Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

.....

Stundum verð ég svo leið,
og mér líður ei vel,
og mig langar að sting'af frá öllu
og hverfa og skríða inní skel.
En ég herði mig upp
og ég hugsa með mér
hvernig allt gæti verið svo margsinnis
marsinnis verr'en það er.

Æji þetta eru "þessir" dagar, Maístjarnan mín er ekki hamingjusöm, hún er ofsalega leið, nýtur sín enganveginn í neinu og kvartar dáltið undan hausverk.  Það er ofsalega erfitt og sárt að horfa á hana - manni langar að gera eitthvað til að gleðja hana en hún vill helst bara vera heima, liggjandi uppí sófa.  Þegar henni líður svona þá líður mér helmingi verr....

Ég er farin að kvíða dáltið fyrir næstu viku en þá fara drengirnir mínir í sumarfrí frá leikskólanum og hún má ekki vera svona þá því þá getum við ekkert gert.  Það er nefnilega oft erfitt að vera systkini langveiks barns því þá veltur allt á líðan þess og oft erum við kanski byrjuð á einhverju skemmtilegu og verðum að hætta í miðjum "leik" því hún þolir ekki meir og verður að fara inn að hvíla sig og auðvidað er erfitt að sætta sig við það.  "Afhverjru fær Þuríður alltaf að ráða?".  Þetta er oft erfitt fyrir alla!!

Annars fékk ég ofsalegar skemmtilegar fréttir í síðustu viku, ég vann ferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair.  Ekki leiðinlegt!Grin Auðvidað langar öllum að fara á heimilinu en það er víst ekki í boði enda það besta í stöðunni er að við Skari förum eitthvað tvö í afslöppun að gera ekki neitt nema liggja og hvíla okkur, sleikja sólina og kanski sendi ég hann eftir einum kokteil á dag fyrir mig.  Okkur langar allavega mikið til Spánar svo við erum að spá og spegulera, reyndar langar mig líka mikið á ÓL en það kostar víst hálfan handlegg og ekki möguleiki að fá miða á neina viðburði sem mig langar á einsog handboltalandsliðið og sjá meistarann og flottustu fyrirmynd ever Rögnu Ingólfsóttir badmintonkonu.  Ég fer bara þegar börnin mín fara og keppa í staðin og horfi á þau en þessa bók hér fyrir neðan er Blómarósin mín að lesa - hún les hana alltaf fyrir svefninn, er hálfnuð með hana þar sem hennar draumur er að komast á ÓL, ekki seinna vænna að fara láta sig dreyma 8 ára gömul.
428393_10150937080299611_575561976_n_1160816.jpg

 


 

 

 

 

 


Maðurinn er ekki stærri en draumar hans, hugsjónir, vonir og áform. Manninn dreymir og með því að láta drauminn rætast er það draumurinn sem skapar manninn. 

Eigið góðan dag.


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband