Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Stór-stjarnan mín

Ég varð bara að koma með þessa slóð hérna:
http://www.akureyrivikublad.is/annad/2013/01/31/skidanamskeid-fyrir-leidbeinendur-fatladra/
En hérna er Maístjarnan mín á sjúkraþjálfun á skíðum fyrir norðan fyrir ári síðan - þetta námskeið gerði endalaust mikið fyrir hana. Tilbreytingin að fara á skíði og gera skemmtilegar æfingar gerði svo mikið fyrir hana - brosið fór ekki af henni þessa helgina.  Ef þú átt fatlað barn þá mæli ég 150% með þessu námskeiði - frábærir þjálfarar og skemmtilegt fyrir barnið.

Svo er hérna önnur auglýsing um námskeiðið og auðvidað er mynd af Stjörnunni minni:
http://ifsport.is/default.asp?frett=864


Okkur gefst einmitt kostur á að fara á þetta námskeið en því miður er ferðakostnaður dáltið mikill svo hún verður bara (ekkert bara samt) í sjúkraþjálfun á hestum þetta árið sem henni finnst líka æðislegt.  En það er okkur mikilvægt að hún fær eins fjölbreytilegasta þjálfun eins og hægt er.

Annars styttist í rannsóknir hennar sem eru 19.febrúar og auðvidað er allt komið á hvolf fyrir þann dag.

Eigið góða helgi - helgin okkar verður bara skemmtileg.

 


Hann á afmæli í dag ......

Elsku besti Gulldrengurinn minn er sjö ára í dag - var vakinn upp með stórum pakka í morgun og afmælissöng.  Svo ætlar hann að vera með stráka-partý í dag tilefni dagsins.
18ecpjx.jpg





















Drengurinn fór vatns-greiddur í skólann í morgun, neitaði að setja á sig húfuna því hann var svo hræddur um að greiðslan myndi ruglast eitthvað.

Ég man svo vel eftir því þegar ég tilkynnti fólki að ég væri ólétt af honum, hvað allir voru hneykslaðir því Maístjarnan mín var orðin svo veik.  Gengin átta mánuði á leið með hann var ég stödd í Boston með Maístjörnuna mína í aðgerð en það var hann sem lyfti okkur upp á erfiðum tímum, alltaf brosandi og kátur einsog hann er ennþá í dag.

Stundum er einsog fólk haldi að tíminn bara stoppi ef barnið manns veikist alvarlega og þú eigir að hætta lifa lífinu, oooohhh nei það er sko ekki okkar mottó.  Þrátt fyrir erfiðlega þá heldur lífið áfram og maður heldur að sjálfsögðu áfram að plana skemmtilega hluti.

Mikið rosalega vorum við heppin að fá þennan dreng í líf okkar - elsku besti Theodór minn, hjartanlegar hamingjuóskir með daginn.  Ég er ótrúlega stollt af þér og elska þig mest í heimi.


Blogg-leiði

Gleðilegt árið kæru vinir!!

Ég er komin með mikinn blogg-leiða og er ekki alveg að nenna skrifa hérna en ákvað að skrifa nokkrar línur til að láta vita af okkur.

Maístjarnan mín er alltílagi, stundum erfitt að átta sig á líðan hennar því stundum er hún ofsalega óhamingjusöm og erfið í skapi og hina stundina súper kát.  Hef samt smá áhyggjur af henni útaf sjóninni sérstaklega - sem hefur versnað dáltið mikið en það getur líka verið að geislarnir eru að skemma eitthvað hjá henni sem kæmi að sjálfsögðu ekki á óvart.  Erum á leiðinni uppá spítala í mánaðarsprautuna hennar og þá fáum væntanlega að vita rannsóknardaginn hennar sem á að vera í febrúar.

Stutt og laggott í dag - enganveginn að nenna þessu langar bara að loka þessu kafla og fara hugsa um eitthvað annað skemmtilegra.

Þanga til síðar - veit reyndar ekki hvenær.......
423364_10151234977249611_194928952_n.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Ein af Maístjörnunni minni með nýju gleraugun sín - en það þurfti að rífa af mér báða handleggina fyrir þau þrátt fyrir góðan afslátt í búðinni.  ....frábær þjónusta sem ég fékk hjá þeim í Optical Studio í Smáralindinni, mæli hiklaust með þeim ef þið viljið fá góða þjónustu.

 


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband