Leita í fréttum mbl.is

Góðir hlutir gerast hægt

Það eru miklar framfarir hjá Maístjörnunni minni, hún er öll að styrkjast, stera-bjúgun eru að leka af henni, hún er svo miklu glaðari og elskar bara að leika sér úti.  Svefninn hennar mætti vera betri, foreldrarnir eru ekkert að losna undan þessum baugum sem fylgja svefnleysinu hjá Maístjörnunni minni  enda þráir maður alveg að sofa allavega til sjö á morgnanna sérstaklega um helgar.  Það fer vonandi að gerast?  Hún kvartar ekki mikið undan hausverk þessa dagana sem er æði, hún fær stöku sinnum krampa en þeir eru ekki daglegir einsog þeir voru sem er ennþá meira æði.  Já ég trúi því að hún er að styrkjast öll og verður vinningshafi að lokum.

Það er búið að breyta rannsóknar-deginum en hann verður 9.júní í staðin fyrir 7 og sá dagur verður sá allra allra besti sem við höfum upplifað síðasta ár.  En síðustu tólf mánuðir eru þeir erfiðustu sem við höfum upplifað þó svo að Maístjarnan mín hafi verið mjög veik og ekki séð bjarta mánuði framundan þá finnst okkur þessi þeir erfiðustu. Kanski vegna þess hún er að greinast aftur og það er ALDREI gott að fá greiningu aftur, það er líka búið að vera erfitt að sjá hana á sterunum sem gjörbreyttu útliti hennar, búin að vera hrikalega kvalin vegna þeirra og lítið sem ekkert geta gert til að lina kvalirnar ekki einu sinni með verkjastillandi er bara verst í heimi.  Maður hefur grátið mikið með henni síðustu tólf mánuði og líka án þess að hún hafi séð til, því þetta er virkilega sárt.

Núna er Maístjarnan mín og Blómarósin mín komnar út á pall, skilja ekkert afhverju þær séu að kafna úr hita þar sem þær voru nú bara að búa til snjókarl í fyrradag.  Yndislegur tími framundan sem við ætlum sko að njóta í botn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 3.5.2011 kl. 13:48

2 identicon

Yndislegt :-)

Helga (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 15:06

3 identicon

Fangið fullt af rósum og knúsi í húsið, gaman og gott að heyra

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 15:28

4 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 16:00

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 19:17

6 identicon

Knús í hús:)

Er það furða að menn,dýr,og gróður ruglist á svona tíðarfari:)

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 21:21

7 identicon

Yndislegt að vita að henni skuli líða betur.

Sólskinskveðja.

Anna Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 21:36

8 identicon

Það gleður mig að heyra að hlutirnir virðast í rétta átt þessa dagana enda er ekkert annað í boði. 

Þið foreldrarnir eruð hetjur og hún hefði ekki getað átt betri foreldra í stöðunni.

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 21:59

9 identicon

Frábært að heyra að henni líði betur

Sólarkveðja til ykkar allra

Berglind (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 09:06

10 identicon

Nú er það bara upp á við og ekkert annað. Vonandi fer að koma alvöru vor á Íslandi þannig að hægt sé að njóta lífsins utandyra, léttklæddur og fínn. Börnunum finnst ekkert eins yndislegt p.s til hamingju með Oddnýju, þína flottu!

Bylgja (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 10:08

11 identicon

Ég er ein af þessum ókunnugu sem þekki ykkur ekkert en fylgist með því sem þú skrifar.  Mikið er gleðilegt að heyra að dömunni líður betur.

Ég óska þess af öllu hjarta að 9 júní verði Maístjörnunni og fjölskyldunni allri til gleði og hamingju. 

Hlýjar hugsanir og kveðjur frá mér og minni fjölskyldu.

Birgitta (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 15:54

12 identicon

Yndislegt að heyra :)

Knús á ykkur öll

Elín Helga (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 16:32

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Guð veri með ykkur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.5.2011 kl. 01:22

14 identicon

Yndislegt að heyra af framförum Maístjörnunnar. Áfram svona!!!

Knús á ykkur.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 12:32

15 identicon

Góða helgi fallega fjölskylda

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband