Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta hitalausa nóttin :)

ToungeNóttin í nótt hefur verið sú besta hingað til eða í viku.  Þuríður mín svaf uppí hjá okkur í nótt einsog síðustu nætur bara svo maður geti fylgst með henni, hún svaf ofsalega vel í nótt sem er sú fyrsta ásamt engum hita.  Very nice!!  Aftur á móti svaf ég ekkert því ég var alltaf að ath með hana, hvort það væri ekki alltíkei, var hún heit, þarf ég að pústa hana, gefa henni vatn að drekka,gefa stíl og þess háttar en ekkert þurfti ég að gera nema liggja sem fastast uppað henni.Sleeping  En þetta var allt tilbúið á rúmstokknum fyrir hana.

Hetjan mín er vakandi núna og búin að vera vakandi í næstum tvo tíma sem er eiginlega met en annars sefur hún nánast allan daginn því hún er svo slöpp.  Mér finnst kanski heldur ekkert skrýtið að hún sé svona slöpp, hún er ekkert búin að borða í viku fyrirutan kjötbollurnar í fyrradag.  Það er alveg sama hvað ég bíð henni ís, nammi, kex, jógúrt en ekkert vill hún því verr og miður svo er hún líka komin á enn ein lyfin.  Núna eru það sýklalyf til að koma í veg fyrir lungabólgu og svo fær hún á fullu púst (astmalyfin sín) þannig það er mikið lagt á þennan litla kropp sem er að léttast og léttast.  Aaargghhh!!  Vonandi er hún að rífa sig uppúr þessu, krossa alla putta og tær.

Jeij ég fékk að setja eitthvað annað í tækið en Latabæ eða Skoppu og Skrítlu en það er ágætt að hvíla sig aðeins á þeim, púúúffhhh!!  En ég og Oddný Erla mín (múttan mín líka) kíktum í kringluna í gærkveldi en mig vantar einhverjar tuskur á mig en auðvidað finnur maður aldrei neitt þegar manni sárvantar eitthvað, þoli ekki að skoða á mig föt því ég veit að ég finn hvorteðer aldrei neitt á mig.  Bwaahh!!  Við kíktum við í Skífunni keyptum eina gjöf handa hetjunni minni en það var eiginlega fyrir mig eheh því mig vantaði eitthvað nýtt í dvd-spilarann þannig við keyptum handa henni þriðja uppáhaldið Simpson sem hún er að horfa á núna.W00t (elska þessa fígúru)

Þuríður mín er ennþá mjög slöpp en er hitalaus allavega í augnablikinu og í nótt og þá líður manni strax betur annars tekur þetta ofsalega á taugarnar og dregur mann mikið niður.  Um leið og hún verður eitthvað slöpp slappast maður sjálfur niður, hrikalega erfitt. 

Er búin að fá þrjár einkunnir af fjórum, trallalala!!  Segi ykkur þær þegar sú fjórða kemur í höfn, vííí!! Ég veit allavega núna hvar börnin mín fá þessar gáfur sem þau hafa, ég hef oft verið að reyna finna það út og farið langt aftur í ættir en aldrei fundið neinn svona gáfaðan einsog þau en núna hef ég loksins fundið manneskjuna, MIG.Whistling

Ég verð að segja ykkur frá smá samtali sem ég átti við Oddnýju Erlu mína í fyrradag:

Oddný: mamma hvenær ætlar þú að fá litla stelpu?
Ég: ha! Litla stelpu, hvað meinaru?
Oddný: fá svona stóra kúlu einsog Ólöf Inga.  (sem er mágkona mín og á að eiga núna þann 14.des)
Ég: ég veit það ekki, einhverntíman seinna.
Oddný:  kanski núna um jólin?
Ég: nei seinna
Oddný: en hvað eigum við að gera við Theodór þegar við fáum litlu stelpuna?
Ég: eheh hvað eigum við að gera við hann, nú hann verður áfram hjá okkur.
Oddný: ok, ég ætla þá að passa hana svo hann meiði hana ekki og hún má sko leika sér í dótinu mínu.

Þar var samtalinu lokið, þvílíkar pælingar hjá þriggja ára gömlu barni, hvernig ætli hún verði þegar hún verði eldri.  Ef ég verð ö-a komin á endanum með tíu kríli á heimilið ehe.

Við Skari erum hætt við að fara í Bláa lónið á morgun, viljum ekki fara frá hetjunni okkar svona veikri en við gerum það bara seinna.  Okkar tími mun koma.  En ætlum samt að fara í jólahlaðborðið sem ég er búin að bíða eftir síðan ég pantaði það í september, slurp slurp!!  Þegar ég fer í jólahlaðborð þá get ég bara borðað forréttinn, ég elska hann.  Ég þarf ekki aðalréttinn né eftirréttinn, hitt dugar mér og borðað mikið af því.  Kanski ég sleppi bara öllu nema forréttinum eheh, mmmmm! Ég get alltaf fengið læri, ís eða eitthvað en ekki hitt.  Oh mæ god hvað ég hlakka til.  En okkur er svo boðið á tónleikana hans Bjögga á sunnudagskvöldið þannig það er alveg mikið að gera og maður verður víst að reyna velja og hafna sérstaklega þegar staðan er svona á heimilinu.  En einsog einn bloggvinur minn sagði í færslunni hérna fyrir neðan:

Ég áttaði mig á því MÉR TIL SKELFINGAR að ég fór að hugsa. Hvernig getur HÚN farið út að skemmta sér og barnið hennar svona veikt. Ég varð svo reið útí sjálfa mig fyrir þessa hugsun og verð að játa það að gamla hugarfarið er lífseigt og ég verð virkilega að passa mig. 

Mér fannst ofsalega gott að hún viðurkenndi hvernig hún hugsaði fyrst en breytti svo þeim hætti en það er samt þessi hugsunarháttu hjá fólki sem fer ofsalega í mig því við foreldrar veikra barna getum ekki hætt að lifa lífinu því barnið okkar er veikt.  Við þurfum alveg jafn mikið á því að halda að skreppa út og gera eitthvað fyrir okkur, hvernig eigum við að geta sinnt veika einstaklingnum ef við getum ekki sinnt okkur?  Það er mikið af skilnuðum hjá fólki í okkar stöðu og ég er alltaf að heyra um fleiri og fleiri því verr og miður en ég skil þessa foreldra líka sem eru að skilja, það eru ekki allir sem höndla þetta og auðvidað verður maður sjálfur hræddur um að lenda í þessari stöðu en þá verður  maður á móti að vera dugleg að gera eitthvað saman sem fólk er ekki nógu duglegt við.  Við erum hrædd við að fara frá veika barninu en einsog við Skari erum við ofsalega heppin með fólkið í kringum okkur sem er alltaf tilbúið að koma og aðstoða okkur með pössun en þá er maður samt ekki nógu dugleg að nýta það því verr og miður því manni líður illa að fara frá sérstaklega Þuríði minni sem þarf á okkur að halda en verður samt ekkert meint af að fá ömmu, afa eða Lindu frænku í heimsókn.  En svo aftur á móti fer það líka ofsalega í mig þegar fólk er að tauta við mig, aldrei förum við neitt (eiga heilbrigð börn) en þið eruð alltaf að fá pössun sem við gerum kanski einu sinni í mánuði (mesta lagi) reyndar aðeins meira í des og skammast mín ekkert fyrir það.  Við þurfum á þessu að halda.  Takk fyrir.  Samt ekkert beint til þín Fríða mínSideways, fannst mjög gott það sem þú skrifaðir og viðurkenndir hvernig þú hugsaðir.

Jæja dúllan mín sofnuð og þetta orðin alltof lööööng færsla, kerran hennar Þuríðar minnar reddí.  Takk hálpartækjastofnun eða kanski réttara sagt konan sem sá um þetta fyrir okkur, góð þjónusta.

Eigið góða helgi, ég ætla allavega að reyna eiga góða helgi og skemmta mér að borða forréttinn á norddicca.

Ciao


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Auðvitað þurfið þið foreldrarnir að eiga ykkar stundir saman. Þið þurfið að safna kröftum, upplifa hluti og ekki setja lífið á pásu.

Og ég er viss um að ef þið upplifið góðar stundir saman fjarri heimili og börnum þá skilar það sér margfallt til elsku barnanna ykkar.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 7.12.2007 kl. 09:40

2 identicon

Kæra fjölskylda, þið eruð frábær og eigið allt það besta skilið. Njótið helgarinnar og vonandi komist þið í Tívolíið líka það væri toppurinn fyrir ykkur fjölskyldunna. Haltu áfram að vera svona ótrúleg og maður á ekki til orð yfir það hvað þú ert jákvæð þó svo að það gangi á ýmsu hjá ykkur. Batakveðjur úr Hafnarfirði til Þuríðar og ég veit að hún á eftir að hrista þetta af sér og njóta jólanna hress og kát.

Kveja Ella (ókunnug ) 

Ella (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:50

3 identicon

Langar að senda ykkur eitt stórt knús :)

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:52

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Guð min góður, ég trúi ekki að einhver hafi sagt þetta.  Auðvita þarft þú hvíld eins og aðrir foreldrar.  Átt hana skilið og börnin þín eiga það skilið að þú hvílir þig öðru hvoru. 

Margir foreldrar langveikra barna fá aðstöðu fyrir börnin sín á sambýli, til að geta hvílt sig og sinnt þeim betur.  Það er ekkert að því, en auðvita eru þeir uppfullir af sektarkennd.  En að vaka yfir og sinna veiku barni alltaf reynir á og ég ætla ekki einu sinni að reyna setja mig í spor þeirra sem þurfa að vaka yfir sínu eigin barni.  Þú ert hetja og hetjur þurfa stundum að taka sér tíma fyrir sjálfan sig til að safna kröftum aftur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.12.2007 kl. 09:53

5 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:01

6 identicon

Elsku Áslaug...þú ert bara æðisleg og þið öll.Mér finnst þið taka svo hárrétt á málunum og eins og þú segir,hvernig eigið þið að geta sinnt börnunum ef þið sinnið ekki ykkur???Alveg laukrétt.En ég veit að Þuríður fallega nær sér upp úr þessu og kemst í tívoli,engin spurning.Við biðjum fyrir henni og kveikjum á kertum og kærleiksríkar hugsanir sendi ég henni oft á dag.Eigið þið bara yndislega helgi og skemmtið ykkur bæði í hlaðborðinu og á tónleikunum,þið eigið það svo mikið skilið.Takk Áslaug mín fyrir að leyfa mér alltaf að fylgjast með ykkur,það hefur hjálpað mér meira en þig grunar..knús knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:08

7 Smámynd: Helga Linnet

Ég veit að maður hugsar öðruvísi þegar maður hefur lent í svona alvarlegum veikindum sjálfur, ég heyrði hinsvegar utan af mér hvað ég var vond móðir að senda veika einstaklinginn frá mér í einar 3 vikur í sveit! Hún var komin yfir sín veikindi en glímdi við annarskonar veikindi í staðin sem geta tekið á taugarnar.

Þessi pása var svo kærkomin að maður trúði því varla sjálfur og mér sárnaði ótrúlega mikið við það að heyra hvað var sagt um mig út í bæ.

Eftir þetta hefur stelpan mín farið í sveit árleg í 2-4 vikur, bæði til að hvíla hana frá okkur og okkur frá henni.

Þið eigið 2 önnur börn sem þið þurfið að sinna líka og það gerið þið ekki nema að hvíla ykkur frá börnunum öðru hvoru svo ég sé sko ekkert að því að senda börnin í pössun öðru hvoru.

Njótið þess að vera til.

Helga Linnet, 7.12.2007 kl. 11:19

8 identicon

Hafið það gott á nordica,vonandi njótið þið ykkar vel.

Það er nú ekkert skrítið að þið fáið kannski "oftar" pössun. Þið eruð 24/7 vakandi yfir barninu ykkar og svo að vera með 2 önnur. Ef fólk gerir sér ekki grein fyrir því álagi þá er bara ekki í lagi með það.Skil vel að ættingjar vilji passa fyrir ykkur og leyfa ykkur að komast aðeins frá,annað væri óeðlilegt segi ég nú bara.

Held að fólk segi svona hluti meira af hugsanaleysi,og átti sig ekki alveg á hvað það er að segja. Veit ekki betur ef fólk "þarf" að vera heima með börnunum sínum í einhverri pest og veikindum í nokkra daga þá er það yfirleitt alveg komið með nóg!!

Vonandi komist þið til Köben en ef ekki þá bara kíkið þið seinna.

Og til lukku Áslaug með þessar rosa einkunnir sem þú ert að fá.

kv frá einni sem fylgist alltaf með á hverjum degi. 

Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 12:17

9 identicon

 Verði þér og þínum að góðu.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:04

10 identicon

Að sjálfsögðu getur maður ekki hugsað um aðra nema passa upp á sjálfan sig fyrst. Ég held, eins og Jóhanna sagði, fólk segi svona í hugsunarleysi og svo kannski líka þarf það mikið á því að halda að komast í frí frá sínum börnum en er ekki að koma því í verk. Mér finnst þú (og þið) bara taka mjög vel og skynsamlega á þessari erfiðu aðstöðu sem þið eruð í. Njótið jólahlaðborðsins (er orðin rosalega forvitin um þennan forrétt!!) og tónleikanna og eins og aðrir lesendur þá bið ég fyrir því að þið komist í ferðina ykkar til Köben og fáið að njóta hennar.

Óla Maja (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:12

11 identicon

Hafið það sem allra best um helgin. Farið afvelta út af jólahlaðborðinu  og njótiði samverunar.

Bestu kveðjur og von um skjótan bata Magga

Magga (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:41

12 identicon

Sæl og blessuð,

                          skemmtið ykkar sem best þið eigið það skilið.Góða helgi og knús til ykkar öll.Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 14:52

13 identicon

Komiði sæl kæra fjölskylda..í svolítið langan tíma hef ég lesið bloggið þitt og fylgst með hvernig litla hetjan ykkar hefur það..verð að segja að það er alveg frábært hvernig þið takið á þessu "verkefni" sem æðri völd hafi látið í hendur ykkar..standið ykkur rosalega vel;)

ég hugsa oft til ykkar þegar maður er að "væla" yfir einhverju smotteríi..og krosslegg bæði fingur og tær með von um góða heilsu hjá hetjunni ykkar og að þið fjölskyldan hafið það sem allra best og njótið alls þess tíma sem þið eigið saman..(",)

ég segi alltaf, ef maður hugsar ekki um sig fyrst þá getur maður ekki hugsað um annan...hljómar kannski hálf sjálfselskt en svona er það nú bara samt..þannig að þið hjúin eigið að sjálfsögðu að nýta þann tíma sem gefst til að gera eitthvað saman;)

Vona að allt muni ganga sem best hjá ykkur..með bestu kveðju og góðum hugsunum...ein frá Akureyri=)

Ein frá Akureyri (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:09

14 identicon

'Aslaug mín Hún Þuríður er örugglega með þessa pest sem gengur hér á suðvesturhorninu, þetta leggst bara þyngra á hana hún fer örugglega að lagast og þið farið sæl og glöð til Köben.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:53

15 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Njóttu vel frábæra mamma.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:48

16 identicon

Sæl. Mig langar að benda þér á ágæta bók sem heitir "Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður" eftir Andés Ragnarsson. Hún lýsir vel hvað fólk þarf að hugsa vel um sig til að geta hjálpað öðrum. Mæli með henni. Kveðja, Anna

Anna (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:56

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég glöð að heyra að hitinn er að fara úr henni Þuríði okkar. Hún er búin að vera svo mikið lasin þessa síðustu daga. Ég er svosem ekki hissa þó listin sé ekki mikil, en hún verður bara að koma sem allra fyrst svo prinsessan fá orkuna sína aftur. Þú er svei mér að gefa okkur það í skyn að þú hafir fengið "gott" á prófunum þínum. Frábært frábært. Ég er aðeins að koma til nútímans því fyrsta hugsunin þegar  ég sá að þið eruð hætt við Blá lónið var; æi það var verst. 

Kæra Áslaug, þakka þér fyrir hlý orð til mín. Skrifin þín gera það að verkum að ég fer aðeina að opna meira á mig sjálfa og ég varð bara svo örg út í sjálfa mig að ég vildi losa mig við það. 

Bið Guð að gefa ykkur öllum góða helgi og skemmtið ykkur vel Fríða 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2007 kl. 23:37

18 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ babe :) hafðu það gott á jólahlaðborðinu sæta...

við erum loks búin að heyra í doktornum hans JS yes... heheheh

hlakka til að heyra í þér sæta mín...
koss og knús

Þórunn Eva , 8.12.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband