Leita í fréttum mbl.is

Einelti - ég varð fyrir svoleiðis

Ég veit ekki hvursu oft ég hef byrjað að skrifa inná "eineltis-wordskjalið" mitt en alltaf hætt við eða strokað allt út sem ég var búin að skrifa.  Veit ekki alveg afhverju ég hef strokað það út eða hætt við, kanski vegna þess mér fannst það ekki nógu vel skrifað er nefnilega ekkert svakalega góður penni og oft erfitt með að koma með réttu orðin.  En núna ákvað ég að hætta ekki við, alveg sama hvursu slæmt þetta mun koma út eða hvursu illa skrifað þetta yrði.

Mig hefur nefnilega oft langað að tjá mig um "mitt" einelti eða sem ég varð fyrir í grunnskóla fyrst að þetta er svona mikið í umræðunni og fólk sem hefur ekki lent í þessu þarf að vita hvursu slæmt þetta getur orðið enda margir svipt sig lífi vegna þess.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað manni getur liðið illa, hvað þetta reynir mikið á líkama og sál og þetta er ekkert búið þegar eineltinu líkur þetta eltir mann alla ævi.  Þetta skemmir svo mikið allt sjálfstraust, álit á sjálfri þér, þér finnst þú aldrei geta neitt, þú ert svo ljót, leiðinleg og svo lengi mætti telja.

Ég var 10 ára þegar þetta fyrst byrjaði en þá var ég ný flutt í stór borgina frá Stokkseyri sem var náttúrlega hrikalega erfitt, ég fór fyrst í Hlíðaskóla og eyddi þar einu ári.  Ég tengdist krökkunum ekkert þannig enda mjög feimin að eðlisfari (verst hvað Oddný Erla mín er lík mér í því) en einelti var kanski ekkert slæmt þetta árið þar sem það var "bara" gert grín af mér því ég var með svo mikið psoriasis og engin vildi koma við mig og þess háttar.  En samt nógu erfitt að mér leið illa þá sérstaklega vegna þess hvursu "ógeðsleg" ég var vegna psorisasis.

Þegar ég 11 ára gömul fluttum við aftur og þá fór ég í Langholtsskóla og upplifði með því versta ári sem ég hef upplifað (fyrirutan veikindin hennar Þuríðar minnar). Eineltið gerðist reyndar aldrei í skólanum af skólafélögunum mínum, heldur eltu þau mig heim, hræktu á mig og börðu mig.  Ég sagði aldrei mömmu og pabba þetta (eru væntanlega bara að lesa þetta í fyrsta sinn núna, sorrý), þetta var of mikil skömm fyrir mig og svo vildi ég ekki að mamma myndi hringja í skólann því þá hélt ég að þetta myndi versna helmingi meir.  En það samt versta var að kennarinn tók þátt í þessu en þau þau skipti sem þetta skeði í skólanum var það þá kennaranum að kenna, ef ég gat ekki e-ð dæmi sem hann setti upp hló hann að mér og létt að sjálfsögðu bekkinn taka þátt.  Þetta hafði hann að vana í smá tíma því að sjálfsögðu fór ég bara að segja að ég kynni þetta ekki þó svo ég gæti þetta alveg því ég var svo hræddum að þetta væri vitlaust hjá mér og hann myndi hlæja að mér.  Þessi vetur var hrikalega erfiður þar sem þetta var minn umsjónarkennari og ég þorði aldrei að segja neitt og hætti að vilja læra enda er það líka fyrsta sinn í dag að ég þori að trúa því að ég get alveg lært og fer reyndar létt með það.  Mikil synd en ég held að það séu þessum ákveðna kennara að kenna.  Ég hef nota bene aldrei verið sár við þessa ákveðnu bekkjarfélaga enda við "bara" ellevu ára gömul en ég myndi ALDREI vilja hitta þennan kennara í dag, fullorðninn manneskja að leggja barn í einelti er eitthvað sem ég hef aldrei skilið.

Eftir að ég kom í tólf ára bekk, varð allt ofsalega gott eða þanga til í þrettán ára bekk hélt eineltið áfram og það af stelpum í tíunda bekk sem ég þekkti ekki neitt og hef aldrei þekkt þannig séð.  Ég veit ekki alveg hvað ég gerði þessum stelpum jú ég var kanski systir bróðir míns sem tengist vinkonu þessara stelpna.  En það gerðist heldur oftast ekki heldur í skólanum, nema kanski á skólaböllum sem ég hætti að sækja vegna þeirra því þær hótuðum mér öllu illu.  En sem betur fer hættu þær svo í skólanum og mér fór að líða vel en fór samt ekkert að læra því þessi ákveðni kennari var búin að eyðilleggja allt fyrir mér.  Jú ég veit að ein af þessum stelpum les síðuna mína og mér gæti ekki verið meira sama en það fyndna við það finnst mér en þá bað hún aðra vinkonu sína sem ég þekki ágætlega um lykilorðið af barnalandssíðunni minni, æjhi hún hefur e-ð skammast sín greyjið.

Ég stytti nú ágætlega þessa eineltisgrein en mig langaði bara að koma þessu á framfæri og láta ykkur vita hvursu mikið þetta getur eyðilagt fyrir fólki og þetta fylgir manni ALLA ævi.  Vegna veikinda Þuríðar minnar hef ég lært heilmargt og það er hún sem hefur hjálpað mér mikið að fá mitt sjálfstraust tilbaka og trúa því að ég get allt sem mig langar að gera/geta.  Fyrst að Þuríður mín getur alla þessa hluti sem hún getur í dag þá get ég líka allt, HETJAN MÍN!  Það er ekkert grín að vera lagður í einelti og ég get sett mig í spor þeirra sem hafa stytt líf sitt vegna þess, þetta er hrikaleg upplifun og líka það að þora ekki að segja neinum frá þessu og það er líka svo auðvelt að fela þetta fyrir foreldrum sínum.

Ég vona svo heitt og innilega að börnin mín verði aldrei lögð í einelti hvað þá að þau leggi e-h annan í einelti því þá verður sko tekið á því.  ...og það eru ekki bara börn sem gera þetta það eru líka fullorðnir sem ég fékk því miður að upplifa.

Takk fyrir mig í dag en núna þarf ég víst að þjóta til doktor sála sem er að byggja mig upp eftir veikindasúpuna hennar Þuríðar minnar og reyna koma mér í rétt ástand fyrir komandi framtíð og svo beint með Theodór minn til doktorsins sem vonandi getur gert e-ð fyrir hann en hann er svo kvalinn greyjið í hálskirtlinum.

Knús á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

( stórt knús á þig og faðm elsku Áslaug, ég er mjög stolt af þér og af því að vera tengdamóðir þín ;))

tengdó (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:14

2 identicon

Góð færsla frá þér Áslaug.  Held nefnilega að það sé fullt af fólki á okkar aldri sem varð fyrir mjög slæmu einelti þegar það var yngra og hefur ekki sagt frá því.  Þá var ekkert talað um svona lagað því miður.

Frábært framtak hjá þér og þessi skrifa hjálpa þér örugglega að vinna í þessum málum

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:31

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Með því að stíga fram og skrifa þessa færslu, hefur þú unnið mikið afrek. Það er ekki einfalt og ekki fyrir kjarklausa að skrifa um svona hluti. Þú ert góður penni og hefur mjög gott vald á að skrifa um þín mál og líðan.

Þú hefur gott vald á að lýsa tilfinningum þínum og líðan ykkar. Heilsa Þuríðar og allt sem ykkur varðar hefur komist vel til skila hér á síðunni. Hver hefði trúað því að þú hefðir innst inni talið að þú (af öllum) gætir ekki lært. Með tíur í bunkum. Aðra eins firru hef ég ekki heyrt.

Kennarinn þinn hefur verið á miklum villigötum svo ekki sé meira sagt. Eitt er afar mikilvægt og það er öll þín jákvæðni sem alltaf skín í gegn um skrifin þín hvað sem á dynur.

Einelti er grafalvarlegt mál og mjög þarft að draga það vel fram í dagsljósið. Þú og allir aðrir sem það gera, eruð miklar hetjur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2009 kl. 10:50

4 identicon

Ég hef fylgst lengi með síðunni þinni en aldrei skrifað áður.

Ég sá þig og Þuríði í IKEA um daginn og ég varð að hemja mig að labba ekki til þín og heilsa þér. Mér finnst ég þekkja þig:)

Eftir þessa færslu þína bara verð ég að skrifa komment. Ég var lögð í einelti þegar ég var í barnaskóla af kennaranum.

Þú segir oft að Þuríður sé hetja og þar er ég sammála, en hún fær það frá þér. Að skrifa þetta og létta á hjarta þínu segir okkur bara eitt..........

Áslaug Þú ert hetja!

ókunnug (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:49

5 identicon

VÁ!!!! Tek ofan fyrir þér Áslaug Ósk Hinriksdóttir þetta er nefnilega  ekki auðvelt ég fékk að finna fyrir þessu eins og þú svo ég veit nákvæmlega hvernig  þessi tilfinning er.. Svo ég gleðst yfir þessari umræðu sem er í gangi núna það á að afnema einelti.

P.s. Áslaug þú ert ekki lélegur penni.

Baráttu kveðja

Konný Agnarsdóttir.

Konný Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 13:53

6 identicon

Ég hef lengi litið á þig sem hetju, hve vel þú hefur barist vegna Þuríðar.

Þið eruð báðar hetjur og allir sem að ykkur standa frábær fjölskylda.

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:25

7 identicon

sammála síðustu ræðumönnum, ég varð líka fyrir einelti, hrikalegt, fylgir manni alltaf, þú er flott Áslaug, gæfan fylgi ykkur, knúsknús.

ókunn (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:21

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott hjá ykkur sem skrifið komment, þó nafnið vanti. Það er byrjunin. Þegar ykkur eykst kjarkur, þá kemur nafnið og þið getið sagt meira um ykkar líðan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2009 kl. 17:32

9 identicon

Frábært hjá þér að létta af þér eineltinu sem þú varðst fyrir sem barn, ég hef ekki sjálf orðið fyrir einelti en það er líklega ömurlegt að vera fórnarlamb þess.

Ég er nánast búin að vera áskrifandi af blogginu þínu síðastliðið ár, ég þekki þig ekkert en ég var með systur þinni í menntó:)

Ég óska þér og fjölskyldu þinni alls hins besta.

Arndís Sverrisdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:42

10 identicon

Flott hjá þér Áslaug að létta á þér einelti er dauðans alvara sem ekki á að líðast.  Og þú ert bara frábær penni og átt auðvelt með að koma tilfinningum þínum og hugsunum á blað.  Allavega ber blogg þitt þess merki.  Ég hef lent í vinnustaðar einelti þar sem öfundin réð ríkjum sem betur fer stóð það stutt því ég sagði frá og fékk tilfærslu í starfi ( kannski ekki besta lausnin ), en ég fékk afsökunarbeiðni frá vinnuveitanda ( sem var þó ekki gerandi )

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:53

11 identicon

Frábært hjá þér að vinna þig útúr þessu með því að segja frá, þú ert alveg frábær og ég skil heldur ekki hvernig fullorðnir geta lagt börn í einelti en það er alltof algengur hlutur sem verður að stöðva!! Gangi þér vel í öllu því sem þú tekur fyrir hendur, þú getur greinilega allt sem þú ætlar þér! Efast ekki um að þú hefur náð lengra í lífinu heldur en þessi kennari sem hefur þjáðst af einhverri alvarlegri minnimáttarkennd!!!

Kveðja Eyja (ókunn en mennirnir okkar voru þó saman í námi á Laugarvatni)

Eygerður (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:01

12 identicon

Vá hvað þú stendur þig vel að skrifa um þetta, frábær penni. Þér hlýtur að hafa létt þegar þú varst búin.  Varð sjálf fyrir einelti af mér eldri krökkum og líka jafnöldrum, hætti mér stundum varla út fyrir hússins dyr öðruvísi en að gá hvort stríðnispúkarnir voru nokkuð nærri.  Gangi þér vel Áslaug mín með öll þín mál. ÞÚ ERT HETJA

Kristín (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:00

13 Smámynd: Halldór Jóhannsson

STÓRT KNÚS Áslaug mín...ég get ekki sag frá mínu:(...meðan það gekk yfir..Kveðja...

Halldór Jóhannsson, 29.10.2009 kl. 23:13

14 identicon

Fín grein og fínn penni :)

kvittikvitt

Hrund

Hrund Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 08:57

15 identicon

Kæra Áslaug.  Risa knús til þín. Góðar kveðjur til ykkar allra í stórfjölskyldunni.   Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:11

16 identicon

Tek ofan af þér fyrir þetta...ég er að reyna að koma á blað hvernig það er að vera mamma barns í einelti öðrum til visku en mikið er það erfitt.  Þetta er allt svo sárt og svo vont og maður vill bara gleyma.  Þessi lesning er mér hvatning og takk fyrir það.  Ég var beðin um að skrifa mína reynslu og ég held að ég byrji bara á því núna því ég veit að það hjálpar öðrum.  Áslaug þú er nú meiri hetjan

Kærleikskveðja til ykkar 4 barna mamman

4 barna mamma (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 13:03

17 identicon

Ææææ meinti tek ofan fyrir þér en ekki tek ofan af þér

komið til skila...4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 13:04

18 identicon

Vá Áslaug - þú ert svo mikil HETJA!!! frábært hjá þér að segja frá eineltinu - en mikið er samt leiðinlegt að heyra að þú hafir þurft að ganga í gegnum þetta :( ég á einmitt marga nákomna sem hafa lent í einelti og maður vildi óska þess að það væri hægt once and for all að útrýma þessu!!

anywho, kíki reglulega hérna inn því ég var að vinna á Hofi í smá tíma þegar Þuríður var þar :) allavega vildi bara að þú vissir hvað ég dáist að þér !! og mér líst svakalega vel á þessa uppbyggingu sem þú ert byrjuð í :) gangi þér bara rosa vel í öllu og frábært hvað allt gengur vel hjá Þuríði og hinum krúttunum- þú átt náttla flottustu börnin í bænum :) *knús*

Sigrún ókunnug :) (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 10:41

19 Smámynd: Elsa Nielsen

Flott grein Áslaug mín :) KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 31.10.2009 kl. 20:27

20 identicon

Gott hjá þér að skrifa þetta Áslaug! Ég t.d. hafði aldrei hugmynd um að þér væri strítt  - en var svo sem að bagsa með einelti sjálf. Ég held reyndar að skólinn okkar á þessum tíma hafi ekki verið mjög góður og ég veit um nokkra kennara sem lögðu nemendur í einelti.

Mér var líka strítt á psoriasis og það var mjöööög erfitt að vera í leikfimi og sundi stundum - alveg eins og maður væri bara eitraður :O

Haltu áfram að skrifa þig út úr þessu ;)

Knús

Súsanna (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 00:07

21 identicon

Mikið ofboðslega ertu sterk. Þú ert svo mikil fyrirmynd Áslaug og ættir í raun að taka að þér ráðleggingar varðandi uppeldi og annað, já og ekki yrðir þú slæmur kennari! Mikið vona ég að þessi skólasystir þín sé að lesa og hugsi kannski til baka, því þetta er eitt það ljótasta sem til er í heiminum. Sem betur fer hefur þetta stórlagast síðustu ár og fólk er miklu meðvitaðra um þetta í dag. Það er einmitt með svona skrifum eins og þínum sem við upplýsumst um skaðsemi eineltis. Haltu áfram að bera út boðskap elsku Áslaug, þú ert algjör töffari:):)

Kristín (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband