Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
22.7.2011 | 10:31
Gull-drengurinn minn
Hérna er drengurinn að reyna við heimsmetið í planki en það er 60 mín en hann gat heilar 2 mín.
Einbeitingin var mikil enda ÆTLAÐI hann sér að slá met Gilz sem var tvær og hálf mínúta sem hann gerir bara næst þegar hann reynir þetta.
Gull-drengurinn nýkominn af fótboltaæfingu, já maður getur orðið heldur betur skítugur að vera alltaf skorandi.
Síðustu helgi kíktum við norður til ættingja og að sjálfsögðu urðum við að stoppa í jólahúsinu, drengurinn fer sko ekki úr fótboltabúningnum enda ELSKAR hann allar gerðir af búningum. Við megum ekki fara inní íþróttaverslun án þess að hann "suði" um nýjan búning.
Svo er ein að lokum af þeim bræðrum, staddir á Ólafsfirði í svaka stuði.
Eigið góða helgi, við ætlum að reyna njóta hennar í botn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.7.2011 | 22:01
#$#&&/$&%##% (blót dagsins)
Helvítis fokking fokk (nei ég ætla ekki að afsaka mig) en Maístjarnan mín er farin að krampa meira en venjulega, þetta helvíti er eitthvað að aukast hjá henni sem er helvíti SKÍTT! Síðustu dagar hafa verið dáltið verkjaðir hjá henni, miklir hausverkir og oft grætur hún vegna kvala og þegar Maístjarnan mín grætur þegar henni verkjar, þá verkjar henni MJÖG MIKIÐ. Einsog henni var farin að líða betur, kramparnir voru farnir að minnka og kvartaði nær aldrei undan hausverk svo það er spurning hvort bjúgin séu eitthvað þrýsta á þar sem sterarnir eru að renna af henni? Vonandi bara þá er allavega ekkert illt að ske þarna "uppi". Mér finnst að sjálfsögðu ofsalega sárt og erfitt þegar hún krampar og vill helst ekki að fólk verði vitni af því, því þeir eru ekki vanir að sjá svona fá nett sjokk en Maístjarnan mín krampaði í síðustu viku þegar við vorum stadda við kassann í Bónus og það er því miður ekkert hægt að leyna því. Hún byrjar á því að öskra og svo kemur krampinn, kippir, augun verða einsog þegar við fáum störum og smá kippir þar, virkilega erfitt! Hún fékk einmitt krampa í kvöld og var ekki lengi að grípa utan um hálsinn á Gull-drengnum mínum sem kom svo hlaupandi fram til að láta vita en hún vill einmitt finna að einhver sé að passa hana þegar hún ræður ekki við sig.
Gull-drengurinn minn hefur átt dáltið erfitt síðustu daga vegna hennar, hann vill ekki sofna einn, grætur og segist vera hræddur og fengum það loksins uppúr honum að hann væri hræddur að eitthvað kæmi fyrir Þuríði sína. Hann hefur átt erfitt með skapið sitt undanfarnar vikur hérna heima og við viljum "kenna" aðstæðunum hérna heimilinu um svo það er spurning um að fara senda hann líka í einhverja "meðferð" einsog systir (Blómarósin) hans er í?
Það er virkilega erfitt að horfa á barnið sitt svona veikt einsog Maísjarnan okkar eða horfa hin vera kvalin í hjartanu vegna veikinda stóru systir. Þau eru alveg jafn hrædd og við og hræðslan mun ALDREI fara. En við reynum ekki að hugsa mikið um framhaldið fyrr en í byrjun sept þegar hún fer í næstu rannsóknir sínar þess vegna reynum við ALLTAF að hafa eitthvað til að hlakka til einsog komandi helgi sem ég VEIT að verður ÆÐISLEG fyrir okkur ÖLL.
Takk fyrir allar kveðjurnar, þið eruð yndi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
12.7.2011 | 17:13
Til hamingju ég sjálf :)
Elsku ég sjálf, hjartanlegar hamingjuóskir með daginn. Ég er árinu eldri í dag en í gær, Maístjarnan mín á 9 ára skírnarafmæli og við hjónin eigum 8 ára brúðkaupsafmæli sem sagt stór dagur til að fagna. Ég var vakin upp með söng og pökkum og eitt af því sem mig langaði í var sippuband sem börnunum mínum fannst fáránlega fyndið, þrátt fyrir það gáfu þau mér það í afmælisgjöf. Afhverju bað ég um sippuband? Jú stefnan mín er að vera í mínu LANG-besta formi þegar ég verð 35 ára og það er nú bara á næsta ári. Ætli ég biðji ekki um lóðar í jólagjöf?
Ég byrjaði daginn á að fara útað hlaupa einsog flesta daga þar sem ég ætla að afsanna kenningu einkaþjálfarans míns að það þyngjast EKKI allir þegar hann fer í frí sem ég hef þegar gert, hlakka til að stíga á vigtina hjá honum, held reyndar að mín sé biluð því hún sýnir svo fáránlega góðar tölur. Í hádeginu skelltum við okkur fjölskyldan á Fabrikkuna og Gull-drengurinn minn tók afmælissönginn þar fyrir mig, já drengurinn minn er nú ekki mikið feiminn en á meðan Blómarósin mín sökk í sætið sitt og bað hann um að hætta. Svo var haldið beint í Erlu-ís og allir fengu að velja sér eitthvað gott en núna er ég að undirbúa kræsingar fyrir vel valið fólk, ég er nú ekki vön að halda eitthvað sérstaklega uppá afmælið mitt en langaði að breyta til þetta árið.
Sem sagt tvö ár í 10 ára brúðkaupsafmælið okkar og við Skari höfum talað um það síðan við giftum okkur að það væri gaman að fara til Vegas á þeim degi og láta Elvis gifta okkur "aftur" og það er aldrei að vita að það verði af því. Ykkur er öllum boðið en verðið samt að borga ferðakostnaðinn sjálf.
Hérna er ein af mér 6 ára á leiðinni í skólann í fyrsta sinn á Stokkseyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
10.7.2011 | 21:27
Geri ALLT fyrir Maístjörnuna mína...
Það er byrjað að taka á fallegu Maístjörnuna mína að vera ekki einsog hennar jafnaldrar vegna sinna veikinda. Hún þráir sjálfstæðið, hún sér sína jafnaldra vera eina heima, eiga GSM-síma, hjóla án hjálpardekkja og eiga sér BESTU vinkonu sem hún getur ALLTAF leitað til. Hún einmitt sagði við okkur foreldrana síðast í morgun að hún ætlaði að skrifa jólasveininum og biðja hann um GSM-síma í jólagjöf og við spurðum hana afhverju henni langaði í síma? Jú svo hún gæti verið ein heima og þá gæti hún alltaf hringt í okkur ef eitthvað kæmi uppá. Auðvidað erum við búin að senda bréf til sveinka (þó svo það sé langt í jólin)og láta ósk hennar uppfyllta en það er samt ekki víst að hún fái að vera ein heima.
Vegna veikinda sinna á hún við mikla þroskahömlun að stríða og lömun og þess vegna getur hún ekki hjólað einsog hennar jafnaldrar sem henni dreymir um, hún þarf víst að fara fá stærra hjól en ég vil helst ekki hjól sem hún þarf hjálpardekk á svo henni sé ekki strítt enda ekki algengt að rúmlega níu ára gömul börn hjóli með hjálpardekk þess vegna fór ég að leita á netinu að góðu og flottu hjóli handa henni sem hún gæti hjólað á þrátt fyrir hennar lömun og viti menn ég FANN ÞAÐ. Reyndar uppselt í augnablikinu og ég veit heldur ekki hvað það kostar en mér gæti ekki verið meira sama bara að henni líði sem best og verði ekki strítt. Ótrúlega töff "þríhjól"!!
Hún er að krampa einu sinni í viku að meðaltali sem er helvíti skítt og það væri líka ástæða fyrir því að hún gæti ekki verið ein heima, hún þarf að finna fyrir hlýju og umhyggju þegar hún fær krampa og þess vegna er ég líka hrædd að senda hana eitthvað eina þar að segja t.d. leyfa henni að fara einni í skólann. Reyndar væri hún samferða systir sinni en maður getur ekki lagt allan ábyrgðina á hana "ef" þó svo ég gæti treyst henni 110% ef hún krampar en er hún bara 7 ára gömul og sýnir mikla ábyrgð ef ......
Við reynum að njóta dagana í botn, við kíktum í Heiðmörkina (Eyðimörkina einsog Gull-drengurinn minn kallaði hana) í góða veðrinu en hérna eru tvær frá þeirri ferð okkar. Blómarósin mín og Gull-drengurinn hjóluðu en Maístjarnan mín og Sjarmatröllið sátu saman í kerru.
Að sjálfsögðu var blóma-týnslu-stop þar sem stelpurnar týndu fullt af blómum. Krakkarnir mínir þrír eru á myndinni ásamt Evu Natalíu systurdóttir minni.
Flottustu bræðurnir í stuði í Heiðmörkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.7.2011 | 21:50
Maístjarnan mín
Við erum búin að eiga ofsalega góða daga þrátt fyrir krampa, smá hausverk og þreytu. Það sem við gerum verður að sjálfsögðu að stjórnast á því hvað Maístjarnan okkar orkar að gera en það getur verið ofsalega erfitt að skilja fyrir 2, 5 og 7 ára börn að við verðum kanski að fara NÚNA þegar við erum að gera eitthvað skemmtilegt því Maístjarnan okkar getur ekki meir eða höndlar eitthvað ekki. Auðvidað skilja þau það ekki og verða "reið" við okkur að "skemma" eitthvað fyrir þeim eða sár útí Maístjörnuna að geta ekki verið lengur því hún er komin með hausverk eða þolir bara illa hitann. Þetta er ofsalega erfitt fyrir okkur þar sem við viljum auðvidað að alllir njóti sín.
En Maístjarnan mín er samt búin að njóta sín með okkur, en við vorum að koma úr Húsafelli eftir nokkra daga sem var alveg yndislegt enda var potturinn notaður tvisvar á dag, trampólínið frekar vinsælt, sófinn var líka ofsalega góður og svo nutum við þess bara að vera sex saman í notalegheitum.
Hérna eru nokkrar frá þeirri ferð:
Maístjarnan mín orkaði að hoppa nokkrum sinnum á trampólíninu og það var sko yndisleg sjón. Hún er öll að koma til eftir sterana en þeir eru ennþá að renna af henni og valda henni dáltið af aukaverkunum.
Auðvidað var Blómarósin mín mestmegnis svona í ferðinni.
Sjarmatröllið mitt kátur einsog vanalega.
Gull-drengurinn á tjillinu en hann vildi ólmur komast heim svo hann myndi ekki missa af fleiri fótboltaæfingum.
Jebbs hún var í stuði. Við erum á fullu að byggja hana upp og tökum bara einn dag í einu, endalaust mikið af aukaverkunum í gangi og svo er hægri hendi lítið sem ekkert notuð. Stundum er einsog hún sé búin að gleyma henni vegna lömunarinnar, jújú það er ennþá lömun í henni en hún getur samt alveg notað hana en gleymir henni bara.
XOXO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar