Leita í fréttum mbl.is

Tvær útskriftir í gær...

Maístjarnan mín yndislega, frábæra, duglega,hressa og fallega var útskrifuð af spítalanum í gær og það er sko ekki að sjá á stúlkunni að hún var í aðgerð.  Jú hún er með stóran plástur á höfðinu en ég bað um að stóru umbúðirnar yrðu teknar af henni, maður verður jú að njóta þess að horfa á þetta fallega andlit en ekki bara hvítar ljótar umbúðir. 

Skurðurinn er frekar stór, þegar plásturinn var ekki á gat ég engan veginn horft á hann(sko skurðinn).  Það eru nokkrir stórir saumar og mér finnst það bara ekki falleg sjón og það rifjar upp ekkert svo skemmtilegar minningar frá Boston.  Saumarnir verða teknir eftir viku og þá mun koma í ljós hvað verður gert fyrir hana í framhaldinu, við höfum heyrt fjórar tilhögur sem koma til greina en þetta kemur víst allt í ljós í næstu viku

Í næstu viku kemur í ljós hvort ég mun halda áfram í minni uppbyggingu út sumarið og fara vinna í haust eða mun mín vinna snúast um hetjuna mína.  Einsog ég var/er farin að hlakka til að vera innan um fullorðið fólk og upplifa vinnustaðastemmninguna. 

Finnst þetta allt saman ofsalega ósanngjarn, hvað hefur Maístjarnan mín gert til að verðskulda þetta allt saman?  EKKERT.  Afhverju þarf að pína hana svona?  Nei ég hreinlega skil þetta ekki og finnst þetta endalaust sárt og ég er svo kvalin að innan að hálfa væri miklu meir en nóg.  Hún skilur þetta að sjálfsögðu ekkert, veit bara að hún þarf kanski að fara á spítalann og það góða við það að hún elskar að hitta fólkið sitt þar og er greinilega ekki að muna allar slæmu minningarnar sem hún hefur þaðan eða kanski hefur hún engar slæmar minningar.  Veit bara að þau eru að reyna hjálpa henni.

Mér líður aðeins betur (þó svo ég sé kvalin að innan) eftir að áttum góðan fund með skurðlækninum okkar sem er endalaust flottur maður, hann er svo jákvæður gagnkvart þessu öllu saman og reynir að gera ALLT sem hann getur til að hjálpa Maístjörnunni minni.  Við sögðum líka við hann einsog við höfum alltaf sagt við okkar teymi þá viljum við heyra sannleikan en ekkert kjaftæði og hann var bara jákvæðurSmile.  Ég trúi og treysti að þessi maður MUN hjálpa Maístjörnunni minni þó svo það taki langan tíma, jú við erum búin að berjast síðan í okt'04 og hættum því ekkert núna.  Vinnan mín getur þá bara beðið, Maístjarnan mín er númer eitt, tvö og þrjú og að sjálfsögðu hin líka.

Blómarósin mín var að útskrifast í gær af leikskólanum, frekar stór viðburður.  Fór í útskriftarferð og skemmti sér konunglega, vávh hvað maður horfði stollt á hana í útskriftinni í gær.  Hún var endalaust flott og svo stollt af sjálfri sér.
P5278511 [1280x768]

Hinrik minn er einmitt í aðlögun á sama leikskóla, jújú það er dáltið erfitt fyrir litla mömmupunginn og mömmuna sjálfa en verður fljótur að aðlagast og vonandi mamman líka.Wink 

Theodór minn fjagra ára töffari er að fara keppa á sínu fyrsta fótboltamóti á morgun og er hrikalega spenntur, veit samt ekki hvor er spenntari ég eða hann.Whistling.  Svo verður maður líka að monta sig aðeins af honum, jú þó svo hann sé bara rétt rúmlega fjagra ára þá er hann farinn að lesa létt orð.  Ég trúði því nú varla þegar hann las fyrir mig og ég trylltist af gleði, litli gaurinn minn.

Endalaust stollt af börnunum mínu.

Þó svo ég elski börnin mín mest af öllu þá þrái ég endalaust mikið að gera eitthvað með Skara mínum, mér finnst ég þurfa að komast í burtu áður en allt fer á fullt.  Það er búið að sjúga úr mér alla orku við fréttirnar af Þuríði minni þann 11.maí.  Gjörsamlega orku- og andlaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Duglega þú mundu það  Falleg færsla þar sem ást þín og þinn fallegi kærleikur kemur fram í hverju orði.  Guð gefi ykkur góða daga og gangi ykkur endalaust vel.

Tendra ljósin mín kærleiksknús 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 11:12

2 Smámynd: Sólveig Adamsdóttir

Elsku Áslaug og þið öll

Já þú mátt vera stolt af þessum börnum, ég á mörg 4ra ára börn sem rétt þekkja stafina og þá kannski hver á þá. Og alls ekki alla.  Mér finnst þau rosa klár.  Ég er löngu búin að sjá að þinn hópur er akki bara spes í þínum augum, þau eru einstaklega vel af Guði gerð.

Hvað varðar Stjörnuna þá er frábært að hún er komin heim og virðist eins og ekkert hafi í skorist.  Til hamingju með það öll.  Nú er að sjá hvort allt fer ekki áfram á besta veg.  ÞAÐ BARA KEMUR EKKI ANNAÐ TIL GREINA.

Þú og Skari verðið að komast í nokkra kósýdaga og ef þess er kostur vegna Stjörnunnar þá sér fólkið ykkar um að það verði möguleiki.

Sendi ykkur kærleik-ljós og fyrirbænir og óskir um góða helgi.

frá Sólveigu

Sólveig Adamsdóttir, 28.5.2010 kl. 11:23

3 identicon

 Frábært, hvað þetta gekk vel hjá Stjörnunni. Gangi ykkur vel í framhaldinu. Til hamingju með útskriftirnar, og vona að Theodóri gangi vel í boltanum um helgina. Hinrik er mjög efnilegur með boltann. Krúttleg myndin af honum. Njótið helgarinnar, kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:22

4 identicon

Mikið er frábært að fá góðar fréttir, innilega til hamingju með skvísurnar báðar. Þetta verður góð helgi hjá ykkur og vonandi ennþá betri dagar framundan! Vona að mótið gangi vel hjá Theodóri. Góða helgi :)

Sirrý (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:01

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með báðar útskriftirnar. Hún er stolt og glöð leikskólastúlkan með rósina sína.

Frábært að Þuríður Arna er hress eftir sýnatökuna. Nú er bara senda ykkur góðar batabænir í stórum skömmtum.    

Baráttukveðjur til "fótboltastjörnunnar" áfram Theodór.   

Kveðjur til Hinriks gleðióskum á leikskólann

 Hlýjar kærleikskveðjur til ykkar Óskars með von um að þið finnið tíma fyrir ykkur sjálf.  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.5.2010 kl. 21:10

6 identicon

Elsku fjölskylda,

ég þekki ykkur ekkert en hef fylgst með ykkur af og til í gegnum bloggið þitt og kvittað einstaka sinnum.  Þið eruð daglega í huga mér, einnig tímabilið þegar betur gekk, því ég veit hvað þið eruð að ganga í gegnum.  Mikið skelfilega er lífið ósanngjarnt oft á tíðum!  Ég finn mjög sárt til með ykkur og veit að þið eruð að upplifa þann allra hræðilegasta sársauka sem hægt er að upplifa.  Hugur minn er allur hjá ykkur.  Ég bið góðan Guð að lækna elsku litlu hetjuna ykkar og trúi því að hún muni ná bata.  Heilaskurðlæknarnir þrír hérlendis eru mjög færir og með þeim færustu í heimi, þannig að hún er í mjög góðum höndum þar. 

Ég sendi ykkur ljós og bið Guð að styrkja ykkur og vernda og lækna elsku litlu hetjuna ykkar.

kv. Emma

Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 03:05

7 identicon

Stór dagur í gær ! Útskrift ! Sú hlýtur að vera montin eðlilelga.

 Mér finnst þú og þið svo dugleg og hef varla heyrt betri hugmynd en að þið parið stelist í burtu í smá stund og kærustuparist. Það er ein besta vítamínssprauta sem hægt er að gera fyrir samband.

Þarf ekkert að kosta mikið, bara vera smana og vera skotin. Hljómar barnalegt en rótvirkar fyrir okkur :)

Mikið finnst mér svo gott að heyra hvað ykkur líður vel með læknana ykkar, það skiptir svo ótrúlegu máli eins og þið vitið að geta það enda eru þeir með það allra dýrmætasta sem maður á í höndunum.

Ég hugsa alltaf til ykkar eins og þú veist og held áfram að senda alla mína strauma til ykkar, eru ekki miklir núna en samt alveg nóg fyrir mig og Maístjörnuna sterku.

 Knús á ykkur öll frá vesenispésanum í Stokkhólmi

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 05:12

8 identicon

Já þetta er ótrúlegt hvað það er hægt að leggja á eina litla hetju eins og hana Þuríði Örnu en vonandi hefur hún ekki slæmar minningar því fólkið er svo hlýtt og gott við hana. Til hamingju með hana Oddnýju Erlu mína....ég sakna hennar en finnst alltaf jafn gott að hitta hana og fá fallega brosið hennar. Og hvað er málilð með litla 4 ára guttann ykkar.....keppa í fótbolta, hann er orðin fullorðin og svo Hinrik komin á Hof. En hvað tíminn líður. Biðjum fyrir ykkur dag og nótt elsku Áslaug og Óskar. Knús til allra í hús. Kv, Kristín Amelía.

Kristín Amelía Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband