Leita í fréttum mbl.is

Tvær vikur - pása þanga til

Í dag eru tvær vikur í rannsóknir Maístjörnu minnar og ég gæti ekki verið kvíðnari.  Sex og hálft ár af þessum HELVÍTIS veikindum, við ætluðum okkur að losa okkur við þetta fyrir fullt og allt fyrir tæpu ári en því miður varð ekkert úr þeim draumi okkar.  Ég er með í maganum ALLA daga, ég þrái ekkert heitara en sjá Maístjörnuna mína eins heilbrigða og hægt er, ég öfunda (á góðan hátt) og samgleðst að sjálfsögðu líka alla þá foreldra sem losna undan þessum "pakka", ég ætlaði mér ekki að vera kynnast fleiri foreldrum sem eru í sama pakkanum (þó svo þau eru öll með tölu alveg yndisleg) og við en geri það samt.  Mig langar ekki að upplifa meira spítalalíf, mig langar bara að komast út og vera "venjulegt" foreldri og vera með þessar venjulegar áhyggjur.  Vera frekar leið yfir því að þurfa senda börnin mín í frístundarheimilið eftir skóla og stressa mig yfir því hvernig ég eigi að redda næstu keyrslu á æfingu.  Já ég er hundleið yfir þessu og er ofsalega illt í hjartanu yfir ástandinu á Maístjörnunni minni.  Hún krampar á hverjum degi og oft eru það tveir á dag sem er tveimur of mikið.

Maístjarnan mín rýkur uppí hita þessa vikurnar og svo daginn eftir er hún hitalaus, veit ekkert afhverju??  Hún er hitalaus í dag en samt ótrúlega slöpp og þreytt, vill bara fara á spítalann og verður reið ef ég neita henni.  Hún vill bara vera þar sem henni líður best.

Ég ætla að taka mér pásu frá blogginu eða þanga til hún fer í rannsóknir sínar, ég verð of leið að koma hingað inn.  Sem sagt rannsóknir 12.apríl og þá kem ég aftur til að segja frá niðurstöðum en ég lofa samt engu.......

Ætla að enda færsluna mína af honum Theodóri mínum sem ákvað að fá sér sumarklippingu sína í gær enda kominn með svona líka mikið hárLoL
P3286555
Bestu kveðjur frá Slaugunni sem fær ekkert útur því að koma hingað inn nema kvöl og pínu.  SKJÁUMST aftur eftir 12.apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff... Þetta ætlar engan enda að taka hjá ykkur. Vona svo sannarlega að allt fari upp á við núna hjá ykkur og hérna eru allir fingur í kross í von um góðar niðurstöður úr rannsóknunum 12. apríl.

Hafið það gott þangað til...

Vorkveðjur frá DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 11:41

2 identicon

úff.. þetta er svo erfitt og ósanngjarnt. Knús á þig! Vona að þið fáið góðar niðurstöður 12.apríl.

Guðrún ókkunug (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 12:05

3 identicon

Megi allir englar alheims leggjast á eitt með að gefa ykkur góðar niðurstöður næst svo lífið geti brosað aftur við ykkur öllum!

Rut (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 12:21

4 identicon

Æ elsku fjsk  Gangi ykkur sem allra allra best.

Berglind (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 12:43

5 identicon

Elsku duglega Áslaug Ósk

Þú gerir þetta alveg eins og þú vilt og engan vegin öðruvísi.

Við sem fylgjumst með eigum eftir að sakna þess að heyra ekki frá ykkur en vonandi koma fréttir frá þér eftir 12. apríl.  Og Guð veit að ég bið um að það verði góðar fréttir.

Megir þú svo hafa kraft til að halda áfram að fara í ræktina til að auka þrekið þitt og næra fallegu jákvæðu sálina þína.

Sendi svo stærsta Risaknúsið í húsið

Og líka marga verndarengla

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:29

6 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:35

7 identicon

Gangi ykkur sem allra best....hugsum til ykkar á hverjum degi, kveikjum á kerti og sendum hljýja strauma...vonumst eftir góðum fréttum....

Vildi svo sannarlega geta gert eitthvað til að hjálpa til.....

Bestu kveðjur

Anna

Anna (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 14:18

8 identicon

Knús!!!!

Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 15:08

9 identicon

Sendi ykkur alla mína bestu strauma og fallegustu hugsanir!!!

Vona að þú hafir krafta áfram til þess að fara í ræktina og rækta sjálfa þig! 

Kveiki á kertum þann 12 og sendi extra góða strauma þann dag!

Valgý Arna (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 15:40

10 identicon

Ég vona svo sannarlega  að þið fáið góðar fréttir í april. Ég þekki ykkur ekki en ég hugsa samt oft um ykkur.

Áslaug

Áslaug Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 16:24

11 identicon

Gangi ykkur ævinlega sem allra best.  Mér verður oft hugsað til ykkar og hversu vel þið staðið ykkur í þessum miklu erfiðleikum sem eru á ykkur lagðir.  Ég trúi því að næstu fréttir af ykkur verði góðar fréttir og reyndu að hugsa örlítið um sjálfa þig. 

Fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 16:59

12 identicon

sendi ykkur fullt fangið af gleði og góðum hugsunum.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 17:00

13 identicon

Hugsa til ykkar og sendi endalaust af baráttustraumum! vona að þið fáið góðar fréttir 12.apríl !

knús!

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 17:16

14 identicon

Gangi ykkur sem allra best og ég vona að þið fáið góðar niðurstöður. 

Kristín (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 17:59

15 identicon

Sendi ykkur mínar hlýjustu hugsanir og bið þess að niðurstaðan verði góð.

Knús (vildi óska að ég gæti gefið ykkur alvöru knús)

Lilja (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 18:04

16 identicon

allar góðar vættir veri með ykkur og gefi góða heilsu á elsku stelpunni ykkar, óska að all fari vel og ykkur líði betur, ljúfar kveðjur og góðar óskir.

Didda ókunn (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 18:10

17 identicon

'Eg vona að ykkur gangi vel þann 12. apríl, þið eigið það svo sannarlega skilið að fá góðar niðurstöður og ég er viss um að þannig verður það.

Kær kveðja 

Elín.

Elín (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 19:47

18 identicon

Guð veri með ykkur og gangi ykkur vel...þið verðið í bænum mínum..

bryndís j (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 19:52

19 identicon

Gangi ykkur rosa vel. Hugsa hlýtt til ykkar. Knús

Oddný Hróbjartsd (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:21

20 identicon

Kæra Áslaug

Gangi ykkur sem allra, allra best. Hugsa til ykkar og vonandi fáið þið góðar fréttir.

knús til ykkar

Kristín S

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:31

21 identicon

KÆRLEIKSKNÚS og GÓÐAR ÓSKIR kæra fjölsk<3..

Eigið allann minn stuðning<3

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:38

22 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skil þig vel - vona svo heitt og innilega að það komi góðar fréttir 12. apríl. Knús í hús

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.3.2011 kl. 20:58

23 identicon

Góðar kveðjur til ykkar kæra fjölskylda, bið fyrir ykkur og sendi góðar kveðjur.

Hjördís Blöndal (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:08

24 identicon

Æ, hvað ég skil þig. En við sem fylgjumst hér með ykkur, ætlum að leggjast á bæn og 12.apríl SKAL verða GÓÐUR dagur hjá YKKUR!!!!!

Þangað til, hafið það sem allra, allra best !!!

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 22:22

25 identicon

Kæra Áslaug, vona svo heitt og inninlega að fréttirnar þann 12. apríl verði ekkert annað en góðar.

Þórleif (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 05:52

26 identicon

Kæra fjölskylda

Gangi ykkur sem allra best, ég veit að næstu tvær vikur verða ekki auðveldar.  Ég mun hafa ykkur í bænum mínum og vona að þið fáið góða niðurstöðu 12. apríl.

Ég vil hvetja alla sem koma inn á þessa síðu að kveikja reglulega á kerti fyrir Þuríði Örnu.

 Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 06:48

27 identicon

Þú ert orðin uppgefin elsku Áslaug mín og það fyrir löngu, skal engann undra það.

Ég skil það vel að þú fáir ekkert út úr því að koma hingað inn, því að allt sem við skrifum, allar bænir,straumar, og hlýjar kveðjur laga ekkert hjá elskunni litlu

Guð hvað ég vildi óska að hún Þuríður og þið fjölskyldan væruð laus við þessa hræðilegu lífsreynslu sem enginn ætti að þurfa að upplifa, sérstaklega börnin sem ættu að vera frísk í skólanum og úti að leika, ömurlega ósanngjarnt líf!

Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég hugsa til ykkar kæra fjölskylda og óska þess af öllu hjarta að þið fáið góðar fréttir 12 april

Sigga (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 08:07

28 identicon

Æii ég gleymdi að segja að hann Theodór væri flott rokkstjarna  Fallegur drengurinn þinn Áslaug mín eins og öll ykkar börn

Sigga (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 08:10

29 identicon

Það er ótrúlega mikill styrkur að hitta fólk í sömu sporum eða sem  hefur verið í sömu sporum og maður sjálfur.Þó ég óski engum þess að vera í þínum eða mínum sporum.

Guð blessi ykkur og styrki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 08:59

30 identicon

Elsku fjölskylda ég sendi ykkur orkustrauma og ósk um betri líðan. Krossa fingur og bið fyrir góðum niðurstöðum hetjunni þinni til handa.

Ellen (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 15:03

31 identicon

Gangi ykkur vel, kærleikskveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 15:17

32 identicon

Gangi ykkur allt að óskum.  Sendi ykkur hlýjar hugsanir.

Anna Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 21:46

33 identicon

Elskulega fjölskylda !

Vona svo innilega að niðurstöður verði ykkur hliðhollar, sendi mína orkustrauma til ykkar kæra fjölskylda og gangi ykkur vel í þessu stríði sem ekki er auðvelt að eiga við.

Edda (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 05:14

34 identicon

Knús og gangi ykkur vel ......

Auður L (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 11:07

35 identicon

Ég hugsa til ykkar...

Valdís (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 11:21

36 identicon

Gott að sterarnir eru komnir í frí (vonandi ævilangt) Þið verðið áfram í bænum mínum Áslaug mín og bið fyrir góðum niðurstöðum 12.apríl. Kveiki á kerti fyrir kraftaverka-kjelluna  

Kærleiksknús

Sigrún og co (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 11:58

37 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Áslaug, um að gera að koma ekkert hér inn líði þér illa með það. Finndu bara út þá hluti sem kvelja minna og gerðu þá.

Ragnheiður , 31.3.2011 kl. 23:17

38 identicon

Elsku Áslaug, ég hugsa til ykkar á hverjum degi og lít hér inn á síðuna þína af og til. Vona að 12 apríl verði ykkar gleði og hamingjudagur. Risaknús til þín og hlýir straumar. Gangi ykkur vel

Áslaug

Áslaug (ókunnug) (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 08:00

39 identicon

Elsku öll

Bara að senda til ykkar kærleikskveðju og óskir um að þið hafið það gott og njótið helgarinnar.

Hugsa til ykkar alla daga og mun gera til 12 apríl og lengur, með von um að komi góðar niðurstöður

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 14:09

40 identicon

Stórt knús

kv. Dagbjört j

Dabjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 19:31

41 identicon

Elsku Áslaug.

Þú gerir auðvitað nákvæmlega eins og þú vilt sjálf varðandi bloggið. Við hugsum samt til ykkar. Mikið vildi ég að ég gæti gert eitthvað fyrir ykkur.

Hjartans kveðjur,

Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 22:46

42 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 2.4.2011 kl. 15:48

43 identicon

Kæra fjölskylda! Megi Guð og blessa ykkur öll í gegnum þessa erfiðu tíma.

kv

Hulda

hulda m (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 23:08

44 identicon

Kæra fjölskylda,

ég bið Guð og alla verndarengla að hjálpa ykkur í gegnum þessa raun.

Bestu kveðjur

Kristín

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 17:05

45 identicon

Kæra fjölskylda. Það er mikið á ykkur lagt, ég vona innilega að þið farið að  sigra þetta stríð, ég sendi orkustrauma og stuðning til ykkar.

Bestu kveðjur

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 09:18

46 identicon

Ég bið þess og óska að þið fáið góðar fréttir í næstu rannsókn

Linda (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband