Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
27.6.2010 | 19:27
Biðin endalausa
Hvernig í andskotanum getur verið svona erfitt að ná í EINN mann. Svíarnir eru nefnilega nánast búnir að samþykkja að fá Þuríði mína til sín NEMA það þarf EINN "reynslubolti" að samþykkja hana sem er svona líka erfitt að ná í. Arghh!! Því þeir eru ekki vissir hvort þeir eigi að geisla bæði æxlin eða bara það "gamla" og þá eigi að fjarlægja hitt með aðgerð en það þarf þessi "reynslubolti" að samþykkja eða ákveða. Svo er náttúrlega annað "vandamál" en skurðlæknirinn okkar fer í sumarfrí eftir næstu viku eða reyndar er hann kominn í sumarfrí en fer útá land eftir næstu viku og gerir þá engar aðgerðir og þá yrði hún aldrei skorin fyrr en í ágúst sem er náttúrlega HRIKALEGT!! Hún má ekki bíða svona lengi. Hva á bara að leyfa æxlinu að stækka? Já ég er nett pirruð eða reyndar mjög pirruð og er orðin andskotin leið á því hvað þeim er gefin langur tími, afhverju er svona hrikalega erfitt að ná í EINN mann?
Þuríði minni líður ótrúlega vel og læknirinn hennar er mjög hissa á því hvað hún lítur vel út svo æxlið er ekkert farið að bögga hana ENNÞÁ. Eru þeir að bíða eftir því að það fari að gera eitthvað illt fyrir hana? Nei ég bara spyr? Já þetta er ÓÞOLANDI!!
Restinni af fjölskyldunni líður ágætlega, Oddný Erla mín telur niður dagana þanga til hún hættir á leikskólanum og það eru sem sagt þrír leikskóladagar eftir og þá mun væntanlega hefjast talning í fyrsta skóladaginn. Ég og hún erum búnar að liggja í upp og niður pestinni, ógeðsleg pest!! Theodór fótboltatöffari fylgist með HM og var að eignast Brasilíubúning sem lítur á sem gullið sitt og fer ekki úr honum, endalaust flottur!! Hinrik litli mömmupungur er að fíla sig í leikskólanum en gargar samt alltaf af gleði þegar móðirin kemur að sækja hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.6.2010 | 21:55
Lítið að frétta....
Fengum hringingu frá okkar frábæra skurðlækni á föstudaginn að það verður fundað um Maístjörnuna okkar á þriðjudaginn útí Svíþjóð og þá verður allt væntanlega ákveðið. Ég vona bara svo heitt og innilega að þetta mun ganga hratt fyrir sig einsog okkar frábæri læknir vill og ýtir mikið á eftir. Hann fer reyndar í frí eftir viku en ef Þuríður okkar þarf aðgerð áður en hún fer út kemur hann úr fríinu sínu til að skera hana. Þetta er sko alvöru læknir sem sinnir sko sjúklingum sínum. Ég er hrikalega ánægð með hann einsog ALLA sem hafa sinnt henni, þau gera allt svo að Maístjörnu minni líði vel.
Maístjörnunni minni líður mjög vel þessa dagana, það er sko ekki að sjá á henni að hún er veikjast aftur.
Hérna er Maístjarnan mín að módelast fyrir mig í Heiðmörkinni en við fjölskyldan hjóluðum þar um á 17.júní sem var æði. Tókum með okkur nesti og höfðum það kósý. Hún hjólaði reyndar ekkert enda hefði hún ekki ráðið við það því miður en naut sín í hjólavagninum.
Hérna er fótbolta-strákurinn minn hann Theodór Ingi sem labbaði inná völlinn með Fylkismönnunum í kvöld, ótrúlega stolltur og montinn.
Núna bíð ég bara eftir þriðjudeginum og vona það svo heitt og innilega að við verðum í Svíþjóð eftir ekki svo marga daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.6.2010 | 14:22
Erfitt að útskýra...
Þá fundi okkar lokið með doktorunum. Ég er gjörsamlega búin á því eftir fundinn en samt var hann ekkert átakanlegur þannig séð, jú ég barðist við ekkan í hálsinu og tárin í augunum. Maginn búinn að vera svo þungur og síðustu vikur ógeðslega erfiðar og næstu vikur verða ekkert auðveldari.
Æxlið hennar Þuríðar minnar er að svokallaðari gráðu 2 en þeir voru mjög hræddir að það væri orðið að gráðu 3 sem hefði náttúrlega verið verst og nánast ekkert hægt að gera við/fyrir æxlið. Hún er önnur hér á landi sem greinist með þetta æxli sem er frekar sjaldgæft en mjög fáir í heiminum hafa greinst með það svo það er komin frekar lítil "reynsla" á það þar að segja meðferðlega séð. Þetta er þannig æxli að það getur alltaf "poppað" upp aftur og aftur þannig við getum alltaf verið í þessari baráttu en það gæti líka bara alltíeinu horfið eða einsog læknirinn orðaði það "það gæti líka elst af henni"?? En það ætti að vera hægt að halda æxlinu niðri eða æxlunum sem myndu myndast með meðferðum eða svo segir reynslan sem er nú bara nokkra ára.
Næst á dagsskrá hjá Maístjörnu minni er væntanleg Svíþjóðarferð (geislar) og kanski stór aðgerð fyrir hana hérna heima (áður en hún færi út) en það gæti verið á næstu tveim/þrem vikum. Þetta mun gerast mjög hratt þegar þetta er farið afstað en vonandi fáum við símtal frá Svíþjóð á föstudaginn. Einsog læknirinn sagði þá er ekki gott að bíða of lengi og leyfa kanski æxlinu að stækka meira og þá gætu aðstæður líka breyst varðandi meðferð. Við treystum á þessa geisla í Svíþjóð.
Við hefðum geta fengið verri fréttir en mig hefði samt langaði í betri. Ég skil bara ekki þennan tilgang hjá þessum þarna uppi? Hann ætlar ekki að gera lífið auðvelt hjá Maístjörnunni minni en að sjálfsögðu mun hún rúlla í gegnum þessa meðferð einsog allar aðrar sem hún hefur gengið í gegnum.
Núna ætla ég að plana einhverja skemmtilega hluti fyrir okkur, virkilega núna þarf ég á einhverju til að hlakka til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
15.6.2010 | 14:19
Framhaldið ákveðið...
Fundur á morgun með teyminu okkar.
Nenni engan veginn að blogga hérna, fæ lítið sem ekkert útur því lengur. Mig langar bara að Maístjarnan mín verði heilbrigð og þurfi ekki að kveljast meira. Mig langar að vera þessi "venjulega" mamma og argast útí kreppuna, Icesave, stjórnmálamenn einsog flestir (margir) Íslendingar en þá er margt mikilvægara í lífi mínu en að argast útí það allt saman.
Einsog þessir tveir Ofur-töffarar Hinrik Örn minn og Theodór Ingi minni, þvílíkir snillingar.
Eða yndislegu blómarósirnar mínar. Myndirnar voru teknar á rúntinum okkar um Suðurlandið á sunnudaginn við eitt blómatýnslu-stoppið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.6.2010 | 20:17
Latibær
Við vorum svo heppin í dag að fá að kíkja í heimsókn í Latabæ og "besta" vinkona Þuríðar minnar var svo góð að hitta okkur þar og skemmta börnunum í leiðinni en það var hún Halla hrekkjusvín. Leikkonan sem leikur hana hún Vigdís Gunnarsdóttir hefur fylgt Þuríði okkar nánast síðan hún veiktist eða síðan nóv'05. Þessi kona á svo mikið hrós skilið, alltaf verið tilbúin að hitta Maístjörnuna okkar hvenær og hvar sem er enda orðin mikill kærleikur á milli þeirra. Það skiptir ekki máli hvort sem hún er í Höllu hrekkjusvín gervi eða Lúsíar í Skoppu og Skrítlu, hún hreinlega dýrkar þessu konu. Þið hefðuð líka átt að sjá svipinn á henni þegar Halla mætti á svæðið, þvílíkt öskur (reyndar kom öskrið því hún kom aftan að henni) og svo tók við stórt og mikið knús. Vávh ég átti svo erfitt með að halda inni tárunum, reyndar gat ég það ekki en reyndi samt.
Hérna eru nokkrar frá deginum í dag:
Bestu vinkonurnar Þuríður Arna og Halla hrekkjusvín
Theodór tjékkaði að sjálfsögðu á Glanna glæp sæti og símanum hans.
Goggi mega var á staðnum og það var nú ekki leiðinlegt að fá að setjast hjá honum aðeins og tjékka á tækjum og tólum.
Vinkonurnar fífluðust aðeins.....
Hinrik fannst þetta allt saman geðveikt, mikið að skoða og koma við.
Þetta var alveg æðisleg ferð og ég er ekki vissum hver skemmti sér best við foreldrarnir eða börnin. Svona daga elska ég, koma börnunum óvart er best því þau vissu ekkert að við vorum á leiðinni þangað hvað þá að hitta Höllu eða ekki fyrr en við vorum komin fyrirutan staðin sjálfan.
Annars verður fundur í næstu viku með doktorunum og vonandi verður þá eitthvað komið í ljós, krossa alla putta og tær.
Skemmtileg helgi framundan, veislur og aftur veislur.
Eigið yndislega helgi......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.6.2010 | 11:22
Blóðsuga
Blóðsugan er mætt á svæðið og sýgur úr mér alla orku og kátínu, finnst þetta bara allt svo erfitt. Nei við erum ekki komin með neinar fréttir, það er bara bið og aftur bið. Það er búið að senda sýnið til Svíþjóðar og svo fréttum við í gær að það er líka búið að senda það til Boston, að sjálfsögðu er gott að það eru fleiri læknar að vinna í Þuríðar veikindum en þessi helv.... bið er svo erfið að hálfa væri miklu meir en nóg.
Þetta er óendanlega sárt, Þuríður mín átti að vera laus við þetta allt saman, það sést ekkert á henni að hún var að veikjast aftur, hún er bara heilbrigð að sjá. Ótrúlega kát, hress og skemmtileg elsku besta Maístjarnan mín en hvernig verður framhaldið vitum við ekki? hvursu hratt mun æxlið stækka? Getur hún mætt í skólann næsta haust? Þessi óvissa nagar mann að innan.
Það eru margir hnútar í maganum mínu og hjartað í molum, ég er að reyna vera kát innan um aðra en það er ótrúlega erfitt. Mér líður einsog þunglyndissjúkling en er það samt ekki, verð bara leið vegna Maístjörnu minnar sem á að fara njóta lífsins í botn einsog heilbrigð börn gera án allra áhyggja eða spítalaferða. Ekki það að hún hafi einhverjar áhyggjur(meira við), veit bara að krabbameinið er komið aftur en veit svo sem ekkert hvað það merkir.
Já þetta er SKÍTT!!
Núna er Maístjarnan mín komin í sumarfrí og hún nýtur þess í botn að vera í dekri hjá mömmu sinni og núna ætla ég líka að fara "búa" (undirbúa) eitthvað til að hlakka til en það er það sem heldur manni gangandi, er t.d. með "surprise" fyrir þau systkini á fimmtudaginn en Maístjarnan mín fær að hitta "bestu vinkonu" sína ever og vávh hvað ég hlakka til að sjá á henni svipinn þegar hún hittir hana eða þegar hin sjá hvert við erum að fara. Svo ætla ég að fara undirbúa STÆRSTA draum Þuríðar minnar, þeir sem þekkja hana vita hver hennar STÆRSTI draumur er og við ætlum að láta hann rætast.
Núna ætlum við mæðgur að fá okkur frískt loft og njóta þess að vera saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.6.2010 | 08:08
Bið og aftur bið
Maístjarnan mín er ágætlega hress, bara sama sagan hún reynir að forðast sólina eins mikið og hún getur, ef það eru mikil læti eða mikið af fólki er hún ekki að fíla.
Enda færsluna mína af Blómarósinni minni henni Oddnýju Erlu og mömmupungnum Hinrik Erni sem er orðinn leikskólastrákur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar