Leita í fréttum mbl.is

Þreytt.is

Þuríður mín Arna er mjög þreytt, þessa lyf fara ekkert svakalega vel í hana.  Viljum ekki stækka krabbaskammtinn hennar alveg uppí topp og ég held að læknaliðið okkar vilji það ekki heldur sem er ágætt enda viljum við að hún sé með meðvitund þannig séð.  Ég meina þegar skammturinn hennar var sem stærstur lá hún bara uppí rúmi og vissi varla í sinn haus og maður grenjaði bara yfir henni því henni leið svo illa og hvað þá manni sjálfum að horfa uppá hana svona.  Erum farin að lengja svefninn hennar á leikskólanum bara svo hún geti kanski vakið til átta á kvöldin en það er reyndar mjög erfitt fyrir hana greyjið og er farin að biðja mig um að kúra með sér um sexleytið.  Æjhi þetta er erfitt.

Fengum annars góðar fréttir af spítalanum í morgun, vííííí!!  Þetta sem var að bögga hana er ekki einsog það var haldið, hibbhibbhúrrey!!  Þar sem það er engin stækkun í gangi þá hafa þeir engar áhyggjur en við eigum að halda áfram að fylgjast vel með hetjunni minni.  Bara best í heimi.

Erum ennþá að bíða eftir svörum frá Boston, ætli við fáum ekki eitthvað að vita í næstu viku þegar við mætum á fund með liðinu okkar.  Ekki það að við séum bjartsýn á aðra aðgerð en maður veit aldrei og maður gefst heldur aldrei upp að vona og trúa því að það verði hægt að gera fyrir hana einn daginn þar að segja önnur aðgerð.

Mikið er samt ofsalega erfitt að lifa í þessu samfélagi sem ég bý við, maður kynnist og tengist fullt af góðu fólki sem eru í sömu stöðu og maður sjálfur og fær alltof margar slæmar (auðvidað góðar líka) fréttir af þessu fólki eða þar að segja af börnum þeirra.  Það eru of mörg börn sem eru langt leidd af þessu krabba kúkalabba og því miður þarf ég að fara í eina jarðaför á morgun því ein hetjan tapaði þessari baráttu.  Við erum að fara alla leiðina á Höfn á morgun, tökum flugið nokkur saman og kveðjum þessa hetju, vávh hvað þetta er sorglegt.  Mikið ofsalega kvíður mig fyrir, þetta er hrikalega ósanngjarnt líf.  Hvað er málið?

Ætla að reyna hugsa um eitthvað annað núna en "ósanngjarnt" er að reyna læra fyrir prófin mín sem ég veit að ég mun rúlla feitt í gegnum, fékk reyndar "bara" níuna fyrir síðasta verkefnið mitt en það var bara vegna klaufavillu.  Aaaaargghh!!  Rétt reiknað en stimplaði vitlausa tölu inn, hvernig er það hægt? Hefði nú alveg mátt hækka mig upp vegna þess að ég sýndi réttan útreikning, hmmm!!

Þið fáið að vita meira um kærleikan þegar það er komið á hreint, bíðið bara spennt.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug...mikið skil ég hvað þú ert að tala um,óhjákvæmilega kynnumst við fullt af öðru fólki sem er að glíma við krabbann og því miður eru margir sem tapa baráttunni og það er hrikalega sárt og erfitt.En ég bið guð að vera með ykkur á morgun og bið líka guð að styrkja þetta fólk sem var að missa barnið sitt,það er örugglega ekkert eins erfitt í þessum heimi.Ég sendi Þuríði orkuknús og vona að þreytan fari að láta undan.Baráttukveðjur og kærleiksknús

Björk töffari (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:47

2 identicon

Megi algóður guð styrkja og vera með öllum á morgun.Kærar kveðjur

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:16

3 identicon

Ég bið Guð um að senda ykkur styrk í jarðaförinni á morgun,og bið hann líka um að gefa fjölskyldu barnsins þrek til að ganga í gegnum þennan erfiða dag  og styrk til þess að lifa eftir svona sáran missi. Gangi þér vel í prófunum ég dáist að þér Áslaug hvað þú ert dugleg. Bíðum öll spennt eftir kærleiksfréttunum.

Kristín (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband