Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

ALLT sem hún tekur að sér er FULLKOMIÐ.

2010.08.31_blom [1600x1200]
Langaði að birta eina mynd eftir Blómarósina mína hana Oddnýju Erlu 6 ára sem hún teiknaði fyrr í kvöld, hún er bara snillingur í ÖLLU.


Fyrsti skóladagurinn

Það var mikill spenningur hérna í morgun þegar þær systur fóru í skólann, reyndar var spenningurinn meiri hjá Maístjörnunni minni henni Þuríði Örnu en Blómarósin mín Oddný erla er búin að vera dáltið kvíðin fyrir skólagöngunni.  Hún er hrikalega spennt að fara læra en kvíður mest fríminútunum, hún er bara svo feimin og svo er sumarið líka búið að vera henni erfitt en ég veit að þetta verður fljótt að koma hjá henni.
systur
Hérna eru þær fallegustu  í morgun, jiiii hvað ég á alltíeinu orðnar "gamlar" stelpur.

Skemmtilegir dagar því við ákveðum að gera þá skemmtilega :)

P8182599 [1280x768]
Við mæðgurnar kíktum í Nauthólsvíkina í gær og skemmtu okkur ofsalega vel, að maður skuli ekki nýta þennan stað meira.
P8192621 [1280x768]
EFtir hjólreiðatúr um sveitina og ísferð þá skelltu þær sér í sundbolina sína og kældu sig niður í garðinum.  Reyndar meikaði Maístjarnan mín ekki að hjóla og svo henni var bara skellt í "farþegasætið" og naut útsýnisins þaðan sem henni fannst ekkert verra.
P8192628 [1280x768]
Syngjandi í "rigningunni".  Alveg yndislegt veðrið í dag og  þegar ég skrifa þetta kl 18:10 þá eru börnin ennþá í sundfötunum útí garði.  Best í heimi!!

Draumar...

Ég átti mér einn lítinn draum og það var að fara útá vinnumarkaðinn aftur eða núna með haustinu enda ekki verið þar í rúm átta ár.  Ég var komin með vinnu og var endalaust spennt ENN ég er ekki lengur spennt þar sem ég er ekki að fara vinna.  Maístjarnan mín þarf á mér að halda, við vitum EKKERT hvernig veturinn mun þróast hjá henni en vonandi koma engar aukaverkanir hjá henni, því miður getur engin sagt neitt um það.

Þar sem minn litli draumur mun ekki rætast alveg strax þá ætla ég að láta stærsta draum Maístjörnu minnar rætast eftir ekki svo marga mánuði.  Þegar ég hugsa um þann draum þá verð ég hrikalega spennt, hún veit ekkert og fær ekkert að vita fyrr en það er komið að þessu og þið fáið heldur ekkert að vita allavega ekki á undan henni.Grin

Okkar mottó er alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til og það höfum við sko sannarlega núna.Joyful


Sá tími sem við ætluðum..........

Maístjarnan mín er þreytt. 

Þetta er sá tími sem við ætluðum að vera laus við öll veikindi, tíminn sem Maístjarnan mín ætlaði að fara njóta lífsins einsog heilbrigt barn, tíminn sem ég ætlaði að sjá hana blómstra, tíminn sem við ætluðum að minnka enn meira flogalyfin hennar, tíminn sem við ætluðum að losa okkur við "brunninn" hennar, tíminn sem ég ætlaði að fara pirra mig á einhverju sem skiptir engu máli, tíminn sem við ætluðum að hætta hafa áhyggjur, tíminn sem Blómarósin mín ætlaði líka að blómstra sem hún og hætta að hafa áhyggjur af stóru systir ENN nei þetta er greinilega ekki sá tími.

Bráðum eru komin heil sex ár síðan Maístjarnan mín veiktist og það er löööööngu komið gott af þessari veikinda"súpu".  Afhverju er verið að pína hana svona mikið, þetta er óendanlega sárt.  Nei hún kvartar nánast aldrei en stundum langar mig að heyra hana kvarta bara svo ég fái að vita hvernig henni líður.  Ekki misskilja mig, mig langar ekki að henni líði illa mig langar bara heyra hvernig henni líður.  Hún á bara erfitt með að tjá sig, finna réttu orðin svo fara þau öll í "flækju" en henni langar svo mikið.

Það var samt svo gaman hjá okkur áðan, við mæðgur kíktum í sund  og Maístjarnan mín skríkti/öskraði af kæti allan tíman sem hún var í rennibrautinni held að allir í sundinu hafi heyrt í henni og ö-a inní klefana.  Eftir fimmtán (blómarósin mín taldi) ferðir í rennibrautinni vildi Maístjarnan mín fara heim því þá var hún búin á því og að sjálfsögðu fórum við uppúr.

Já mér finnst þetta allt saman SKÍTT og skil ekki þennan tilgang og mun aldrei skilja.


Konguló, konguló, vísaðu mér á berjamó.

Við fjölskyldan fórum á Þingvelli í gær í þessu yndislega veðri.  Týndum heilan helling af krækiberjum en það var endalaust mikið af þeim þarna en Oddný Erla mín var dáltið fúl að það voru engin bláber. 
P8082399 [1280x768]
Hérna er Maístjarnan mín en hún var meira fyrir að slaka aðeins sá og skoða blómin en að leita af berjum eða svona undir lokin þá fór hún á fullt og týndi heilan helling.
P8082376 [1280x768]
Hinrik Örn aðal töffari hugsaði meira um lookið en að týna berin en skemmti sér samt ótrúlega vel enda elskar hann að vera svona útí náttúrunni.
P8082412 [1280x768]
Öll berin sem voru týnd í ferðinni sem var reyndar bara ca klukkutíma-týnsla en mikið fór uppí okkur á meðan týnslunni fór fram.
P8082433 [1280x768]
Við förum náttúrlega ekki í ferðalag í dag án þess að boltinn sé með og hérna er súper töffarinn hann Theodór í fótbolta en ekki hvað??
P8082438 [1280x768]
Systurnar sáu svo um að hjálpa pabba sínum að grilla hamborgara handa okkur en við fundum okkur kósý stað til að grilla á og leika okkur.
P8082429 [1280x768]
Að sjálfsögðu var svo ein systkinamynd en ekki hvað.

Yndislegur dagur í gær sem við áttum á Þingvöllum, allir hressir og kátir enda ekkert annað í boði.


Afsakið hlé....

Við erum komin heim og ég hef bara verið algjörlega tóm síðan við komum heim.  Mikill léttir að þessari meðferð er lokið og svo mikill kvíði fyrir því hvernig meðferðin tókst þar að segja tókst að drepa þetta æxlið, "poppa" upp önnur æxli í kjölfarið, hvernig koma aukaverkanirnar út og svo lengi mætti telja.  Núna tekur við bið, það getur tekið allt uppí ár til að sjá hvernig þetta tókst og það getur líka tekið allt uppí ár eftir að aukaverkanir láti sjá sig. 

Hrikalega erfiðir mánuðir framundan því við vitum EKKERT en læknarnir okkar úti voru mjög ánægðir hvernig meðferðin tókst þó svo æxlið var búið að stækka um nokkra mm síðan í maí en þá var það ekki óviðráðanlegt einsog þeir sögðu þar að segja fyrir "gammahnífinn" en þeir voru dáltið smeykir hérna heima ef við myndum þurfa bíða of lengi eftir að komast undir "hnífinn" þá þyrfti að hugsa uppá nýtt hvernig meðferð hún ætti að fara í.  Enn sem betur fer kom ekki af því.

Á þessum tíma vorum við búin að ákveða (ásamt hennar "team-i) að losa okkur við "brunninn" hennar en því miður breyttust aðstæður í maí og á "brunninum" þarf hún á að halda.  Það kom líka til greina að minnka enn meira flogalyfin hennar með haustinu en það breyttist að sjálfsögðu líka því miður.  Í staðin þyrfti frekar að stækka skammtinn hennar þar að segja ef hún fengi fleiri krampa en þennan um miðjan júlí. 

Já þetta er allt saman ósanngjarnt!! Maístjarnan mín er samt mjög hress en þreytt. 

Eigið góða helgi, væri til í að eyða þessari helgi í berjatýnslu með börnunum.  Veit einhver hvar/hvort ég get fengið vel þroskuð ber einhversstaðar, ekki mjög svo langt frá borginni?


Svíþjóð - dagur 6

Þetta er búið að vera mikill hamingjudagur hjá stelpunum mínu og jú auðvidað okkur.  Við vorum mætt í tvíloíið hérna í Stokkhólmi um leið og það opnaði, þá þurftum við ekki að bíða svo lengi eftir því að komast í tækin sem var bara snilld.  Stelpurnar gátu farið í öll tækin sem þær vildu og höfðu stærð í sem var endalaust gaman.  Það var sem sagt mikil gleði og mikil kátína hjá stelpunum mínu í dag en eftir tívolí ákváðum við að skella okkur í sjávardýrasafnið sem er hliðina á tívolíinu og hitta nokkra hákarla, froska og marga skrýtna fiska.  Ætluðum í kaffi til drottingarinnar en þurftum að afboða okkur á síðustu stundum þar sem Hard Rock heillaði meira J.

Núna erum við uppá hóteli að pakka því heimför er á morgun, fyrr en áætlað var sem er  gaman!!

Þuríður mín er  hress, það er ekki að sjá á henni að hún hafi verið í meðferð eða farið undir „gammahnífinn“ á fimmtudaginn.  Hún kvartar undan þreytu en „ekkert meira en það“ sem er að sjálfsögðu gott.  Ef þetta hefði verið ég þá væri ég væntanlega ennþá inniliggjandi með verkjastillandi í æð en oft er sagt að börn eru fljótari að jafna sig en við fullorðnafólkið.

Þessir dagar hérna í Svíþjóð eru búnir að vera bæði ofsalega erfiðir og líka mjög skemmtilegir, höfum aðeins geta gleymt okkur  í smá skemmtun sem er stór plús í þessari ferð.  Oddný Erla blómarósin okkar hefur líka hjálpað okkur mikið og þá sérstaklega Þuríði sinni, einstaklega góðar og nánar, miklu  nánari en áður.

Einsog oft áður ætla ég að enda þessa færlsu á myndum dagsins en næst þegar ég blogga þá verður það frá klakanum okkar. J
P8012220 [1280x768]

P8012252 [1280x768]

P8012312 [1280x768]


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband