Leita í fréttum mbl.is

Engin fyrirsögn?

Líkaminn minn getur ekki ákveðið sig hvort hann eigi að vera lasin eða ekki.  Dóóhh!!  Í gær var ég að drepast úr beinverkjum og núna er mér heitt og kalt til skiptis en enga beinverki, hvað er málið?  Ég verð nánast aldrei lasin en svo kemur þetta og ég sem ætla mér að vera leika mér útí TBR alla helgina í mótstjórn og borða góða matinn hennar Unnar.  Hmm eins gott að þú standir þig í matseldinn Unnur því ég ætla mér að mæta þó mér sé heitt og kalt til skiptisW00t.

Statusinn á heimilinu er góður, gegn læknisráði vorum við vinsamlegast beðin um að taka svefninn hans Theodórs míns í gegn.  Einsog flestir vita sem lesa síðuna mína hefur hann næstum aldrei sofið heilan nætursvefn sem getur tekið doltið á og þar sem maður á langveikt barn sem tekur ennþá meira á taugarnar vorum við beðin um að taka drenginn í gegn.  Jú við höfum reynt að hafa þetta sem auðveldast fyrir okkur og til að reyna fá sem mestan svefninn á næturnar þá bara tekið drenginn uppí þegar hann vaknar og leyft honum að drekka einsog hann vill (úr glasi, aldrei verið með pela).  Maður reynir einsog maður getur til að hafa þetta sem auðveldast vegna ástandis hérna heima en það er bara því miður ekki að virka þannig núna er Theodór krulluhaus hættur að fá að súpa á nóttinni og hættur að vera tekinn uppí.  Dóóhh!!  Ótrúlega erfitt!! 

Doktorinn sagði að þetta gæti tekið alveg uppí tvær vikur, drengurinn er sko ekki sáttur að fá sopan sinn á nóttinni hvað þá að mamma sín taki sig ekki en ég held samt að þetta sé í áttinaHappy.  Við byrjuðum á mánudaginn og þá varð hann alveg snar en í nótt var hann svona næstum því að sætta sig við þetta, aðeins röflaði við mömmu sína sem kom og stakk uppí hann snuði og sat í smástund inni hjá honum en drengurinn er aldrei tekinn upp, púúfffhh!!  Þetta reynir virkilega á taugarnar en ég held að ég muni samt ekki sjá eftir þessu ef þetta tekst sem ég held að það sé að gerast.  Jíbbíjeij!!  Litli mömmulingurinn kanski að sætta sig við þetta allt saman?

Þuríður mín er annars "hress", hefur verið alveg eins alla þessa viku.  Hefur mætt á leikskólann alla vikuna sem er æði gæði og nýtur sín þar í botn og er alveg í banastuði, hún hefur ekkert krampað þessa vikuna en fékk víst eitthvað um helgina hjá pabba sínum.  Hún er að sýna sömu lömunina í hægri hendi og er að haltra sem er ekki gott, ég er stundum að rétta henni kex eða eitthvað og reyni að láta hana taka það með hægri en oftast loftar hún því ekkiFrown og þið vitið nú hvað kexkaka er þung. Andskotans!!

Helgin framundan, ég ætla mér að reyna komast útí TBR og vera þar alla helgina (alltaf gott að komast í annað umhverfi, þið getið ekki ímyndað ykkur það) og svo er fertugs, tveggja og fjagra ára afmæli á morgun.  Slurp slurp gott að borða!!

Þá óska ég ykkur góðra helgar, njótið hennar í botn með fólkinu sem ykkur þykir vænt um og ekki gleyma knúsunum.  Ég elska að fá knúsWhistling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Risaknús til ykkar :)

Kv. Oddný

oddny (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:23

2 identicon

Ha ha!!! Það verður líka heitur og kaldur matur Áslaug mín. Þannig að þegar þér er kallt þá færðu heitt og þegar þér heitt þá færðu kallt eða þannig.

Farðu samt vel með þig þessi flensa sem er að hrella landann er skelfileg.

knús og aftur knús til ykkar allra.

kv Unnur.

Unnur Einasrsóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:59

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Óska ykkur líka góðra helgar og stórt knús frá Svíaríki.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2007 kl. 12:03

4 Smámynd: Adda bloggar

hugsa ti ykkar

Adda bloggar, 16.2.2007 kl. 12:58

5 identicon

Gangi þér vel í mótsstjórninni,eigi allir góða helgi,knúsum öll.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:58

6 identicon

Hafið það rosalega gott um helgina elsku vinir. Njótið ykkar vel. Kemst ekki þennan föstudag en mun halda áfram að reyna;).....knús og kossar. Kv. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:10

7 Smámynd: Þórunn Eva

góða helgi og vá hvað þú ert dugleg í sambandi við TI þetta er sko mikklu erfiðara en fólk gerir sér grein fyrir :(

koss og knús Þórunn Eva

Þórunn Eva , 16.2.2007 kl. 14:47

8 identicon

Óska þér og þínum góðrar helgar og sendi ykkur helgarknús 

 Vona að þú sért ekki að verða veik, áfram TBR !! Bestu kveðjur,

Stella A. 

Stella A. (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 17:13

9 identicon

Góða helgi. Hugsa til ykkar. Knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 18:19

10 identicon

Sæl Áslaug og fjölskylda. mikið er gaman að heyra að Þuríði líður betur og huni skuli geta unað hag sínum vel í leikskólanum, frábært. Þetta ástand með litla kútinn þinn á eftir að ganga mjög vel. Þetta er erfitt á meðan á því stendur svo lagast það. Tók bæði börnin mín í svona svefnprógram í janúar kom mér mjög á óvart hversu vel þetta gekk. Börnin mín eru fimm og sex ára. hef svæft þau frá því að þau voru kornabörn. Maður er að vinna allan daginn og mér fannst mjög notarlegt að svæfa þau. Nú sofna þau sjálf en eru alltaf velkomin upp í á næturnar. Loksins fæ ég svefn á næturnar.  Frábært. Gangi ykkur alltaf sem allra best, það er svo gaman að lesa bloggið ykkar og það sem þið eruð dugleg í öllu þessu og jákvæð. Hugsa hlýlega til ykkar og hef ykkur í bænum mínum. Þekki ykkur ekki neitt en dáist af því hvað þið eruð dugleg. Sjálf greindist ég vorið 2005 með æxli við mænuna sem var fjarlægt og reyndist vera góðkynja sem betur fer. Þannig að ég veit sjálf af eigin raun að biðin getur gert mann alveg gráhærðan biðin er bara svo erfið. Bestu kveðjur til ykkar allra. Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 18:48

11 identicon

Góða helgi kæra fjölskylda  Gaman að sjá gullmolana þína alla í afmælinu hennar Dagbjartar, gangi ykkur vel með prinsinn úfffff öfunda ykkur ekki.... Mín sem er 4 og 1/2 kemur upp í á hverri nóttu, bíð eftir að sú yngri fari að fatta þetta líka hehe

Stórt knús

Sólveig & fjölsk.

Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:32

12 Smámynd: Agný

Bara svona að kíkja og kvitta hjá bloggvinum.Láttu flensuna ekki fanga þig .. Gott að heyra að litlu dömunni líður vel núna.. og gangi ykkur vel með að koma litlum krullukolli írétt svefnmynstur.. það getur verið meira en að segja það..á 4 stráka sjálf..sá yngsti er að fara að fermast..Stóoooooooooort knús til þín.Agný.

Agný, 17.2.2007 kl. 21:57

13 identicon

Gott að allt gengur vel.  Vona að þú hafir komist í TBR húsið á helginni.  Kveðja Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 14:20

14 identicon

Voðalega er þetta leiðinlegt að heyra með heimasíðuna. Sjálf hef ég aldrei verið spurð um lykilorðið sem ég fékk hjá þér svo að ég hef ekki haft ástæðu til að segja neinum það  En ég skil vel að þú viljir hafa þetta prívat ef þú ert að fá einhver leiðindaviðbrögð við skrifum þínum. Það er gott að þú gast hvílt þig í London um helgina síðust. Guð veit að ekki veitir þér af. Heyrði í mágkonu þinni, Láru óhappakráku um daginn. Hún var á spítala!! Og hún sem var nýbúin að brjóta á sér tærnar!!!!

Guð blessi ykkur Áslaug mín.

Ylfa (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 15:16

15 identicon

Já ég þekki það að vera með lítið kríli sem sefur ekki, og það er hrikalegt.  Við vorum búin að reyna gjörsamlega allt, en svo kom kraftaverkið.   Það sem bjargaði geðheilsu okkar og barnsins, þá var honum gefið Vallergan, til að laga þetta.   Vallergan, er ofnæmislyf, sem er eitthvað smá róandi í leiðinni, þetta er ekki hættulegt fyrir þau að taka, hefur verið notað í mörg ár, við svona hlutum.

Þetta tók kannski 3-4 vikur, að verða alveg hundraðprósent, en við fundum strax mikinn mun.  vildi bara koma þessu að, því að svefn er mjög mikilvægur.

sunna(ókunnug) (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband