Leita í fréttum mbl.is

Hún bað um kók og nammi :)

Það er nú ekki oft fagnaðarefni að barnið manns biður um kók og nammi en það var það hjá mér þegar hetjan mín bað um kók og nammi í gærkveldi og hún var ekki lengi að fá það.  Þuríður mín er ekki þessi nammi týpa eða mikið fyrir að setja gos inn fyrir sínar varir, þessa vikuna vildi ég óska þess að hún væri einsog systkinin sín sem elska allt sætt ehe.  Ég hef reynt að bjóða henni ALLT svo hún borði bara eitthvað en ekkert hefur hún viljað borða alla vikuna nema drukkið vatn og kakómalt.  Múttan mín kom færandi hendi í gærkveldi en hún kom með steiktan fisk handa hetjunni minni og ákvað að mata hana því hún neitar frekar mér heldur en ömmu sinni.  Hetjan mín borðandi smá sem var æði og svo um kvöldið kókglas og hraunbita, vííííí!!  Hún er líka algjörlega kraftalaus, sefur einsog ungabarn en einsog í gær tók hún sér fjóra dúra yfir daginn sem eru allir sirka 1-2 tímar og það er ekkert skrýtið að hún sé kraftalaus þegar hún borðar ekki neitt og er á öllum þessum lyfjum á móti.  Aaaargghh!!  Hún er t.d. búin að léttast um hálft kg þessa vikuna og það er mikið miða við 18kg kropp, ég er líka farin að sjá beinin standa út á bakinu hennar.Undecided  En hey ég held að hún sé að koma til, hún er allavega búin að vera hitalaus þó hún sé orkulítil en hver væri það ekki?  Þannig stefnan er tekin í jólatívolíið ekki á morgun heldur hinn þökk sé leynigestunumW00t. Krakkarnir vita ekkert og fá ekkert að vita fyrr en á morgun og gvuuuð hvað ég get ekki beðið með að segja þeim þetta sérstaklega prinsessunum mínum því litli pungur hefur ekki eins mikið vit.

Haldiði ekki að okkur Skara var boðið í annað jólahlaðborð í kvöld sem við að sjálfsögðu komumst ekki í því við vorum búin að ákveða annað.  En gamli vinnustaðurinn minn sem ég vann allar mínar aukavinnur TBR bíður okkur alltaf til sín hver jól þó ég sé ekkert að vinna þar útaf Þuríði minni annars væri ég þar ö-a reglulega.  Þykir ofsalega vænt um það og það er líka alltaf svo gaman þar.  En gamli bossinn minn hringdi í mig á fimmtudag til að ath hvort ég hefði ekki fengið boðskortið en neinei ég hafði ekkert boðskort fengið.  Vitiði afhverju?  Jú því helvítis póstburðarmaðurinn sem á að vera bera út hérna í sveita er hættur að bera hingað út og ég held að sitji bara heima hjá og lesi alla launaseðla, euroreikningana, Séð og heyrt blöðin allra hérna, æðislegt.  Ég er ógislega vond útí þennan póstburðamann sem tekur að sér vinnu en nennir svo ekki að sinna henni og hendir, póstinum eitthvað.(er ekki alveg að fatta?)  Hvernig er hægt að hafa það á samviskunni?  Ég er allavega ekki búin að fá póst í viku og svo hef ég bara verið að fá hann svona einu sinni og einu sinni.  Ég veit ekki alveg hvað þeir ætla að gera hjá póstþjónustinni, þeir geta ö-a ekki reddað okkur öllum glötuðum pósti? Eru þeir tryggðir fyrir svona?  Hvernig þá?  Hvernig get ég treyst því að fá öll jólakortin mín?  Vonandi eru þið ekki búin að senda okkur jólakort því þá erum við ekki búin að fá þau nema eitt sem fannst á ganginum í blokkinni sem nágrannakona mín fann.  Djöh er ég reið.

Verð víst að þjóta, Þuríður mín að kvarta undan ógleði og segist þurfa að gubba.  Þessi ljótu krabbakúkalabba lyf sem er eins gott að þau geri sitt fyrir hana.

FARIN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta mín...verst að við séum báðar að fara á annað jólahlaðborð annars hefðum við getað verið saman í kvöld... bull og vitleysa hehehhehehe

gott að snúllunni sé farið að líða aðeins betur... :) hafið það gott í kvöld koss og knús á línuna í sveitinni...

Þórunn Eva , 8.12.2007 kl. 11:47

2 identicon

hæ =) já hraunum bara yfir póstkallana =) heh e

þúrt sæt =) hehe ... knústu elsku litlu famelíuna frá mér úff mér langar í hreunbita og kók eftir að hafa lesið færsluna =)

LÁRA (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að stúlkan er að fá smá list. Það er oft fáránlegt sem mann langar í eftir hitadaga. Ömmur eru alltaf góðar og notalegt að láta þær stjana við sig. Það er verst að ekki sé hægt að dreyfa þessum jólaboðum betur, en svona er lífið. Sendi Þuríði orku og ykkur öllum Guðs blessun Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.12.2007 kl. 18:22

4 identicon

Vona svo sannarlega að þið komist í Tívolí með litlu hetjuna og getið skemmt ykkur og litlu börnunum.  Gott að heyra að hetjan sé að hressast af pestinni.  Sendi knús og kram og batastrauma ER búinn að kveikja á Þuríðar kertinu og er að hugsa til hennar og mömmu minnar sem er veik.  kær kveðja Guðrún

Guðrún ( Boston) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband