Leita í fréttum mbl.is

Svör frá Boston

Þá erum við komin með svörin frá Boston og þau voru bara einsog við héldum en samt er það alltaf jafn leiðinlegt því maður að sjálfsögðu vonar að maður fái önnur svör og heldur fast í það kraftaverk.  Skurðlæknirinn okkar fór á fund með sínu liði og það er ekki hægt að gera aðra aðgerð því æxlið er svo innarlega og aldrei hægt að taka það allt og verður væntanleg ALDREI hægt.  Þeir líka tala um því henni líður svo "vel" í dag og þá vilja þeir heldur ekkert gera og þetta er nú eiginlega síðasta úrræði fyrir Þuríði mína þessi meðferð sem hún er í dag og við verðum bara að vona að það geri kraftaverk.  Það hefur nú orðið eitt kraftaverk að hún sé hjá okkur í dag og við trúum því að þau verða fleiri ég man líka svo vel fyrirsögnina á forsíðuviðtalinu við okkur um Þuríði mína við DV síðustu jól en hún var svona "vonast eftir kraftaverki um jólin" og svei mér þá að það rættist.Smile  Það er einmitt það sem mér finnst vanta í þessu þjóðfélagi, það er mikið rétt við veikt fólk en mér finnst umræða um kraftaverkin vanta.  Við þurfum að heyra um kraftaverkin, það eru margir einstaklingar sem er ekki hugað líf en svo gerast kraftaverkin einsog með Þuríði mínaJoyful. Ég hefði ekkert á móti því að heyra um einhver kraftaverk.

Allavega við trúum og treystum þessi skurðlækni í Boston ef hann treystir sér ekki þarna inn aftur þá vitum við það að það er ekki hægt en svo eru margir læknar þarna útí heimi tilbúnir að gera aðgerð á henni en vita ekkert hvernig afleiðingarnar verða og kanski alveg nákvæmlega sama.  Bara ef ein aðgerð tekst þá fá þeir mikla umfjöllun en leiðinlegt fyrir einstaklinginn ef það tókst ekki og við viljum ekki taka neina áhættu með hetjuna okkar þó einhver sérfræðingur útí heimi segist treysta sér þarna inn en vita ekkert hvað mun ske eftir það.  Nei takk!!

Þuríður mín er ennþá mjög slöpp, hún var gjörsamlega útur heiminum í gær.  Svaf allan daginn og kvartaði við mig hvað hún væri þreytt og mikill hiti.  Hún var hitalaus í morgun og ég held að hún sé að hressast eða vona það allavega, borðaði í morgun sem er byrjunin og drekkur vel af vatniGrin.  Held að hún ætli að rífa sig uppúr þessu svo hún komist að hitta sveinka eftir helgi og kíkt í nokkur tæki í jólatívolíinu, ohh mæ god hvað ég er orðin spennt og þær vita ekkert.  Víííí!!

Það var aðventukaffi í leikskólanum í morgun og mér fannst dáltið leiðinlegt að hetjan mín missti af því en að sjálfsögðu fór ég með hinum tveim og fékk ofsalega góðar bollur sem þau bökuðu og heitt kakó.  Ætlaði með þau öll í jólaklippinguna á eftir því miður verður Þuríður mín að fá sína seinna því stúlkan fer ekki út næstu daga en Oddný mín bíður spennt eftir sinni klippingu en endurtekur við mig að hún sé að safna hári þannig það megi ekki klippa mikið eheh.   Hún tók nú uppá því fyrir í haust að klippa á sig topp en móðirin var búin að láta hana safna í ár þannig loksins náðist allt hárið í tagl en ég veit að hún sá ofsalega eftir því enda þolir hún ekki að hafa toppinn fyrir augunum.

Ætli ég reyni ekki að "troða" smá mat í sjúklinginn minn sem er að horfa á uppáhaldin sín Skoppu og Skrítlu en hún er búin að horfa á þær 102x og ég keypti handa þeim systkinum nýjasta jólalatabæjardiskinn sem hún er búin að horfa á 198x í veikindunum eheh.  Well sjúklingurinn farin að heimta soðin egg og þá fær hún soðin eggSideways.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

æji hún er bara sætust "soðin egg" hehehehe vonandi er það rétt að hún sé að rífa sig upp úr þessum veikindum núna.... sveinki og jóla tívolí getur ekki verið betra... :)

hafið það gott og knús og koss á ykkur....

Þórunn Eva , 5.12.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er alltaf gott að fá svör og vita stöðuna. Auðvitað hefði verið miklu betra að fá það svar að hægt væri að taka æxlið. En þið treystið þessum læknum og teljið víst að þetta sé heiðarlegt svar. Gott að hún er að hressast þessi elska. Æxlið hefur minnkað og það heldur því áfram. Það er svo mikið kraftaverk. Og kraftaverkin eru að gerast á hverjum degi. Ég er alveg sammála þér að okkur vantar kraftaverkasögur og fullt af þeim. Það sem við þurfum almest er að trúa því að kraftaverkin geris og þá gerast þau. Guð blessi ykkur öll Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ÚFF, ÞETTA VAR LEIÐINLEG FRÉTT FRÁ BOSTON en hver veit hvað þessi ofurkona gerir, hún er sannarlega mikið kraftaverk krúttan. Bið fyrir ykkur Áslaug mín

Skagakveðja 

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.12.2007 kl. 17:46

4 identicon

Elsku Áslaug....og þið öll.Leiðinlegt að fréttirnar voru ekki betri en þetta,en ég geri mitt besta til að senda Þuríði bataorku og bið guð að leyfa henni að hressast svo hún komist með í tívoli og geti notið þess að vera þarna úti í jólastemningunni.Ég vonast til þess að allir taki sig saman og kveiki á kerti á kertasíðunni hennar og að við leggjumst á eitt að biðja fyrir hetjunni...kærleikskveðjur og knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:34

5 identicon

Æji, var að vonast til að þið væruð búin að fá kraftaverka fréttir frá Boston. Þið verðið bara að halda í vonina um að Þuríðar ykkar verði sú sem getur seinna meir verið kraftaverkasagan fyrir hina sem verða að berjast við fj... krabbann. Þá verður hún kannski orðinn frægur skurðlæknir í Boston.....hver veit.

Allavega vona ég að hún fari að hressast stelpan svo hún komist með til Köben.

                Með kveðju frá Þórshöfn - Sóley

Sóley Ind. (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:48

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.12.2007 kl. 19:16

7 identicon

Áfram hetjur.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:30

8 identicon

henni tekst að rífa sig upp úr þessu , æ hvað ég væri til að vera fluga á vegg þegar þið segið þeim frá ferðinni , það verður gaman hjá ykkur

batakveðjur til prinsessunar

kveðja

Dagrún (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband