Leita í fréttum mbl.is

Komin í gírinn....

Ég myndi ljúga því ef ég segði síðustu dagar væru ekki búnir að vera með þeim verstu sem ég hef upplifað, að fá þær fréttir að barnið manns er með illkynja heilaæxli er mesta martröð sem hvert foreldri getur fengið.  Að fá þær fréttir svo að æxlið er farið að vaxa aftur er ennþá verri martröð, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er slæmt og ég vona svo heitt og innilega að þið þurfið ALDREI að upplifa það.  Já mér hefur liði hörmulega, mjög stutt í grátur og mér hefur eiginlega ekkert langað útur húsi svo hrædd um að hitta einhvern sem vissi ekki þessar fréttir og færi svo að spurja um Maístjörnuna mína.  Væri ekki að höndla það að fara grenja í miðri Bónusferð.

ENN núna er ég að reyna rífa mig upp og koma mér í baráttugírinn, þetta eru ekkert auðveldir dagar en núna VERÐ ég bara að standa upprétt og berjast með Maístjörnunni minni.  Við vitum ekki hvað er framundan og það er vont að vera í þessari óvissu.  Eitt er víst að hún fer í aðgerð á miðvikudaginn og svo bíðum við í ca viku þangað til framhaldið verður ákveðið.  Að sjálfsögðu mun hún komast í gegnum þetta allt saman enda þekkir hún ekki orðið "uppgjöf".

Maístjarnan mín er búin að eiga yndislega daga þó svo hún forðist aðeins sólina(þolir bara stutta stund í henni), stundum ef það er of mikill hávaði lætur hún sig hverfa og svo er að koma smá þreyta í hana enda hver verður ekki þreyttur í sólinni? 

Hún hoppaði og skoppaði smávegis á trampólíninu uppá Skaga í gær, hérna er ein af henni þar:
P5238105 [1280x768]

Verðandi fótboltastjarnan mín hann Hinrik Örn:
P5238222 [1280x768]

Prakkarinn hann Theodór Ingi minn:
P5238199 [1280x768]

Blómarósin mín að leika sér með boltann:
P5238187 [1280x768]

Jú við fengum þær frábæru fréttir í líðandi viku að Hinrik minn kæmist inná leikskólann í vikunni, það er náttúrlega bara ein ástæða fyrir því að ég keyri 40km á dag (fram og tilbaka og svo aftur fram og tilbaka) til að fara með börnin á bestasta leikskólann.  Þetta voru að sjálfsögðu frábærar fréttir einsog ég sagði því hvað er skemmtilegt fyrir 18 mánaða gutta að þurfa hanga á spítalanum allan daginn.  Hann verður í aðlögun í vikunni eða um leið og Maístjarnan mín fer í aðgerðina svo mín yndislega systir ætla að hjálpa til með hann.  Einsog ég hef oft sagt þá er ég ofsalega heppin með fólkið í kringum okkur, raðast bara gott fólk í kringum okkur sem er tilbúið að hjálpa hvenær sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gott að sjá þessar myndir og heyra tóninn í þér stóra hetjan mín og yndislegasta mamman. Myndin af Hinrik er frábær...og þau öll auðvitað.

Ragnheiður , 24.5.2010 kl. 20:55

2 identicon

Yndislegt að sjá þessar myndir af frábærum gullmolum. Hugsa svo mikið til ykkar á þessum dögum en baráttan hjá Þuríði og ykkur öllum hefur verið svo öflug til þessa að ég trúi því og treysti að allt verði gott! Þangað til hef ég kveikt á kerti fyrir ykkur.

Ragnhildur, ókunnug (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að heyra frá þér og að þú sért að ná þér í gírinn. Fallegar myndir af fallegu börnunum ykkar. Guð gefi ykkur styrk til að fara með Maístjörnunni í það ferli sem framundan er.  Bataóskir til hetjunnar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.5.2010 kl. 21:57

4 Smámynd: Sólveig Adamsdóttir

Elsku hópurinn allur.

Það er alveg einstakt að sjá hvað þau eru alltaf flott, smart og falleg systkinin.

Nákvæmlega eins og þau eiga að vera litli kallinn svona lallalegur, Teódór mikill töffari og stelpurnar ekta stelpur, ég dáist endalaust af þeim á myndunum.

En það sem er slæmt er hvað lagt er á ykkur öll, því þetta er fjölskyldumál af verstu sort.

Bið Guð að gefa ykkur allt það besta sem til er.

Kærleikskveðja frá Sólveigu

Sólveig Adamsdóttir, 25.5.2010 kl. 11:07

5 identicon

Baráttukveðjur til ykkar . Þið eruð hetjur.

Ég er búin að lesa bloggið þitt lengi, og núna varð ég að kvitta.

'eg er búin að kveikja á kerti til hetjunnar litlu.

gþ (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 11:32

6 identicon

Flottust börnin eins og alltaf, Theodór er svo líkur mömmu sinni. Baráttukveðjur til duglegrar fjölskyldu

Kristín (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 17:59

7 identicon

Ég hef fylgt með baráttu ykkar í gegnum árin, og lesið bloggið þitt, ég kvitta sjaldan en fannst það viðeigandi núna, ég bið algóðan Guð að vaka yfir henni frænku minni og gefa henni og ykkur fjöslkyldunni styrk í þessum erfiðu aðstæðum. Kærleikskveðja María Ólafsd.

María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband