5.2.2010 | 11:19
...ekki heldur gleyma systkinum þeirra.
Í veikindasúpu Þuríðar minnar höfum alveg verið meðvituð að ALLS EKKI gleyma hinum börnunum þá sérstaklega Oddnýju Erlu minni sem var aðeins sex mánaða þegar Þuríður veikist og þekkir ekkert annað en veikindi og aftur veikindi. Hún hefur reyndar staðið sig einsog hetja í öllu þessum veikindi. Að sjálfsögðu hefur þetta reynt mikið á hennar líkama og andlega álag. Það tók nefnilega einu sinni alveg svakalega á hana þegar Hinrik var ca þriggja mánaða og það þurfti að leggja hann inn vegna RS-vírus og þá brotnaði Oddný mín niður því hún hélt að hann væri að fá sömu veikindi og Þuríður sem fór algjörlega með hana. En þessi stelpa er ótrúlega flott, alltaf tilbúin að hjálpa systir sinni og kenna henni þá hluti sem hún kann ekki. Við erum ótrúlega stollf af henni. Hún t.d. æfir fimleika þrisvar sinnum í vikum og ég held að það gefi henni ofsalega mikið að komast aðeins útaf heimilinu og fá smá útrás sem hún fær enda mikið efni þó ég segi sjálf frá. Reyndar farin að heimta æfa dans með fimleikunum þar sem henni finnst þetta ekki alveg nógu mikil þjálfun hehe.
Oddný Erla gleðst líka yfir öllum hlutum sem Þuríður Arna gerir og hrósar henni mikið, þær eru bara ótrúlega flottar saman. Þuríður Arna lítur líka mjög mikið upp til hennar og ég veit að það er líka öfugt hjá Oddnýju. Við förum með bænirnar á hverju kvöldi og ALDREI gleymir Oddný (einsog Theodór) henni Þuríði sinni í bænunum sínum. Einsog þessa vikuna er Oddný búin að vera með skarlatsótt og þá bætti Þuríður henni við í sínar bænir að hún ætti að hætta vera lasin og svo segir hún alltaf í lokin að Oddný Erla sín eigi að vera meistari í fimleikum. Ótrúlega sætt.
Já þetta reynir ekki bara á okkur foreldrana, hún hefur oft átt erfitt þó svo hún sé bara að nálgast sex ára aldurinn, ég veit allavega 100% að Oddný mín mundi vita hvernig hún ætti að bregðast við ef hún sæji manneskju í flogakasti. Nei það er að sjálfsögðu ekki eðlilegt en við höfum bara frá upphafi látið hana "læra" líka svo þær gætu leikið sér saman inní herbergi án þess að við séum yfir þeim allan daginn. Sumum finnst það ekki rétt en það má hver dæma um það fyrir sig. Hún er líka hetjan okkar bara á annan hátt. Ég vona bara svo heitt og innilega að aukaverkanir hennar komi ekki í ljós þegar hún eldist sem er ofsalega mikil hætta á, þess vegna þarf maður líka að vera á varðbergi með systkinin en ekki bara okkur sjálf. Þess vegna hef ég líka verið mjög dugleg að búa til "mömmudaga" fyrir okkur tvær.
Annars verð ég nú að nefna eitt í lokin, jú einsog ein vinkona mín sagði við mig að hún væri svona næstum því hætt að trúa mér hehe. En einsog ég hef nefnt hérna þá var hann Theodór minn tveggja og hálfs árs þegar hann ákvað að læra alla stafina, bara einn morguninn þuldi hann alla stafina fyrir afa sinn Hinrik þá að sjálfsögðu með þá fyrir framan sig. Núna alltaf þegar ég hef verið að hlýða Þuríði minni yfir lesturinn vill hann líka alltaf gera en þá þuldi hann bara stafina fyrir mig en svo í fyrrakvöld langaði honum svo að lesa fyrir mig en þá hafði hann ekki gert það í dálítin tíma. Uuuuuuu ég er ennþá með kökkinn í hálsinum en drengurinn LAS fyrir mig svona án gríns, hann varð fjagra 23.jan og KANN að LESA. Ég veit þið þurfið ekki að trúa mér hehe en satt er það. Einsog fyrir nokkrum dögum þuldi hann alla á deildinni sinni á leikskólanum ekki bara í venjulegri röð heldur í stafrófsröð, bíddu hvaðan kom þessi drengur? Núna ákvað hann að læra á klukku og það er alveg að takast, ég bara skil hann ekki. Einsog þessi drengur minni getur verið mikill gaur þá er hann ótrúlega KLÁR þó ég segi sjálf frá. Bara flottastur!
Það er einmitt það sem hefur hjálpað Þuríði minni að læra lesa það er hvað hún er með gott sjónminni. Snillingur! Jú Þuríður mín er svakalega hress einsog venjulega, förum að fara með hana í tjékk og ætlum svo að fá myndatökur í maí en þá verða liðnir níu mánuðir frá þeim síðustu og það hefur ALDREI liðið svona langur tími á milli. Kanski við förum að hugsa um að láta taka "brunninn" hennar sem er nánast hættur að vera notaður (þar eru teknar blóðprufur og þess háttar fyrir þá sem ekki vita svo hún sé ekki útstunginn um allan kropp).
Eigið góða helgi kæru lesendur, mín helgi er að sjálfsögðu pakkfull af skemmtilegheitum.
Njótum lífsins!!
Hérna er ein af Þuríði minni sumarið'04 eða ca þremur mánuðum áður en hún veiktist. Alltaf jafn falleg.
....og hérna er ein af Oddnýju Erlu minni á svipuðum tíma sem Þuríður Arna mín er að veikjast.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bókina veður þú að skrifa. Það er svo margt sem gert hefur verið á ykkar heimili sem er bókstaflega nauðsynlegt að foreldrar fái að lesa og hugleiða. Þið leggið ykkur fram um að gera ykkar allra allra best og hvað er hægt meira. Allt okkar líf er ein stór tilraun, við gerum öll mistök en við gerum líka öll svo margt rétt. Við erum mis dugleg að leggja okkur fram og gerum það líka á mismunandi hátt. Þessar fréttir af honum Theodór eru góðar og eru að mínu mati merki um að hann hefur fengið sína athygli í þessu öllu. Það er hollt og fræðandi að lesa færslurnar þínar, þær fá mig og örugglega fleiri til að hugsa um lífsgildin á nýjann máta. Þetta svokallaða daglega líf okkar er svo flókið og margslungið fyrirbæri og það eru bara ekki allir tilbúnir til að ræða hlutina af þeirri einlægni sem þú gerir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2010 kl. 12:04
Takk fyrir það Hólmfríður mín. ....hugsa mikið um bókina
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 5.2.2010 kl. 12:07
Það er búið að vera MJöG lærdómsríkt að fylgjast með
ykkur, kæra fjölskylda. Þið Óskar eigið 4 yndislegar hetjur.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 22:42
Börnin ykkar eru undraverð:):)..ást og kærleikurinnn sem þau búa að Áslaug mín,plús gáfurnar:):)...og foreldrarnir eru einstakir í sinni röð,margir mega taka ykkur til fyrirmyndar...Standið saman í blíðu sem og stríði:)ekki öllum gefið að gera það....Vona svo sannarlega að þið fáið tíma til að rækta ykkar samband enn frekar..Og ekki síður til að koma andlega og líkama ykkar gott form...þið ætlið(ættuð) að koma með fleiri gullmola,við þurfum á þeim að halda:)
Það eru forréttindi fá að fylgjast með ykkur yndislega fjölskylda..ég tek endalaust ofan fyrir ykkur:)takk fyrir kærleikinn sem þið hafið sýnt mér...og lærdóminn sem við megum svo sannarlega læra af ykkur:) Knús i hús:)
Halldór Jóhannsson, 6.2.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.