Leita í fréttum mbl.is

sept'04 til sept'09

Í september 2004 var Þuríður mín rúmlega tveggja ára heilbrigð stúlka og lífið okkar svona líka áhyggjulaust og mestu áhyggjurnar sem ég hafði að ég þyrfti bráðum að fara á vinnumarkaðinn því fæðingarorlofið mitt var að klárast vegna Oddnýjar Erlu minnar.  Mikið var nú samt gott að hafa svona "litlar" áhyggjur.  Mánuði síðar breyttist lífið okkar, þessi heilbrigða stúlka sem ég fæddi var ekki lengur heilbrigð.

Í sept'05 var Þuríður mín síkrampandi og ekkert hægt að gera, jú læknarnir ætluðu á sínum tíma að svæfa hana og halda henni sofandi í nokkra daga til að ath hvort það hefði e-ð að gera fyrir hana en hættu við.  Á þessum tíma vorum við að bíða eftir dagssetningu á aðgerð í Boston en þangað fórum við í lok nóvember sama ár og vorum í þrjár vikur en ekkert hægt að gera nema skera pínu af æxlinu.  En við kynntumst yndislegum læknum sem hafa aðstoðað okkar lækna hérna heima í veikindum Þuríðar.

Í sept'06 var Þuríður mín í sterkri lyfjameðferð eða síðan í janúar sama ár en í lok þess mánaðar var hún látin hætta í þeirri meðferð því hún var ekkert að gera fyrir hana.  Æxlið orðið illkynja og ekkert meira hægt að gera fyrir hana nema kanski telja mánuðina sem hún ætti eftir.  Hún var síkrampandi, var uppdópuð alla daga, vissi varla hvað hún héti og þekkti ekki venjulegt líf og ekki við heldur. Á þessum tíma var Þuríður mín líka orðin algjörlega lömuð hægra megin, var frekar málhölt vegna lömunar.

Í sept'07 vorum við ekki búin að gefast upp en Þuríður mín var búin að fara í tvær geislameðferðir sem gerðu það að verkum að hún hætti að krampa og fékk að byrja "aftur" í meðferð eða svokallaðri töflumeðferð sem var engin lækning einsog læknarnir sögðu en það var verið að reyna halda vextinum á æxlinu niðri.  Þessi lyf fóru reyndar mjög illa í hana, ógleði og stanslaus hiti í þrjá mánuði.

Í sept'08 var Þuríður mín hætt í svokallaðri töflumeðferð (reyndar lengra síðan að hún hætti) en það var vegna stanslausra hita sem hún var með og orkuleysi.  Þuríður mín byrjaði þetta árið í skóla sem engin hefði trúað að hún myndi ná að gera og lífið farið að vera aðeins eðlilegra og æxlið byrjað að minnka.

Í sept'09, í dag er Þuríður mín byrjuð í öðrum bekk og finnst fátt skemmtilegra en að vera innan um mikið af fólki og EEEELSKAR að "rífast" við afa sinn Hinrik en hún er mikil afastelpa, það er alltaf mikil gleði þegar þau hittast.  EEEELSKA það! Hún er búin að missa fjórar tennur reyndar er ég búin að sjá um að rífa þær úr henni hehe og það er alveg yndislegt að sjá hana svona tannlausa.  Hún segist ekki geta borðað lengur vegna tannleysis hehe.  Við erum líka farin að þekkja aðeins "eðlilegra" líf og það er svo gott að hafa "áhyggjur" frekar af peningum í dag en heilsu Þuríðar.  Peningar eru dauðir hlutir sem við þurfum samt á að halda, jú ég á mér marga "drauma" sem ég þarf á peningum á að halda en það jafnast samt ekkert á við drauminn minn með Þuríði mína sem ég hélt að myndi aldrei rætast því það var búið að segja það við okkur.  En það hefur bara kennt okkur það að gefast aldrei upp sama hvað hver segir þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. 

Þessi fimm ár sem við höfum verið að berjast með Þuríði minni hefur kennt mér heilmargt sem ég hefði aldrei lært nema vegna veikinda hennar sem ég er reyndar mjög þakklát fyrir þó svo ég hefði frekar viljað vera í hennar stað.  Þessi barátta er ekki búin, ALLS EKKI! En við höldum áfram að berjast. 

Ef þið sæjuð Þuríði mína útá götu þá gætu þið ekki ímyndað ykkur að þessi stúlka væri búin að ganga í gegnum þetta allt saman, þið sæjuð engin lömunareinkennin sem þið sjáið nánast bara þegar hún er að synda.  Jú hún getur ekki helminginn sem jafnaldrar hennar gera en það margt sem hún gerir sem þau geta ekki.

Einsog ég hef oft sagt áður Kraftaverkin gerast bara trúa á þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ánæguleg lesning, sem margur getur lært af.

Gangi þér og fjöldskyldunni allt í haginn.

S. Lúther Gestsson, 21.9.2009 kl. 13:12

2 identicon

Knús í hús sæta mín :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:28

3 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg lesning, það fer hrollur um mig þegar ég rifja upp fyrstu "kynni" af Þuríði. Barnið var svo fárveikt !

En hún er sigurvegari

Knús í bæinn

Ragnheiður , 21.9.2009 kl. 20:51

4 identicon

Ég fékk alveg gæsahúð að lesa yfir þetta hjá þér, en eins og þú segir kraftaverkin geta gerst og er dóttir þín eitt stórt kraftaverk;)

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

  Kærleikskveðja....

Halldór Jóhannsson, 21.9.2009 kl. 21:41

6 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

ótrúlegur bati hjá hetjunni.  sá hana ásamt systir sinni í Bónus á Akureyri í sumar og var hún heilbrigðið uppmálað.  Gangi allt áfram vel hjá ykkur

Bergdís Rósantsdóttir, 21.9.2009 kl. 22:30

7 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 21.9.2009 kl. 22:46

8 identicon

Þetta er frábær bati hjá þessari duglegu stúlku. Þökk sé baklandinu hennar, ykkur foreldrum sem neita að gefast upp. Þið eruð ótrúlega dugleg.Og kraftaverkin gerast!!!!!!

Olga Clausen (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:04

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það hafa verið forréttindi að fá að fylgjast með ykkur í gegnum þetta langa og stranga ferli. Skóli lífsins er oft býsna harður, en þeir sem kjósa að horfa á bjötu hliðarna á lífinu, taka inn mikinn þroska og vilja ekki miss af honum þó aðferðin hafi verið harkaleg. Mikil blessun er yfir ykkur og ég bið þess að svo verði ætíð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.9.2009 kl. 00:14

10 identicon

Um tíma gat ég varla fylgst með ykkur vegna þess hve mikið ég fann til með ykkur, en þið eruð bara svo dugleg og gefandi að það er ekki hægt annað en hafa þörfina með að sjá hvað er að gerast hjá ykkur. Þið eruð öll sömul hetjur og fyrirmyndir fyrir okkur hin. Gott að verða vitni að því að kraftaverkin gerast.

Bestu kveðjur frá Akureyri

Katrín Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 17:57

11 identicon

Ótrúlegur bati sem hún Þuríður Arna hefur náð. Vonandi að allt haldi áfram að ganga svona vel hjá henni. Ég sá þig með Þuríði í sumar í Söru í Smárlind og ég gat ekki séð á henni að hún væri með einhverja lömun.

kv.

Aníta Ósk

Aníta Ósk (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 19:12

12 identicon

Vá ég fór bara að gráta þegar ég las þetta....hef fylgst með ykkur í langann tíma. Og ég verð bara að segja enn og aftur hvað ég dáist að ykkur Áslaug....þið eruð mögnuð og ótrúleg. Litla stúlkan ykkar hún Þuríður er svo sannarlega gangandi kraftaverk og þetta sannar bara eins og þú segir að kraftaverkin gerast...maður þarf bara að trúa. Gangi ykkur vel og hafið það gott. Knús á línuna......

Þóra (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 21:14

13 identicon

Já kraftaverk gerast það er engin spurning og þessi lesning sannar það, fallegar myndir af lífsins ólgusjó, fallegur texti sem segir manni að meta allt sem við höfum hversu lítið eða stórt það er. 

Kærleiksknús til ykkar duglega, fallega fjölskylda

4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband