Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
27.7.2009 | 12:04
Bakþanki
Við vorum nú búin að ákveða að hafa ekki neinar myndatökur núna í ágúst, bara vera í fríi frá öllu í allt sumar en svo fengum við einhvern bakþanka og erum búin að biðja um þær núna í ágúst. Hringdum í hjúkkuna okkar áðan sem er reyndar í fríi en kemur í vinnu í næstu viku og ætlar að reyna fá myndatökurnar annað hvort 25.ágúst eða 1.sept. Æjhi oft þegar Þuríður mín verður þreytt einsog hún hefur verið síðustu vikur þá verður maður smeykur og þá ákvað ég líka að heimta þetta aðeins fyrr bara svo mér mun líða betur. Það er nú líka frekar óvanalegt að barnið er farið að sofa til níu á morgnanna en það er ekki svo langt síðan að hún vaknaði ALLTAf kl hálf sex eða sex. En þetta eru samt ö-a bara góða veðrið sem gerir þessa breytingar og hún leikandi sér allan daginn sem er frekar óvanalegt þar að segja að hún hafi orku í það, reyndar dregur hún sig stundum í hlé og farin að neita spurja eftir krökkum. Veit ekki hvort hún er farin að finna að hún er e-ð "minnimáttar", getur ekki allt sem hinir geta? Erfitt að geta í þessar eyður.
Ég held að maður hætti aldrei að vera hrædd alveg sama hvursu mikið æxlið mun minnka það þarf ekki mikið að ske að maður sé alveg á nálum. En hún er samt ágætlega hress, bara þreytan sem gerir mann smeykan en ég held samt og reyni að trúa því á meðan hún krampar ekki þá eru engar breytingar í gangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.7.2009 | 18:58
Nauthóllinn tekinn í dag
Æðislegt í Nauthólsvíkinni í dag, ég vissi ekki að þetta væri svona æði og börnin að fíla þetta sérstaklega Oddný Erla sem neitaði að fara heim. Hér eru nokkrar frá deginum:
Hinrik Örn var sko að fíla sandinn og lítið sem ekkert fór uppí munninn.
Theodór Ingi gat nú dáltið gaurast í sandinum.
Það var nú ekki leiðinlegt að sulla í sjónum.
Þuríði fannst ógeðslega fyndið þegar það var verið að grafa Skara í sandinn.
Auðvidað urðu systurnar að láta grafa sig líka í sandinn.
Þuríður Arna hefur það notalegt í sandinum á meðan pabbi hennar gróf yfir hana.
Well ekki spá meira svona veðri næstu daga þannig það er spurning hvað við tökum okkur fyrir hendi, eitt er víst að okkur mun ekki leiðast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.7.2009 | 21:09
Góður dagur að ljúka
Elska þetta sumar, síðustu vikur hafa verið æðislegar. Veðrið gæti ekki verið betra og við njótum þess að sjálfsögðu í botn. Kíkt var í sund í dag og ég hef ekki tölu á rennibrautaferðum krakkana og ef veðrið verður svona á morgun verður farið í Nauthólinn. Finnst reyndar Þuríður mín fljót að þreytast en vonandi er það bara sólin sem gerir hana þreytta en eftir "bara" klukkutíma í sundinu vildi hún fara uppúr og þá er nú mikið sagt vegna þess hún elskar rennibrautir og vatn.
Annars eru þau ágætlega hress, systurnar telja niður dagana á badmintonnámskeiðið sem þær ætla að fara á saman og að sjálfsögðu mun ég fylgja þeim bara vegna aðstæðna. Rúmur mánuður í myndatökurnar hjá Þuríði minni og stressið er farið að segja til sín, aaaarghhh!!
Ætla enda á einni af eldri töffaranum mínum sem er alveg að farast úr töffaraskap
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 18:14
Elska að taka myndir af þessum snillingum
Það var svo heitt úti þannig börnunum var bara hent í bununa sem þeim fannst ekki leiðinlegt.
Það var sko mikið hlegið.
Það þurfti nú ekki að setja Þuríði inní bununa, hún sá um það bara sjálf.
Sá yngsti fylgdist bara með.
ÉG veit ekki hvað ég á orðið mikið af myndum af þeim, enda mikið tekið. Mjög mikilvægar minningar að mér finnst, myndavélin er líka oftast alltaf með okkur í för.
Þuríður mín kvartaði reyndar smá í höfðinu í dag en maður á nú ekki svo erfitt með að fá smá hausverk af þessari sól. Eeeeeelskaaa þetta veður!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2009 | 17:57
Flottust!!
Oddný Erla mín eyddi hálfum deginum í gær við að týna ber en hin var samt fljót að gefast upp og þið sjáið það hérna á næstu mynd hvað hún fann sér að gera hehe.
Það er margt hægt að finna í bakgarðinum hjá okkur, Þuríður farin að reyna finna fornleifar hún verður ö-a fornleifafræðingur.
Hún var líka yndislega skítug eftir þetta en í "drullunni" skemmti hún sér svakalega vel.
Við kíktum á Bryggjuhátíðina á Stokkseyri á föstudagskvöldið og þessi ungi maður hann Hinrik Örn minn var sko til í stuðið og skemmti sér svona líka vel. Alltaf kátur þessi drengur, verður samt alltaf miklu kátari ef móðirin er til staðar.
Theodóri mínum fannst heldur ekkert leiðinlegt að hlusta á Árna Johnsen og sjá brennuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.7.2009 | 10:48
Bloggleti
Er ekki að nenna skrifa hérna er bara að njóta daganna með fjölskyldunni, e-ð sem ég þekki varla þá meina ég svona margar vikur í einu og sumarið búið að vera fullkomið.
Þuríður mín er búin að vera ótrúlega hress en samt þreytt en hver verður ekki þreyttir eftir sólríka og viðburgðaríka daga? Finnst hún kanski stundum þreytast "of snemma" á daginn en auðvidað er hún ekki með sömu orkuna og heilbrigðir krakkar og svo þreytast hin líka alveg. Hún vill mikið sitja í kerrunni þegar við förum í göngutúra en það vilja hin líka þannig það er stundum erfitt að átta sig á þessari þreytu.
Það er ofsalega gaman að fylgjast með henni þessar vikurnar því hún er að taka smá þroska og farin að sýna smá "gelgjustæla" sem er ofsalega fyndið og skemmtilegt. Sýnir stundum pirring á systkinum sínum sem við lítum bara á sem þroska og það er líka gaman að sjá hvað hún er hrifin af Hinrik Erni (alveg einsog hin tvö), spjallar mikið við hann en kanski leiðinlegast við þetta er að hún getur ekki haldið á honum. Henni langar svo að halda á honum einsog Oddný Erla en hún hefur bara ekki krafta í það en henni langar svoooo mikið, frekar leiðinlegt!! Tennurnar eru allar að losna núna, hlakka mikið til þegar hún er orðin "tannlaus".
Dagarnir hjá okkur eru búnir að vera æðislegir, reynum að nýta hvern dag enda veðrið til þess. Fórum á Bryggjuhátíðina á Stokkseyri í gær, röltum miðbæinn, búin að taka Laugardalinn, ísinn er frekar vinsæll í þessu veðri hvað þá grillið sem verður tekið út í kvöld og svo lengi mætti telja. Ætlum að gera e-ð skemmtilegt í dag í þessu frábæra veðri.
Njótið helgarinnar!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2009 | 11:56
Ein af rjómabollunni minni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.7.2009 | 20:33
Lífið þessar vikurnar
Ég hef engan veginn nennt að blogga eitthvað af viti síðustu vikur enda við líka búin að vera á ferðinni um landið og haft það skemmtilegt. Allir ofsalega hressir sérstaklega má ég nefna hana Þuríði mína en hún er búin að vera einstaklega hress og það er allt svo skemmtilegt hjá henni. Hún hefur haft orku í margt sem hún hafði ekki fyrir ekki svo mörgum mánuðum og það er alveg yndislega gaman að fylgjast með þessum orkubolta. Hennar uppáhald þessa dagana er "mama mía" og á það getur hún hlustað endalaust, sungið og dansað með, alveg gargar af gleði ef það kemur í útvarpinu. Bara yndislegust!! Einn daginn munum við skella okkur á "mama mia" show eða eftir nokkur ár í London.
Eintóm hamingja hjá Þuríði minni.
Theodór minn er líka hress og hans draumur var að eignast "Silver" sem er gel í hárið sem hann Logi í handboltanum var að "framleiða" og að sjálfsögðu var honum gefið það.
Hérna er töffarinn með "silver" sitt og auðvidað búinn að skella smotterí í hárið. Þessi drengur er mikill gaur en samt með oggupínu lítið hjarta og ef hann fengi að ráða væri hann í skyrtu og bindi alla daga hehe.
Hinrik minn Örn er orðinn mikill mömmupungur og setur þennan fallega stút upp ef mamman hverfur eða e-h annar heldur á honum en ég hehhe. Hvernig ætli hann verði eftir veturinn þegar hann verður einn alltaf með mér, úúbbbbss!!
Hérna er ODdný Erla mín og Hinrik Örn minn en hún er mikil "mamma" og elskar að "tuskast" með hann og honum finnst það heldur ekkert leiðinlegt. Oddný mín er líka hress og kát og finnst alveg yndislega gaman að vera í sumarfríi og telur væntanlega í að hún fari í skóla en það ennþá ár í það.
Ég mun halda áfram í skólanum í haust en ég var búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera það vegna ýmsa ástæðna en hef komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla vera áfram í þessu fjarnámi mínu og stefni að sjálfsögðu á útskrift að ég held næsta vor.
Það er eitt svo "skrýtið" sem tengist veikindum hetju minnar en þegar gengur frekar erfiðlega eða henni líður sem verst þá reynum við Skari að halda sem mest höfði og erum dugleg að gera eitthvað saman en þegar það gengur svona vel einsog það gerir í dag þá gleymum við okkur algjörlega og auðvidað fer maður þá að sakna tíma með hvort öðru. Það er ekki einsog við eigum erfitt með að fá pössun eða þess háttar maður bara gleymir sér. Að sjálfsögðu á það ekki að vera svoleiðis og það getur verið alveg jafn "hættulegt" og þegar henni líður sem verst. Maður hugsar að sjálfsögðu alltaf fyrst og fremst um börnin og að þeim líði sem best og reynir að gera sem mest með þeim því maður veit aldrei hvað gerist á morgun en jú við megum samt ekki gleyma okkur, hvar væru þau án okkar? Þó svo maður elski börnin sín útaf lífinu þá megum við ekki gleyma okkur hvort sem það eru foreldrar sem eru í sömu stöðu og við eða eiga heilbrigð börn.
Núna ætla ég að eyða kvöldinu með litlu rjómabollunni minni (Skari útá palli að lakka)en öll hin eru sofnuð eftir æðislegan dag, borðuðum útí garði bæði hádegis og kvöldmat, tókum langan göngutúr um Laugardalinn og svo lengi mætti telja. Hafið það yndislega gott og ekki gleyma ykkur sjálfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.7.2009 | 08:59
Hún á afmæl'í dag....
Elsku eiginkona mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku Áslaug og takk fyrir allt það yndislega sem við eigum saman.
10.7.2009 | 21:39
Reykjavík-Ólafsfjörður-Egilsstaðir-Akureyri-Reykjavík
Við fjölskyldan vorum að koma heim úr tveggja vikna ferðalagi um landið okkar, fengum flottasta veðrið ALLAN tímann og tókum það með okkur hingað í sveitina. Sem sagt yndislegt ferðalag af baki. Ætli ég birti ekki nokkrar frá ferðinni okkar yndislegu:
Töffarinn minn og rjómabolla hann Hinrik Örn sló í gegn með þessi gleraugu og fannst hann sjálfur alveg ótrúlega fyndinn. Hann er orðinn rosalegur mömmupungur, mamman má ekki bregða sér fyrir horn þá heyrast öskur.
Hérna eru þær systur ásamt Evu Natalíu frænku sem kíkti í heimsókn til okkar á Akureyri.
Theodór töffari við pottinn sem var notaður endalaust en þar voru þau allan daginn alla dagana.
Við kíktum í jólahúsið og hérna eru þeir bræður, bara flottastir!!
Fórum að óskabrunni ófæddra barna og þar óskaði Oddný Erla mín sér að einu enn systkininu, hahaha!! Rætast nokkuð óskirnar sem eru gerðar í þessum brunni, vonandi allavega ekki allar.
Þuríður Arna mín fór í jólasveinahlutverkið.
Læt þetta duga í bili, skrifa við tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar