Leita í fréttum mbl.is

Yndislegir páskar

Við áttum yndislega páska, átum á okkur gat, ég held að ég hafi aldrei í lífinu borðað jafn mikið og þessa páska.  Oh mæ god!!  Það var æðislegt að komast í sveitina til að gera ekki neitt, bara borða, fara í pottinn, út að leika og svo lengi mætti telja.  Þetta var æðisleg hleðsla og gott að geta sofið svona mikið einsog við gerðum þessa páska, æði gæði!!

Theodór minni Ingi er þvílíkt farin að blaðra, uppáhalds orðið hans er "gigga" sem þýðir "Vigga" ehe og svo er hann farinn að herma þvílíkt eftir manni þar að segja ef ég segi að honum að segja eitthvað þá gerir hann það sem er æðislega gaman að fylgjast með því hann verður svo glaður þegar hann segir það sem ég segi honum að segja (úff doltið mörg "segja" í þessu hehe) og svo klappar hann á fullu fyrir sér.  Yndislegastur!!

Hann er samt alltof mikill mömmukall, dæssúss!!  Ég má ekki hreyfa mig þá tryllist hann en svo þegar ég er ekki á staðnum þá er alltíkei en um leið og móðirinn birtist slítur hann sig ekki frá henni, kanski orðið einum of.  Hann er samt alltaf jafn yndislegur þessi drengur sem er farinn að þroskast svona líka mikið bara á nokkrum dögumHappy.

Annars líður öllum vel hérna á heimilinu, Þuríður mín hafði þvílíka orku í að leika sér alla helgina hvort sem er það var inni, úti eða í pottinum sem hún elskar útaf lífinu og ótrúlegt hvað hún gat haldið sér vakandi lengi á kvöldin.  Bara best!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir helgina

P.s. það er ekkert verið að óska sumum til hamingju með daginn

Oddný sys (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 10:25

2 identicon

Ég þekki ykkur ekkert en hef fylgst með skrifum þínum síðan að Þuríður Arna veiktist og maður er alltaf með hugann hjá ykkur og ég segi eins og svo margir aðrir hafa sagt að þið hafið kennt okkur hinum að læra að meta það að eiga heilbrigð börn.  Það er eins og að fá vítamínsprautu að fara inn á síðuna hjá ykkur þessa dagana það er svo æðislegt að sjá hvað hún Þuríður er hress og greinilegt að ykkur líður betur líka.  Ég trúi á kraftaverkin og þau gerast! En það sem ég held að sé bara best þegar maður veit ekki alveg með framtíðina er að gera sem mest úr deginum í dag og njóta hans í botn eins og þið hafið verið að gera

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með baráttu ykkar

kveðja

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 10:33

3 identicon

Til hamingju með daginn elsku Sammi okkar

Áslaug og co (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 10:35

4 identicon

Mikið er gott að þið áttuð yndislegan tíma, vonandi verður það sem lengst og Þuríður ykkar svona frísk og dugleg. Bestu kveðjur að norðan

kona að norðan (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Þórunn Eva

gaman að heyra hvað var gaman hjá ykkur :)

Þórunn Eva , 10.4.2007 kl. 14:13

6 identicon

Sæl ágæta fjölskylda

Les um ykkur flesta daga og gleðst mjög yfir því hvað hún Þuríður er frísk. Bið Guð um að svo verði áfram. Gott að þið áttuð góða páska. Kveðja Fríða ókunnug

Fríða ókunnug (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 16:11

7 identicon

Gaman ad fylgjast med hvad hetjan ykkar er hress, alveg frabært! Erfid vika framundan enn midad vid hvernig hun er thessa dagana er god astæda til bjartsyni

Brynja Bjørk Birgisdottir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 17:06

8 identicon

Gleðilega páska (þó seint sé) og yndislegt að heyra hvað allir áttu góða daga.   Frábært.  Ég trúi á kraftaverkin og hvet alla til að kveikja á kertum fyrir Þuríði Örnu og alla fjölskylduna.

Bestu kveðjur,  Stella A. 

Stella A. (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:29

9 identicon

Kæra fjölskylda.

Frábært hvað allt gengur vel og ykkur líður vel, það er fyrir öllu. Bara æðislegt hvað gengur vel með Þuríði. En er það ekki batamerki að hún skuli geta hangið uppi á kvöldin. Vona svo innilega að fallega kraftaverkið hennar Þuríðar sé nú að fljúga inn í hennar faðm og það er náttúrulega draumur í dós ef svo er. Óska ykkur alls hins besta fallega fjölskylda og þið eruð að mínum mati fallegar og hugrakkar hetjur. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband