Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
30.4.2012 | 07:30
Blómarósin mín - 8 ára afmælisstelpa
Yndislega Blómarós mín er 8 ára í dag - hún er búin að telja niður allan apríl-mánuð og loksins er komið að stóra deginum. Að sjálfsögðu var hún vakin með pökkum í morgunsárið og fékk drauma-gjöfina sína sem var lítil barbie"gína" til að hanna buxur en hún elskar allt sem tengist hönnun enda rosalega flínk í puttunum frekar ólík mömmunni.
Þrátt fyrir erfið ár hjá systir hennar þá stendur hún endalaust vel í öllu sem hún tekur að sér - það er alltaf gaman að mæta umsjónakennara hennar á göngum skólans því mamman fer alltaf fljúgandi á bleiku skýji þegar hún er búin að tala við hana. Það er ALLT fullkomið hjá henni sem tengist skólanum - reyndar allt sem hún gerir.
Um helgina var hún að keppa í fimleikum (5 þrepi) og að sjálfsögðu stóð hún sig endalaust vel en hún var í fyrsta sæti og hérna er mynd af henni síðan um helgina:
Ég hefði aldrei geta trúað því að hún myndi þora að gera æfingar fyrir framan fullt af fólki þar sem hún er ofsalega lokuð og feimin en hún elskar það meira en allt en hún gerir það líka bara ef hún veit að hún gerir þær flott.
Ég er endalaust stollt af þessari stelpu, en hún byrjar daginn á að mæta smá stund í skólann og svo ætla ég að leyfa henni að fá frí og koma með okkur á spítalann þar sem Maístjarnan mín þarf að fá mánaðarsprautuna sína og okkur boðið líka að koma horfa á uppáhaldið þeirra sem er Oliver trúður. Í kvöld verður svo bekkjarafmæli, á morgun fimleikaafmæli og svo koma ættingjarnir eftir það. Bara gaman!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.4.2012 | 10:49
"afi þú átt að hætta reykja svo þú fáir ekki krabbamein einsog ég"
Þessa setningu sagði Maístjarnan mín við afa sinn í vikunni og ég held að afi hennar hafi tekið þetta til sín. Hún er mikið farin að að spá mikið í reykingar og hvað þær geta gert manni og auðvidað hefur afa stelpan áhyggjur af honum. Hún elskar meir en allt að vera ein með afa sínum Hinrik því hún veit að hún fær allt hjá honum eða það sem hún vill, laumar oft tásunum til hans til að fá nudd og hún veit líka að það er rólegast hjá honum. Oft þarf hún bara að komast í burtu af heimilinu í rólegheitin hjá afa sem hún nýtur í botn - fá að ráða fjarstýringunni og láta hann snúast í kringum sig.
Síðustu dagar eru búnir að vera frekar rólegir en Maístjarnan mín er búin að vera kvarta smávegis undan hausverk og mér finnst það alltaf óþægilegt og vont þrátt fyrir að það þurfi ekkert að merkja nema kanski mikið álag á lítinn kropp. Rannsóknirnar hennar eru 8.maí og auðvidað er kvíðinn mættur á svæðið.
Maístjarnan mín er farin að telja niður dagana í afmælið sitt og farin að vakna fyrir allar aldir á morgnanna því hún er svo spennt en hún á samt ekki afmæli fyrr en 20.maí - verður samt með veislu í næstu viku með systir sinni sem á afmæli á mánudaginn. Hrikalega gott að geta gleymt sér í veislu-undirbúningi og horfa á hana ljóma alla daga því hún er svo spennt.
Eigið góða helgi en mín nýtur sín núna í afmælis-undirbúningi sem ég elska - veit ekki margt skemmtilegra en halda uppá afmæli barnanna minna.
Langar að enda færsluna á mynd af þeim bræðrum en svona sofnuðu þeir eitt kvöldið í vikunni, held að það sé ekki margt yndislegra en þetta enda ekki hægt að biðja um meiri kærleik á milli þeirra bræðra:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2012 | 12:42
"mamma ég held að ég sé að fá kraftinn minn"
Hún fór einmitt á frjáls íþróttaræfingu á mánudaginn þegar það heyrist í minni konu "mamma ég held að ég sé að fá kraftinn minn". Vávh hvað það var gaman að heyra þessa setningu.
En ef ykkur langar að gefa henni eitt stk "like" þá megiði endilega klikka á þessa slóð:
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150664483387303&set=a.10150664474607303.383796.79574122302&type=1&theater
og þá hefur hún möguleika að vinna 50.000kr gjafabréf í kringlunni sem yrði ekki slæmt hjá minni Maístjörnu.
Gleðilegt sumar allir - við ætlum að fá okkar sumargjöf þriðjudaginn 8.maí (næsti rannsóknardagur) en það er dagurinn sem ég var sett með Maísjtörnuna mína og ég trúi því að þetta verður góður dagur og sumarið verður ÆÐI sem við þráum svo innilega enda tvö síðustu ekkert sérlega skemmtileg.
Bloggar | Breytt 20.4.2012 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.4.2012 | 15:57
Sjúkraþjálfun á hestbaki
Maístjarnan mín í sjúkraþjálfun á hestum - endalaust flott!! Alveg ótrúlegt hvað þessi þjálfun hefur gert fyrir hana. Hefur styrkst mjög mikið eftir þjálfunina og þvílík forréttindi að geta valið um svona sjúkraþjálfun en ekki vera bara alltaf lokaður inní herbergi í einhverjum æfingum :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.4.2012 | 15:26
Gólfæfingar Oddnýjar Erlu á Garpamóti Gerplu
Blómarósin mín var að keppa í gær á Garpa-móti Gerpu og stóð ótrúlega vel, endalaut stollt af þessari stelpu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.4.2012 | 11:08
Yndislegum páskum lokið...
Páskarnir hjá okkur voru ofsalega góðir. Maístjarnan mín kvartaði lítið sem ekkert um hausverk en var dáltið þreytt svo hún fékk bara að hvíla sig þegar hún vildi. Páskarnir voru ofsalega notalegir sem við nutum í páskeggjaleit, bíó-ferð, ennþá meiri páskaeggjaleit, hjólaferð en Maístjarnan mín afrekaði það að hjóla rúman km sem er bara frábært, ísferð, Skagaferð, matarboð, fermingarveislu og ennþá meiri matarboð og svo fengum við heimsókn frá Eyjunni sem var ekki leiðinlegt. Þannig okkur leiddist ekkert um páskana - gerðum það bara sem krökkunum langaði að gera.
Hérna er fallega Maístjarnan mín en amma hennar Oddný var að gefa henni þessi föt (smá fyrirfram afmælisgjöf) því henni langaði svo að vera fín um páskahelgina sem henni fannst í nýju fötunum.
Blómarósin mín ánægð með páskaeggið sitt en þau fengu öll að velja sér páskegg og auðvidað var valið það stærsta í búðinni.
Gull-drengurinn minn fagnar einu markinu á æfingu en það var spilaður mikill fótbolti um helgina. Bara flottastur!!
En hann er að fara skoða höfuðstöðvar KSÍ með leikskólanum sem honum finnst alls ekki leiðinlegt þar sem hann fær að skoða þar sem Idolið hans spilar stundum sem er Gylfi Þór - einn af draumum hans er einmitt að fá að leiða hann inn á völlinn á landsleik og fara sjá hann spila í útlandinu. Hvaða fótboltastrák dreymir ekki um það?
Sjarmatröllið mitt að fá sér einn bita af egginu sínu - smá erfitt.
Maístjarnan mín elskar að fá að hjálpa til í eldhúsinu en hérna er hún að aðstoða afa Hinrik og auðvidað var hún klædd Kr-svuntunni.
Við erum annars komin með nýjan rannsóknar-dag en það er 8.maí en hann hefði átt að vera 29.maí en þar sem ég er eitthvað svo stressuð þessar vikurnar vegna mikils hausverk og þreytu hjá Maístjörnunni minni þá fékk ég það í gegn (lítið mál) að hún færi fyrr í myndatökurnar. Ég vona svo sannarlega að þetta er "bara" álag á minni stjörnu og ekkert til að hafa áhyggjur af en bara svo mér líður betur þá fékk ég það í gegn að fá rannsóknirnar fyrr.
Einsog ég var búin að segja ykkur áður en þá vorum við mæðgur með páskabingó á leikstofunni og fengum fyrirtæki til að styrkja okkur með eggjum og mikið rosalega var þetta gaman. Maístjarnan mín var bingó-stjórinn en ekki hvað? Núna erum við búnar að ákveða (í samráði við þær á leikstofunni) að hafa þetta árlegt þar að segja um páska og jól. Ég er þegar farin að hlakka til jólanna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2012 | 22:51
Mánudagur 17.okt'06
Það er mánudagur 17.október06. Við Óskar vorum að koma á Barnaspítalann en við eigum fund við læknanna okkar vegna Þuríðar minnar en hún fór í sínar rannsóknir 11.okt. Með réttu hefðum við átt að koma daginn eftir á fund með þeim en við báðum þá að fresta því aðeins því við ætluðum að gera eitthvað skemmtilegt helgina eftir og vildum ekki eyðileggja þá helgi ef við fengjum slæmar fréttir sem við töldum að við fengjum vegna þess hvað Þuríður mín var orðin veik.
Hjúkkan okkar kemur fram og vísar okkur inn í eitt viðstalsherbergið, eftir henni koma tveir læknar okkar. Þau eru öll frekar þung að sjá og óvenju róleg. Mér verður óglatt, ég fæ verki um allan líkamann og langar mest að hlaupa útur viðtalsherberginu. Eftir smá þögn þá heyrist í lækninum hennar Þuríðar minnar eða sá sem hefur fylgt henni frá því hún veiktist, við höfum ekki góðar fréttir, æxlið hefur stækkað mjög mikið og núna í fyrsta sinn er hægt að skilgreina það illkynja. Mig langar að öskra en kem engu frá mér, mig langar að gubba en get það ekki enda hafði ég ekkert borða um morguninn vegna kvíða, ég berst við tárin en það er ekki hægt nema í sekóndubrot eftir að læknirinn hafði sagt þessa setningu. Það fyrsta sem kom í huga minn var hver hefur lifað af illkynja heilaæxli? Engin sem ég vissi um því við vitum líka bara alltaf af því slæma, við fáum aldrei að vita af kraftaverkunum, kanski vegna þess fólkið er svo hrætt um að það kraftaverk er tekið af þeim ef þau deila því? Læknirinn heldur áfram og við getum ekkert meira gert fyrir hana, hún mun hætta í lyfjameðferðinni sem hún er í því hún er ekkert að gera fyrir hana. Ennþá koma hugsanir mínar ha ætla þeir bara að gefast upp, bara sísvona, það kemur ekki til mála. Ég spyr lækninn hvort þeir geta EKKERT gert meira, hvað með að hafa samband við þá í Boston og leita ráða hjá þeim sem jú þeir samþykktu, væntanlega bara til að róa okkur en létu okkur samt vita að það væru frekar litlar líkur á því að þeir gætu gert eitthvað. Þeir voru alltaf búnir að segja að þeir gætu kanski skorið aftur en töldu það samt litlar líkur ef æxlið myndi stækka meira, bara ef það minnkaði en mér var alveg sama ég ætlaði ekki að gefast upp, hún Þuríður mín fær ekkert að fara frá mér.
Hjúkkan okkar tekur við hún Þuríður er ekkert að fara frá okkur á morgun en hún á mesta lagi nokkra mánuði ólifaða og það fyrsta sem ég hugsaði hvernig í andskotanum getur hún sagt þetta?. Við höfum reyndar ALLTAF sagt við læknanna okkar að við viljum að þeir séu hreinskilnir við okkkur og ekkert að tala í kringum hlutina, við viljum aðeins heyra sannleikan og loksins þegar við heyrðum hann þá var hann of sár til að heyra. Mig langar að klípa mig, mig langar að vakna af þessari martröð, þetta er ekki satt, Þuríður mín mun læknast, hún gefst ekki svo auðveldlega upp eða við. Við finnum lækningu fyrir hana, hún getur, hún skal og hún ætlar. Hjúkkan heldur áfram að tala þið fáið svo að ráða hvar hún fær að eyða sínum síðustu dögum hvort sem það er hér á spítalanum eða heima. Hvað er hún að rugla hugsa ég strax, er ekki alltílagi? Hvar hún eigi að eyða sínum síðustu dögum? Hún er ekkert að fara frá okkkur, alveg sama hvað helvítis læknavísindin segja þá er þessi hugsun ekki í boði.
Ég er alltíeinu hætt að hlusta á læknanna, ég get ekki höndlað meir, augun mín eru næstum því það bólgin að ég var hætt að geta séð með þeim. Mig langar að fara útur viðtalsherberginu NÚNA, mig langar að fara heim og knúsa Þuríði mína og segja henni að þetta verði alltílagi.
Það síðasta sem ég heyrði frá hjúkkunni þið getið fengið að hitta prestinn núna ef þið viljið.
Svona upplifði ég versta tæpan klukkutíma í lífi mínu sem mig langar aldrei nokkurn tíman að upplifa aftur en þið vitið að sjálfsögðu framhaldið af þessari sögu en það styttist óðum í næstu rannsóknir hjá Þuríði minni eða í maí12 en það er ekki ákveðið hvenær. Með réttu ætti hún að fara í rannsóknir í lok maí en vegna þess hvursu kvalin hún Þuríður mín er búin að vera í höfðinu ætla þeir kanski að flýta rannsóknunum. Þeir gera allt fyrir okkur bara svo okkur líði betur og ég veit að mér mun líða betur á sálinni ef ég veit fyrr að þetta sé alltílagi hjá henni og þetta er bara álag sem er að bögga hana.
Munið hvað er mikilvægast í lífinu! Og munið líka að kraftaverkin gerast - Þuríður mín er ennþá hjá okkur sex árum síðar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2012 | 20:47
Hausverkur.is
Maður er búin að vera frekar niðurdregin síðustu daga þar sem Maístjarnan mín er búin að vera frekar kvalin í höfðinu og þá fer líka maginn á hvolf og maður fer að ímynda sér að allt sé farið afstað aftur. Erum að fara uppá spítala í fyrramálið í mánaðarsprautuna hennar og þá ætla ég að ræða þetta við hjúkkuna hennar og ef hún heldur áfram að vera svona kvalin þá ætla ég að biðja um að flýta myndatökunum hennar sem eiga að vera í lok maí. Hún er reyndar ekkert rosalega sátt að þurfa að fara í þessa "ógeðslegu" sprautu einsog hún segir hana vera en það bjargar því að hún og ég ætlum að vera með bingó á leikstofunni og ætlar að sjálfsögðu að vera bingóstjórinn en hún elskar að "gefa" og stjórna og ég veit að hún mun njóta þess í botn á morgun.
En hérna er hún með hluta vinningana sem við mætum með á spítalann en Bónus gaf okkur þessa vinninga svo að öll börnin fái vinning þrátt fyrir að fá ekki bingó og svo erum við með stór páskaegg frá Freyju og Kólus en ég er óendanlega þakklát fyrir að þessi fyrirtæki styrktu okkur með þessum flottum vinningum.
Það er alveg endalaust gaman að sjá hvað Maístjörnunni minni finnst þetta gaman og gleðst með öllum sem fá vinning. Hún vill nefnilega ekkert vera með og reyna vinna bara "gefa". Bara gaman!!
Gleðilega páska kæru lesendur, njótið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
104 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 4870668
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar