Leita í fréttum mbl.is

Því nú er stund

sem kemur aldrei aftur,
og er eitthvað betra
en njóta hennar vel?


Þoli ekki þennan hausverk, svima, svefnleysi og núna er einbeitingaskorturinn mættur á svæðið, aaaaaaaaaarghhh!!  Sofnaði með klikkaðan hausverk í gærkveldi og vaknaði 15 sinnum í nótt og alltaf sami hausverkurinn þó ég hafi tekið verkjalyf og vaknaði svo í morgun (reyndar varla sofnuð fyrir nóttina) og að sjálfsögðu var hausverkurinn ennþá í heimsókn.  Hann er reyndar minni núna eftir að ég tók aftur verkjastillandi.  Óþolandi!!  Vóvh þurfti að taka mér einna mínútna pásu, svimaði svo.  Hélt að það myndi líða yfir mig í gær, fékk hrikalegt svimakast í ræktinni og svo er maður alltaf að reyna vera kúl á því og halda áfram en líður kanski bara helmingi verr á eftir.

Ætla kíkja til heimilislæknis á mánudaginn og ath hvort hann geti ekki gefið mér eitthvað við þessu allavega svo ég geti sofið á nóttinni og hafi orku yfir daginn að sinna börnunum mínum, lærdómi, heimilinu og svo lengi mætti telja.  Er ekki alveg með einbeitinguna við lærdóminn þessa stundina en það er kanski alltíkei því ég þarf ekkert að skila þessu eina verkefni sem ég er eftir að skila á mánudaginn en ég er bara svo samviskusöm með þennan lærdóm að ég vill helst vera búin að skila öllu á föstudegi.  Dóóhh!!  Afhverju varð ég svona samviskusöm með lærdóm, hefur aldrei gerst eheh!!  Kanski vegna þess ég hef ekki efni á því að henda þessum hundrað kalli sem kostar að vera í þessu námi?  Eða bara maður þroskast með árunumWink.  Ég t.d. skilaði einu verkefni mínu á sunnudaginn en átti ekki að skila því fyrr en tveim vikum síðar en þegar maður kann þetta 99% þá nennir maður ekki að geyma hlutina eitthvað og vera bara laus við þá.

Einsog ég sagði var ég í ræktinni í gær, þar sá ég hann Gulla heilbrigðisráðherra að puða sem er kanski ekki frásögufærandi.  Ég var næstum því búin að banka í hausinn á honum og fara segja honum að drulla sér (afsakið orðbragðið) að breyta lögum foreldra langveikra barna.  Langaði svo að segja honum að reyna setja sig í spor foreldrana, segjum að hann væri með venjuleg laun og konan heimavinnandi og kanski ekki búin að vinna í þrjú ár einsog ég, með 0kr í laun.  Gæti hann lifað mánuðinn án allra aðstoðar?  Nei hann gæti það ekki, afhverju reyna þeir ekki að setja sig í spor foreldrana, nei þetta verður ö-a ekki breytt fyrr en eitthvað af þeirra börnum veikist og þá geta þeir sett sig í sporin.  Aaaargghhh ég verð svo reið að hálfa væri miklu meir en nóg.  $%#&#$%#%". (smá blót)

Aftur er helgi framundan(þær eru alltaf að koma eheh), börnin fara uppá Skaga á morgun því Skari erum að fara á árshátíð hjá Styrktarfélaginu á laugardagskvöldið.  Hefði nú reyndar bara vilijað að ástæðan hefði verið afslöppun uppí sófa, borðandi á sig gat af nammi og drekkandi kók ehe!!  Á sunnudaginn erum við svo að fara með stelpurnar í leikhús á Gosa en styrktarfélagið er að bjóða öllum krökkunum þannig það verður endalaust stuð hjá þeim alla helgina.  Dekur uppá Skaga og leikhús, ekki leiðinlegt!!  Ætlum nú að sleppa því að taka litla pung með og hann fær dekur hjá ömmu Oddný í staðin sem honum finnst ekkert leiðinlegra.

Best að reyna henda einbeitingaskortinum í burtu að halda áfram að læra svo ég verð ekkert að stressast á sunnudagskvöldið við skilin.  Eigið góða helgi, verið góð við hvort annað.

Birti svona í lokin texta eftir Friðrik Sturluson í uppáhalds hljómsveitinni minni Sálinni:

Nú er stund.

Sama hvað mun gerast seinna;
núna er þessi stund að staldra við,
blátt áfram eins og hún er,
geislar og skuggar, og sólin brennur upp,
og þú ert hérna hjá mér.

Sama hvað mun gerast seinna;
núna við erum hér í tóminu.
Ekkert er óendanlegt.
Lítið ég bið um, það dugar alveg mér
að eyða tíma með þér.

Því nú er stund
sem kemur aldrei aftur,
og er eitthvað betra
en njóta hennar vel?

Því nú er stund,
við eigum hana saman,
en alltaf kemur önnur,
og hér kemur ein...

Sama hvað mun gerast seinna;
núna er eitthvað nýtt að gerast hér,
svo reynum að taka því vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TinyPic image

Baráttukveðjur til ykkar

Björk töffari (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:41

2 identicon

Hafið það gott um helgina 

Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eins og ég hef minnst á í kommentunum mínum, er reiðin alveg svakalega mikil orkusuga og skaðar mann sjálfan mest. Þú hefur auðvitað margar ástæður til að vera reið yfir, en þessi neikvæða tilfinning étur mann að innan og það er vont.  Ég hef gegnum tíðina unnið marvisst í því að losa mig við reiði og það er til mikilla bóta. Nóg af tuði. Hvíldu þig eins og þú getur og láttu áhyggjurnar í poka of inn í skáp. Þar eiga þær heima en ekki í kollum út um allt land. Guð veri með þér og sendi þér ró og slökun. Guð sendi Þuríði meiri bata og meiri bataFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.10.2007 kl. 16:18

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góða skemmtun um helgina og jæja kannski hefðiru bara átt að banka aðeins í hann Gulla en laust samt

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.10.2007 kl. 16:58

5 identicon

Elsku börn velkomin á Skagann.Góða skemmtun og borðið vel á árshátíð.Megi hlátur og gleði ríkja á Gosa.Af hverju má ekki banka fast í Gulla?Fær bara sérþjónustu og dekur.Góða helgi.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 22:27

6 identicon

Hæ,

Ég get með engu móti sett mig í þín spor en hef fullan skilning á því hvernig þér líður og þá reiði sem brýst um í þér.  Þér að segja þá veit ég ekki betur en að Guðlaugur Þór sé hinn vænsti maður, fjögra barna faðir og lenti bara núna síðast í því um áramótin að brenna sig illa þannig að hann hefur sannarlega reynslu af íslensku heilbrigðiskerfi af eigin raun. 

Ef maður vill fá einhverju framgengt er best að gera það á kurteisislegan hátt og ég er þess fullviss um það að ef þú hefðir samband við heilbrigðisráðuneytið og bæðir um viðtal við hann á vinnutíma (það á að virða frítíma allra) þá myndi hann örugglega gefa sér tíma fyrir þig og hlusta á þínar hugmyndir.  

Ég var einu sinni sjálf að berjast fyrir málstað og fékk ekkert nema elskulegar móttökur hjá öllum ráðherrum með mín mál varðandi þennan málstað og ekki nóg með það heldur varð gríðarlega breyting eftir á.  Þetta sem sagt hafði áhrif.

Passaðu vel uppá þig! 

Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 09:08

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér varð það á þegar maðurinn minn dó fyrir 25 árum síðan að segja við vini mína, að ég skildi ekkert í honum GUÐI að taka ekki heldur hann X hennar X kunningjakonu minnar, hann sem barði hana og allt það. En ég komst yfir þessa hugsun, særir bara sjálfan sig, en ég skil hugsun þína mjög vel, ég ætla ekki að reyna að segja þér hvernig þú átt að haga þér tilfinningalega, því getur enginn ráðið nema þú sjálf. Óskar ykkur alls hins besta með börnin ykkar og ég vona að hamingjustundum fjölskyldunnar megi fjölga.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 17:04

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Til Sigrúnar sem commentar hér að ofan: Veit ekki betur en að foreldrar langveikra barna hafi um árabil barist fyrir því að fá leiðréttingar á sínum málum. Þegar að loks komu einhverjar leiðréttingar þá var það aðeins til hluta þeirra. Þeir sem áttu börn sem höfðu veikst fyrir einhver áramót sem ég man ekki eftir nú hver voru fengu ekki þessi réttindi "en þeir sem voru svo heppnir" að eignast börn eftir þau sömu áramót fengu þessi réttindi.

Sem betur fer á ég hrausta dóttur nú eftir nokkuð brösugleg fyrstu ár hennar. En sé ekki í fljótu bragði hvernig ég hefði klofið það að vera með hana langveika um árabil. Skil því vel foreldra sem eru virkilega til að láta í sér heyra og vera með læti. Síðan finnst mér óþarfi að vera með umvöndunartón hér á bloggi móður sem sem er heiðarleg og lætur sínar skoðanir og tilfinningar á netið. Ef þú lest allt bloggið hennar þá sérð þú að þar fer kona sem er að reyna að gera sitt besta ásamt manni sínum og fjölskyldu. Og þessi síða er þeirra aðferð til að blása ,tjá sig og um leið að leyfa fólki sem þekkir til þeirra sem og öðrum að fylgjast með hetjulegri baráttu þeirra og ekki síst dóttur þeirra við ógnvænlegan sjúkdóm.

Ég byrjaði að fylgjast með bloggi Ástu Lovísu og þaðan kom ég hingað og á fleiri blogg af þessum toga. Ég kíki hingað reglulega því að bæði finnst mér að ég læri mikið á þessu sem og að maður dáist að baráttuþreki þessa fólks. Eins veit maður betur að hverju maður gengur ef maður sjálfur eða einhver nákominn veikist svona alvarlega.

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

Dyggur lesandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband