Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Á 5 ára afmælisstrák

Elsku besti og flottasti 5 ára strákur sem ég þekki á afmæli í dag - hann Hinrik Örn minn er sá allra flottasti rokkari sem ég þekki. 

Hann elskar að glammra á gítarinn sinn, er ekki lengi að ná í hann þegar við erum búin að setja tónlistina á og dansar þá líka með,  fara með bróður sínum á badmintonæfingar, spila fótbolta, leika sér við vini sína, knúsa DraumaDísina sína, segja við mömmu sína oft á dag hvað hann elskar hana mikið, fíflast með systkinum sínum, klæða sig í "rokkara"föt og svo lengi mætti telja.

Ég man þennan dag fyrir fimm árum ennþá vel í dag - missti vatnið 24.nóvember þegar ég var að labba inná leikskóla krakkana og vissi ekki alveg hvort ég ætti að halda áfram inn eða fara út svo ég ákvað bara að fara inn "pissu"blaut og svona líka hamingjusöm vitandi að  ég væri að fá en eitt kraftaverkið í hendurnar eftir ekki svo langan tím og það rúmri viku fyrir settan dag. 

Eftir að ég var búin að missa vatnið hringdi ég í nöfnu mína og frænku sem var sett tæpum tveim vikum áður og ekki ennþá farin afstað sem bölvaði mér í sand og öskur en það hlakkaði bara í mér, já ég veit "ljótt af mér"Tounge. En viti menn nafna mín og frænka eignaðist líka lítið kraftaverk þennan sama dag, ég um morguninn og hún um kvöldið.

Elsku besti Hinrik Örn minn, hjartanlegar hamigjuóskir með daginn. Elska þig til tunglsins og til baka. Hlakka til að borða góðan mat með þér í kvöld og knúsa þig aftur enn fastar þegar ég næ í þig í leikskólann í dag.

Hérna er ein sem var tekin af honum í morgun þegar hann opnaði DraumaPakkann sinn - jiiiiii ég hef ekki séð glaðari strák lengi "aaaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhhh alveg einsog mig langaði í".
PB251435


Takk Askja.

Bílaumboðið Askja gaf vinninga í bingó Þuríður Örnu minnar sem hún mun halda í desember fyrir inniliggjandi börn - þúsund þakkir Askja þetta kemur sér ótrúlega vel.  Jú svo bankaði uppá hér kona og gaf nokkra vinninga líka - við erum endalaust þakklátar mæðgurnar fyrir það.

Hérna eru tvær myndir þegar þeir afhendu henni vinningana:
IMG_0039_lowresIMG_0051_lowres

Aðgerðardagur í dag

Maístjarnan mín er á leiðinni í aðgerð í dag - það á að fjarlægja "brunninn" hennar sem hefur fylgt henni síðustu 8 ár.  Ástæðan er reyndar að hann er hættur að virka en við ætluðum að láta fjarlægja hann í maí 2010 þegar hún greindist aftur en því miður var það ekki hægt þá vegna greiningarinnar.  Við trúum því að þetta er bara skref frammá við í veikindum hennar og við þurfum ALDREI aftur á þessu á að halda.  Jú framvegis þarf hún að fá sprautur í handlegginn þegar það er verið að taka blóð og í svæfingum sem er hreint helvíti fyrir hana þar sem hún þolir það ekki og svo endalaust erfitt að finna æðar í það.  En jú þetta er ákveðið skref frammá við þó svo mamman sé dáltið stressuð fyrir þetta ákveðna skref - veit ekki afhverju??

Hún fór í heilarit í síðustu viku sem við fáum væntanlega út úr í dag þegar hún fer í aðgerðina sína - læknirinn hennar vildi að hún færi í það áður en hann færi hræra mikið í lyfjakokteilinum hennar þó svo hann gerði smá breytingar í síðustu viku.  Jú barnið er alltaf svo þreytt en einsog doktor Óli sagði þá er kanski erfitt að breyta því vegna alls sem hefur undan gengið.  Hún leggur sig oft á daginn og sofnar snemma - ætli maður væri ekki svoleiðis líka ef ég væri búin að ganga í gegnum þetta allt saman.

Hún er annars spenntust fyrir jólabingóinu sínu sem hún mun halda á leikstofunni fyrir jólin uppá spítala - það er alveg ótrúlegt hvað þetta gefur henni mikið "að borga tilbaka" allt sem allir hafa gert fyrir hana.  Okkur var boðið í bingóið um daginn en hún vildi sko ekkert koma með þar sem hún væri ekkert að stjórna bingóinu sjálfu - hún vill ekki spila sjálf og reyna vinna, henni finnst bara svo gaman að sjá gleðina í öllum hinum sem vinna sem mér finnst náttúrlega alveg magnað.

Jú ég auglýsti eftir dótið í bingóið hennar og fékk eitt svar frá bókabúðinni á Húsavík og hér birtist svo kassi af dóti frá þeim sem verður í verðlaun og jú svo smá aukalega í verðlaunakassann uppá spítala en einsog allir vita finnst öllum börnum gaman að fá verðlaun fyrir að vera dugleg í læknaheimsóknunum sínum og Maístjarnan mín ætlar að fylla smá í þann kassa þökk sé þeim á Húsavík. 

Við auglýsum samt áfram eftir dóti (nýju) í bingóið hennar en okkar markmið er að sjálfsögðu er að allir krakkarnir fari glaðir af bingóinu hvort sem það fékk bingó eða ekki.  Ef þig eða þitt fyrirtæki langar að gefa vinning þá má endilega vera í sambandi við mig aslaug@vefeldhus.is


Já sæll!!

Eigum við að ræða þetta eitthvað?  Bara svona venjulegt kvöld hérna heima hjá okkur eða réttara sagt hjá Blómarósinni - getur klikkað á linkinn og ýtt á "play" þó svo þú sért ekki á feisinu :)
https://www.facebook.com/photo.php?v=10151796662039611&l=6656639252415931940

 

Svo er hérna annar linkur af Rokkaranum mínum sem er alltaf að æfa sig og semja - hann er að breyta útgáfunni af "glaðasti hundur í heimi" en hann er farinn að æfa hjá Þránni (í Skálmöld) og elskar ekkert meira en að "glammra" á gítarinn sinn. Endilega kíkið á þetta myndband af honum.
https://www.facebook.com/photo.php?v=10151779369969611&l=509573008490701412


Beiðni til "ykkar"

Þriðja árið í röð (rétt fyrir jólin) mun Þuríður Arna mín halda bingó á leikstofunni á barnaspítalanum en það er fyrir öll  inniliggjandi börn og önnur sem er mikið í eftirliti á göngudeild spítalans einsog þið vitið þá hefur Þuríður Arna mín verið mikið inniliggjandi á spítala síðustu 9 ár og við vitum hvað það getur skipt miklu máli að hafa góða aðstöðu á spítalanum og ekki síður að það sé eitthvað skemmtilegt að gera.

Þuríður Arna mín elskar að fara í bingó þá sérstaklega ef hún fær að stjórna því sjálf svo þetta gefur henni ofsalega mikið - að gleðja aðra.

Núna langar mig að leita til "ykkar" en það hefur gengið ofsalega vel að leita til fyrirtækja og biðja um verðlaun en það er "eitt" sem vantar það er dótið.  Við viljum að sjálfsögðu að krakkarnir fái líka dót í verðlaun.  Langar þig/fyrirtækinu þínu að styrkja þetta flotta framtak hjá Þuríði minni ef svo er þá máttu hafa samband við mig í tölvupósti aslaug@vefeldhus.is

Síðustu ár hefur hún líka fengið þekkta aðstoðarmenn en fyrst komu Simmi og Jói og svo í fyrra var Sveppi hennar aðstoðarmaður og þetta árið var hún með sérstaka ósk og viti menn sú manneskja ætlar að koma og aðstoða hana :)

Fyrirframþökk
Áslaug Ósk og Þuríður Arna


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband