Leita í fréttum mbl.is

Hress og kát

Þuríður mín er hress og kát eftir aðgerðina í gær, erum búin að taka umbúðirnar af en það blæddi dáltið í gær en svo er hún með einhverja sauma á bakinu sem verða teknir eftir tæpar tvær vikur.  Hún er líka á sýklalyfjum væntanlega til að koma í veg fyrir sýkingar í sárin hjá henni en vonandi fara þau vel í hana, byrjar allavega ágætlega en vanalega fara sýklalyf rosalega illa í hana og hún verður mjög ofvirk en ekkert svoleiðis ennþá en það væri nú ekki það versta.  Betra að hún verði ofvirk en fái sýkingu í sárin.  Eina leiðinlega við þetta að Þuríður mín má ekki fara í bað né sund í tæpar tvær vikur og það verður hræðilegt fyrir hana þar sem hún elskar sund (með uppáhalds greinum hennar í skólanum) og baðferðir, verður líka erfitt fyrir okkur því hin þurfa sjálfsögðu að fara í bað og þá verður hún væntanlega mjög sár og leið.

Hérna er ein frá aðgerðinni, ekkert rosalega góð gæði enda tekin úr símanum mínum, er ennþá sofandi eftir aðgerðina.
Mynd068

Mig langar að minna ykkur á það að þið getið farið núna inná www.skb.is og pantað ykkur jólakort fyrir jólin, alltaf gott að vera tímanlega og mjög auðveld pöntunarleið.  Endilega styrkið gott málefni fyrir jólin Styrktarfélag krabbameinssjúkrabarna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er svo frábærlega dugleg litla hetjan ykkar.Gangi ykkur vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 20:55

2 identicon

Sendi kærleikskveðjur og knús á hetjuna mína og vona að guð gefi að allt verði í himnalagi og engar aukaverkanir geri vart við sig...knús og koss

Björk töffari (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Guð blessi ykkur öll sex       

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.11.2008 kl. 04:02

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gott ad adgerdin gekk vel. gódan bata á litlu hetjuna

María Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 07:48

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bara innlitskvitt og bestu kveðjur. 

Þið eruð öll að standa ykkur glæsilega.

HHS 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 08:20

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bara innlitskvitt og bestu kveðjur. 

Þið eruð öll að standa ykkur glæsilega.

HHS 

p.s.  svo er það nú líka með ólíkindum hvað börn eru klár og díla vel við áföll og veikindi.  Því má ekki gleyma. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 08:25

7 identicon

Hún er náttúrlega algjör hetja þetta barn Og þið fjölskyldan líka. Gangi ykkur vel. Kveðja frá einni með 4 börn og finnst það yndislegt!!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 09:11

8 identicon

Yndislegt að lesa hvað aðgerðin gekk vel.  Kveðja til fjölskyldunnar.  Þorgerður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:06

9 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Bara risa knús og góðar óskir til ykkar

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:04

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þið eruð öll alveg ótrúleg og standið ykkur frábærlega. Svo ekki sé minnst á það sem þið gefið okkur hinum. Takk fyrir það.

Vonandi eigið þið góða ,,helgarrest"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:20

11 identicon

Gott að allt gekk vel hjá Þuríði litlu.  Guð blessi ykkur öll.

Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:50

12 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Kærleikskveðja

Halldór Jóhannsson, 2.11.2008 kl. 16:54

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gott að aðgerðin gekk vel - hún er ótrúlega dugleg þetta barn (móðirin líka). Guð veri með ykkur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.11.2008 kl. 00:01

14 Smámynd: Elsa Nielsen

Hún er bara duglegust!! Knús til ykkar

Elsa Nielsen, 3.11.2008 kl. 08:30

15 Smámynd: Hulla Dan

Sendi dúllunni stórar batakveðjur héðan frá DK...
og farðu voða voða vel með þig og kúluna ykkar

Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 12:22

16 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

kærleikskveðja og englaknús á duglegu stelpuna þina!

Bergljót Hreinsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband