Leita í fréttum mbl.is

Slöpp Maístjarna

Maístjarnan mín er ennþá drulluslöpp, liggur nánast alveg fyrir og sefur.  Hún neitar alfarið að borða en ég næ að koma í hana nokkrum dropum af svala en þegar hún neitar kóki þá er nú mikið sagt, á venjulegum degi væri hún til í að drekka það í morgunmat.  Hún reyndar labbaði aðeins um í gær sem er meira en hún hefur gert síðustu daga en hún er líka fljót að þreytast og vill bara leggjast aftur fyrir og fara sofa.  Það eru ca 3kg farin af henni síðan á föstudag sem er að sjálfsögðu mjög mikið af svona litlum kroppi. 

Núna tökum við bara einn dag í einu og reynum að byggja hana rólega upp, maður er svo oft komin á "byrjendareit" en eitt er víst að hún ÞARF að borða sem hún vill EKKI.

Hérna eru tvær myndir frá því um helgina en hún var send í myndatökur á höfðinu til að vera vissum að allt væri í lagi:
PB063078 [1024x768]

PB063079 [1024x768]

Ég verð líka að láta eina fylgja af Sjarmatröllinu okkar sem telur niður dagana í þriggja ára afmælið sitt því hann er alveg 100% viss hvað hann eigi að fá í afmælisgjöf og jú auðvidað hefur hann rétt fyrir sér.W00t
PB053066 [1024x768]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson


Seigur stráksi að vita það

Halldór Jóhannsson, 8.11.2011 kl. 10:32

2 identicon

Trú, von og kærleikur

Helga (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 12:14

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 8.11.2011 kl. 13:04

4 identicon

Baráttu og batnaðarkveðjur til ykkar

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 22:23

5 identicon

Langaði bara að senda ykkur koss og knús!!! Vonandi fer Þuríði að batna og allir geta skemmt sér vel í afmælinu hjá litla kút:o)

Ásdís (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 00:00

6 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 09:56

7 identicon

Kæra fjölskylda, ég hef fylgst með í allt of mörg ár, það á engin að upplifa svona mikil veikindi hvað þá lítið barn.  Ég á sjálf uppkominn son sem hefur glímt við veikindi sl. 13 ár en þvílíkt og annað eins og þið hafið lent í mann setur hljóðan.  Sendi ykkur allar mínar góðu hugsanir og styrk, góðar óskir og kærleik, óskir og vonir um að nú fari að birta upp, að litla fjölskildan fái að lifa og njóta hversdagsleikans án þessara váskýja sem verið hafa.  Kærleikskveðja til ykkar allra

Berglind Hallmarsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 12:27

8 identicon

Æ, hvað er að heyra. Hélt að allt væri á réttu róli hjá ykkur.

Ég  sendi Maístjörnunni batakveðjur.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 16:08

9 identicon

Knús á ykkur fallega fjölskylda. Hugsa svo ótrúlega oft til ykkar og fylgist með þó ég þekki ykkur ekki neitt. styrkur þinn, Áslaug, hefur haft gífurleg áhrif á mig. Vona, óska og bið þess að hún Þuríður Arna, og þið öll raunar, eigið betri tíma framundan og bestu jól sem þið hafið upplifað.

Svandís (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 21:42

10 identicon

Hvað er að heyra , svo langt síðan að ég hef heilsað upp á ykkur hér , vonandi hristur hún þetta af sér og verður ofurhress þegar litli pjakkur á afmæli :) sendi ofurkrafta og knús ,

kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband