitthvað gert Áslaug mín,þá veistu hvar ég er.Ég ætla að biðja þig að knúsa aðalhetjuna mína frá mér og ég veit hvað hún er sterkur persónuleiki þar sem ég hef verið svo lánsöm að fá að kynnast henni og ykkur.Þið eruð bara yndislegust og ég kveiki á kertum fyrir Þuríði mína og  ykkur og vona svo bara að guð gefi þér og þínum góðan nætursvefn til þess að takast á við dagana sem framundan eru.Kærleikur og knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:21

11 identicon

Kæra fjölskylda. Sendi ykkur baráttukveðjur, það er haft fyrir satt að guð leggi ekki meira á fólk en það geti staðið undir -- en fyr má nú leggja á eina barnafjölskyldu-- Gangi ykkur sem allra best í barningnum við æxlið. Guð gefi ykkyr styrk í raunum ykkar.

Margrét (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:24

12 identicon

Innilegar kveðjur til ykkar allra. Guð veri með ykkur kæra fjölskylda.

Þorgerður (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:25

13 identicon

ÚFF það er alveg ótrúlegt sem lagt er á ykkur yndislega góða fjölskylda,ótrúlega dugleg,elsku BROSdúllan er svo dugleg,vonandi ná þeir æxlunu sendi ykkur allar baráttukveðjur,kærleikskveðjur,og bænir sem til eru.Megi algóður GUÐ vernda og vaka yfir ykkur.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:58

14 identicon

Knús í hús til ykkar allra. Kv Helga.

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:14

15 identicon

Knús á ykkur,ég hef fylgst með ykkur hér í langan tíma og dáist að því hvað þið eruð sterk og dugleg.

Steina (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:28

16 Smámynd: Ragnheiður

Þetta eru svo ekki fréttir sem nokkurt okkar langaði að sjá. Elsku vinir, vonandi er ykkur styrkur af bænum okkar allra hér. Því miður getum við ekki betur en beðið fyrir ykkur.

Kærleikskveðja

Ragnheiður , 12.5.2010 kl. 17:37

17 identicon

kæra fjölskylda

ég er ein af þessu  fólki sem þekkir ekkert  til  en hef  fylgst með  blogginu þínu undanfarin  ár . Mikið ofsalega  eru þetta hræðilegar fréttir   sit hérna   kona út í bæ  og  tárin renna niður kinnarnar. guð gefi ykkur  styrk til að takast á við   næstu mánuði og  ég hef  fulla trú á því að sterka hetjan  hún Þuríður Arna  mun sigrast  á þessu

knús og kram  

Inga ókunnug (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:41

18 Smámynd: Þórunn Eva

hæhæ sæta mín - knús á þig í kaf og góðar hugsanir - ef það er e-h sem ég get gert láttu mig vita - og ef þú vilt félagskap þá kem of course hlaupandi - bíó við tækifæri kannski???? ;D;D´

knús þin vonkona

Þórunn Eva , 12.5.2010 kl. 18:00

19 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Áslaug mín kæra bloggvinkona. Nú sem aldrei fyrr sendi ég þér kærleiksríka bæn og kveðju. Bið um að hægt verið að taka æxlið burt úr höfðinu hennar Þuríðar Örnu og það sem allra fyrst. Sofðu vel og náðu góðri hvíld. Gefðu afmælisbarninu knús frá mér. Bið Guð um að varðveita ykkur öll.  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.5.2010 kl. 18:14

20 identicon

Elsku Áslaug, Óskar og börn.  Ég missti alveg málið við þessar fréttir.  Ég er búin að vera að bíða eftir fréttum af niðurstöðunum frá ykkur en þetta eru svo sannarlega ekki fréttirnar sem ég átti von á að heyra.  Ég bið þess eins að allt gangi að óskum og hægt verði að taka æxlið.  Ég veit að sem betur fer er Þuríður Arna svo dugleg að það hálfa væri nóg en þetta var of mikið.   Ég sendi ykkur mínar innilegustu óskir um allt gott ykkur til handa.  RISAKNÚS í hús. Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 19:55

21 identicon

Kæra fjölskylda, ég óska ykkur alls hins besta og mun biðja fyrir Þuríði og ykkur öllum.  Nú verða allir að sameinast um að hugsa jákvætt og fallega og elsku litla hetjan skal bara sigra þessa baráttu.  Guð veri með ykkur.

Sigga (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:00

22 identicon

Gangi ykkur vel elskurnar mínar, ég hef svo mikla trú á Þuríði og kraftinum í kringum hana, ég trúi að ég eigi eftir að sjá fermingarmynd af þessar frænku minni. Hugsa til ykkar og hef kveikt á kerti. 

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:06

23 identicon

Æji hvað þetta er ömurlegt.

Ég er búin að hugsa svo mikið til ykkar og sendi ykkur hlýjar hugsanir og strauma. Frændi minn, sem þú kannast reyndar við, fékk einmitt sömu fréttir í síðasta mánuði :(

Megi Guð styrkja ykkur og til hamingju með afmælið hennar Þuríðar Örnu!

Anna Kristín Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:10

24 identicon

Halló!

Bið góðan Guð að vaka yfir Þuríði Örnu og ykkur fjölskyldunni.

Þekki ykkur nú ekkert, kæra fjölskylda, en ég er frá Akranesi eins og Óskar.

Kær kveðja  

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 21:24

25 identicon

Ég bið góðan Guð að vaka yfir ykkur öllum þó sér í lagi litlu hetjunni henni Þuríði Örnu  ,

Elsa Sig. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 21:27

26 identicon

Elsku Áslaug og Óskar.Eiginlega getur maður ekkert sagt

núna.Nema bara sent ykkur mínar heitustu strauma og haft ykkur í bænum mínum.Hjartans kveðjur og Guð styrki ykkur.

Halla frænka.

Halla Magnusdottir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:04

27 identicon

Elsku fjölskylda ! sendi ykkur baráttustrauma og trúi ekki öðru en að Þuríður ofurhetja sigri að lokum !! bið fyrir henni :) RISA knús til ykkar!!

Sigrún - ókunnug (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:09

28 identicon

Mikið rosalega þykir mér miður að fá þessar slæmu fréttir. Bið Guð og engla að gefa ykkur styrk til að sigla í gegnum erfiðleikana og koma jafnvel enn sterkari út úr þeim. Sendi birtu og yl og kveiki á kerti fyrir hetjuna Þuríði Örnu og fjölskylduna alla.

Edda Hlíf (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:09

29 identicon

Þuríður er búin að sýna það og sanna hversu mikil hetja hún er í veikindum sínum og hún og þið munið taka þennan slag og sigra hann. Þið eruð búin að standa ykkur frábærlega sem foreldrar hennar í gengum allt.

Ég kveikti á kerti fyrir ykkur og þið verðið í mínum bænum.

Jóhanna - ókunnug (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:22

30 identicon

Ég ætla að biðja fyrir fallegu hetjunni ykkar þar til hún er laus úr viðjum sjúkdómsins, máttur bænarinnar er mikill, hún mun læknast , ég trúi því :) Guð veri með ykkur öllum í gegnum þetta og englarnir fallegu líka.

sigríður (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:41

31 identicon

Sendi ykkur fallegar hugsanir og vonandi verður hægt að ná æxlinu burt með aðgerð.

Get ekki ímyndað mér sorg ykkar að fá þessar fréttir en þið eruð hreint ótrúlega sterk og samrýnd. Ég trúi því að hetjan ykkar muni sigra! Gangi ykkur vel í þessari ósanngjörnu og erfiðu baráttu

Inga (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:07

32 identicon

Elsku fjölskylda.

Ég þekki ykkur ekkert en hef fylgst með ykkur hér á blogginu og finnst ég þar af leiðandi þekkja ykkur, eins og kannski margir :)

Mikið er leiðinlegt að heyra fréttirnar af hetjunni ykkar :(

Ég bið guð og englana að gefa ykkur styrk og hjálpa ykkur í gegnum þetta.

Hugur minn er hjá ykkur og þið verðið í bænum mínum .

Kveðja.

Ella (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:08

33 identicon

æji en sorglegt ég hef samt fulla trú á að þessi barátta verði með jafn góðum árangri og sú fyrri ,bið fyrir ykkur

Sigrún (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:54

34 identicon

Gangi ykkur rosalega vel í þessari orustu. Þið vinnið hana á styrknum ykkar !!

Þið verðið í bænum mínum. Kveðja Tinna.

Tinna Arnardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 00:32

35 Smámynd: Halla Rut

Þvílíkt áfall ...þvílíkt er lagt á ykkur.

Svo innilega óska ég ykkur alls hins besta og faðma ykkur í huga mínum.

Halla Rut , 13.5.2010 kl. 00:57

36 identicon

Fallega duglega fjölskylda.

Þekki ykkur ekki en hef fylgst með ykkur á blogginu og dáðst að hugrekki ykkar jákvæðni og endalausum dugnaði . Nú er að treysta okkar frábæru læknum og biðja guð um styrk til að allt fari á besta veg.

Þið verðið í bænum mínum ... Baráttukveðja ... Anna Jóna

Anna Jóna (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 01:58

37 identicon

Þið eruð í bænum mínum, ég hef óbilandi trú á að hún frænka mín standi þetta af sér, hún er heppin að hafa svoa frábæra foreldra og skyldfólk fullt af baráttuhug sér til hjálpar, guð verndi ykkur og vaki yfir ykkur kv María

María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 09:31

38 identicon

 Það er mikið á ykkur lagt! Ég er orðlaus.

En þið eruð, og verðið ávallt í bænum mínum. Baráttukv. Sólveig

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 09:50

39 identicon

Sæl elsku fjölskylda.

Ósköp er að heyra þetta um hetjuna ykkar en hún er svo ótrúleg þessi stelpuskotta og gangandi kraftaverk. Þið voruð og eruð í bænum okkur og hlýr hugur hvílir hjá ykkur. Njótið ykkar vel í gleði Þuríðar Örnu við að halda upp á 8 ára afmælið sitt. Ótrúlegt hvað tíminn líður. Endalaust knús og kossar til ykkar.

Kveðja Kristín Amelía og fjölskylda.

Kristín Amelía Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 10:38

40 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Hef lesið bloggið þitt lengi og fylgst með baráttu ykkar og þið eruð ótrúlega dugleg......ég veit af eigin raun nákvæmlega hvernig þér líður núna og það getur enginn ímyndað sér sem ekki hefur gengið í gegnum þessa hræðilegu þrautagöngu og endurteknar greiningar ......þetta er engu líkt :( En mín trú er sú  að Þuríður eigi eftir að hrista þetta af sér eins og hún hefur sýnt og sannað að hún er einstök....Ég óska ykkur alls hins besta.... Kveðja Sigurrós

Sigurrós (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:01

41 identicon

Þið eruð ótrúlega sterk, bestu kveðjur

                                           Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband