Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
28.10.2013 | 09:18
Læknaheimsókn....
Við æltum að kíkja til doktor Óla í dag - þar sem Maístjarnan mín er alltaf svo orku lítil og þreytt. Við erum annars að bíða eftir aðgerðadegi fyrir Maístjörnuna okkar þar sem það á að fara taka "brunninn" hennar sem er að sjálfsögðu ákveðið skref í hennar veikindum en hún er búin að vera með "brunninn" síðan 2005 en ástæðan fyrir því það er verið að fara fjarlægja hann er að hann er hættur að virka. Ég trúi því að það verði bara skref frammá við í hennar veikindum.
Akureyri kallaði á okkur helgina en Blómarósin okkar var að keppa og stóð sig svona líka vel - fékk gull, silfur og brons í fjórða þrepi 9 ára. Við erum endalaust stollt af henni þar sem það benti líka allt til þess að við værum ekki að fara þar sem hún varð alveg fárveik á miðvikudag en hún ætlaði sér sko að keppa enda búin að hlakka til lengi svo viti menn hún stóð sig svona líka vel. Við fórum öll fjölsk. kíktum á vini og ættingja, kíkjum alltaf á jólahúsið þegar við mætum á Eyrina og fleira fleira. Endalaust gaman!
Leyfi nokkrum myndum að fljóta með frá ferðinni okkar:
Fyrsta myndin (samt ekki í þessari röð) er af Blómarósinni okkar með medalíurnar sínar.
Önnur er af yfirteljara fjölskyldunnar - en Maístjarnan okkar vaknar á hverjum morgni og tilkynnir okkur það, hvað það séu margir dagar til jóla enda endalaust spennt fyrir jólunum og er komin með langan óskalista fyrir okkur foreldrana.
Þriðja er af verðandi jólabarni sem var tekin í jólahúsinu af litlu DraumaDísinni okkar
Fjórða er af bræðrunum sem var tekin fyrirutan jólahúsið og þeir í svona góðu stuði. Þeim fannst alveg magnað að sjálfur jólasveinninn var að afgreiða í jólahúsinu bara í sínum hversdagsfötum og fundu svo jólafötin hans úti hangandi úti á snúru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.10.2013 | 15:56
Þreytt Maístjarna
Maístjarnan mín er ofsalega þreytt þessa dagana/vikurnar og ég er svo glöð að ég veit að það er ekki vegna stækkunnar - svo stutt síðan hún fór síðast í rannsóknirnar sínar. Hún er reyndar að krampa meira en venjulega og það reynir á mann - kramparnir eru líka eitthvað að breytast svo konan bíður eftir því að heyra í doktor Ólafi til að fá tíma hjá honum. Hún er líka ofsalega ánægð að það er komin helgi og hana ætlar hún að nýta í að slappa af og gera helst ekkert - mikið rosalega skil ég hana vel.
DraumaDísin mín var að koma úr fimm mánaðaskoðun og hún sem fæddist í gær - hún er ekkert rosalega mikið fyrir svefninn hvort sem það er á daginn eða nóttunni. Er eitthvað hræddum að missa af stuðinu á heimilinu sem ég skil mjög vel en ég væri samt alveg til í kanski þriggja klukkutíma svefn - bið ekki um meira. Hún er samt svo ofsalega vær og góð svo það er eiginlega ekki hægt að biðja um meira - hún elskar þegar systkinin hennar eru að hnoðast með hana, tala við hana og bara fylgjast með þeim. Hún er endlaust mikið elskuð þessi DraumaDís enda svo mikið dýrkuð og dáð af okkur öllum.
Verð að láta fylgja eina mynd af henni síðan í gær þegar hún var í sinni fimm mánaðasprautu - stóð ofsalega vel og ekkert pirruð eftir hana. Maístjarnan mín einmitt sagði við hana þegar hún frétti að hún hefði fengið sprautu "þú ert svo sterk, dugleg og lítil hetja". Yndislegust! Leyfi svo annarri mynd að fylgja líka en það er af Blómarósinni minni í nýja fimleikabolnum sínum en hún safnaði sjálf fyrir honum með sölu á afmæliskortum og keypti sér líka Ármannsutanyfirgallann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2013 | 13:39
Vissir þú....
- að Þuríður Arna mín greindist með góðkynja heilaæxli 25.okt'04 og læknarnir sögðu okkur að það myndi væntanlega ekki breytast í illkynja nema kanski þegar hún yrði eldri.
- að 2006 breytist æxlið hennar í illkynja og hún var að lamast hægt og rólega á hægri hluta líkamans.
- að í október 2006 var hún farin að krampa ca 50 krampa á dag
- að í október 2006 sögðu læknarnir okkur að hún ætti aðeins nokkra mánuði ólifaða
- að í desember 2006 sendu þeir hana í geislameðferð sem var ekki til að "drepa" æxlið heldur til að lengja tímann hennar með okkkur.
- að á þessum tíma var hún farin að ganga með hjálm um höfuðið því hún skall alltaf beint niður þegar hún fékk krampa.
- að í febrúar/mars'07 "hætti" Þuríður Arna að krampa
- þegar Þuríður Arna greindist aftur í maí'10 með illkynja heilaæxli þá var hún send til Svíþjóðar í svokallaðann "gammahníf" sem var ekki gerður til þess að minnka æxlið heldur til þess að stöðva vöxtinn.
- að æxlið hennar Þuríðar Örnu hefur ekki aðeins stöðvast í vexti heldur hefur það líka minnkað.
- að hún fær krampa reglulega en þeir byrjuðu að koma aftur í júlí'10
- að ég er ótrúlega sátt með það að læknarnir okkar vita ekki allt.
- að þetta verður "eilífðar" barátta hjá henni eða svo hafa læknarnir okkar sagt okkur en ég trúi því líka að þeir viti ekki allt.
Hérna langar mig að birta nokkrar myndir frá veikindum hennar - þessi stúlka er sú allra harðasta sem ég hef kynnst og hún þekkir ekkert sem heitir "gefast upp". Sú EINA sem ég lít upp til.
Það er oft gott að vera þrjóskur og láta segja sér hvernig hlutirnir eiga að vera.
En hérna er mynd af henni með Höllu Hrekkjusvín eða Vigdísi Gunnarsdóttir leikkonu sem hefur fylgt henni síðan nóv'05 - alltaf tilbúin að heimsækja hana þegar hún vill hitta hana. Kona með gullhjarta!
Önnur myndin er af henni þegar hún var í meðferð - alltaf krampandi og á þessari mynd er hún nýbúin að fá krampa en þá skallt hún beint í jörðina einsog má sjá á kúlunni.
Þriðja myndin er af henni með hjálminn sinn góða sem hún notar ekki í dag enda veit hún í dag rétt áður en hún fær krampa og öskrar á einhvern til að vera hjá sér því hún verður svo hrædd.
Fjórða myndin er af henni sumarið '06 í meðferð sem var hætt stuttu síðar því læknarnir töldu sig ekki geta gert meira fyrir hana.
- að maður á aldrei að hætta trúa því að kraftaverkin gerast því þau gerast svo sannarlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.10.2013 | 11:35
Tilefni dagsins.....
Við fjölskyldan skelltum okkur í sumarbústað um helgina sem var alveg yndislegt - komast aðeins í burtu, leika sér í pottinum og vera dáltið "frjáls".
Ég náði meir að segja að smella einni mynd af fjársjóðinum mínum öllum saman svo það er tilvalið að leyfa ykkur að njóta hans líka.
Maístjarnan mín var líka í myndastuði - finnst reyndar aldrei leiðinlegt að láta smella af sér myndum og svo varð ég líka að leyfa ykkur að sjá DraumaDísina mína sem varð fimm mánaða í gær. Hún er svo mikið elskuð af systkinum sínum og er að sjálfsögðu ofdekruð af öllum á heimilinu, en hún fékk að smakka svona í gær og saug úr þessu einsog hún hafði aldrei gert neitt annað og byrjaði svo öll að titra þegar ég tók það af henni, fannst þetta aðeins of gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar