Leita í fréttum mbl.is

Var að pæla?

En afhverju spyr fólk alltaf bara hvernig ég hafi það en aldrei hvernig Óskar minn hefur það?   Hann fær oft hringingar og alltaf er spurt hvernig ég hafi það en aldrei hann sjálfur, afhverju skyldi það vera?  Mér finnst þetta ofsalega skrýtið og leiðinlegt því við erum bæði í þessari baráttu og þó að þetta sé alfarið mín "vinna" og hann sinnir sinni vinnu en þá reynir þetta alveg jafn mikið á hann og mig.  Auðvidað þykir mér vænt um að fólk hugsi svona vel um mig og spyr mikið um mig og hefur kanski áhyggjur af mér en þá erum við tvö í þessu. 

Ég myndi ljúga að ykkur ef ég segði að þetta tæki EKKERT á og oft langar mig að stinga af bæði með Skara mínum einum og allri fjölskyldunni og reyna "gleyma" þessu veikindastríði og vildi óska þess að það myndi hverfa fyrir fullt og allt, mikið langar manni að eiga "venjulegt" fjölskyldulíf hvernig sem það er?  Við reynum að sjálfsögðu að eiga sem venjulegast fjölskyldulíf barnanna vegna og reyna gera sem flest einsog flestar fjölskyldur gera en oft er það ekki í boði.  Ég veit líka að margar fjölskyldur eiga miklu meir sárt að binda en við en ég get samt alveg sagt hvað ég sakna og þrái. 

Oft spái ég líka í það hvernig lífið væri ef Þuríður mín hefði ekki veikst?  Kanski á ég ekkert að vera spá í það ég veit það ekki.  Við hvað væri ég að vinna?  Var nefnilega að fara vinna þegar Þuríður mín veikstist var komin með vinnu en þau framtíðarplön voru fljót að breytast.  Væri fjórða barnið komið?  Hmm nú hristir fólk hausinn en já ég hef alltaf viljað stóran barnahóp og sá draumur hefur ekki hætt bara vera hætt fyrir 35 ára aldurinn ehe!!  Hefði fólk ekki verið svona hneykslað þegar ég varð ólétt af Theodóri mínum ef Þuríður mín hefði ekki verið svona veik?   Já stórt er spurt en fátt er um svör.

En ég spyr ykkur hvernig er venjulegt fjölskyldulíf?  Við erum kanski að lifa því þó við eigum veikt barn?  Við gerum allavega okkar besta og reynum að gera gott úr öllum hlutum sem við gerum.

Góða nótt kæru lesendur, ég ætla að leggjast uppí rúm er svo svakalega þreytt þessa dagana sem ég er ekki alveg að skilja eða einsog doktorarnir hennar Þuríðar minnar sögðu við mig í morgun að ég væru þreytulegri en hún.  Hmmm ekki gott!!  Æji kanski ég ligg aðeins lengur hér uppí sófa og nýt þess að horfa á Oddnýju mína sem er að leika sér í playmo-dótinu sínu hér inní stofu því hin tvö eru sofnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Æi já. Það eru alltaf þessi stóru EF.  Elsku besta, eignastu þinn stóra barnahóp! Ekki hugsa eina mínútu um hvað öðrum finnst þú eiga að gera! Það er ekki farið eins illa með neinn tíma eins og þann sem fer í að velta því fyrir sér hvað öðrum finnst.

Svo lengi sem maður særir engan þá er manni frjálst að gera það sem manni finnst réttast. Og með því að eignast þinn stóra barnahóp ertu ekki að gera neinum neitt!!!

Börnin þín eru yndisleg!! Þið eruð falleg og yndisleg fjölskylda.

Ylfa Mist Helgadóttir, 31.7.2007 kl. 21:58

2 identicon

Já hæ elskurnar...ég skil svo vel þessar pælingar hjá þér Áslaug mín og ekkert skrýtið að þú spyrjir þig að þessu öllu.En ég er sammála Ylfu með það að áhrif annarra eiga ekki að skipta neinu máli,þið eigið að sjálfsögðu að gera það sem þið viljið og ekkert meira með það.3 börn eða 6 er allt undir ykkur komið.Ég skil svo vel þessa þreytu og vangaveltur um "venjulegt" fjölskyldulíf,ég velti því stundum fyrir mér hvort dóttir minni liði eitthvað öðruvísi ef ég væri ekki veik?Eða hvort mitt líf væri öðruvísi og ég held að við veltum þessu fyrir okkur hvort sem um veikindi eða eitthvað annað er að ræða..við verðum kannski meira meðvituð þegar svona staða er á heimilinu.En ég er í því að tendra kerti fyrir litlu hetjuna sem ég dáist af og bið guð um kraftaverkið og vona að dagurinn á morgun reynist ykkur bærilegur..baráttukveðjur

Björk Andersen (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 00:00

3 identicon

Já það er erfitt þetta líf endalausar spurningar um ef-in.  Ég held að ástæðan fyrir því að fólk sé alltaf að spyrja hvernig þú hafir það sé út af því að Óskar er að vinna úti og getur því dreift huganum annað (þó svo það geti verið erfitt stundum).  Þú er aftur á móti "bara" heima (alltaf skemmtilegt þetta "bara" orð) og hugsar um Þuríði og það sem henni fylgir, hina krakkana og heimilið.  Var að lesa færsluna þína varðandi jafnaldra Þuríðar.  Það er alveg ótrúlegt hvað krakkar geta verið grimmir, hafa kannski ekki þroska í að hugleiða hvað þetta getur sært, en samt gott að Þuríður virðist ekki taka þetta nærri sér.  Vonandi koma þau betur fram við hana í framtíðinni þegar þau skilja afhverju hún er svona.  Hafið það ávallt sem best og gangi ykkur vel í baráttunni.  Kveðja Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 00:23

4 identicon

Hæ hæ elsku sæta fjölskylda.

Mikið er ég farin að sakna ykkar. Ég ætla bara að minna ykkur á að ef þið eruð á ferð í gegnum Borgarnes þá er nauðsynlegt að stoppa í pissu og kaffistoppi hjá mér. ;)

En þetta með eðlilegt fjölskyldulíf þá er það örugglega mjög eðlilegt hjá ykkur miðað við aðstæður. Það er til fullt af fólki sem berst ekki við lífið eins og þið og gerir ekkert með börnunum. Þið hinsvegar gerið það sem flestir gera. Leikið við börnin, hlægið, farið í bústaði og tala nú ekki um kósýkvöldin sem þú hefur stunduð talað um. Þetta er ótrúlega eðlilegt fjölskyldulíf að mínu mati. Þið eruð hreint út sagt einstök, þú Áslaug mín og Skari og hvað þá börnin ykkar sem fá mann til að brosa allan hringinn. Hafið það sem allrabest og knúsið dúllurnar ykkar frá mér. Knús og kossar Kristín Amelía.

Kristin Amelía (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 00:53

5 identicon

Elsku foreldrar

Venjulegt fjölskyldulíf, það er ekki til nein uppskrift af því en samt sem áður held ég að þið lifið bara nokkuð eðlilegu lífi þ.e. það sem þið eruð að gera sem fjölskylda.  En tilfinningarnar sem eru með ykkur, ótti , kvíði, hræðsla og vanmáttur gegn því sem Þuríður er að klást við er líka með ykkur og það gerir allt svo miklu erfiðara.   Öll plön geta breyst bara við það að eignast t.d. mörg börn. Ég var búin að gera öll mín plön, sprenglærð, komin með góða vinnu....en svo komu 4 börn og ég snéri mér að allt öðru í lífinu og það er bara jafn gott fyrir það...ef ekki miklu betra. Það að eignast öll þessi börn á magnað stuttum tíma kom mér í kynni við miklu betri hluti, manneskjur og hefur í raun gefið mér mörg góð tækifæri í lífinu sl. 12 ár.

Mæli með barnahóp, þó að þetta sé púl og maður er oft þreyttur þá gefur þetta manna það allt saman þúsund falt til baka.  En þegar hlutirnir eru erfiðir þá er líka svo gott að þekkja ykkur, hugsa til ykkar, virða ykkur og það er nákvæmlega það sem þú gerir með skirfum þínum, kennir okkur að meta það sem við höfum.  Auðvitað er Óskar alveg jafnmikil tilfinningarvera eins og þú og fer í gegnum sinn rússibana eins og þú.  En þið eruð einstakar manneskjur, haldið áfram að vera þið sjálf og takk fyrir að deila með okkur hinum.  Virði það endalaust!

Guð passi upp á ykkur og knús á ykkur

kærar kveðjur 4 barna manna

4 barna mamma (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 08:50

6 identicon

Elsku þið öll, Eitt er ég algerlega viss um og það er að mjög margir sem lifa þessu svokallaða "VENJULEGA" fjölskyldulífi eru ekki að gera nema lítið með sínum börnum og ástæðan er að þau ætla bara að gera það á morgun, eins og tíminn sé endalaus. Munurinn á ykkur og "venjulegri" fjölskyldu er að þið hafið fengið svo harkalega að kynnast því að lífið er ekkert til að treysta á til hárrar elli, og þess vegna notið þig tímann eins og þið mögulega getið til að njóta. Þið hafið öðlast þroska og reynslu sem fáar "venjulegar" fjölskyldur hafa öðlast kannski og örugglega sem betur fer. Megi svo Guð og allur englahópurinn umvefja ykkur og gefa ykkur áfram styrk til þess að gera ykkar besta fyrir ykkur og Þuríði ykkar.

með kæleikskveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 08:52

7 identicon

Elsku Þuríður Arna, hugsum til þín og hlökkum til að sjá þig aftur.

Kveðja frá öllum í leikskólanum

Leikskólinn (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 10:38

8 identicon

Sæl ágætu hjón

Ég hef ekki fylgst lengi með ykkur, en mér finnst á upplifa að þið reynið af fremsta megni að láta veikindi Þuríðar EKKI stjórna lífi ykkar. Hann Theodór er skýrasta dæmið um það. Auðvitað er ekki hægt að líta framhjá þessum miklu veikindum og þar finnst mér að þið séuð góðar fyrirmyndir fyrir aðra í sömu sporum. AÐ GERA HLUTINA ÞRÁTT FYRIR VEIKINDIN, EN EKKI VEGNA ÞEIRRA. Á þessu tvennu er reginmundur. Alltof margir láta veikindi stjórna lífi sínu, eða nota þau sem afsökun og jafnvel hindrun til að sleppa þessu og hinu. Þar er því miður stundum um ákveðið píslarvætti að ræða.

Ég upplifi ykkur ekki í neinu píslarvætti, þó að þið leyfið ykkur að lýsa tilfinningum ykkar og hugrenningum. Við höfum öll gott af því að tala um okkar líðan og taka þátt í lífi annarra með stuðningi, án íhlutunar.

Og þá er það Óskar. Okkar gamla hugsun að tilfinningar og karlmenn eigi ekki samleið, hún er ansi lífsseig. Við erum orðin vön að tala um tilfinningar við konur, en erum dálítið feimin við karlana á þessu sviði. Ég man eftir fráskyldum manni sem fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og er fallinn frá. Hann sagðist hafa upplifað sig mjög einangraðan og þá sérstaklega gagnvart karlkyns vinum sínum. Þeir tóku stundum lykkju á leið sína til að þurfa ekki að mæta honum á förnum vegi. Og nú spyr ég bara rétt si svona, hvernig hefur hann það hann Óskar. Skilaðu kveðju minni til hans og að ég man svo vel þegar hann bloggaði um drauma sína um daginn. Það er frábært pistill.

Bið Guð að blessa ykkur öll. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 12:43

9 identicon

Sæl og blessuð,

Ég held að ástæðu fyrir því að við spyrjum ekki um skara þinum og hvernig honum líður er bara við hefum hugsad að það fellir mesta vinnu á þig, með börnin og veikindi hennar Þúríður ,mikið getum við verið tillitslaust!!!!!, auðvitað á hann við jafn erfitt að stríða í þessari baráttu og þú ,manni kannski þekkir ykkur ekki neitt og mér finnst fyrir mínu hönd að ég er að vera kannski of mikið að forvitnast ef ég spurði hvernig hann Skari hefur það , en ég mun reyna að bæta því upp.Það hlýtur að taka á þegar hann er að vinna úti og jafnvel að svara dags daglega spurningar um hvernig gengur með litla engillinn ykkar og veikindi hennar ,við erum jú öll mannleg og tilfinningar verur.

Ég vona að hann hafi það bara sem best og hann veit að við erum öll að biðja til guðs að allt mun ganga sem best fyrir ykkar öll .Það er hægt að pæla í þessu endalaus um hvað er eðlilegt fjölskyldlíf ég held að þið hafi kennt okkar að njóta hvert einasta stund saman þegar tækifæri gefst ,og það er ég mjög þakklát fyrir ,þið eruð rósalega dugleg við að sinna börnin ykkar og ég held að þið eigið að taka ykkur eigin ákvarðarnir sjálfur hvað varðar að eignast fleiri börn, þetta er algjörlega ykkur mál.Engin önnur á hafa endanleg áhrif á þennan ákvörðun, ef það á að vera að þið eiga eftir að eignast fleiri börn þá mun koma að því fyrr eða síður, varðandi hvað þú ert þreytt getur það verið að það hefur eitthvað að gera við barnseign?Það fylgir oft mikil þreyttu til að byrja með og þið eru búin að vera að sinna Þúríður svo mikið að það hvaflaði ekki að þér að kannski ertu ólett.Ég vona að ég moðga þig ekki með því að segja þetta,stundum þegar maður á síðst von á svona þá kemur það fyrir , en það minnir mig á þegar ég var ólett af þriðja sonur minn þá varð ég hríkalega þreytt .Nú er nóg komið mér finnst ég hafi farið yfir stríkið fyrirgefðu aftur.

Guð blessu þig, Skari þínu og börnin ykkar og umvefja ykkar hlýju og styrk og góðaheilsa til að takast á við þessu veikindi hennar Þúríðar.

Kær kveðja DEE

Dee (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 12:45

10 identicon

Sæl kæra Áslaug

Þú endar á því að afsaka að þú sért að kvarta og kveina. Ég segi nú bara fyrir mig að ég hlusta á svoleiðis afsakanir.  Segðu okkur sem erum að senda þér linu við og við, segðu okkur frá því hvernig þér líður, þegar þig langar til þess. Stundum líður þér ekki vel en aðra daga ertu bjartsýn og dugleg. Þessi geislameðferð hjá Þuríði er eitthvað sem hlítur að taka afskaplega á. Þú upplifir þig eina og að þetta sé kæfandi, auðvitað eru þetta tilfinningar sem hjóta að vera afskaplega eðlilegar við þessar aðstæður. Ég finn líka mikið til með Óskari sem verður að vinna og vera í uppbyggilegum samskiptum við fólk í svipaðri stöðu. Hann er kannski að upplifa sig fyrir utan málið þó það sé alls ekki rétt. Tilfinningar og rök rekast oft ílla á og þannig er það bara. Þú talar um heilara í Bretlandi, hafið þið leitað til heilara hér heima. Ég bið Guð að blessa ykkur öll og gefa Þuríði Örnu bata. Góða nótt Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband