Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Hún á afmæli í dag....

Elsku besta og flottasta Maístjarnan mín er 11 ára gömul í dag - hver hefði trúað því að hún myndi ná 11 ára aldri, allavega ekki læknar okkar, mikið rosalega er ég þakklát fyrir að læknar okkar vita ekki allt og ég líka aðeins of glöð með að Maístjarnan mín er sú allra þrjóskasta sem ég þekki.

Tilefni dagsins fékk litla DraumaDísin okkar nafnið sitt en hún var skírð Jóhanna Ósk - Maistjarnan mín fékk að halda á henni undir skírn, Blómarósin sagði nafnið hennar og bræðurnir héldu á kerti og fengu svo að opna pakka DraumaDísinnar þannig allir voru með hlutverk í veislunni.

Yndislegur dagur að baki með okkar yndislegum ættingjum og vinum.
aslaug_1202285.jpg





















Hérna er ein af okkur mæðgunum en DraumaDísin er 13 daga á myndinni en hún er ótrúlega vær og góð.
p5209089.jpg
















Afmælisbarn dagsins - Maístjarnan mín.


Afmælissystur

62667_10200905808597701_583140826_n_1200348.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Er lífið ekki dásamlegt - afmælissysturnar að kynnast.  Ég er ótrúlega heppin ef ég fæ eitthvað að halda á henni.  Þessi litla DraumaDís er ótrúlega heppin hvað hún á mörg systkin sem eru tilbúin að gera ALLT fyrir hana - verðandi dekurrós!


DraumaDísin mætt á svæðið....

Þegar við tilkynntum krökkunum okkar það að þau ættu von á systkini og ég væri sett 13.maí sagði Blómarósin okkar strax að henni langaði að fá hana í afmælisgjöf (30.apríl) og þyrfti þá sko enga afmælisgjöf frá okkur hvað þá að fara á Fabrikkuna einsog við lofuðum henni - væri nóg að eignas litla systir á afmælisdaginn.  Ég sagði henni nú að það væri frekar ólíklegt að hún kæmi á afmælisdaginn en maður vissi samt aldrei.

Viti menn 30.04.13 kl 17.12 eftir fjagra klukkutíma hríðaverki var 15 marka stúlka og 53 cm mætt á svæðið svo Blómarósin fékk ósk sína ræsta og grét af gleði í símann þegar við hringdum í hana hálftíma eftir komu hennar og ég held að hún sé ennþá grátandi af gleði.  Þvílík drauma-afmælisgjöf!! Hún fékk samt pakka frá okkur og þurftum við að sjálfsögðu að aflýsa Fabrikku-ferðinni - fyrst að DraumaDísin okkar kom á afmælisdag hennar höfum við ákveðið að nýta afmælisdag Maístjörnu okkar 20.maí til að skíra en ekki hvað? :) 

Hérna eru allir í skýjunum með nýjasta fjölskyldumeðlimin sem er hreint út æðisleg og við foreldrarnir erum frekar heppin ef við fáum að halda eitthvað á henni - sem sagt verðandi dekurdós.
551439_10200874183567095_1812872988_n.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
DraumaDísin okkar á leiðinni heim af spítalanum fimm klukkutíma gömul enda ekkert í boði að hanga eitthvað á spítalanum þegar systkinin bíða spennt heima að hitta mann.


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband