Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
26.9.2010 | 19:20
Sumarbústaður og Stokkseyri
Yndisleg helgi að ljúka sem við eyddum í sumarbústað og enduðum svo á Stokkseyri að taka upp nokkrar kartöflur en það var hið árlega "kartöflukeppni" okkar fjölskyldunnar (amma og afi, börn og barnabörn). Að sjálfsögðu var kíkt niður í fjöru og týnt nokkra krabba, þetta finnst krökkunum ÆÐI. Mér finnst ofsalega mikilvægt að eyða miklum tíma með börnunum mínum, gera eitthvað skemmtilegt saman sem við gerum mjög mikið af en þá er ég farin að sakna þess oggupínupons að vera ein með Skara mínum, væri alveg til í helgarferð í sumarbústað, grilla, sauma í, horfa á dvd og gera í náttgallanum allan tíma. ....set þetta í planlistan fyrir jól, kanski eitt stk bíóferð og útað borða líka.
Maístjarnan mín er bara þokkalega hress, kvartar ekkert og nýtur þess bara að vera til!! Hún sýnir ágætis framfarir, það gengur allt mjög hægt og rólega. Hún má taka ALLAN þann tíma sem hún þarf, hennar tími kemur í ÖLLU. GETA, ÆTLA, SKAL!!
Hérna koma nokkrar frá deginum í dag:
Ofur-töffarinn hann Theodór fann eitt stk krabba niður í fjöru og var alveg ákveðinn að taka hann með sér heim og sýna krökkunum í leikskólanum en það var víst ekki í boði og herra krabbi varð eftir á Stokkseyri.
Maístjarnan mín var mjög stollt af medalíunni sinni sem hún fékk í "kartöflukepnninni" enda ekki oft sem stúlkan fær medalíu.
Blómarósin mín lét sér nægja að halda á "dverg" krabba en hún hefði geta eytt heilum degi í fjörunni bara að velja sér kuðunga og skoða "sjó"lífið enda sú allra fallegasta fjara sem ég veit um.
Mömmupungsanum mínum fannst heldur ekki leiðinlegt að leika sér í fjörunni en þarna var honum orðið "kal" (kalt)einsog hann sagði sjálfur.
Sem sagt bara fullkomin helgi að ljúka og núna ætla ég að taka fram saumadótið mitt og halda áfram að sauma fyrir jólin enda BARA 89 dagar til jóla. Víííí!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2010 | 18:48
Maístjarnan mín
Maístjörnunni minni finnst ofsalega gaman að hlusta á tónlist, sérstaklega að fara á tónleika. En á myndbandinu hérna fyrir neðan er hún að tjútta við eitt af sínum uppáhalds lögum. Þið verðið að sjálfsögðu að vera með hátalarann í gangi.
Eigið góða helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2010 | 21:30
Blómarósin mín
Blómarósin mín er búin að æfa fimleika í ár og fimleikar eru eitt af því sem hefur hjálpað henni mest í að "gleyma sér". Hún er að hálfan sólarhringinn og fær engan veginn leið á því að æfa sig, ég hélt að hún myndi kanski byrja kvarta undan verkjum og þreytu núna í haust þegar hún fór að æfa 4x í viku tvo tíma í senn en NEI hún má sko ekki missa af æfingu þó svo hún sé hálf lasin þá kemur það ekki til greina. Hún hreinlega elskar fimleika og það hneykslast margir á því að við skulum "láta" hana æfa svona mikið aðeins sex ára gömul, við látum hana ekki gera neitt og hún er ekki neydd í að gera eitthvað sem henni langar ekki. Ég er ótrúlega stollt af þessari stelpu einsog öllum hinum þremur en hún hefur þurft að vera í baráttunni með systur sinni alveg frá byrjun og þekkir ekkert annað en hún hefur fimleikana sem hjálpa henni mest til að gleyma sér og mér finnst það alveg frábært. Ef hún fengi að ráða þá væri hún væntanlega á æfingum alla daga, reyndar æfir hún sig alla daga en þá er ég að meina með þjálfaranum sínum. Maístjarnan mín lítur líka ótrúlega mikið upp til hennar og það hjálpar henni líka rosalega mikið því líkaminn hennar hefur styrkst rosalega mikið eftir að hún byrjaði í sínum fimleikum því henni langar svo rosalega mikið að vera einsog "litla" systir.
Hérna er smá myndband af Blómarósinni minni gera pínu æfingar:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.9.2010 | 09:03
Tóm.is
Síðustu mánuði hefur maður verið frekar tóm, finnst endalaust erfitt að æxlið er komið upp aftur og allt svo óljóst. Alla daga er hnútur í maga sem er engan veginn að fara, kvíðinn er svo mikill að hálfa væri miklu meir en nóg. Ég þarf svo mikið að gera eitthvað fyrir sjálfan mig, reyna gleyma mér og ég veit það sjálf að minn besti sálfræðingur er hreyfing en það er bara svo erfitt að koma sér afstað.
Manni dreymir um veikindalaust líf en innst inni veit ég að það er frekar fjarlægur draumur þar sem við verðum væntanlega alltaf í þessari baráttu þar sem æxlið hennar er þannig "týpa" sem getur "poppað" upp hvenær sem er aftur og aftur. Þetta er erfitt!
Maístjarnan mín stóð fyrir framan spegilinn í gær og tilkynnti Blómarósinni að krabbameinið væri að stækka og það fékk dáltið á mig. Blómarósin mín sagði við hana að það væri ekkert sniðugt að segja svona, þetta fór greinilega líka í hana. Ég man svo vel fyrir ca tveimur árum varð hún alveg brjáluð þegar krakkarnir í bekknum voru að segja við hana að hún væri með krabbamein, hún sagði að það væri farið og svo segir hún þetta. ...auðvidað á ég ekkert að vera hugsa um þessi orð hennar en geri það samt.
Það eru frekar "erfiðir" dagar hjá henni, það er frekar stutt í þráðinn hjá henni. Hún er víst ofsalega róleg í skólanum og dugleg en þegar hún kemur heim verður hún mjög erfið, einsog hún viti ekkert hvað hún eigi að gera af sér. Það er eitthvað ónot í henni, svo vont þegar hún getur ekki tjáð manni hvað er að "bögga" hana.
Minnsti mömmupungurinn er búinn að vera lasinn, fyrsta sinn á sinni 22 mánaða ævi svo það hlaut að koma af því. Við erum búin að vera horfa á 10-15 Latabæjarþætti (bara í gær)sem er hans uppáhalds og þeir eru að sjálfsögðu komnir í gang núna.
Helgin framundan sem verður bara róleg, byrjar að sjálfsögðu á fimleikaæfingum og vonandi verður sá minnsti ekki veikur svo það verði hægt að gera eitthvað skemmtilegt með þeim.
Góða helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.9.2010 | 11:17
Styttist í drauminn...
Það styttist óðum í STÆRSTA draum Maístjörnunnar minnar, jiiiii minn hvað mig hlakkar til. Þegar henni verður tilkynnt hvað við ætlum að gera fyrir hana verður videovélin að sjálfsögðu til staðar og allt verður myndað þar sem hún mun tjúllast af kæti. Þetta verður bara BEST í heimi!!
Maístjarnan mín er ágætlega hress, gengur vel hjá henni í fimleikunum sem styrkja hana rosalega vel. Við ákváðum að láta hana ekki vera í sjúkraþjálfun þar sem fimleikarnir styrkja hana alveg jafn mikið (ef ekki meir)og þar fær hún líka að vera hluti af hóp sem hún var ekki í sjúkraþjálfuninni. Fyrir ca ári síðan vorum við í sjúkraþjálfun hjá greiningarstöðinni sem er besta þjónusta sem við höfum fengið en þar var hún alltaf ein og sjúkraþjálfinn hennar vildi að hún yrði hluti af hóp og fengi að æfa með krökkum á svipuðu leveli og hún og auðvidað vildum við það þó svo það var hrikalega erfitt að hætta hjá þeim í greiningarstöðinni. Það var sótt fyrir hana á ákveðnum stað sem henni var lofað að vera í hóp sem við vorum að sjálfsögðu ánægð með en hún fékk það svo aldrei, hún var alltaf ein svo það var engin "gróði" að flytja sig af besta staðnum. Þess vegna ákváðum við að hún yrði ekki í sjúkraþjálfun en hún sýndi miklar framfarir frá síðustu önn af fimleikunum, þó svo hún geti ekki alveg sömu hlutina og stelpurnar sem eru með henni í hóp en þá gerir þetta ofsalega mikið fyrir hana. Hún fær fullkomna þjónustu hjá fimleikafélaginu OKKAR, við eigum væntanlega engan rétt að þeir reddi aðstoð fyrir hana en þeir gera það samt sem ég er hrikalega ánægð með.
Blómarósinni minni líður ennþá ekkert of vel, það er alltof margt erfitt sem er að gerast hjá henni og hún bara höndlar það ekki. Það er alltof erfitt að horfa á 6 ára barnið sitt óhamingjusamt flesta daga, það er sko ekkert auðvelt að vera systkin langveiks barns (og þekkja ekkert annað)sem eiga oft til með að gleymast í svona baráttu en við höfum alltaf verið meðvituð um það. Hún er nú farin að sýna smá spenning fyrir draum Maístjörnu minnar sem er nú líka smá draumur hjá henni líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2010 | 19:19
Gamanmyndir - Hinrik Örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.9.2010 | 14:25
Gamanmyndir - Theodór Ingi
Hérna koma nokkrar af súper töffaranum mínum Theodóri Inga sem er farinn að lesa upp úr lestrabókum systra sinna enda vill hann að sjálfsögðu vera einsog þær. Ég fæ ekki leið á því að monta mig af þeim.
Eigið góða helgi öll sömul, helgin okkar verður pakk full af skemmtilegheitum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2010 | 12:14
Gengur vel
Maístjarnan mín er ágætlega hress en um leið og það kemur einhver þreytu dagur og hún vill leggja sig eftir skóla fer maginn á hvolf þó svo það sé óþarfi, ég meina ég verð líka oft þreytt og langar stundum að leggja mig í hádeginu. Maður er samt alltaf með í maganum að aukaverkanir fari að koma, fái fleiri krampa eða fleiri æxli komi í ljós, vávh hvað ég þrái "áhyggjulaust" líf.
En hérna koma nokkrar myndir af þeim systkinum sem voru teknar hjá Gamanmyndum;
Ég hreinlega elska þessar myndir og ætla að gera eitthvað skemmtilegt við þær. ....bara veit ekki hvað??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.9.2010 | 16:28
Gamanmyndir - taka tvö
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2010 | 20:03
Gamanmyndir
Ég hreinlega skil það ekki afhverju þau eru ekki komin með módelsamning útí heimi eða að fólki hneykslist á því að mig langi í það fimmta enda þau allra fallegustu. Jiiidúddamía!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar