Leita í fréttum mbl.is

Framhald af færslunni í morgun...

Þá er komið á hreint með meðferðina hjá Þuríði minni en hún mun byrja í svokallaðri töflumeðferð á fimmtudaginn í næstu viku, tvær töflur á dag sem henni mun ekkert muna um enda tekur hún milli 10-15 töflur á dag.  Þessi meðferð á ekkert að reyna mikið á hana þó það þurfi sjálfsögðu að fylgjast vel með henni og taka blóprufur einstöku sinnum en það er nú lítið mál fyrir hana.  Hún má vera í þessari töflumeðferð endalaus lengi þar að segja á meðan henni versnar ekki en þetta er að sjálfsögðu meðferð til að halda stækkun niðri og við skulum bara vona að hún verði á henni þanga til hún verður gömul konaGrin.

Ástæðan fyrir því að hún byrjar ekki í meðferðinni fyrr en eftir viku er bara skemmtileg því á þriðjudaginnn er styrktarfélagið að bjóða öllum börnum, systkinum og aðstandendum sem eru í meðferð eða nýbúin að ljúka meðferð í dagsferð í Legoland, haldiði að sé.  Systurnar eru að sjálfsögðu mjööööög spenntar að fara í tívolíið enda er það skemmtilegasta sem þær gera og Þuríður mín algjör adrenufíkill, bara gaman!!  Oddný systir fer með mér/okkur sem okkar "au-pair" ehe þar sem Skari verður fararstjóri og þá er skemmtilegra að vera með einhvern með mér svo við getum skipt okkur í tækin með stelpunum en litli pungur verður bara hjá ömmu Oddný á meðan fær ekki að koma með í þetta sinn enda hefur hann ekkert að gera þangað.  Bara njóta okkar að skemmta stelpunum en ekki hvað?

Fór með litla punginn minn til læknis áðan og það var sko ekki 10 mínútna heimsókn einsog vanalega tók einn og hálfan tíma þar sem ég þurfti að þeysast með hann á milli rannsóknastofa.  Læknirinn vildi sem sagt fá svör við öllu þessu sem hefur verið að hrjá hann og sendi hann í allsherjar rannsóknir, blóðprufur, myndatökur og sýnistökur.  Aaaarghhh!!  Fáum í síðastalagi úr þessu öllu á morgun nema einni rannsókninni, ofsalegt vesen er með þennan dreng en vonandi koma bara góð svör og kanski fáum við svör við þessu hvað er að ama drenginn

Hætt í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Áslaug enn og aftur.

Mikið er gaman og gott að lesa þessa færslu þína. Þuríður að fará i töflur sem eiga að hindra stækkun á æxlinu. Ef ég væri ekki 62 ára og nokkuð breið eftir aldri, þá mundi ég hoppa hæð mína af fögnuði, en glöð er ég svo mikið er víst. Mikið eru læknavísindin dásamleg. Svo eru skvísurnar að fara í Legoland. Það verður stuð og kemur á réttum tíma fyrir Þuríði, svona auka verðlaun fyrir allan dugnaðinn. Oddný á þau líka svo sannarlega skilið þessi elska. Mikið er gott að Theodór litli fær allsherjarrannsókn svo hægt sé að finna réttu leiðina til að hjálpa honum. Nú er ég líka hætt í dag. Njótið þið lífsins og Guð blessi ykkur. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Húrra fyrir öllu þessu!! Fórum ÞRISVAR í Lególand á tveimur vikum í sumar....fengum eiginlega nóg. Það er að segja ég og Halli. Ekki strákarnir. Ónei. Góða skemmtun!

Ylfa Mist Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: Oddný Sigurbergsdóttir

Frábært! Mikið er gaman að sjá hve margt gott er að gerast í ykkar lífi

Vonandi finnið þið út úr þessu með litla pungsa, þeir hljóta að vinna á þessu öllu saman.

Oddný Sigurbergsdóttir, 13.9.2007 kl. 18:38

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku fjölskylda.

Hef fylgst með ykkur, nánast daglega. Þið eruð í öllum mínum, langaði bara að láta vita af því.

Kærleikskveðja með von um að allt gangi ykkur í haginn.

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 19:01

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

bænum....átti þarna að standa

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 19:01

6 identicon

Vúúúú en gaman ad lesa tetta,verdur gott fyrir stelpurnar ad fara einn svona dag og skemmta sér,bara til hamingju med tetta allt saman og tid erud frábaer elskurnar og svo ótrúlega gott tegar vel gengur.Ég sendi ykkur baráttukvedjur med von um gott framhald...Barcelonafarinn

Bjork toffari (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 20:26

7 identicon

Þið eruð frábærust.Góða helgi öll sömul.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 20:37

8 identicon

Halló, duglega fjölskylda. Ég er ein af þeim ókunnugu sem oft kíki á ykkur og vona alltaf að það séu góðar fréttir. En gaman að heyra að þið eruð að fara í Legoland, maður vex aldrei uppúr því :) Líka dásamlegt að heyra af Þuríði, hún heldur áfram að koma öllum á óvart enda merkiskona þar á ferð. Gangi ykkur vel og góða ferð! Ókunnug vinkona útí bæ.

Binna (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 21:24

9 identicon

Duglega fjölskylda!

Æí hvað það er gott að lesa góðar fréttir.  Takk fyrir að deila með okkur hinum og takk fyrir að kenna mér svo margt gott! Verð bara að segja það við ykkur aftur og aftur !  Þið eruð fimm flottar hetjur

Góða skemmtun í Lególandi

Með kærleik 4 barna mamma

4 barna mamman (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:01

10 identicon

Úúúú verður geggjað fjör hjá skvísunum,voan að allt gott komi útúr þessu með litla pung.

Hafið það sem allra best,góða helgi.

 Kveðja Guðrún,Anney Birta og co.

Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:26

11 identicon

tek undir með Fríðu þótt ég sé ekki alveg 62 ára þá er ég ekki heldur 62 kg og hoppa engar hæðir, meiri háttar fréttir.

Góða skemmtun í Legó landi það er snilldar land. Bæti Litla pung sérstaklega í mínar bænir í kvöld. Var sjálf með astmabarn

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:51

12 Smámynd: Helga Linnet

Frábært að heyra með Þuríði, vildi óska að þetta væri loka niðurstaða og svo aldrei sögunni meir, þyrftuð ekki að hafa frekari áhyggjur. Vonandi lagast litli manninn fljótt. Ferlegt að standa í þessu.

Við fjölskyldan förum líka í Legolandið. Þó svo að mín eldri sé orðin þetta gömul þá er hún það ekki í þroska og allt svona gleður hennar hjarta svo ómetanlega. Ekki veitir af miðað við hvað hún þarf að takast á í daglega lífinu þrátt fyrir að vera laus við krabbann.

Hlakka til að hitta ykkur á þriðjudaginn.

Helga Linnet, 14.9.2007 kl. 14:54

13 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Guð láti á gott vita.

Fáar fréttir gætu létt menni helgina sem einmitt svona fréttir.

 Njótið ferðarinnar í LEgó og njótið augnabliksins, nægjanlega mörg slæm augnablik hafa rekið á ykkar fjörur.

Með þeim innilegustu árnaðaróskum, sem til eru í sinni manns.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.9.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband