Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
24.6.2011 | 10:31
"Hvað er "venjulegt" líf?"
Það er bara eitt sem ég þrái en það er að lifa "venjulegu" lífi einsog flestir í kringum mig en ég veit að það verður aldrei svoleiðis einsog sérfræðingurinn okkar sagði þá er sjúkdómur Maístjörnu minnar ólæknanlegur og við verðum væntanlega alltaf í þessari baráttu en síðasta orrusta er samt unnin. Hvenær "poppar" upp næsta æxli? Verður það í næsta mánuði eða þegar Maístjarnan mín er fertug? Við vitum það að sjálfsögðu ekki og reynum auðvidað að njóta lífsins á meðan allt er gott einsog það er í dag þrátt fyrir krampa sem fara ofsalega í mig og taka ennþá meira á Maísjörnuna mína. Þetta er bara búið að vera ofsalega erfitt og þó svo að Maístjörnunni minni líður vel í dag, maður getur farið að anda aðeins léttar en þá kemur þetta erfiða. Hræðslan og kvíðin fer aldrrei.
Þreytan er núna farin að segja til sín, síðasta ár er búið að vera það allra allra erfiðasta sem við höfum upplifað með henni, það er ekki bara búið að taka á okkur foreldrana þá tekur þetta líka mjög mikið á systkinin sérstaklega Blómarósina mína en veturinn hjá henni er líka búinn að vera MJÖG erfiður. Ég sé líka að þreytan er mikil hjá henni kanski líka vegna mikilla æfinga í fimleikunum enda farin að þrá frí sem hún fær eftir daginn í dag. Hún er búin að vera ofur viðkvæm síðustu vikur, kanski er þetta líka svona hjá henni loksins þegar allt er orðið rólegt þá kemur þreytan hennar líka í ljós. Þegar hún er svona viðkvæm þá verð ég það líka, þoli ofsalega illa að sjá hana leiða eða gráta því þá græt ég líka með henni. Það getur stundum verið erfitt þegar fleiri eru í kringum mann en fjölskyldan því það eru ekki allir sem skilja afhverju hún sé svona og afhverju læt ég svona með henni? Ég þoli nefnilega ekki að útskýra fyrir fólki afhverju "við" séum svona, þess vegna finnst mér líka best bara að hafa sama fólkið í kringum mig einsog kennara (fær nýjan reyndar næsta vetur, sem fer dáltið í mig), fimleikaþjálfarinn sem veit okkar "sögu" og ég veit að það færi með hana að fá nýjan næsta vetur eða fara í nýjan hóp. Æji þetta getur stundum verið dáltið "flókið og erfitt" fyrir svona viðkvæma og ofur-feimna Blómarós eða mömmuhjartað.
Já maður er farin að þrá smá frí með fjölskyldunni eftir erfiðan vetur enda erum við líka búin að sjá lítið af eiginmanninum síðustu vikur sem er búinn að eyða miklum tíma í að gera Hetjulund (hvíldarheimili styrktarfélagsins) tilbúinn sem á að opna fyrir fyrstu fjölskylduna 1.júlí. Eiginmaðurinn er reyndar kominn í frí eftir helgina og þá væri ég til í að vera einhversstaðar uppí sveit og gera ekki neitt nema hugsa um hvað við ættum að borða og kanski hoppa í pottinn nokkrum sinnum yfir daginn. Maístjarnan mín er líka farin að þrá svona frí, hún þolir ekki þetta áreiti, skutlast hingað og þangað, vill bara vera í hvíld allan daginn.
Ég ætla að nýta næsta sólarhring að dekra aðeins við Blómarósina mína og mömmupungsann en Maístjarnan og Gull-drengurinn verða í öðru "dekri". Blómarósin mín er ofsalega spennt að eiga mömmu sína næstum því eina, kaupa ís þá helst í Olís og fá stimpil í kortið, það þarf frekar lítið til að gleðja hana. Hún t.d. elskar að fara með mér uppá Esju svona án gríns, ég hef helst ekki viljað að hún komi með mér þangað þegar hún er á þriggja klukkutíma-æfingum daglega en henni finnst það nú lítið mál enda hleypur hún þangað upp á meðan ég er nokkrum "mínútum" á eftir henni með blóðbragð í munninum og hún pirruð að ég sé svona lengi á leiðinni. Búin að lofa henni að kaupa góða gönguskó á hana svo við getum nýtt júlí-mánuð að fara upp Esjuna og hún er mjög spennt og ég líka.
Eigið góða helgi, ég ætla að njóta hennar og fara hlakka til sumarfrísins með ALLRI fjölskyldunni. En ég ætla að enda færsluna mína á nokkrum af Blómarósinni minni.
Svona er hún t.d. flesta daga þrátt fyrir æfingar alla daga en þessi var tekin af henni síðustu helgi í Hetjulundi.
Hérna eru þær systur í smá gröfu-vinnu síðustu helgi við Hetjulund, þetta fannst þeim sko ekki leiðinlegt.
Henni finnst líka æðislegt að fara í matjurtagarðinn okkar þó svo það sé "bara" að vökva einsog ég sagði þá þarf ekki mikið til að gleðja hana. "Bara" smá mömmustund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.6.2011 | 21:42
Helv... flogaköst
Þrátt fyrir góðar fréttir í síðustu viku þá er Maístjarnan mín ekki hætt að krampa, var t.d. að fá einn fyrir ca klukkutíma og eru þeir frekar óhugnalegir. Hún var úti að leika með Blómarósinni minni (og vinkonu) og hún kemur með hana inn (Blómarósin mín) í krampa haldandi undir handlegginn til að styðja hana. 7 ára gamalt barn á ekki heldur að þurfa að ganga í gegnum svona en hún þekkir ekkert annað, hún ber ofsalega mikla ábyrgð gagnkvart systir sinni að hálfa væri miklu meir en nóg þó svo henni langi stundum eða frekar oft að vera "bara" 7 ára. Þetta var frekar stór krampi og Maístjarnan mín var alveg útslegin, hún var svo völt og þvoglumælt eða var einsog "versta" fyllibytta eftir krampan og svo var hún ekki lengi að sofna á eftir. Það er ofsalega erfitt að sjá hana í krampa og ég þrái ekkert heitara en að hún losni við krampana sem ég TRÚI að það mun gerast einn daginn. Ég er bara ofsalega fegin að hún hrynur ekki beint niður eða beint á höfðuðið í krampanum einsog hún gerði þegar þeir voru yfir 50 á dag og þá var hún líka farin að ganga með "hjálm". En hún nær oftast að standa í fæturnar á meðan þeir eru í gangi.
Hún er fljót að þreytast og þráir ekkert heitara en rólegheit, hún var sko búin að fá nóg af borginni í gær svo hún pakkaði ofan í tösku og var "farin". Þegar Maístjarnan mín ákveður eitthvað þá er sko ekki hægt að rökræða við hana. Henni langar bara að geta legið uppí sófa í rólegheitunum, hoppað í pottinn þegar henni langar eða bara verið þar sem er ofsalega hljóðlátt en hún þolir illa hávaða.
Einsog við ætluðum að njóta okkar í góða veðrinu í dag, kíkja á Brúðubílinn og svona en það varð ekkert úr því þar sem GULL-drengurinn minn hann Theodór tók uppá þvi að verða lasinn en drengurinn fékk einhverja hita"krampa" í nótt, við náðum engu sambandi við drenginn og þvílíkur skjálfti í honum. Einsog mér finnst slæmt að sjá Maístjörnuna mína í flogakasti þá var þetta ekkert skárra, maður hugsar alltaf það versta og hjartað verður hrætt.
17.júní framundan og ég er búin að lofa Maístjörnunni minni að við verðum bara í rólegheitunum með sleikjó og candy-floss og þau eru öll ánægð með það, bara að þau fái candy-flossinn.
Eigið ofsalega góða daga, ég ætla að nýta rólegu dagana nk. í að gera nýja kjúklingarétti þar sem ég er með "föstudags-kjúklingaréttir Áslaugar" á feisinu ef ykkur langar að "like-a" og gera góða kjúklingarétti ....og að sjálfsögðu eitthvað rólegt og skemmtilegt með krökkunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.6.2011 | 17:38
Kraftaverk nr.2
Maístjarnan mín hefur sýnt það og sannað að KRAFTAVERKIN gerast. Þessi stúlka er hreint ótrúleg og kemur öll á óvart.
Einsog t.d. í okt'06 þegar okkur var tilkynnt að Maístjarnan okkar ætti bara nokkra mánuði ólifaða, krampandi 50 krampa á dag (man ekki hvernig næturnar voru), var send í geisla í des'06 sem var ekki til að lækna meinið hennar heldur til að reyna lengja tímann hennar með okkur. Hún gaf sko læknunum bara "puttann" og hætti að krampa í feb/mars'07 og æxlið drapst svo á endanum. Einsog hún var orðin veik, var að lamast hægt og rólega á hægri hluta líkamans en KRAFTAVERK gerðist.
Þegar hún greindist aftur í maí'10 og byrjaði að krampa í júlí sama ár þá ákváðu læknarnir okkar hérna heima að senda hana í svokallaðan"gammahníf" (þetta eru geislar) útí Svíþjóð í júlí en hún hefði ekki mátt koma mikið seinna fyrir "gammahnífinn" því æxlið var búið að stækka svo (síðan í maí) mikið og var alveg á mörkunum að "hnífurinn" gæti eitthvað gert vegna þess. Þá sögðu læknarnir okkur það að vonandi myndi þessi meðferð stoppa vöxtinn en hún væri ekki að fara í þetta til að það myndi minnka. Meðferðin gæti verið að vinna í ca ár eftir að þeir væru geislaðir og svo myndu þeir ekki vita hvað myndi ske eftir það, færi það að stækka aftur eða? Nei KRAFTAVERKIÐ gerðist AFTUR og meðferðin stoppaði ekki aðeins vöxtinn heldur eru þeir að drepa æxlið.
Já ég get allavega lofað ykkur því að KRAFTAVERKIN gerast, við þurfum bara að trúa á þau og það hef ég svo sannarlega gert og mun ALLTAF gera. Þetta er ekkert búið hjá Maístjörnunni minni en einsog sérfræðingurinn okkar sagði við okkur þá hefur hún unnið þessa orrustu, hún verður kanski alltaf í þessari blessaðri baráttu en ég TRÚI því að henni mun ljúka einn daginn þó svo að læknarnir segja annað.
Ég er kanski ein af þeim fáum sem er einstaklega glöð yfir því að læknarnir okkar viti ekki allt og hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. Ég er reyndar alveg í skýjunum yfir því.
Við fjölskyldan fögnuðum þessum FRÁBÆRU fréttum (sem við fengum á föstudaginn) og fórum og sáum goðið okkar Pál Óskar á laugardaginn í Hörpunni og þar sem ég fékk ábendingu um það að Hinrik mætti alveg koma með og við sitja undir honum svo við leyfðum að sjálfsögðu litla mömmupungsanum að koma með. Hann og systkin skemmtu sér alveg konunglega, þetta voru BESTU tónleikar sem ég hef farið á enda Páll Óskar sá allra flottast. Beint eftir tónleikana skelltum við okkur í Hetjulund sem er verðandi hvíldarheimili krabbameinssjúkra barna en þar vorum við að þrífa og klára hitt og þetta fyrir opnun. Við vígðum að sjálfsögðu pottinn en þar sló Maístjarnan mín algjörlega í gegn en ég hef ekki mátt taka myndir af henni síðan í des'10 án þess að hún myndi æsa sig eitthvað enda mjög "steruð" og kvalin, þó svo sterarnir eru ekki búnir að fara algjörlega úr líkamanum hennar þá ÁTTI ég bara að taka myndir af henni og ég verð bara að leyfa ykkur líka að njóta þeirra.
Yndislegust!!
Theodór minn sá um þrifin á gluggunum.
Síðasta ár er búið að vera það allra erfiðasta sem við höfum upplifað með Maístjörnunni minni, jújú árið 2006/2007 var líka virkilega erfitt en núna hefur Maístjarnan miklu meira vit og áttar sig meira á hlutunum og það er gífurlega erfitt. Að horfa á barnið sitt ekki vilja að horfa á sjálft sig í spegli er virkilega erfitt þar sem hún var orðin svo slæm af bjúg vegna steranna, að horfa á hana standa fyrir framan spegilinn og reyna þurka af öll dökku hárin af efri vör og höku sem hún fær allt vegna steranna(þetta er allt að hverfa), að sjá hana vera leiða yfir því að geta ekki notað fötin sín eða klætt sig fínt var líka erfitt þó svo það séu einhverjir "smámunir" miða við allt hitt en þá tók það líka á, að horfa uppá hana lamast á sólarhring er það allra allra ERFIÐASTA, hræðslan í augunum hennar var svo svakaleg, hún gat ekki kyngt einum litlum súkkulaðimola, kúgaðist bara og kúgaðist, sjá hana krampa í dag er 100x erfiðara en fyrir fjórum árum þar sem hún er orðin eldri og skilur þetta meira, hún verður svo hrædd og öskrar af hræðslu en hún er því miður ennþá að krampa en ég trúi því að það mun hætta einsog um árið.
Við vitum alveg að það mun taka hana tíma að byggja sig upp aftur en við tökum bara einn dag í einu og þetta hefst allt að lokum.
Já sumarið hjá okkur er komið þrátt fyrir kulda, auðvidað þráum við hita og leika okkur léttklædd úti en að fá þær fréttir að Maístjarnan mín hafi unnið þessar orrustu er miklu mikilvægara en einhver hiti og hlýrabolur.
Svo að lokum langar mig að ÞAKKA ykkur ÖLLUM fyrir öll fallegu kommentin sem þið hafið sent til okkar, ég er algjörlega hrærð. Þið eruð BEST!!
Munum bara KRAFTAVERKIN GERAST!! Þetta er ALDREI búið fyrr en það er búið, sama hvað hver segir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
10.6.2011 | 13:57
Niðurstöður
Kl 11:15 vorum við komin uppá Barnaspítala til að hitta sérfræðinginn og doktor Jón, doktor Jón tekur á móti okkur og það fyrsta sem hann spyr um "hvar er Þuríður?". Nei við ákváðum ekki að taka hana með því við vissum EKKERT hverju við áttum von á. Þegar við mætum í "stofuna" tekur sérfræðingurinn á móti okkur og inn koma þrír aðrir krabbalæknar, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hjartað fór að slá hratt þegar ég sá þá alla koma inn en það getur bara boðað EITT hugsaði ég þegar þeir eru allir saman mættir. Erfiðar fréttir!
Sérfræðingurinn spyr um líðan Maístjörnunnar sem er ekki búin að vera sérlega góð undanfarnar vikur, lítil sem engin næring, mikil þreyta, hausverkur og svo lengi mætti telja og útaf þeirri líðan þá vorum við ennþá stressaðri fyrir niðurstöðunum. Ég átti erfitt með halda haus á meðan við ræddum líðan hennar, var við það að fara æla, mig langaði mest bara að hlaupa út og öskra úr mér lungun því ég var svo hrædd við niðurstöðurnar.
Svo byrjar sérfræðingurinn að tjá sig "Bjúg hafa minnkað mjög mikið og sjálft æxlið hefur minnkað umtalsvert". Semsagt FRÁBÆRAR FRÉTTIR! Krabbalæknarnir hafa bara allir viljað vera viðstaddir svona góðar fréttir. Markmiðið með geislameðferðinni í Svíþjóð fyrir tæpu ári síðan var að stöðva vöxt æxlisins og áttu læknarnir ekki von á því að það yrði minnkun í kjölfarið. Það má því segja að meðferðin hafi gert betur en til var ætlast og fullyrða læknarnir nú að æxlið sé dautt og að Þuríður hafi svo sannarlega unnið þessa orrustu. Á þessari stundu brotnaði eiginmaðurinn niður af HAMINGJU, ég reyndi að herða mig sem var ofsalega erfitt, maður er alltaf að reyna vera harðari en maður er enda er ég búin að vera ofur viðkvæm síðustu vikur vegna hræðslu en tárin mín runnu samt niður AF GLEÐI, loksins græt ég gleði tárum. Vávh hvað ég hef saknað svona stundar, ég hef þráð þessa stund í heilt ár og LOKSINS kom að henni. Enda VEIT ég að kraftaverka Maístjarnan mín mun vinna allar sínar orrustur alveg sama hvursu margar þær verða, þá mun hún vinna þær. Nei þetta verður aldrei búið, þetta er bara þannig tegund að æxlin geta alltaf "poppað" upp aftur og aftur en þessa orrusta er UNNIN. Sumarið er komið!!
Ég er gjörsamlega bólgin í augunum af GLEÐI, er búin að gráta svo mikið. Hitti foreldra mína áðan og þar var grátið, annar bróðir minn hringdi í mig og ég gat varla sagt orð því ég grét svo mikið af GLEÐI. Þetta er alveg yndislegt og svo núna sit ég og skála við sjálfan mig í kók, átti það svo sannarlega SKILIÐ. Að sjálfsögðu munum við halda uppá þetta um helgina á Páli Óskari og sinfó.
Ég veit varla hvernig ég á að haga mér, en þetta voru BESTU frétti sem við gátum fengið. Jú Maístjarnan mín getur verið að kljást við allskonar aukaverkanir vegna sterana sem hún er reyndar að gera en HEY það er nú lítil kökusneið miða við allt sem undan hefur gengið svo hún taka það með STÆL.
Eigið góða helgi, við ÆTLUM svo sannarlega að njóta hennar. SKÁL í kók!!
10.6.2011 | 10:08
Þetta VERÐUR góður dagur.
Er á leiðinni á fund uppá spítala að hitta sérfræðinginn okkar sem er nota bene í sumarfríi. Við ÆTLUM að fá GÓÐAR fréttir, það er ekkert annað í boði og svo ætlum við að fagna góðu fréttunum og fara öll fjölskyldan (mínus Hinrik) á Pál Óskar og sinfó á morgun. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað börnin eru spennt en litli mömmupungsinn hann Hinrik minn er ótrúlega fúll að fá ekki að sjá goðið sitt, ok ég er smá svekkt að hafa ekki keypt miða handa honum líka fyrir nokkrum mánuðum því hann grenjaði úr sér augun þegar hann heyrði að við værum að fara sjá "Óskar" (hann kallar hann Óskar) en ekki hann.
Ég er gjörsamlega að deyja úr stressi er með gubbuna í hálsinum en einsog ég sagði þá ÆTLUM við að fá góðar fréttir og halda uppá þær á morgun með Páli Óskar goðinu OKKAR og sinfó í Hörpunni.
Skjáumst næst með GÓÐAR fréttir.
Enda færsluna af mömmupungsanum mínum sem verður í pössun á morgun hjá afa Hinrik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.6.2011 | 09:40
Meðan fæturnir bera mig - dagur Þuríðar minnar á morgun
Á morgun fer yndislega Maístjarnan mín í sínar rannsóknir og daginn sem hún fer í rannsóknir sýnar þá ætla hetjurnar sem eru að hlaupa hringinn í kringum landið til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkrabarna að heiðra Maístjörnunni minni þann dag. Ef þið viljið styrkja þetta flotta verkefni þeirra þá getiði farið inná www.mfbm.is og þar sjáiði hvernig þið getið styrkt.
Já einsog ég hef oft sagt síðustu vikur þá er ég hrikalega stressuð og kvíðin fyrir morgundeginum, Maístjarnan mín er eitthvað svo þreytt þessar vikurnar, henni er búið að vera óglatt, kúgast þegar hún tekur lyfin sín sem hún er ekki vön að gera en við það verð ég ennþá kvíðnari, borðar lítið sem ekkert og svo fær hún stöku sinnum krampa.
Hennar helsti sérfræðingur, sem les úr myndunum og ræður hennar meðferð er í sumarfríi en hann ætlar samt að koma á morgun og hitta okkur til að láta okkur vita stöðuna. Auðvidað er ekkert sjálfsagt að sérfræðingurinn komi úr sínu sumarfríi til að sinna okkur en hann gerir það samt enda sinnir hann sínum sjúklingum 150% og miklu meir en það. Við erum að sjálfsögðu mjög þakklát fyrir það enda myndi það éta mig að innan að fá engin svör strax, nógu erfitt að bíða eftir deginum á morgun en Maístjarnan mín er bara spennt að hitta alla uppá spítala.
Maístjarnan mín er ekki sú eina sem fer í rannsóknirnar sínar á morgun en það er hún Lea Karen líka sem er lítil hetja sem hefur barist við sitt heilaæxli síðan hún var ca 6 mánaða en er rétt um 2 ára í dag. Ég vona það svo heitt og innilega að sérfræðingurinn gefi okkur öllum góðar fréttir á morgun, þessar stelpur eiga það svo sannarlega skilið og eiga að fá að lifa lífi einsog við hin.
Takk fyrir allar fallega kveðjurnar sem þið hafið sent mér/okkur. Ég ætla rétt að vona að ég verð komin með GÓÐAR fréttir seinni partinn á morgun.
XOXO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
6.6.2011 | 10:50
Maístjarnan mín
Einsog ég hef oft sagt þá á Maístjarnan mín marga stóra/litla drauma sem ég reyni að láta ALLA verða af veruleika. Einn af þeim var að fara á fimleikanámskeið og sá draumur er orðinn uppfylltur, jú stúlkan byrjaði á fimleikanámskeiði í morgun og það var sko mikill spenningur í minni í morgun þegar hún vaknaði. Knúsaði sinn fimleikaþjáfara og stuðning þegar hún mætti í morgun á svæðið sem ég er ofsalega ánægð með, sem ég get treyst 150%, sem ég veit að er smá ströng við hana en samt ofsalega góð en þannig týpur dýrkar Maístjarnan mín þó svo hún vilji oftast ráða.
Ég sé hana samt ekki fyrir mér meika allt námskeiðið en vonandi samt sem mest. Hún er eitthvað svo þreytt þessa dagana, ég vil meina að það sé vegna næringarleysis þar sem það er ofsalega erfitt að koma mat ofan í hana. Veit ekki hvort sterarnir eru ennþá að "bögga" hana en það eru nú tveir mánuðir síðan hún hætti á þeim en ég veit samt að þeir eru ekki alveg farnir úr líkamanum þar sem hún er ennþá smá "bjúguð". Ég vil allavega trúa því að það er ástæðan þanga til annað kemur í ljós enda er ég orðin hrikalega stressuð og mikið ónot í mér fyrir fimmtudeginum.
Mig langar bara svo að fara pirra mig á einhverjum leiðinlegum hlutum einsog t.d. bílnum mínum sem þarf að fara í allsherjar viðgerð en ég bara get það ekki (sko pirrað mig á því), hann er dauður hlutur sem mér gæti ekki verið meira sama um þó svo ég þurfi á honum að halda og þarf að eyða tugi þúsundum í. Þá langar mig BARA að Maístjarnan mín verði heilbrigð, bíllinn minn má þá alveg fara á haugana í staðin.
Núna mega allir þessir "þarna uppi" sem ég þekki leggjast á eitt og hjálpa Maístjörnunni minni sem ÆTLAR sér að fá GÓÐAR fréttir á fimmtudag. Við ÆTLUM að eiga GOTT sumar og þá skiptir engu máli þó svo það verði snjór og ógeðslega kalt, bara að við fáum að njóta þess með góðar fréttir á fimmtudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.6.2011 | 21:04
Maginn að fyllast af kvíða.
Henni líður alveg ágætlega þannig séð, borðar reyndar lítið sem ekkert, húðin farin að þurkast upp vegna þess, oft frekar þreytt enda er svefninn ekkert sérlega góður hjá henni, hún er oftast vöknuð kl sex á morgnanna og stundum fyrr svo foreldrarnir eru oft með bauga niðrá háls. Það tekur oft á að vakna kanski kl 4:30 á nóttinni og Maístjarnan sko ekki tilbúin að fara sofa aftur því það er komin dagur, auðvidað heldur maður það þegar það er bjart úti. Ég lýg því ekki en ég þrái alveg stundum meiri svefn. Kramparnir eru þarna ennþá en hún fékk t.d. einn krampa áðan og það var bara einsog hún væri blindfull, ofsalega skrýtið því ég hef aldrei séð hana hrikalega valta eftir krampa en fór svo stuttu síðar að leika við systir sína og nágranna. Sterarnir eru ennþá að leka af henni, tekur sinn tíma en hún er farin að geta klætt sig nánast í öll "gömlu" fötin sín og það er líka svo gaman að geta bara valið "eitthvað" úr fataskápnum hjá henni. Fólki bregður samt ennþá þegar það sér hana, kinnarnar eru smá bólgnar en mér finnst hún líta svo vel út og er nánast orðin að Þuríði ef þið vitið hvað ég meina, svo það er eins gott að það sá hana ekki þegar hún var sem verst en þá var hún líka óþekkjanleg og meir að segja okkar nánasta þekkti hana ekki þegar það kom til okkar í heimsókn.
Það er greinilegt að það er farið að hægjast virkilega mikið á vextinum hennar þar sem Blómarósin mín er að stinga hana af og hún er nú tveimur árum yngri og frænka hennar sem er þremur árum yngri er að ná henni svo mér finnst það megi alveg fara grípa inní. Erum að fara hitta einn af okkar læknum sama dag og rannsóknir hennar verða og ræða þetta við hann. Við vonumst að sjálfsögðu líka til að hitta doktor Ingvar sem er hennar helsti sérfræðingur í hennar veikindum veit mest og best og hvað eigi að gera fyrir hana sama dag og rannsóknirnar verða.
Já maginn er orðinn fullur af kvíða sem mun breytast eftir þann 9.júní þá verður bara eintóm gleði og gott sumar framundan.
Enda færsluna mína á flotta matjurtagarðinum okkar, við fjölskyldan fengum okkur eitt stk svoleiðis fyrir sumarið, svo er ég komin með jarðaberja-, tómata- og paprikuplöntur/tré hérna heima og er mega spennt að sjá afraksturinn af því.
Garðurinn góði.
Systrunum finnst þetta ekki leiðinlegt en þarna liggja kartöflurnar okkar verðandi.
Góða helgi allir og innilega þakkir fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið sent mér/okkur.
XOXO
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
104 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 4870668
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar